Kópavogur - 15.08.2014, Side 4
4 15. ágúst 2014
Vinna enn að forkaupsrétti
Bæjarráð Hafnarfjarðar fjallaði um sölu á togara Stálskipa og aflaheimildum á síðasta fundi
sínum, skömmu fyrir mánaðamót, og
ákvað að áfram yrðu „gerðar ráðstafanir
til að virkja forkaupsréttinn“ en bærinn
telur sig eiga forkaupsrétt að skipi og
aflaheimildum. Bærinn hefur unnið
að því mánuðum saman að fá viður-
kenndan forkaupsrétt sinn að kvóta
Stálskipa þar í bæ.
Forkaupsrétturinn var ekki boðinn
þegar Stálskip seldu togarann Þór til
Rússlands og kvótann til þriggja út-
gerða úti á landi í vetur. Hafnarfjarðar-
bær hefur síðan gert ýmsar ráðstafanir
til að fá forkaupsréttinn virtan, en án
árangurs.
Sjávarútvegsráðherra taldi ekki tilefni
til að grípa inn í söluna, en hann hefur
heimild til þess. Hann vísaði meðal
annars til umsagnar Byggðastofnunar
um málið, en fjallað var um hana hér
í blaðinu fyrir nokkru. Stofnunin taldi
það ekki hafa teljandi áhrif á Hafnar-
fjörð og bróðurparturinn af aflaheim-
ildunum yrði seldur úr bænum. Þessu er
Hafnarfjarðarbær verulega ósammála
og hefur bæjarráð lýst verulegum von-
brigðum með ákvörðun ráðherrans.
Kvóti Stálskipa nam yfir einu pró-
senti af heildarkvótanum á Íslands-
miðum, en fullyrt hefur verið að kaup-
verð hans hafi numið 8 milljörðum
króna.
Vestmannaeyjabær vann nýlega mál
fyrir héraðsdómi þar sem gengið var
framhjá forkaupsrétti bæjarins. Það
mál snerist um kaup á útgerðinni Berg-
ur-Huginn til fyrirtækja sem tengjast
Samherja.
Í ákvörðun sjávarútvegsráðherra
voru Stálskip gagnrýnd fyrir að hafa
ekki gert Fiskistofu skýra grein fyrir því
fyrirfram að til stæði að selja kvótann.
Einnig er Fiskistofa gagnrýnd fyrir að
hafa ekki tilkynnt framsal aflaheim-
ildanna til ráðherra, en það ber sam-
kvæmt lögum að gera, ef fimmtungur
eða meira af aflaheimildum er seldur
úr bæjarfélagi.
Stofnun Wilhelms Beckmann (1909-1965):
Í Bókasafni Kópavogs
Íslenskur listamaður af þýsku bergi. Auglýst eftir verkum hans.
Wilhelm Beckmann var mjög fjölhæfur listamaður. Allt lék í höndum hans. Hann
skar út í tré, hann hjó í stein, hann mál-
aði myndir og hann gerði skartgripi.
Langþekktastur er hann þó fyrir út-
skurðarverk sín. Verk hans er að finna
í mörgum kirkjum og á mörgum heim-
ilum. Hann skar út marga skírnarfonta
og tækifærisgjafir af ýmsu tagi. Sýning
á verkum hans var haldin í tilefni af 50
ára afmælis Kópavogskirkju og var það
fyrsta yfirlitssýningin á verkum Wil-
helms Beckmann. Hann gaf Kópavogs-
kirkju fyrstu altaristöflu kirkjunnar 1954
og er hún nú í anddyri safnaðarheimil-
isins Borga. Myndir af mörgum verkum
Wilhelms Beckmann eru til sýnis á
3.hæð Bókasafns Kópavogs. Einnig
nokkur verka hans.
Wilhelm Beckmann bjó ásamt fjöl-
skyldu sinni lengi í Kópavogi. Hann
var útnefndur fyrsti bæjarlistamaður
Kópavogs árið 1954. Árið 2010 gáfu
börn og ættingjar Wilhelms Beck-
mann Bókasafni Kópavogs ýmis verk
eftir hann sem Bókasafnið hefur komið
fyrir í Beckmanns stofu á 3. hæð í safn-
inu. Unnið er að því að gera skrá yfir
verk Wilhelms Beckmann. Þeir sem geta
gefið uppýsingar um verk og eigendur
þeirra eru beðnir að hafa samband við
Hrafn Andrés Harðarson á netfanginu
hrafnah@kopavogur.is eða í síma 862
6726. Frekari upplýsingar um Wilhelm
Beckmann er að finna á www.beck-
mann-art.net
Lærlingur Wilhelms og síðar sam-
starfsmaður var Guðjón Ásberg Jónsson.
