Hafnarfjörður - Garðabær - 24.01.2014, Blaðsíða 4

Hafnarfjörður - Garðabær - 24.01.2014, Blaðsíða 4
4 24. janúar 2013 Aukin þjónusta við fjölskyldur Mikið hefur verið rætt um mikilvægi þess að sveitarfé-lög taki þátt í því að draga úr verðbólgu og auka kaupmátt. Hafnar- fjarðarbær leggur sitt að mörkum hvað það varðar með því að halda öllum gjaldskrám óbreyttum, lækka álagn- ingarhlutfall fasteignaskatts, bæta við systkinaafslætti frá dagforeldri til frí- stundaheimilis og stytta sumarlokanir leikskóla um eina viku. Jákvæð umræða Lokið verður við hönnun leikskóla á Bjarkavöllum á árinu og gert ráð fyrir að leikskólinn taki til starfa 2015. Unnið er að undirbúningi síðari áfanga Áslands- skóla og byggingu hjúkrunarheimilis í Skarðshlíð. Jafnframt er stefnt að því að ljúka framkvæmdum innanhúss í frjálsíþróttahúsinu við Kaplakrika svo hægt sé að taka það í notkun í vor. For- hönnun Ásvallabrautar er að ljúka og við tekur nánari útfærsla veghönnunar og verkframkvæmda og samið hefur verið um byggingu á þremur búsetu- kjörnum fyrir fatlað fólk. Ánægja með Hafnarfjörð sem stað til að búa á Í þjónustukönnun sem Hafnarfjörður tók þátt í ásamt fimmtán öðrum sveitarfélögum kemur fram að íbúar bæjarins eru í flestum tilfellum nokkuð sáttir við bæinn sinn. Þegar við skoðum könnunina í heild sinni bætum við okkur í öllum þáttum hennar á milli ára. Þegar við skoðum svör þeirra sem nota þjónustuna kemur í ljós að þeir eru ánægðari með hana en þeir sem nota ekki viðkomandi þjónustu. Í slíkum tilfellum er líka verið að mæla viðhorf og ímynd. Verkefnið er því ekki bara að skoða hvernig við getum bætt okkur í þjónustu heldur líka hvernig við getum bætt ímyndina og skapað jákvæðara viðhorf. Stjórnun Hafnarfjarðarbæjar ein- kennist af stefnufestu og aðhaldi sem skilar sér í bættri afkomu, aukinni niðurgreiðslu lána og lægri álögum á íbúa. Nú þurfum við að einbeita okkur að því að koma öllu því jákvæða sem unnið hefur verið að betur til skila því Hafnarfjörður er kláralega góður staður til að búa á. HAFNARFJÖRÐUR / gARÐAbæR 2. TbL. 4. ÁRgANgUR 2014 Útgefandi: Fótspor ehf. Ábyrgðarmaður: Ámundi Ámundason, sími: 824 2466, netfang: amundi@fotspor.is. framkvæmdastjóri: Ámundi Steinar Ámundason, netfang: as@fotspor.is. auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason, Suðurlandsbraut 54, 108 Reykjavík. Auglýsingasími 578 1190, netfang: auglysingar@fotspor.is, Veffang: fotspor.is, Ritstjóri: Ingimar Karl Helgason, sími: 659-3442 netfang: ingimarkarlhelgason@gmail.com, Matarblaðamaður: Svavar Halldórsson. Sími. 869-4940. Netfang. svavar@islenskurmatur.is, Umbrot: Prentsnið, Prentun: Ísafoldarprentsmiðja, 13.500 eintök. dreifing: Póstdreifing. Fríblaðinu er dreiFt í 13.500 e intökum í allar íbúðir í HaFnarFirði / Garðabæ Nú nálgast sveitarstjórnarkosningar og ber þetta tölublað þess áberandi merki. Prófkjör er framundan hjá Sjálfstæðisflokknum í Hafnarfirði og flokksval Samfylkingarinnar er handan við hornið. En þótt þessir flokkar hafi nú flesta fulltrúa í bæjarstjórn, þá eru fleiri framboð á leiðinni. Björt framtíð ætlar að bjóða fram í fyrsta sinn og kannski Píratar. Þá munu Vinstri græn og Framsóknarflokkurinn bjóða fram lista, sem valdir verða með uppstillingu. Nokkurn áherslumun má merkja á frambjóðendum í fyrsta sæti á lista sjálf- stæðismanna en viðtöl við þá eru birt hér í blaðinu. En þó má merkja á máli þeirra