Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 27.02.1986, Blaðsíða 2

Fréttir - Eyjafréttir - 27.02.1986, Blaðsíða 2
FRCTTIU FRCI'nP Sigmundur Andrésson VIÐ SKÁKBORÐIÐ ■ Fjöltefli Mánudaginn 24. s. I. kom hing- aö rúmenski stórmeistarinn F. Gheorgiu. hann mun nú vera sterkasti skákmaður þeirra Rúmena um þessar mundir og teflir á fyrsta boröi hjá þeim bæði í lands- og Ólympíuliöi. Kl. 8 var hann mættur til leiks í Alþýðuhúsinu, en þátttakend- ur aöeins 22. Áður en taflið hófst bauð formaður Taflfélags- ins, Sævar Halldórsson meistar- ann og aðra viðstadda velkomna með nokkrum orðum, og þakk- aði um leið Utvegsbankann og Olíusamlaginu fyrir rausnarlegt framlag þeirra til þess að hægt hefði veriö að fá þennan mann hingað. Síðan hófst taflið og líklega af sérstakri taktík lék hann fyrstu leikina mjög liratt og virtist koma sumum úr jafnvægi og náðu þeir sér aldrei á strik eftir það. Fljótlega fór þó mesti móður- inn af kalli og nú fór hann að taka það rólega og tefldi síðan hægt og örugglega. Hann hrókaði langt í nokkrum skákum og sótti þá stíft fram peðunum og var víða rúmt um kóng hans, en það kom þó hvergi að sök. Þó svo að hann liði milli borð- anna sem andi úr öðrum heimi. þá rak hann sig alls elJefu sinn- um á borðið er var innan hrings- ins og geymdi kaffikönnu hans, en það virtist samt ekkert trufla hann, ekki heldur það þó að hann gengi alla þessa hringi rangsælis, ef til vill er unnar gangur sólar hjá Rúmenum? Og „þá er verst. ef vananum bregður". Smátt og smátt helltust menn úr lestinni þar til Þórarinn Ingi Pálsson stýrimaður á Þórunni Sveins var einn eftir og geröi jafntefli við hann. Þessu fjöltefli lauk skömmu fyrir miðnætti og ég held að menn hafi verið mjög ánægðir með það þó svo að gjarnan hcfðu mátt fleiri kcppa við þennan gcðþekka og kurteisa man n. En þarna mættu nú samt til leiks menn úr ýmsum stéttum og fjölbreytni var nokkur. Séra Kjartan var þarna og stóð sig mjög vel þó svo að hann ynni nú ekki. Jón Þorsteinsson bæjar- fógeti tefldi þarna hörku skák og gerði sig vcl heimakominn innan hringsins eftir að henni lauk. og hafði auðsjánlega gaman af. Jón Hauksson lék af sér manni og þá var útséð með vinning. Guð- mundur Lárusson skipstjóri á Sindra náði upp góðri stöðu en varð að hífa upp trollið tómt, sem er þó ekki hans vani. Svanur Gísli Þorkelsson lög- AÐALFUNDUR Hf. Eimskipafélags íslands verður haldinn í Súlnasal Hótel Sögu, þriðjudaginn 18. mars 1986, og hefst kl. 14:00. Tillögur frá hluthöfum, sem bera á fram á aðalfundi, skulu vera komnar skriflega í hendur stjórnarinnar eigi síðar en sjö dögum fyrir aðalfund. DAGSKRÁ 1. Aðalfundarstörf samkvæmt 14. gr. samþykkta félagsins. 2. Tillögur til breytinga á samþykktum félagsins. 3. Önnur mál, löglega upp borin. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöfum og umboðsmönnum hluthafa á skrifstofu félagsins i Reykjavík frá 11. mars. Reykjavik, 15. febrúar 1986 STJÓRNIN EIMSKIP reglumaður stóð lengi í honum. enda voru nokkrir samverks- menn hans saman komnir til þess að styrkja hann og hressa. En hér kcrnur svo skák Ghe- orghiu og Þórarins. Gheorghiu hvítt, Þórarinn svart. Cykiley- jarvörn. 