Fréttir - Eyjafréttir

Útgáva

Fréttir - Eyjafréttir - 22.03.1988, Síða 5

Fréttir - Eyjafréttir - 22.03.1988, Síða 5
5 FRÉTTIR — Þriðjudaginn 22. mars 1988 99 Þarna er ég þekkt sem æxlið hennar Siggu — Rætt við mæðgurnar Sigríði Sigurðardóttur frá Vatnsdal og Önnu Kolbeinsdóttir, sem í gærmorgun héldu utan til Svíþjóðar í nýrnaskiptaaðgerð. 44 • Mæðgurnar Sigríður Sigurðardóttir og Anna Kolbeinsdóttir sem héldu utan til Svíþjóðar í gærmorgun i nýmaskiptaaðgerð. Fyrir tæpum 33 árum eða árið 1955, tilkynntu læknar Sigríði Sigurðardóttur frá Vatnsdal að hún gengi með tvíbura. Einnig komu læknarnir auga á æxli í móður- kviði, en þeir treystu sér ekki til að segja hvers kyns eða hvers konar æxli þarna væri um að ræða. Þegar kom að því að fæða tvíburana þann 24. nóv. 1955, kom í ljós að æxlið reyndist „góðkynja“ ef þannig má að orði komast, því það var fyrsta barnið af þrem sem Sigríður fæddi þann dag. Sigríður á nú 6 börn. Árið 1974 uppgötvaðist það að nýrun í Sigríði störfuðu ekki eins og vera ber. 10 árum síðar eða 1984 hættu nýrun alveg að starfa en eftir að hafa farið í nýrnahreinsunarvél, fóru þau að starfa á nýjan leik. En tveimur árum síðar, 1986, veiktist Sigríður aftur og að þessu sinni tókst ekki að koma nýrunum af stað aftur. Síðan hefur Sigríður meira og minna verið á fartinu milli lands og Eyja því þrisvar sinnum í viku hefur hún þurft að fara í nýrnahreinsunarvél á Landsspítalanum. Mikil leit hefur staðið yfir s.l. tvö ár að nýrnagjafa fyrir Sigríði, og í nóvember s.l. var það úrskurðað eftir miklar rannsóknir að „æxlið hennar Siggu“, þríburinn sem enginn vissi um á sínum tíma, Anna Kolbeinsdóttir, væri vænlegasti nýrnagjafínn fyrir Sigríði. I gær héldu þær mæðgur til Gautaborgar í Svíþjóð og á morgun, 23. mars fer aðgerðin fram. Lífsgleðin geislar af þeim mæðgum þegar blm. hittir þær mæðgur að máli en bjartsýnin og létt lund hefur fleytt Sigríði yfir mjög erfiða hjalla í veikind- um sínum s.l. tvö ár. Pað sem er þeim mæðgum efst í huga er þakklæti til ætt- ingja sem voru tilbúnir að gefa Sigríði nýra. Einnig til ætt- ingja, vina og kunningja í Reykjavík sem hlupu undir bagga með húsaskjól og annað sem gerði Sigríði dvölina í Reykjavík léttari, til Braga Ólafssonar á fluginu fyrir ólýs- anleg liðlegheit og til ættingja og vina í f?yjum. Síðast en ekki síst 'tij .Uekna og starfsfólks Landspítalans. Leitin Leitin að nýrnagjafanum hófst fyrir'tveim árúrnT Þar var útilokuaraðferðinni beitt og í haust eftir tilraunir á fjölda ættingja, voru tveir af þríbur- unum eftir. í nóvember varð það ofan á að Anna yrði fyrir valinu og síðan hefur hún geng- ið í gegnum allskyns tilraunir, búið að dæla heilu pottunum af blóði úr henni, eins og Anna kemst sjálf að orði og einnig hefur hún farið í þræðingu og þá lá hún á Borgarspítalanum í 2 vikur til frekari rannsókna. Litlar líkur á höfnun Eftir uppsk.urðinn á morgun, 23. mars, munu Sigríður og Anna dvelja áfram í Svíþjóð í 4-6 vikur þar sem þær verða undir ströngu eftirliti, til að fylgjast m.a. með höfnunar- einkennum. En hve miklar líkur eru á höfnun? „Þær eru mjög litlar. Við höfum gengið í gegnum miklar tilraunir og læknarnir taka enga áhættu vegna þess sem á undan er gengið. Þá hafa ný höfnunar- lyf komið til sögunar og þau hafa mikið að segja,“ sögðu