Fréttir - Eyjafréttir

Útgáva

Fréttir - Eyjafréttir - 18.07.1996, Síða 2

Fréttir - Eyjafréttir - 18.07.1996, Síða 2
2 Fréttir Fimmtudagur 18. júlí 1996 Fréttir Þrjár og hálf stjarna Lögreglan segir helgina hafa verið fremur rólega og sagði varðstjóri sem rætt var við að vel mætti gefa bæjarbúum þrjár og hálfa stjömu fyrir góða umgengni og og róleg- heit. Fullur stelur bíl Klukkan 10 á laugardagsmorg- uninn var lögreglu tilkynnt um nytjastuld eins og lögreglan orðaði það. í þessu tilfelli hafði maður tek- ið bfl ófrjálsri hendi og hafði hann ekið bflnum nokkrar götur áður en hann stöðvaði við hús í bænum. Þegar lögreglan fann bflinn bankaði hún uppá í húsinu þar sem maðurinn sat. Strax vaknaði grunur um ölvun og viðurkenndi maðurinn að hafa stolið bflnum. Fékk aðsvif Á fjórða tímanum síðdegis á laugardaginn var óskað sjúkrabfls að Heijólfi. Norsk kona sem þar var um borð hafði fengið aðsvif og var henni ekið á sjúkrahús þar sem hún fékk aðhlynningu. Eldur í ruslagámi Klukkan 22:35 var lögreglu til- kynnt um eld í ruslagámi sem stendur við Vélaverkstæðið Þór. Ekki náði lögreglan að ráða niður- lögum eldsins með handslökkvi- tækjum og varð að kalla út slökkvi- liðsmenn til aðstoðar sem slökktu í af miklu öryggi. Ekki urðu aðrar skemmdir. Á númers- lausum bíl Eftir hádegi á sunnudaginn var lög- reglu tilkynnt um unga menn sem voru að þvælast á númerslausum jeppa austur á Nýjahrauni. Ekki fannst jeppinn en lögreglan er þess fullviss að ekki hafi verið um gabb að ræða því sá sem hringdi var mjög trúverðugur. Landhelgis- gæsluna til Eyja? Bæjarráð lýsti yfir ánægju sinni með þá stefnu stjómvalda að dreifa nkisstofnunum um landið á síðasta fundi sínum og ítrekaði fyrri sam- þykktir bæjaryfirvalda þar um. Bæjarstjórn Vestmannaeyja hefur þegar samþykkt að skora á stjóm- völd að flytja Landhelgisgæsluna úl Vestmannaeyja og ítrekaði bæjar- ráð þá áskomn um leið. Hörður vill í leigubílaakstur Fyrir bæjarráði lá bréf frá H.Ó Næturgæslu, sem er í eigu Harðar Ólafssonar og sinnir næturvörslu í fyrirtækjum, þar sem óskað er eftir leyfi til reksturs leigubifreiðar. Bæjarráð gat ekki orðið við erindinu þar sem hér er starfrækt leigubifreiðastöð sem hefur leyfi bæjaryfirvalda til rekstursins í Vest- mannaeyjum. Viðhald á gæsluvelli Gæsluvellinum í Miðstræti verður lokað í allt að fimm daga á næstu tveimur vikum meðan fram fer við- hald á húsi og lóð vallarins. Sigurður skólamálafulltrúi kominn til starfa: Engar byltíngar Nýráðinn skólamálafulltrúi Vest- mannaeyja, Sigurður Símonarson, tók til starfa í síðustu viku. Þann 1. ágúst nk. verður sú grund- vallarbreyting í skólamálum í landinu að sveitarfélög taka við rekstri grunnskólanna. I framhaldi af því var staða skólamálafulltrúa auglýst og var Sigurður ráðinn til starfans. Sigurður er 54 ára, fæddur á Vatnsleysuströnd. Hann er kennari að mennt með framhaldsmenntun frá Kennaraháskóla íslands 1972 og frá Gautaborgarháskóla 1980. Hann hefur kennt við grunnskóla í Hafnarfirði en kenndi lengst af við æfingaskóla Kennaraháskóla íslands í Reykjavík. Síðastliðin tvö ár hefur Sigurður stundað nám í Svíþjóð í kennslu- fræðum, einkum er varðar stjómun skólamála. Sigurður sagði í samtali við Fréttir að hans fyrsta verkefni væri að setja sig inn í skólamálin í Vest- mannaeyjum eins og þau em í dag. „Margt er að gerast í skólamálum og þessar nýju breytingar eru spennandi og gefa mikla möguleika. Þýð- ingarmikið er að átta sig á stöðunni eins og hún er núna. Eg hef ekki uppi hugmyndir um neinar byltingar. Mér líst vel á þetta verkefni og sé ekki annað en menn hafi staðið eyjum,” sagði Sigurður Símonarson, skynsamlega að verki í Vestmanna- nýráðinn skólafulltrúi að lokum. Sigurður Símonarson skólamálafulltrúi: -Margt er að gerast í skólamálum og þessar nýju breytingar eru spennandi og gefa mikla möguleika. 