Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 22.03.1988, Blaðsíða 10

Fréttir - Eyjafréttir - 22.03.1988, Blaðsíða 10
Mánudaga-Föstudaga Frá Veykl. 07:30 Frá Þhöfn kl. 12:30 Laugardaga Frá Veykl. 10:00 Frá Þhöfn kl. 14:00 VetraráætlunHerjólfs 1987-1988 / 'Ucriólfur h |. Sími1792 Sunnudaga Frá Veykl. 14:00 Frá Þhöfn kl. 18:00 ATHUGIÐ: Skólafargjöldin gilda frá 1. sept. Munið að framvísa skólaskirteinum. Vetraráætlun Flugleiða h/f Mánudags til iaugardags: Kl. 08:15 og 17:20 oq aukaferð fimmtudaga og föstudagakl. 14:15 Sunnudaga: Kl. 11:30. 13:15 og 17:20 ATH! Brottfaratimar úr Rvik S1 1520/1521 /Ms Ódýrt kæfukjöt w- á 99 kr. kg. Kartöflur ílOkg. pk. á 315 kr. pk. TANGINN Annríki við höfnina Mikið annríki var við höfnina á föstudag og laugardag. Skip voru að koma og fara eins og gengur. Þó voru óvenjumörg skip að koma erlendis frá, því frá klukk- an 4 síðdegis á föstudag til kl. þrjú á laugardeginum voru 8 skip tollafgreidd. Gígja VE kom frá Skotlandi, Sigurður RE frá Danmörku, Bergey VE, Halkion VE og Klakkur VE komu frá Englandi. Auk þess komu 3 fragtskip erlendis frá. Þá má að lokum geta þess að hvorki fleiri né færri, en 53 gámar fóru á markað í síðustu viku og er það met, sagði Stefán Geir Gunnarsson tollgæslu- maður. Breytingar á Sigurfara VE „Þetta hefur komið mjög vel út“, sagði Benóný Færseth skipstjóri, þegar hann var spurður hvernig Sigurfari VE hefði reynst eftir breytingar, sem gerðar voru nýlega. „Það var byggt yfir hann að aftan og hann lengdur aftur um 2 metra. Trommlur af neðra dekki voru fluttar upp á efra dekk og sett í hann nýtt spil, með autotrolli. Já ég er mjög ánægður með þessar breyting- ar,“ sagði Benóný. Að lokum gat hann þess, að breytingarn- ar, sem gerðar voru í Englandi hefðu kostað um 17 milljónir. 0 Sigurfari VE eftir breytingarnar. Steingrímur gullsmiður: „Léleg sala á trúlofunarhring- um í yetur“ „Það hefur verið mjög léleg sala á trúlofunarhringum í vetur. Aðeins eitt par hefur sett upp hringa frá mér það sem af er þessu ári þannig að ég hef orðið nokkrar áhyggjur af til- hugalífi Vestmannaeyinga,“ sagði Steingrímur Benedikts- son gullsmiður í samtali við FRÉTTIR. „Fyrir nokkrum árum datt þessi sala alveg niður, en með breyttu hugarfari fyrir þrem árum færðist mikil gróska í sölu á trúlofunarhringum. Um 10- 15 pör hafa sett upp hringa árlega en eins og áður sagði hefur salan í vetur verið af- spyrnuléleg," sagði Steingrím- ur. Ekki sagðist Steingrímur vera með neina skýringu á takteinum nema að það virtist bara ekki í tísku að trúlofa sig um þessar mundir. Sér þætti þessi þróun mjög bagaleg og slæmur vitnisburður fyrir Vest- mannaeyjar. Gæðavara á góðu verði

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.