að rekstur bæjarfélagsins er þeim hugleikinn og einnig að einkarekstur og einkavæðing í grunnþjónustu Hafnarfjarðarbæjar gætu verið framundan, hljóti flokkurinn brautargengi í sveitarstjórnarkosningunum. Aðeins einn af fjórum frambjóðendum til efsta sætis á lista sjálfstæðisflokksins nefnir sérstaklega velferðarmál og grunnþjónustu án fyrirvara. Frambjóðandi í efsta sæti á lista Samfylkingarinnar er sömuleiðis í viðtali hér í blaðinu. Þar er skýrt áherslumál að bæta þjónustu en um leið að lækka gjaldskrár. Svipaðan málflutning hafði annar frambjóðandi í forvali Samfylkingarinnar uppi í nýlegu viðtali við blaðið. Þannig virðist áherslumunurinn á frambjóðendum Sjálfstæðisflokksins annars vegar og Samfylkingarinnar hins vegar – sem nú eru fyrirferðarmestir flokka – vera nokkuð skýr. Það verður í framhaldinu fróðlegt að heyra um áherslumál annarra framboða. Prófkjör eru sannanlega umdeilanleg leið við val á lista. Vonandi að fram- bjóðendur muni gæta hófs í söfnun styrkja vegna framboða sinna. Það kemur engum vel, hvorki frambjóðendum, né kjósendum, að fólk fái á tilfinninguna, að kjörnir fulltrúar, eða frambjóðendur „séu í vasanum“ á einhverjum styrktaraðila. Kosningar eru mikilvægur hluti af gangverki lýðræðisins. Þangað á peninga- valdið ekkert erindi. Blaðið vill leggja sitt lóð á vogarskálarnar til að draga úr slíkum áhrifum og kynna lesendum þá sem bjóða fram krafta sína til þjónustu við bæjarbúa. Vonandi verðum við einhverju nær. Ingimar Karl Helgason Gangur lýðræðisins Leiðari Sólin ísilögð Nú standa hafnfirðingar frammi fyrir því sama og fjölmörg minni sveitarfé- lög hafa gert, þ. e. að missa frá sér aflaheimildir. Rótgróin, stöndug og prýðilega rekin útgerð er að hætta rekstri eftir gott ævistarf. Árleg kvótaúthlutun til útgerðarinnar hefur numið rúmlega prósenti af heild og áætlað söluverðmæti um 5 milljarðar. Sem er ótrúlega há upphæð þar sem veiðiréttinum er úthlutað til einungis eins árs í senn og stjórnvöldum heim- ilt að breyta því hvenær sem er. Út- gerðarmenn hafa hinsvegar kosið að líta á veiðiréttinn sem sína eign og taka bankar mið af því í veðtökum sínum. Gegn þessu samspili stendur Alþingi íslendinga bæði viljalaust og ráðþrota. Nógu illt er að verðmæti sem skila notanda meira en 500 milljónum ár- lega sé úthlutað sjálfkrafa ár frá ári án samkeppni á frjálsum markaði. En að viðkomandi geti í ofanálag selt þessa tímabundnu úthlutun hvenær sem hentar og stungið öllu í eigin vasa er auðvitað ekkert annað en rauðglóandi viðvörun um það að þjóðin eigi ekki lengur þessa auðlind. Tal um hagræðingu ofangreinds fyr- irkomulags stenst enga skoðun nema auðvitað fyrir þá sem sitja á þessum réttindum. Og það sem aðgreinir vel stæðar útgerðir frá skuldsettum er ekki betri veiði heldur einfaldlega það að stærstu og rótgrónustu útgerðirnar fengu kvótans gefins en hinir sem á eftir komu þurftu að kaupa. Þetta skilur á milli feigs og ófeigs og segir sig sjálft þegar litið er á kvótaverðið. Og nú hugsa bæjaryfirvöld í Hafnar- firði sinn gang. Það er mín skoðun að bæjaryfir- völd, ekki bara í Hafnarfirði, heldur allsstaðar á landinu ættu fremur að berjast fyrir almennu útboði veiði- heimilda en að íhuga uppkaup á fiskikvótum sem samkvæmt lögum mynda hvorki eignarétt né ævarandi forræði. Slíkt fæli ekki bara í sér viður- kenningu á tapaðri auðlind heldur kæmi upp sú sérkennilega staða að lagðar yrðu