Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 13.02.1986, Blaðsíða 3

Fréttir - Eyjafréttir - 13.02.1986, Blaðsíða 3
rROTIK rRtTN'R Sigurður Jónsson: Yerum víðsýn líta út. Það er fólkið sjálft sem á að fá að ráða en ekki einhverjar fámennar klíkur, eins og því miður aðrir flokk- ar virðast halda svo mikið uppá þegar að raða skal á framboðslistann. Kjósendur fá sjálfir tæki- færi til að meta það hverja þeir telja hæfasta til að skipa sætin á framboðslistanum. Það hefur sennilega ekki farið framhjá mörgum að helgina 22. og 23. febrúar n.k. efnir Sjálfstæðisflokkur- inn til prófkjörs vegna vænt- anlegra sveitarstjórnarkosn- inga. Sjálfstæðisflokkurinn leitar til Vestmannaeyinga og biður þá að hafa áhrif á það hvernig framboðslistinn fyrir bæjar- stjórnarkosningarnar eigi að Skyldur bæjarfulltrúa Ég hefi oft verið spurður að því hvers vegna ég sé að skrifa svona mikið í blöðin. Margir spyrja hvort þetta sé ekki slæmt fyrir mig því það hljóti að koma fyrir að menn séu ekki sammála skrifunum. Auðvita er það alveg hárrétt, en ég tel það vera eina af höfuðskyldutn hvers bæjar- fulltrúa að viðhafa ákveðna upplýsingaskyldu. Bæjarfulltrúi á að greina opinberlega frá afstöðu sinni til hinna ýmsu og ólíku mála. Bæjarfulltrúi sem situr í meir- ihluta verður að gera grein fyrir því opinberlega, hvers vegna þessi eða hin afstaðan hafi verið tekin til mála. Ég hefi talið það skyldu mína við bæjarbúa að greina þannig frá afstöðu minni til hinna ýmsu mála. Auðvitað hefur maður fyrir bragðið oft fengið ýmis viðbrögð, en það er gott séu þau sett fram á málefnalegan hátt, en pers- ónulegu skítkasti sleppt. Misjafnar áherslur Sérhver bæjarstjórn þarf að fást við gífurlegan fjölda' mála og meta hvernig afstöðu eigi að taka. Að sjálfsögðu greinir menn oft á um áhersl- upunkta þ.e. hvað skuli tekið fram yfir annað þegar t.d. fjárhagsáætlun er gerð. Þetta á við þótt allir aðilar séu í sama stjórnmálaflokki, það geta verið skiptar skoðanir til einstakra mála og hvað skuli hafa forgang. Hér á eftir ætla ég að nefna örfá atriði sem ég tel að næsta bæjarstjórn verði að leggja mikla áherslu á. Auðvitað væri hægt að nefna mörg önnur, en þessi bera hátt. Við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið í ár er gert ráð fyrir stórri upphæð til að greiða niður skuldir. Hér tel ég rétt að staðið og að við verðum að halda áfram á næstu árum, þótt þetta komi niður á fram- kvæmdum. Taka verður málefni ald- y raðra alveg sérstökum tökum. Halda verður áfram uppbyggingu íbúða aldraðra. Einnig verður nú þegar að hefja undirbúning að hugsan- legri stækkun við Hraunbúð- ir. Hér er um málaflokk að ræða sem ég tel að bæjar- stjórn verði að gefa sér góðan tíma til að fjallá um. Við sem yngri erum skuldum fólkinu sem nú er komið á efri ár það mikið að það á skilið að vel sé að því búið í ellinni. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum stendur nú til að hefja undirbúning að b ygg- ingu sjúkralaugar. Hér er um merkilega framkvæmd að ræða, sem koma þarf áfram. Æ erfiðara hefur verið fyrir ungt fólk að eignast sínar eigin íbúðir. Af þeim sökum hef ég viljað nýta þá mögu- leika sem verkamannabú- staðakerfið býður til að ungt fólk eigi betri möguleika á að eignast sínar eigin íbúðir. í byrjun þessa árs var loksins stigið það skref að borga úr bæjarsjóði til hitaveitunnar. Þannig var hægt að koma í veg fyrir fulla vísitöluhækkun á gjaldskrá hitaveitunnar. Ég er sannfærður um það að hér eru stigin rétt spor. Greiða á úr bæjarsjóði til hitaveitunn- ar til að hægt sé að halda gjaldskránni niðri. Auðvitað þýðir þetta minni fram- kvæmdir í bæjarfélaginu, en ég trúi því að margir séu mér sammála í þessum efnum jafnvel þó að við verðum að hægja á okkur í framkvæmd- um. Hér að framan hef ég minnst á nokkur atriði sem ég tel vera stór og að væntanlegir bæjarfulltrúar þurfi að glima við. Úrslitin í prófkjörinu 22. og 23. febrúar koma til með að ráða því hvaða Sjálfstæðis- menn veljast til að fást við þessi mál og fleiri, en þau skipa 1. sætið í mínum huga. Tískusýning Icemodels Sýningarsamtökin Icemodels verða með glæsilegar tískusýningar frá verslununum Eyjabæ og Tómstund á Skansinum um helgina. Hljómsveitin 7und sér um að allir skemmti sér með „tjútti og tralli“ RESTAURANT- POBB Xestðjafiniiy Fimmtudagskvöld: Pöbbdeildin heldur uppi hinu rómaða fimmtudagsfjöri á Gestgjafanum. Föstudags- og laugardagskvöld: Rockola og Bobby Harrison sem af mörgum er talin besta pöbbhljómsveitin í Reykjavík skemmtir í fyrsta sinn á Gestgjafanum. Borðapantanir fyrir matargesti í síma 2577. Missið ekki af þessari frábæru hljómsveit Sunnudagskvöld: Bítlakvöld Bítakvöldin hafa heldur betur hitt í mark á Gestgjafanum að undanföru. Hvernig væri að enda helgina með góðri tónlist og ljúffengum veitingum? Bítlakvöldin á Gestgjafanum svíkja engan. Spakmæli helgarinnar: Hátt hreykir heimskur sér en einhver verður nú að hafa álit á manni. (p.s. Leó verður í búrinu um helgina) %ÚLUHÚSI^ auglýsir A V/SA ] MuniðKredit+ Visa K. E EUPOCARD HELGARTILBOÐ Cherios............ 65.50 kr/pk. Kellogs Snap....... 92.30 kr/pk. Ora grœnar baunir 1/4 . . 23.80 kr. Appelsínur......... 68.90 kr/kg. Nautahakk................. 298 kr/kg. Nautagúllas ......... 466 kr/kg. Kálfahryggur ........ 199 kr/kg. OPIÐtil 19.30 ALLA virka daga. Bakarí á staðnum. Starfskraftur óskast Eyjaprent *h.f. óskar að ráða starfsmann. Starfið er fólgið í innskrift á setningartölvu, almennri prentsmiðjuvinnu ásamt störfum við vikublaðið Fréttir. Allar nánari upplýsingar eru veittar í Eyjaprenti Strandvegi 47.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.