Hafnarfjörður - Garðabær - 19.09.2014, Blaðsíða 8

Hafnarfjörður - Garðabær - 19.09.2014, Blaðsíða 8
8 19. SEPTEMBER 2014 Nýir íbúar væntanlegir Sex manna fjölskylda frá Afganistan er væntanleg til Hafnarfjarðar en Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðis- málaráðherra og Haraldur Líndal Haraldsson, bæjarstjóri í Hafnarf- irði, undirrituðu á dögunum samn- ing um móttöku, aðstoð og stuðn- ing við fjölskylduna. Þetta er gert á grundvelli ákvörðunar ríkisstjórnar- innar um málefni flóttafólks. Ákvörðun ríkisstjórnarinnar miðaðist við að tekið skyldi á móti konum í hættu frá Afganistan. Flóttamannanefnd í samvinnu við Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna gerði tillögu um einstak- linga sem tekið skyldi á móti og var sú tillaga samþykkt í ríkisstjórn, segir á vef Hafnarfjarðarbæjar. Flóttamannanefnd var falið að undirbúa móttöku fólksins og var leitað til Hafnarfjarðar um möguleika og vilja bæjarfélagsins til þess að taka að sér verkefni sem þetta. Samningurinn fjallar um helstu verkefni sem móttaka flóttafólks felur í sér og bæjarfélagið mun sjá til að fólkið fái notið. Þessi verk- efni varða einkum ýmsa félagslega þjónustu, stuðning og aðstoð en lúta einnig að heilbrigðisþjónustu, grunnskólamenntun og annarri þjónustu sem íbúar sveitarfélaga njóta almennt. Rauði krossinn á Íslandi gegnir einnig hlutverki í móttöku og að- lögun flóttafólks samkvæmt við- miðunarreglum flóttamannanefndar og mun samningur um aðkomu hans að stuðningi við fjölskylduna í Hafnarfirði verða undirritaður innan skamms. „Við höfum átt góða samvinnu við alla sem hafa komið að þessu máli og við munum leggja okkur fram við að fjölskyldunni líði sem allra best í Hafnarfirði. Fyrir hönd bæjarins býð ég þau hjartanlega velkomin,“ er haft eftir Haraldi á vef bæjarins. Þar er einnig haft eftir Eygló Harðar- dóttur að hún sé þakklát bænum fyrir móttökurnar. Hugmyndir ríkisstjórnarinnar um að stytta tímabil atvinnuleysisbóta: Verulega gagnrýniverðar hugmyndir Bæjarfulltrúar í Hafnarfirði eru almennt óánægðir með hugmyndir sem koma fram í frumvarpi til fjárlaga næsta árs um að stytta tímabil atvinnu- leysisbóta úr þremur árum í tvö og hálft. Víst er að þetta mun leggja auknar byrðar á herðar sveitarfélaga. Blaðinu hefur ekki tekist að fá upplýs- ingar um hversu margir í Hafnarfirði og Garðabæ myndu detta út af at- vinnuleyisskrá, verði þessar breytingar að lögum. Hins vegar segir í tölum frá Vinnumálastofnun að á höfuðborgar- svæðinu öllu, hafi í ágúst, á áttunda hundrað manns verið án vinnu í meira en eitt og hálft ár, þar af 360 í meira en tvö ár. Samkvæmt nýlegum tölum um at- vinnuleysi í Hafnarfjarðarbæ, höfðu 203 verið án vinnu lengur en í tólf mánuði, en tæplega 600 í heildina án vinnu. Eftir því sem blaðið kemst næst, en hefur ekki fengið staðfest, má ætla að á bilinu 40-60 manns myndu missa bótarétt sinn í Hafnarfirði, verði tímabilið stytt. Blaðið sendi öllum bæjarfulltrúum í Garðabæ og Hafnarfirði fyrirspurn vegna málsins. Bæjarfulltrúar Sjálf- stæðisflokksins í Hafnarfirði sögðu í svari við fyrirspurn blaðsins að málið yrði tekið upp í fjölslkylduráði. Svör annarra flokka við fyrirspurninni má sjá hér á síðunni. Enginn bæjarfulltrúi í Garðabæ svaraði blaðinu. Guðlaug Kristjánsdóttir, oddviti Bjartrar framtíðar og forseti bæjarstjórnar „Um styttingu atvinnuleysistímabils er ýmislegt að segja. Í fyrsta lagi skortir samráð við ákvarðanatökuna, þ. e. samtal ríkis, sveitarfélaga og fulltrúa fólks á vinnumarkaði. Ábyrgð á mál- efnum atvinnuleitenda er sameiginleg og ákvarðanir í málaflokknum verða að endurspegla það. Í öðru lagi er verið að stytta bótatímabil niður fyrir það sem var fyrir hrun og í því samhengi finnst mér rétt að spyrja hvort aðstæður leyfi slíka breytingu. Er atvinnuástandið núna betra en það var fyrir hrun? Ég leyfi mér að efast um það. Ekki verður heldur séð að verið sé að gera sérstaka gangskör í þjónustu við atvinnuleit- endur, enda er á sama tíma og bóta- tímabilið er stytt verið að draga saman seglin í þjónustu ríkisins við fólk án atvinnu. Í þessum málaflokki verða allir að axla ábyrgð í sameiningu og huga að stóru myndinni. Mér finnst líka skorta á að verið sé að vinna með markvissum hætti að því að fyrirbyggja atvinnuleysi, þ. e. með trúverðugri uppbyggingu í atvinnulífinu. Þessi boðaða stytting þykir mér því verulega gagnrýniverð.