Þeir gerðu m.a. hurðaspjöld í hús hér í
bæ og fróðlegt væri að vita hvort þau
væru enn til?
Wilhelm Beckmann var fæddur í
Hamborg í Þýskalandi árið 1909 þar
sem hann ólst upp. Hann lærði útskurð
og myndhöggvaralist hjá Peter Olde,
sem var mjög þekktur í grein sinni.
Hann lauk námi 1927 og setti upp eigin
vinnustofu auk þess sem hann kenndi
við Listaháskóla Hamborgar. Wilhelm
Beckmann var félagi í þýska jafnaðar-
mannaflokknum og átti í útistöðum
við þýska nasistaflokkinn og varð að
flýja land, fyrst til Danmerkur og síðan
til Íslands árið 1935 þar sem hann bjó
til æviloka. Á Íslandi var hann félagi í
Alþýðuflokknum og gerði mörg kosn-
ingaspjöld fyrir flokkinn.
Árið 1940 kvæntist Wilhelm Beck-
mann Valdísi Einardóttur frá Syðri
Knarrartungu í Breiðuvík á Snæfellsnesi.
Þeim varð tveggja barna auðið, Hrefnu
Beckmann MA, löggiltum skjalaþýð-
anda í þýsku og ensku í Reykjavík og
Einars Beckmann, grafískum hönnuði
og kennara í Melbourne í Ástralíu. Wil-
helm Beckmann lést eftir löng veikindi
árið 1965.
Stofnun Wilhelms Beckmanns var
sett á fót til þess að halda minningu
hans á loft m.a. með því að gera verk
hans sýnileg og aðgengileg. Grein um
lífshlaup listamannsins er að finna í Árs-
riti Héraðsskjalasafns Kópavogs 2008.
Sumir hafa lýst því yfir að kreppan sé búin. Sem hún auðvitað er að einhverju leyti. Það er engin kreppa hjá sumum. Dregið hefur úr atvinnuleysi miðað við það sem varð í aðdraganda og eftir hrunið.
Og eins og þeir sem lesa fréttir úr tekjublöðum hafa tekið eftir, þá hafa
laun stjórnenda og bankafólks tekið tugprósenta stökk upp á við. Það
er engin kreppa á þeim bænum, og var kannski ekki aldrei. Að minnsta
kosti gæti almennt launafólk dregið þá eðlilegu ályktun að hátekjufólk og
stóreignafólk eigi borð fyrir báru þegar á móti blæs. Það er ekki tilfellið
hjá almennu launafólki.
Það fer lítið fyrir því í málflutningi þingmanna ríkisstjórnarinnar að tala um
almenning í landinu. Það fljúga vissulega frasarnir, eins og um „leiðréttingu“
skulda, en það þarf ekki að liggja lengi yfir málum til að sjá vonda mynd
blasa við, bæði í aðgerðum og boðuðum aðgerðum.
Stórir tekjustofnar ríkisins voru lækkaðir. Nefna má veiðigjöld, auðlegðar-
skattinn sem nú er lagður á í síðasta sinn, virðisaukaskatt á gistingu og
lækkun á skattprósentu þeirra allra hæst launuðu. Og svo má auðvitað bæta
því við að þessi „leiðrétting“ fer að mjög miklu leyti til hátekjufólks sem
ekki þarf að hafa áhyggjur af því að „ná endum saman“.
Á sama tíma er lítið gert við persónuafsláttinn og gjöld fyrir sjálfsagða vel-
ferðarþjónustu eru hækkuð. Skorið er niður hjá skólunum og annars staðar.
Áætlanir hafa verið gerðar sem ekki standast skoðun, og nú æpa formaður
og varaformaður fjárlaganefndar Alþingis og krefjast viðurlaga ef ekki er
staðið undir óraunhæfum kröfum.