Sigríður og Anna. Þegar heim kemur ganga þær undir reglubundið eftirlit og ef allt gengur að óskum ættu mæðgurnar að geta lifað góðu og eðlilegu lífi. Algengar aðgerðir „Þessar aðgerðir eru algeng- ari en fólk gerir sér grein fyrir. Þrátt fyrir það er ég mjög hepp- in að komast í aðgerð svona fljótt því margir einstaklingar á deildinni á Landsspítalanum sem komu langt á undan mér, eru enn að bíða eftir réttum nýrnagjafa. Eina von þeirra er sérstakur nýrnabanki í Evrópu. Það hefur myndast góður kunningsskapur við aðra sjúk- linga á deildinni og við lækna og hjúkrunarfólk á Landspítal- anum, þetta er svolítið sérstakt þjóðfélag sem þarna hefur myndast. Mikil tilfinninga- tengsl, þarna er deilt sorg og gleði," segir Sigríður. „Þegar ég kem þarna er ég þekkt sem æxlið hennar Siggu,“ bætir Anna við. Alla vega einn einstaklingur í Eyjum hefur gengið í gegnum svipaða aðgerð og Sigríður fer í, og von er á að fleiri munu fylgja í kjölfarið. Bjartsýnar Sjúkratryggingarnar borga ferðirnar-og eitthvað af uppi- haldi erlendis fyrir mæðgurnar þannig að kostnaðurinn fyrir þær er í minnsta lagi. „Þessi mikla eldraun sem maður hefur gengið í gegnum s.l. tvö ár hefur auðvitað haft Æh Vestmanna- eyjabær Opnunartími Náttúrugripasafns um Safnið verður opið frá skírdegi til 2. páskadags frá kl. 15-17 dag hvern yfir páskahelgina. Opnunartími Byggðarsafns yfir páskana: Byggðarsafnið verður opið á skírdag, laugardaginn fyrir páska og annan í pásk- um frá kl. 13:00-15:00 en lokað verður á föstudaginn langa og páskadag. Stöður á Hraunbúðum Sjúkraliða vantar á næturvaktir. Um er að ræða 40% starf. Starfsmann vantar í 50% stöðu. Vinnu- tími 10:30-14:30. Upplýsingar eru gefnar hjá forstöðukonu í símum 1915 og 1087. AÐAL- FUNDUR H.S.V. Aðalfundur Hjálparsveitar skáta verður haldinn í Skátaheimilinu laugardaginn 26. 3. nk. kl. 14:00. STJÓRNIN mikil áhrif á fjölskyldulífið. En við höfum fengið ómetanlegan stuðning úr öllum áttum sem við fáum seint fullþakkað. Við erum hressar og bjart- sýnar. Ég veit hreinlega ekki hvar maður væri staddur ef maður væri ekki svona létt í lund. Bjartsýnin hefur fleytt manni áfram yfir marga erfiða hjalla, og ég held að hún sé besta veganestið sem hægt er að hugsa sér í þessa ferð,“ sagði Sigríður Sigurðardóttir frá Vatnsdal að lokum. „Til bestu mömmu í heimi“ Hugur Vatnsdalsfjölskyld- unnarf dvelur þessa dagana í Gautaborg í Svíþjóð þar sem þær mæðgur dvelja nú. Elva Kolbeinsdóttir, næst yngsta barn Sigríðar, orti eftir- farandi vísur, sem hér koma á eftir, en blaðið fékk góðfúslega leyfi hennar til að birta þær. Þær segja ef til vill meira en flest annað. TIL BESTU MÖMMU í HEIMI Elsku besla móðir blíða, sem framar stendur öllum hér. Við sjúkdóm slæman ert að stríða, svo djúpa sorg þaðfœrir mér. En eitt er víst í þessum heimi, ég örugg er í þeirri trú. Að heilbrigt blóð brátt um þig streymi, égfullvissa þig um það nú. Trúna máttu aldrei missa, því mikilvœg hún verður þér. Já mikið skaltu verða hissa, þú skalt nú bara trúa mér. En ástin sterk hún sigrar alla, með Guð að bakhjarl vinnur stríð. Við saman sjáum sjúkdóm falla, þú alheil verður móðir blíð. Þín dóttir Elva VIÐTAL - AUGLÝSINGAR - VIÐTAL - AUGLÝSINGAR - VIÐTAL - AUGLÝSINGAR - VIÐTAL -

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.