Hafnarfjörður - Garðabær - 24.01.2014, Blaðsíða 12

Hafnarfjörður - Garðabær - 24.01.2014, Blaðsíða 12
Nýtt - rafmagns lyftistólar Teg. Giulia 3 - 1 - 1 og 3 - 2 - l leður. Rafmagns lyftistólar með skemmal Reykjavíkurveg 66 220 Hafnarfirði sími 565 4100 Minni þvætting – meiri þátttöku Hafnfirðingar kalla eftir meiri aðild að ákvörðunum. Vinstrihreyfingin – grænt framboð býður til opins fundar laugardaginn 25. janúar n.k. í félagsheimilinu á Strandgötu 11. Fundurinn hefst kl. 11:00 og stendur til kl. 13:00. Á dagskrá fundarins verður: 1. Aukin aðkoma 2. Hópur um samsetningu framboðs valinn. Allir velkomnir. Stjórn VG í Hafnarfirði MENNINGARSTYRKIR TIL VERKEFNA OG VIÐBURÐA Menningar- og ferðamálanefnd Hafnarfjarðar auglýsir eftir umsóknum um styrki til verkefna og viðburða á sviði menningar- og lista í Hafnarfirði. Listamenn og aðrir áhugasamir um menningu og viðburði, stofnanir og félagasamtök eru hvattir til að senda inn umsóknir. Umsóknareyðublöð eru á www.hafnarfjordur.is, undir íbúagátt/umsóknir. Athugið að til þess að sækja um þarf að skrá sig á íbúagátt bæjarins. Aðstoð við skráningu er hægt að fá hjá Þjónustuveri Hafnarfjarðar í síma 585-5500. Skilafrestur er til 24. febrúar 2014. 12 24. janúar 2013 SveitarStjórnakoSningar 2014 Fyrir Hafnarfjörð númer 1, 2 og 3 Kæri Hafnfirðingur. Hafnar-fjörður er bærinn minn og þar vil ég starfa. Ég var kosin í bæjarstjórn fyrir fjórum árum og á sæti í Fræðsluráði og Umhverfis- og framkvæmdaráði. Einnig hef ég á kjörtímabilinu tekið þátt í vinnu starfshópa um fjölmörg mál meðal annars, hjólasamgöngur, Umhverfis- og auðlindastefnu og byggingu hjúkrununarheimilis. Mín helstu stefnumál fyrir næsta kjörtímabil eru ábyrg fjármálastjórn með áherslu á aðhald í rekstri og ný- fjárfestingum. Niðurgreiðsla skulda er forgangsmál því þannig skapast svig- rúm til að lækka álögur á bæjarbúa og unnt verður að framkvæma fyrir eigið fé án kostnaðarsamrar lántöku. Ég legg áherslu á atvinnu upp- byggingu þar sem styrkleikar sveitarfé- lagsins fá notið sín sem felast til dæmis í að nýta hafnaraðstöðuna betur, hlúa að miðbænum sem er hjartað í bænum okkar, bæta þjónustu við ferðamenn og laða fyrirtæki að bænum með því að bjóða hagkvæmar lóðir og góða þjónustu. Leik- og grunnskólar eru grunn- stoðir sem ber að hlúa að með höf- uðáherslu á innra starf og framþróun með það að leiðarljósi að frumkvæði fagfólks innan skólanna fái að njóta sín og einnig ber að styðja við fjölbreytt starf íþrótta- og tómstundafélaga og öflugt lista og menningarlífi með ábyrgum hætti. Ég vil skoða fleiri leiðir varðandi búsetukosti ungs fólks og hinna tekjulægri og athuga með hvaða hætti sveitarfélagið gæti beitt sér en örugg búseta er ein af grunnþörfum okkar. Einnig vil ég leita að leita leiða til að fjölga atvinnutækifærum og sporna við langtímaatvinnuleysi. Ég vil endurskoða stefnumótun í málefnum aldraðra og fatlaðra með tilliti til þeirrar þróunar sem hefur verið í málaflokknum til að tryggja að sem best sé búið að þessum hópum og ólíkum þörfum þeirra mætt. Ég vil útrýma kynbundinn launa- mun hjá Hafnarfjarðarbæ. Það er for- gangsmál að taka upp jafnlaunavottun og útrýma óskilgreindum launamun kynjanna. Greiðar samgöngur og góðar al- menningssamgöngur eru mikilvægt samfélagsleg verkefni sem þurfa stöð- ugt að vera í mótun. Skoða þarf hvort núverandi þjónustuframboð sé viðun- andi. Ég nefni sem dæmi mikilvægi þess að Ásvallabraut verði sett í forgand til að bæta samgöngur frá Völlunum og þjónusta innanbæjarstrætó verði bætt. Umhverfismál eru mál okkar allra, stuðla ber að því að allar stofnanir bæjarins móti umhverfisstefnu og sýni þannig gott fordæmi. Ég óska eftir stuðningi þínum í eitt af þremur efstu sætunum í prófkjörinu og vonast til að þú nýtir rétt þinn til að taka þátt í að setja saman lista af hæfu fólki sem þú treystir til þess að vinna af heilum hug að hag Hafnarfjarðarbæjar. Bestu kveðjur Höfundur er Helga Ingólfsdóttir bæjarfulltrúi