1. e4 cS 2. RI3 d6 3. Bb5 Rc6 4. o-o Bd7 5. c3 Rf6 6. hel a6 7. Ba4 c4 8. h3 g6 9. Bc2 Bg7 10. b3 cxb 11. axb Hc8 12.d4 o-o 13. d5 Rb8 Þetta hefur nú Karpov og fleiri þurft að gera. 14. Rd4 e5 15. dxe fxe 16^ e5 dxe 17. RI3 Rd5 18. Be4 Dc7 20. Dcl Hce8 21. Rbd2 Rf4 22. Dc2 Rd7 23. b4 Bxe4 24. HxB h6 25. BxR exb 26. Hc4 Dd6 27. Dxg6 Re5 28. RxR DxR 29. Rf3 Df5 30.Dx DHxD 31. Hel e5 32.Hce4 b5 33. c4 bxc 34. Hxc IIÍ7 35. Rd2 Hfe7 36. Re4 He6 37. Rc5 Hb6 38. Hxf4 exf4 39. Hxe7 Hxb4 40. Rxa6 Hbl 41. kh2 Hfl jafntelli. S.A. Sigmundur Gheorghiu Svartur lék Hxg2 og hélt sig vera að vinna?? Rétt var Hc5 og trúlega jafnt. BÍLALEIGA Cw^1195 Sundmót Kiwanis Næst komandi laugardag 1. mars kl. 14.00. verður haldið hið árlega sundmót Kiwanisklúbbs- ins Helgafells. Þetta mót hefur verið haldið á hverju ári síðan á Barnaári Sam- einuðu þjóðanna árið 1979. Keppt verður í 16 greinum og verða verðlaun veitt í öllum greinum. og það sundfólk sem hefur sýnt mesta framför frá síðasta Kiwanismóti í pilta og stúlknagreinum fá veglega bik- ara til eignar og farandbikara til varðveislu í eitt ár. Kiwanisfélagar sjá um alla framkvæmd mótsins og eru bæjarbúar hvattir til að mæta og hvctja unga fólkið. Núvcrandi forseti Kiwanis klúbbsins er Smári Guðsteinsson. Verðlaunagripirnir eru til sýn- is í glugganum hjá Steingrími gullsmið. i) Týr vann Ogra Týr lék gegn Ögra í 3. deild handboltans s.l. föstudag. Eins og við mátti búast báru Týrarar sigur úr býtum. Lokatölur urðu 31-18.Jóhann Benónýsson var markahæstur leikmanna Týs með 14 mörk. Týr er nú í 2. sæti deildarinn- ar, tveimur stigum á eftir ÍBK en með leik á þá. Atvinna Hresst og duglegt fólk óskast til fiskvinnslu. Skemmtilegir verkstjórar. Hradfrystistöd Vestmannaeyja. Landakirkja Föstumessa i kvöld. Sunnudagur 2. mars: Æskulýðsdagurinn. Sunnudagaskóli kl. 11.00. Messa kL 14.00. Fermingarbörn aðstoða. Sóknarprestur. Betel Fimmtudaga kl. 20:30: Biblíulestur. (kennsla í Biblíulestri) Laugardaga kl. 20:30: S a f n að a rs a m kom a. Sunnudaga kl. 13:00: Sunnudagaskóli. Sunnudaga kl. 16:30: Lofgerðarsamkoma. Öllum opin. verið velkomin Þriðjudaga kl. 20:30: Unglingasamkoma. (Fyrir 10 ára og eldri). Daglegar bænastundir eru í Betel frá kl. 5-6. Viðtalstími forstöðumanns: Frá þriðjudegi til laugardags. kl. 14-16 eða eftir nánara samkomulagi; S 2030. Minningarkort Slysavarnarfé- lags Íslands Ingibjörg Andersen Há-Í steinsvegi 49. S: 1268. Guðný Gunnlaugsdóttir Höfðavegi 37. S: 1757. Esther Valdimarsdóttir Dverghamar 42. S: 1468. Tómas á Selfoss Knattspyrnukappinn kunni Tómas Pálsson mun verða tjarri góðu gamni í sumar, því þá mun hann klæðast hinum rauða bún- ing Selfyssinga í 2. deildinni í sumar. Tómas skilur eftir sig skarð í ÍBV liðinu sem erfitt er að fylla. Er honum óskað velfarnaðar á komandi sumri. Auglýsingar: STRANDVEGI 47 <Z5 1210 Setning og prentun: EYJAPRENT HF.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.