Ekki mátti hækka laun um meira en 2,8 prósent í vetur. Kennarar og fleiri
neyddust til að grípa til aðgerða til þess að fá brot af sanngjörnum kröfum
um bætt kjör.
Við blasir að afleiðing þeirrar stefnu sem núverandi stjórnvöld reka er
misskipting og ójöfnuður.
Nú fáum við fregnir um að í Kópavogi hafa aldrei fleiri fjölskyldur þurft
á fjárhagsaðstoð frá bænum að halda, eins og fjallað er um hér í blaðinu.
Fjöldi fjölskyldna sem þarf slík úrræði hefur þrefaldast frá því fyrir hrun.
Og enn er að fjölga. Hverjum dettur í hug að halda því fram að kreppunni
sé lokið í Kópavogi, þótt hér sjáist byggingakranar? Það hefur bæjarstjór-
inn samt gert og talað fyrir sömu hugmyndafræði og þeir sem halda um
stjórnartaumana hjá ríkisvaldinu.
Auðvitað eru þeir til sem aldrei þurfa að glíma við kreppu, þótt þeir geti lent
í mótbyr eins og allir aðrir. Allur almenningur hefur hins vegar glímt við
kreppu og átt erfitt með að ná endum saman öll árin frá hruni, og verulegur
hópur var einnig í kreppu í „góðærinu“ fyrir hrun.
Við þurfum að varast þann málflutning að allt sé í himnalagi. Þeir sem
þannig tala velja að horfa framhjá verkefnum sínum. Þeir þurfa að breyta um
kúrs og geri þeir það ekki sjálfir, þá þarf að veita þeim mikið aðhald til þess.
Ingimar Karl Helgason
Engin kreppa
hjá sumum
Leiðari
Höfundur er
Hrafn Andrés Harðarson.
Kópavogur
14. TBL. 2. ÁrgaNgur 2014
Útgefandi: Fótspor ehf. Ábyrgðarmaður: Ámundi Ámundason, sími: 824 2466, netfang: amundi@fotspor.is.
framkvæmdastjóri: Ámundi Steinar Ámundason, netfang: as@fotspor.is. auglýsingastjóri: Ámundi
Ámundason, Suðurlandsbraut 54, 108 Reykjavík. Auglýsingasími 578 1190, netfang: auglysingar@fotspor.is.
Veffang: fotspor.is. Ritstjóri: Ingimar Karl Helgason, sími: 659-3442 netfang: ingimarkarlhelgason@
gmail.com. Matarblaðamaður: Svavar Halldórsson. Sími. 869-4940. Netfang. svavar@islenskurmatur.is.
Umbrot: Prentsnið, Prentun: Ísafoldarprentsmiðja, 11.000 eintök. dreifing: Póstdreifing.
Fríblaðinu er dreiFt í 11.000 e intökum í allar íbúðir í kópavogi
Einar Beckmann, sonur listamannsins, við altaristöfluna fögru, sem nú er í
safnaðarheimili Kópavogskirkju
Krakkarnir bera bókasafnsorminn.
Bráðabirgðaleið
Aðrein að Hafnarfjarðarvegi, frá hringtorgi við Borg-arholtsbraut að Hafnar-
fjarðarvegi, hefur verið lokað og
verður lokuð til 7. september vegna
gatnagerðar. Hjáleið að Hafnar-
fjarðarvegi er opin á meðan, segir á
vefsíðu Kópavogsbæjar.
Í framkvæmdinni felst endurgerð
stofnbrautarrampa í stað núver-
andi rampa frá Borgarholtsbraut að
Hafnarfjarðarvegi með útkeyrslu
inn á Kópavogsbraut. Verkið felst
aðallega í gerð tengibrautar frá
Borgarholtsbraut niður á nýtt torg
á Kópavogsbraut. Frá torginu mun
koma stofnbrautarrampur inn á
Hafnarfjarðarveg, segir á vef bæj-
arins.
Á meðan á verkinu stendur verður
opnuð bráðabirgðarleið að Hafnar-
fjarðarvegi í gegnum fyrirhugað hr-
ingtorg við Kópavogsbraut, en þetta
má sjá á myndinni. Á vef bæjarins
segir að merkingar og hjáleiðamerk-
ingar verði settar upp.