Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 27.02.1986, Blaðsíða 5

Fréttir - Eyjafréttir - 27.02.1986, Blaðsíða 5
FRtTTIU reti'riR Guðmunda Steingrímsdóttir: Málefni aldraðra enn í brennidepli Mikið hefur verið rætt og ritað um málefni aldraðra að undanförnu. í 4. tölublaði Frétta 23. jan. sl. skrifar Sigurður Jóns- son grein sem ber fyrirsögn- ina: „Málefni aldraðra í brennidepli“. Þar segir meðal annars. „Á Hraunbúðum eru nú 44 vistmenn. Fyrir aðeins2 árum voru vistmenn einungis 32 þannig að heilmikið var þá ekki nærri fullnýtt. Á þessu sést að mikil breyting hefur orðið á skömmum tíma. “ Til- vitnun lýkur. Nú gætu menn spurt, hefur starfsfólki á Hraunbúðum þá ekki fjölgað líka? Að sögn Sólveigar Guðnadóttur for- stöðumanns hefur einungis fengist aukning sem nemur tæplega einu stöðugildi. Nú eru stöðugildin 18,3 og Guðmunda Steingrímsdóttir eru þá allir taldir með s.s. yfirmenn, föndurleiðbein- endur, matráðskona, ræsting, þvottakona og starfsstúlkur. Átta stúlkur ganga vaktir all- an sólarhringinn en tvær eru á föstum næturvöktum. Ekki hjúkr- l unarsjúklingar Þegar Hraunbúðir tóku til starfa var ekki gert ráð fyrir hjúkrunarsjúklingum. En það eru þeir sjúklingar sem þurfa alla aðhlynningu líkt og um kornabörn væri að ræða . Nú eru 6 hjúkrunarsjúkl- ingar á Dvalarheimilinu og 10 aðrir sjúklingar sem þurfa aðstoð t.d. við að þvo sér og klæða o.s.frv. Tvær starfstúlkur eru á kvöldvakt og eiga þær að sinna þörfum allra vist- manna, gefa kvöldmat, vaska upp, gefa lyf, hjálpa sjúkling- um að hátta o.s.frv. Ljóst hlýtur að vera að 2 starfs- kraftar geta með ekki gert þetta með góðu móti. Þjónustuíbúðir, hvað er það? Nafnið bendir til þess að fólkið sem býr í þessum íbúð- um eigi rétt á þjónustu eftir þörfum. En vegna mikils skorts á starfsfólki er útilokað að veitr. þónustu nema í al- gjörum neyðartilfellum. Þetta fólk getur að vísu komið á Hraunbúðir og keypt sér mat, farið í föndur og notið félagsskapar við annað fólk. En ef það veikist þó ekki væri nema það fengi uppgangspest, hver á þá að hugsa um það? Er þetta fólk þá ekki alveg jafn illa sett í þessum „þjón- ustuíbúðum“ eins og í sínu eigin húsnæði? Ég held að meirihlutinn í bæjarstjórn ætti að hrósa sér minna af fullnýtingu Hraun- búða en snúa sér að ráðningu á starfsfólki í staðinn. Því aðeins með því móti geta Hraunbúðir gengt því hlutverki sem þeim er ætlað Sintiaujílýsiiigtir Bíll til sölu Cortína árg. 71 til sölu á aðeins 7000 kr. Þarfnast lagfæringar. Upplýsingar í síma 2695. Karlmannsúr fannst Einar klink fann karlmannsúr fyrir utan vörusölu S.Í.S. á mánudaginn. Hann biður eiganda úrsins að hafa samband við sig. Peningum glatað Tapast hafa 15 þúsund krónur. Finnandi vinsamlegast hafi samband í síma 2425. Góð fundarlaun. StMúiftt Stmi m toiiu mi | 4ÉL 1 FASTEIGNA- MARKAÐURINN Nýr sölulisti vikulega 7und í svaka stuði Helgin kemur upp á mánaðarmót að þessu sinni, föstudagur- inn er þjóðhátíðardagur Gallíu og á laugardag hefst 19 vika vetrar og fyrsti dagur marsmánaðar - sem sé næg ástæða til að fara út að skemmta sér. Hljómsveitin 7und spilaði í Sigtúni um síðustu helgi og mætir nú aftur á heimaslóðir endurnærð eftir borgsarferðina. Spakmæli helgarinnar: Góð samviska kemur oft aí slæmu minni. RESTAURANT- POBB k 6estolaf inn /I fimmtudagskvöld: Pöbbdeildin skemmtir. Fimmtudagskvöldin á Gestgjafanum eru pottþétt. Hálft í hvoru skemmta föstudags og laugardagskvöld. Síðast þegar að Hálft í hvoru tróðu upp á Gestgjafanum- var meira stuð en elstu menn muna: Komdu tímanlega - það borgarsig. Matargestir pantið borð tímanlega. Bítlaprógram Pöbbdeildarinnar hefur slegið rækilega.í gegn. Sunnu- dagskvöldin á Gestgjafanum eru af mÖrgum. talin hápunktur helgar- innar. Hvernig væri að skella sér ? Reykingar eru heilbrigðisvanda- _ mál sem þú U I getur átt þátt í að leysa. LANDLÆKNIR Skrifstofa í Vestmannaeyjum: Heimagötu 22 götuhæð. Viötalstími: 15.30 - 19.00 þriðjudaga-föstudaga ©1847 Skrifst. í Reykjavík: Garðastræti 13. Viðtalstími: 15.30- 19.00 mánudaga, ©13945 JÖN HJALTASON, hrl. KÚLUHÚSI^ auglýsir OPIÐ Á LAUGARDAG 9 -12 Stórlækkun á eggjum: aðeins 119 kr. kg. Kjúklingctr 243 kr. kg. Helgartilboð á kjötvörum: Svínalærisneiðar......... 299 kr. kg. Svínakótelettur........... 497 kr.kg. Nautahakk................ 299 kr. kg. Nautagúlach.............. 466 kr. kg. Ungkálfahryggur.......... 199 kr. kg. Ungkálfaframhryggur.......199 kr. kg. Ungkálfabuff............. 299 kr. kg. Ungkálfagúlach........... 299 kr. kg. Lifur og hjörtu 129 kr. kg. og auk þess 2 kg. sykur 38.90 kr. pakkinn. Finax hveiti 2 kg. 49.30 kr. Bakarí á staðnum. OPIÐtil 19.30 ALLA virka daga. Heimsendingarþjónusta

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.