“ Gunnar Axel Axelsson, oddviti Samfylkingarinnar í bæjarstjórn „Varðandi boðaða styttingu atvinnu- leysisbótatímabilsins þá hef ég óskað eftir því að málið sé sett á dagskrá bæjarráðs í næstu viku og þar kynnt greining á áhrifum þessara boðuðu breytinga á stöðu þeirra sem einstak- linga sem þarna er verið að fjalla um, þjónustu við þá og auðvitað á fjárhags sveitarfélagsins. Því miður eru þessar breytingar boðaðar án þess að samráð hafi verið haft við sveitarfélögin og ekkert í kortunum sem bendir til þess að ætlunin sé að ráðast í nauðsynlegar mótvægisaðgerðir til að tryggja hag þess fólks sem er verið að tala um. Það hefur líka komið fram í umræðunni um fjárlögin að ekkert samráð hefur heldur verið haft við samtök launafólks um þessar breytingar sem ég held að hljóti að vera eindæmi þegar um svo veigamiklar breytingar er að ræða á réttindum fólks á vinnumarkaði. Sam- skiptaleysið virðist því algert í málinu sem er í sjálfu sér eitthvað sem full ástæða er til að ræða líka og spyrja hverju sætir. Eins og þetta birtist mér þá er þetta illa ígrundið tilraun ríkis- ins til að lækka útgjöld sín á kostnað sveitarfélaganna og þeirra hundruða einstaklinga sem ætlunin er að svipta réttinum til atvinuleysisbóta. Við það verður að sjálfsögðu ekki unað af okkar hálfu og mun ég leggja til að bæjar- stjórn mótmæli þessum breytingum og kalli eftir eðlilegu samtali og samráði um hvernig hægt verði að koma sem best til móts við þarfir þessa hóps og styrkja stöðu hans á vinnumarkaði.“ Guðrún Ágúst Guðmunds- dóttir, bæjarfulltrúi Vinstri grænna og fv. bæjarstjóri. „Mér líst ekkert á þær hugmyndir sem fram koma í fjárlagafumvarpinu. Enn einu sinni er ríkið að taka geðþótta ákvörðun sem hefur bein áhrif á líf fólks og það með mjög stuttum fyrirvara. Ef stytta ætti bótatímabilið væri eðlilegt að slíkar hugmyndir kæmu fram í dag og ættu þá að taka gildi í fyrsta lagi eftir rúmlega ár og að unnið væri þá markvisst að því að skoða með hvaða hætti ætti að koma til móts við fólk sem verður fyrir þessari skerðingu og með hvaða hætti tryggja eigi sveitarfélögum tekjustofna til að mæta þeim kostnaði sem af þessu hlýst fyrir þau. Þær hugmyndir sem fram koma í fjárlagafrumvarpinu um að stytta bóta- tímabil atvinnuleysisbóta eru settar fram án nokkurs samráðs við sveitar- félög. Ég geri ráð fyrir því að Hafnar- fjarðarbær muni láta skoða hver líklegur kostnaður verði af þessari breytingu fyrir bæinn og eðlilegt væri að ríkið yrði krafið um að bæta sveitarfélaginu þann kostnað. Þegar ríkisvaldið er að undirbúa lagabreytingar á að skoða hvaða afleiðingar breytingarnar hafa. Ég treysti því líka að Samband íslenskra sveitarfélaga muni beita sér gegn þessu. Enn og aftur er ríkið að skerða framlög sín einhliða án nokkurs samráðs við þá sem síðan verða fyrir skerðingunni og sitja uppi með ábyrgðina og fram- kvæmd verkefnisins.“ Mun auka fátækt „Aðför að atvinnulausu fólki sem boðuð er með styttingu bóta- tímabilsins er fordæmalaus og mun koma sérstaklega illa við þá sem veikast standa á vinnumarkaði og auka enn á fátækt í landinu,“ segir meðal annars í ályktun miðstjórnar Alþýðusambands Íslands. Mið- stjórnin kom saman í vikunni og segir þar meðal annars að ekki sé neinn grundvöllur fyrir samstarfi eða samræðu við ríkisstjórnina. „Miðstjórn Alþýðusambands Íslands lítur þessa aðför að almennu launa- fólki mjög alvarlegum augum og telur engan grundvöll fyrir frekara samstarfi eða samræðu við ríkis- stjórnina verði þetta að veruleika,“ segir í ályktuninni. Þar er rætt um hækkun matarskatts, lyfjakostnað, heilbrigðismál, húsnæðismál og menntamál, auk atvinnuleysis- trygginga og niðurfellingu á lög- boðnu og umsömdu framlagi til Starfsendurhæfingarsjóðs. Þannig sé „vegið með alvarlegum hætti að hagsmunum fólks sem veikist og slasast og þarf á starfsendurhæf- ingu að halda. Með því er dregið úr möguleikum þess að komast aftur á vinnumarkað og þannig til virkrar þátttöku í samfélaginu.“ Ekki fá allir í vinnu þótt verkefnin séu víða. Yfir 200 manns í Hafnarfirði einum hafa verið án vinnu í meira en ár. Haraldur og Eygló skrifa undir samninginn.

x

Hafnarfjörður - Garðabær

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hafnarfjörður - Garðabær
https://timarit.is/publication/1080

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.