Fréttir - Eyjafréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttir - Eyjafréttir - 22.03.1988, Qupperneq 8

Fréttir - Eyjafréttir - 22.03.1988, Qupperneq 8
8 Þriðjudaginn 22. mars 1988 — FRÉTTIR Fimleikadeild ÍBV 1 árs: Mikilvægur foreldra- fundur n.k. fimmtudag Eitt ár er nú síðan Fim- leikadeild ÍBV var form- iega stofnuð og hefur starf- semi hennar verið með miklum blóma. Stjórn Fimleikadeildarinnar skipa: Svanhildur Gísla- dóttir form., Kristrún Ax- elsdóttir varaform., Jako- bína Guðfinnsdóttir ritari, Kristín Finnbogadóttir gjaldkeri, Jóna Lárusdótt- ir og Áslaug Bjarnhéðins- dóttir meðstjómendur. í haust réð deildin, Björk Ólafsdóttur til starfa sem þjálfara og var fim- leikadeildinni mikill feng- ur í komu hennar, enda býr hún yfir 16 ára reynslu og þekkingu í þessum efnum. Ekki hefur hún komist yfir að kenna öllum iðkendum vegna mikils fjölda og tímaskorts í íþróttahúsi. Frjálsíþrótta- deildin hefur að sögn Svan- hildar Gísladóttur aðeins sjö, 40 mínútna tíma á viku sem er hvergi nærri nóg fyrir 90-100 iðkendur. Þetta stendur þó til bóta því deildinni hefur verið boðið tímar í nýja íþrótta- húsi Þórs. Frjálsíþróttadeildin hef- ur vegna þessa boðað til foreldrafundar til að kynna nánar þessi mál, fimmtu- daginn 24. mars n.k. kl. 19:30 í Félagsheimilinu. Þar verða einnig veitingar á bostólum og sýnd mynd frá unglingamóti íslands í fimleikum. Vildi Svanhild- ur hvetja alla foreldra og iðkendur að fjölmenna. Frá Týr: Bráðlega mun Knatt- spyrnufélagið Týr fara af I stað með bílahappdrætti. Er það von okkar Týrara að bæjarbúar taki vel á móti sölumönnum okkar | er þeir birtast í dyragætt- inni eða á vinnustöðum. Aðeins dregið úr seldum miðum. Nánar auglýst í fimmtu- dags-FRÉTTUM. Með fyrirfram þakklœti Stjórnin # 2. fl. kvenna ÍBV sem krækti sér í silfurverðlaunin í úrslitakeppni íslandsmótsins um síðustu helgi. Old boys ÍBV úti- æfíngar ÍBV old boys hefur nú tilkynnt þátttöku i íslands- mótið í knattspyrnu í sum- ar og á morgun, miðviku- dag, hefjast æfingar. Æft verður til að byrja með á miðvikudögum og föstudögum kl. 19:00 á malarvellinum í Löngulág. Allar kempur 30 ára og eldri meira en velkomnar á þessar æfingar. Nú mætum við allir. Nefndin Fjölliðamót yngri flokkanna: 2. fl. kvenna ÍBV í 2. -töpuðu í úrslitaleik um íslandsmeistaratitilinn gegn Gróttu, 11-14. 4. fl. kvenna ÍBV í 4. sæti, 2. fl. karla ÍBV í 5. sæti og 4. fl. Týs í 9. sæti. „Þetta er ótvíræð vísbending um það á hve mikilli uppleið kvennahandboltinn er í Eyjum. Það var mikið gæfuspor að sameina kvennaflokkanna und- ir merki ÍBV og ég er sannfærð- ur um það að þessi góði árangur hefði ekki náðst ef það hefði verið spilað undir merkjum Týs og Þórs. Hópurinn stór og góð- ur og mikil breidd. Stúlkurnar í 2. flokki eru einnig burðar- ásarnir í mcistaraflokki þannig að þarna er lið framtíðarinnar á ferð sem þarf að hlúa vel að næstu árin,“ sagði Björn Flíasson, þjálfari 2. fl. kvenna ÍBV í samtali við FRÉTTIR, en stúlkumar náðu mjög góð- um árangri í úrslitakeppninni um siðustu helgi. Kræktu sér í silfurverðlaunin, töpuðu naum- lega fyrir Gróttu í úrslitaleik um Islandsmeistaratitilinn, 14- 11. 2. fl. kvenna ÍBV ætluðu greinilega að selja sig dýrt í þessari úrslitakeppni. Sigruðu Víking í fyrsta leik 8-7, burst- uðu ÍR í næsta leik, 20-9 og svo Hauka í hörku leik, 14-13. ÍBV fékk sigurinn á silfurfati í síð- asta leiknum í riðlinum gegn UMFA því andstæðingarnir mættu aðeins með 4 leikmenn til leiks og spiluðu ekki leikinn, en mættu seinna um daginn og spiluðu þá með fullt lið í leik um sætin. Þá var komið að úrslitaleikn- um gegn Gróttu sem sigraði hinn riðilinn. Gróttustúlkurnar sem eru reynslunni ríkari í svona úrslitaleikjum tóku frumkvæðið strax í byrjun. Tóku fast á helstu stórskyttu ÍBV, Stefaníu Guðjónsdóttir, og því varð sóknarleikur ÍBV ekki eins beittur og áður. í hálfleik var staðan 7-4, Gróttu í vil og hélst þessi munur út allan leikinn. Lokatölur urðu 14-11. Gróttu í vil. Mörk ÍBV í leikjunum gerðu: Guðfinna Tryggvadóttir 15, Stefanía Guðjónsdóttir | 12, Berglind Ómarsdóttir 12, Elísabet Ben- ónýsdóttir 7, Arnheiður Pálsdóttir 5, Ásdís TÓmasdóttir 2 og Helga Kristjánsdóttir 1. 