álögur á alla útsvarsgreið- endur til að borga einn út. Jafnvel sólin ísilögð er ekki eins fjarstæðukennd. Höfundur er Lýður Árnason, læknir og Vakstjóri Lýðræðisvaktarinnar. Höfundur er Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, bæjarstjóri Björt framtíð stillir upp Björt framtíð hyggur á framboð í Hafnarfirði í sveitarstjórnar- kosningunum í vor. Hlini Melsteð, tengiliður flokksins í Hafnarfirði, segir að stillt verði upp á listann. Framundan sé fundur þar sem að- ferð við uppstillingu og tímasetn- ingar verði ákveðin. Píratar í Fjörðinn Píratar í Hafnarfirði ætla að halda formlegan stofnfund á morgun klukkan hálffimm í Gamla Vínhúsinu, Vesturgötu 3. Píratar segja á heimasíðu sinni að allir Hafnfirðingar sem hafa áhuga á því að taka þátt í starfinu séu vel- komnir. Auglýst eftir listafólki Menningar- og ferðamálanefnd Hafnarfjarðar auglýsir eftir umsóknum um styrki til listviðburða og menningarverkefna í bænum. Umsóknarfrestur er til 24. febr- úar og er listafólk og annað áhugafólk um menningu, stofnanir og samtök hvött til að sækja um á vef bæjarsins. Hafnarfjarðarstofa verður til Vorið 2010 samþykkti bæjar-stjórn Hafnarfjarðar að skipa starfshóp til að gera tillögur um rekstur svokallaðrar Hafnar- fjarðarstofu, sem og almennt um fyrirkomulag atvinnuþróunarmála í sveitarfélaginu. Í tillögunni fólst að lögð skyldi áhersla á að samþætta og samnýta þá reynslu og þekkingu sem til staðar væri í stjórnsýslunni á sviðum sem tengjast ferðaþjónustu og markaðssetningu bæjarins gagnart fólki og fyrirtækjum, og stuðla að auknu og nánara samstarfi við at- vinnulífið á sviði nýsköpunar og at- vinnuþróunar. Sérstaklega var horft til þess að nýta þá þekkingu og reynslu sem skapast hafði af sambærilegum verkefnum annarstaðar m. a. á Akur- eyri og í Reykjavík. Starfshópurinn sem var skipaður fulltrúum allra stjórnmálaflokka skil- aði tillögum sínum í október sama ár. Sérstaka áherslu lagði hann á skýra og markvissa stefnumótun í mál- efnum ferðaþjónustunnar. Vinna við mótun ferðamálastefnu fyrir Hafnar- fjörð hófst strax í kjölfarið og lauk með samþykkt bæjarstjórnar á nýrri ferðamálastefnu Hafnarfjarðarbæjar vorið 2012. Var sú stefnumótun unnin í nánu samstarfi við hagsmunaaðila í ferðaþjónustu og sérstök áhersla lögð í kynningu hennar fyrir bæjarbúum. Á grundvelli nýrrar ferðamálastefnu og samstöðu um mikilvægi þess að vel sé staðið að kynningu Hafnarfjarðar og þess sem bærinn okkar hefur upp á að bjóða, samþykkti bæjarstjórn á síðasta fundi sínum að hafinn skyldi formlegur undurbúningur að stofnun og reksti Hafnarfjarðarstofu. Í sam- þykkt bæjarstjórnar kemur fram að auk sérstakrar áherslu á málefni ferða- þjónustunnar muni Hafnarfjarðarstofa sinna margþættu hlutverki í markaðs-, kynningar-, og nýsköpunarmálum í bæjarfélaginu. Strax frá upphafi verður jafnframt lögð sérstök áhersla á mál- efni ungs fólks á sviði nýsköpunar og þátttöku þess í mótun nýrra hugmynda og atvinnutækifæra. Unnið verður að því að koma á samstarfi við fyrirtæki í Hafnarfirði og samtök aðila í ferða- þjónustu á svæðinu um fjármögnun og rekstur Hafnarfjarðarstofu til lengri tíma litið. Höfundur er Gunnar Axel Axelsson, formaður bæjarráðs

x

Hafnarfjörður - Garðabær

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hafnarfjörður - Garðabær
https://timarit.is/publication/1080

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.