'JÆHbs * JJ||| •» k. .j & Æ jp, . 5' j&]9 B %:j\ Jf. t Góðir gestir úr Eyjafirði heimsóttu Vestmannaeyjar um síðustu helgi. Þar voru á ferð hljóðfæraleikarar með Eyjamanninn Guðjón Pálsson í fararbroddi. Á laugardags- kvöldið voru þeir með tónleika ásamt Harmonikkufélagi Vestmannaeyja. Tónleikarnir voru vel sóttir og og voru hin besta skemmtun. Eftir tónleikana var harmonikkuball þar sem stiginn var ræll, skottís og fleiri afbrigði af gömlu dönsunum. Á myndinni fyrir ofan eru félagar úr Harmonikkufélagi Vestmannaeyja sem léku við góðar undirtektir. Á myndinni til hliðar er Guðjón ásamt ungum harmonikkuleikara. p i m • áLLj’ I Fréttir Fyrirlestur um tónlistaruppeldi í félagsmálaráði lá bréf frá leik- skólastjórum Rauðagerðis og Kirkjugerðis þar sem óskað var eftir styrk til að standa undir kostnaði fyrirlesturs um tónlistar- uppeldi á leikskólum fyrir starfsfólk leikskólanna. Stefnt er því að fá Jó- hönnu Thorsteinsson leikskóla- kennara til að kynna þróunarstarf sitt í tónlist í leikskólanum Kópa- steini í Kópavogi og leikskólanum Laufásborg í Reykjavík. Félagsmálaráð samþykkti erindið. Hrókeringar Félagsmálaráð hefur samþykkt eftirfarandi breytingar á starfs- mannahaldi leikskóla: Auður Karlsdóttir leikskólakennari verði ráðin í 50% starf á leikskólanum Kirkjugerði, Hrafnhildur Heimis- dóttir verði ráðin í 100% starf á leikskólanum Rauðagerði og Kristi'n Sigurðardóttir í 50% starf á leikskólanum Rauðagerði. Jafnframt samþykkir félagsmálaráð að ráða Sigríði Ragnarsdóttur í 50% starf á Rauðagerði. Oddur vill fleiri gangbrautir Fyrir bygginganefnd, sem í dag heitir skipulagsnefnd, lá bréf frá Oddi Júlíussyni þar sem hann velti fyrir sér umferðaröryggi í bænum og að tilfmnanlega vanti gangbraut yfir götu, t.d. við Skólaveg og víðar. í framhaldi af bréfi Odds var samþykkt að merkja gangbrautir á gatnamótum Skólavegar og Vest- mannabrautar við hús nr. 1 við Skólaveg. Leiðrétting Vegna mistaka fór grein um yfir- töku bœjctrins á málefnum fatlaðra í síðasta blaði inn án breytinga. Þess vegna er þessi hluti endur- birtur. Viðkomandi eru beðnir velvirðing- ará þessum mistökum. Samkvæmt upplýsingum Heru Einarsdóttur, félagsmálastjóra er meðferðarheimilið Búhamri 17 ein af þeim stofnunum fatlaðra sem bærinn yfirtekur í þessum áfanga. Þar eru stöðugildi rúmlega fjögur sem fimm starfsmenn skipta með sér en allt að sjö einstaklingar nota þjónustu stofnunarinnar í dag. Á leikfangasafninu, sem er lil húsa á sama stað, er eitt stöðugildi sem að hluta til hefur verið nýtt á meðferðarheimilinu. „Leikfanga- safnið þjónustar fötluð böm og ungmenni undir 18 ára aldri. Veiúr það ráðgjöf til foreldra og starfsmanna á leikskólum, auk þess sem leikfangasafnið sér um, útlán þjálfunargagna og veitir ráðgjöf varðandi þroska- og leikþjálfun,” segir Hera um starfsemi leik- fangasafnsins sem er mun víð- tækari en flesúr gera sér grein fyrir. FRÉTTIR Útgefandi: Eyjaprent hf. Vestmannaeyjum. Ritstjóri: Ómar Garðarsson. Fréttastjóri: Þorsteinn Gunnarsson. Ábyrgðarmenn: Ómar Garðarsson & Gísli Valtýsson. Prentvinna: Eyjaprent hf. Vestmannaeyjum. Aðsetur ritstjórnar: Strandvegi 47II. hæð. Sími: 481-3310. Myndriti: 481 - 1293. Netfang/rafpóstur: frettir@ismennt.is. Heimasíða FRÉTTA:http://vey.ismenntis/~frettir FRÉTTIR koma út alla fimmtudaga. Blaðið er selt í áskrift og einnig í lausasölu I Turninum, Kletti, Novu, Skýlinu, Tvistinum, Pinnanum, Kránni, Búrinu, Vöruval, Herjólfi, Flugvallarversluninni, Eyjakaup, Eyjakjör og Söluskálanum. í Reykjavík: hjá Esso Stóragerði og í Flugteríunni á Reykjavíkurflugvelli. FRÉTTIR eru prentaðar í 2000 eintökum. FRÉTTIR eru aðilar að Samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.