Sterkari Hafnarfjörður Kæri lesandi. Ég, Sævar Már Gústavsson, vil hjálpa til við að styrkja samfélagið okkar og gef því kost á mér í 4. sæti i próf- kjöri Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði 1. febrúar næstkomandi. Í aðdraganda prófkjöra og sveitastjórnakosninga þá ber yfirleitt á fallegum loforðum um betrumbætur í hinum ýmsu mála- flokkum. Kjósendur og frambjóð- endur í Hafnarfirði búa hins vegar við þær sérstöku aðstæður að við höfum ekki efni á loforðum um aukin útgjöld í málaflokka sem almennur vilji er til að styrkja. Fjárhagsstaða bæjarsjóðs leyfir einfaldlega ekki frekar útgjöld. Í dag skuldar Hafnarfjarðarbær um 40 milljarða króna eða um 8 milljónir á fimm manna fjölskyldu. Næstu bæjarstjórn í Hafnarfirði ber skylda til að laga ástand bæjarsjóðs því það kemur niður á samfélaginu okkar í dag og mun gera það af enn meiri krafti í framtíðinni ef ekkert verður að gert. Það á því að vera for- gangsmál að greiða niður skuldir og endursemja um ýmis lánakjör. Nú er það þannig að ekki er hægt að láta þá stjórnmálamenn, sem tóku lánin í „þágu“ bæjarbúa, greiða niður skuldina, en það er hægt að láta þær fjármálastofnanir sem lánuðu bæj- arsjóði axla ábyrgð. Það er áhætta fyrir fjármálastofnanir að lána bæj- arfélagi sem hefur engar tekjur í þeim myntum sem lánað er í. Þær eiga því að sjálfsögðu að bera ábyrgð á því ef skuldastaða bæjarfélagsins versnar svo að það getur ekki staðið í skilum við skuldbindingar sínar. Það er með öllu fráleitt að láta bæjarbúa borga fyrir áhættusamar ákvarðanir stjórnmála- manna og lánveitanda. Þess vegna á næsta sveitarstjórn að koma saman sterkri samninganefnd sem mun tala máli sveitarfélagsins við lánveitendur með það að markmið að fá afskriftir á lánum bæjarsóðs. Hafnarfjörður er í dag brothætt samfélag vegna skulda bæjarsjóðs. Kjörnum bæjarfulltrúum ber skylda að koma í veg fyrir að samfélög séu brothætt en þeir hafa svo sannarlega brugðist þeirri skyldu undanfarinn ár. Höfundur er Sævar Már Gústavsson, og sækist eftir fjórða sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði Hafnarfjörður til framtíðar Næstkomandi vor fáum við Hafnfirðingar tækifæri til að ganga inn í nýja tíma, tæki- færi til að snúa vörn í sókn og sýna hvað í okkur býr. Bæjarbúar munu kalla eftir nýrri pólitík með nýjum áherslum og nýjum markmiðum. Til þess að það geti orðið þarf nýja, fram- sækna og metnaðarfulla einstaklinga til starfa. Ég tel að kraftar mínir, menntun og áhugi geri Sjálfstæðisflokkinn sterkari og áhugaverðari kost þegar bæjarbúar ganga til kosninga nú í vor. Hafnar- fjörður þarf kraftmikla einstaklinga til að taka á málum hér í bænum þannig að hægt verði að byggja upp samfé- lag sem við bæjarbúar getum verið stoltir af. Tækifærin eru fjölmörg, hvort sem horft er til atvinnumála, ferðamála, og hlúa að hafnfirskum fjölskyldum. Stefna Sjálfstæðisflokksins á einkar vel við á tímum stöðnunnar og úr- ræðaleysis. Fólk þarf frelsi til athafna og það vill hafa val um það hvernig samfélagi það býr í og þannig aukum við hagsæld okkar. Virkja þarf krafta okkar og verum óhrædd við að stíga skrefið þegar að vali okkar Hafn- firðinga kemur, nýtum það. Hafnarfjörður er mér hugleikinn, hér er ég fædd og uppalin og sem móðir, Hafnfirðingur og einn hlekkur í samfélagi okkar býð ég fram krafta mína til að vinna að viðsnúningi hér í Hafnarfirði svo bæta megi hag okkar. Tryggjum Sjálfstæðisflokknum lista sem endurspeglar hafnfirskt samfélag. Ég óska eftir 2. -3. sæti í prófkjöri Sjálfstæðismanna þann 1. febrúar. Byggjum saman upp framtíð Hafnarfjarðar. Þú og ég erum Hafnarfjörður ! Höfundur er Kristín Thoroddsen, ferðamálafræðingur og býður sig fram í 2. -3. sæti í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Hafnarfirði

x

Hafnarfjörður - Garðabær

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hafnarfjörður - Garðabær
https://timarit.is/publication/1080

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.