4. fl. kvenna ÍBV hafa staðið sig frábærlega vel í vetur og settu punktinn yfir i-ið með mjög góðri frammistöðu í úrsl- itakeppninni. Léku um 3.-4. sætið en töpuðu þeim leik mjög naumlega. ÍBV sigraði HK í fyrsta leik, 19-8, Gróttu í 2. leik 7-5 en töpuðu fyrir Selfyssingum sem varð svo íslandsmeistari, 12-14. í síðasta leiknum í riðlinum sigruðu stúlkurnar, KA, 9-6. Leikurinn um 3.-4. sæti var gegn UBK. Leikurinn var mjög jafn og spennandi og þegar 3 mín. voru eftir var staðan jöfn, 7-7. Þá hrökk allt í baklás, ÍBV brenndi m.a. af tveim vítaköst- um og UBK tryggði sér sigur á endasprettinum, 11-7, en sá sigur var of stór eftir gangi leiksins. Mörk ÍBV gerðu: Ragna Jenný Friðriks- dóttir 13, Sara Ólafsdóttir 12, Anna L. Tómasdóttir 4, Eva Sveinsdóttir 4, Puríður Ævarsdóttir 4. Unnur Sigmarsdóttir þjálfari stúlknanna var mjög ánægð með árangurinn. Þetta er fyrsta skipti sem þessar stúlkur taka þátt í íslandsmóti og þær hefðu komið mjög á óvart í vetur. 4. fl. Týs olli miklum von- brigðum í úrslitakeppninni að þessu sinni. Náðu aðeins einu jafntefli í 'riðlinum en sigruðu leikinn um 9.-10. sæti. Týr tap- aði 11-16 fyrir KR, 11-17 fyrir Fram og 15-18 fyrir Stjörnunni og náðu jafntefli við ÍR, 12-12. í leiknum um 9.-10. sæti sigr- uðu Týrarar Skagamenn, 15-5. Mörk Týs gerðu: Júlíus Hallgrímsson 19, Sigurður Gylfason 16, Svavar Vignisson 12, Ðavíð Ævarsson 9, Hermann Hreiðars- son 4, Sigurður Ólafsson 3 og Sturla Bergs- son 1. „Það var ekki til heppni í þessu hjá okkur að þessu sinni. Vorum yfir í hálfleik í tveim Ieikjum og 12-6 gegn ÍR þegar 12 mín. voru eftir en misstum leikinn niður í jafntefli. Þetta var bara grátlegt,“ sagði Birgir Sveinsson,þjálfariTýs. 2. fl. karla ÍBV komu enn á óvart í úrslitakeppninni um síð- ustu helgi. Piltarnir hafa sýnt miklar framfarir í vetur og þeir sýndu það og sönnuðu í úrslita- keppninni að þeir voru þarna ekki fyrir neina tilviljun. í riðlakeppninni sigraði iBV, FH 20-18, gerðu jafntefli við ÍR 18-18, töpuðu fyrir Stjörn- unni 19-21 og fyrir Gróttu, 16-24. ÍBV lék því um 5.-6. sætið gegn Fram og eftir venju- legan leiktíma var staðan jöfn, 14-14. í framlengingu kafsigldu Eyjamenn andstæðinga sína, sigruðu 5-2. Mörk ÍBV: Elliði Vignisson 21, Guðfinn- ur Kristmannsson 18, Smári Stefánsson 17, Hjalti Pálmason 17, Jens Gunnarsson 15 og Sveinn Henrýsson5. „Það var gaman að sjá til strákánna. Léku sterka vörn og agaðan sóknarleik. Þeir hafa sýnt stórstígar framfarir í vetur og áttu 5. sætið svo sannarlega skilið,“ sagði Eyjólfur Braga- son þjálfari ÍBV. yiiiduumr c IA RAR mtH í-_f -íanciwH --- f TANGINN X'pPlON # Fagnar ÍBV 1. deildarsæti annað kvöld? 2. deild karla: Tryggir ÍB V sér 1. deildarsæti annað kvöld? - ÍBV og Afturelding mætast í Eyjum. Síðasti heimaleikur ÍBV í vetur. Tryggir ÍBV sér 1. deild- arsæti annað kvöld þegar liðið fær neðsta liðið I 2. deild, Aftureldingu, í heim- sókn? ÍBV nægir jafntefli í leiknum, sem hefst kl. 20:00. Þetta er sioasti heimaleik- ur ÍBV í 2. deildinni í vetur, og það væri gaman ef strák- unum tækist að tryggja 1. deildarsætið annað kvöld. Sigri ÍBV í leiknum bend- ir flest til þess að liðið hafi tryggt sér íslandsmeistara- titilinn í 2. deild samkvæmt þeim upplýsingum sem Ey- jólfur Bragason þjálfari lét blaðinu í té. Handknattleiksunnendur eru hvattir til að mæta í Höllina annað kvöld. ÍÞRÓTTIR - ÍÞRÓTTIR - ÍÞRÓTTIR - ÍÞRÓTTIR - ÍÞRÓTTIR - ÍÞRÓTTIR - ÍÞRÓTTIR - ÍÞRÓTTIR

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.