Fréttir - Eyjafréttir - 18.07.1996, Page 4
Fréttir
Sælkeri vikunnar ■ Jóhann Pétursson
Jóa ragú
Þorsteinn Hallgríms-
son, sem var sælkeri
síðustu viku, skoraði
á annan golfleikara í
þessari viku og er það
vel við hæft þar sem
Landsmót fer í hönd,
Sá heitir Jóhann Pét-
ursson og er auk golf-
leiks kunnur af lögfræðistörfum. Hann
tekur hér með við sælkerastörfum.
„Ég þakka Þorsteini Hallgrímssyni, sem
lengi hefur verið veikur í baki, innilega
fyrir þessa kærkomnu áskorun. Þor-
steinn, sem eins og áður sagði hefur lengi
átt við að eiga slæmsku í baki, er góður
drengur og alls ekki er útilokað að ég eigi
eftir að bjóða honum til kjúklingaveislu
síðar enda luma ég á einum slíkum. Þá
gæti ég jafnframt sýnt honum hina nyt-
sömustu hluti sem ég af miklum hagleik
hef útbúið úr pizzukössum. Hins vegar
hef ég aldrei orðið var við umbúðir utan
um pizzukassana eins og Þorsteinn komst
að orði en hann veit örugglega hvar þær
er að finna; þú verður samt að passa
bakið, Steini minn!
Ég læt hér fylgja með uppskrift að
einum einföldum en samt bragðgóðum
rétti sem ég dunda mér oft við að
matreiða um helgar.
ZITONI COL RAGU NAPOLE-
TANO EÐA „JÓA RAGÚ.“
500 gr zitoni eða spaghetti
stykki úr nýju svínslæri, um 700 gr
heilt stykki úr svínahrygg, um 300 gr
60 gr smjör
60 gr smjörlíki
1 dl ólífuolía
1 laukur
1 gulrót
I skinnlaus salamípylsa frá Napólí (ef til
er)
1 glas af hvítvíni
1 glas af rauðvíni
400 gr tómatþykkni
1 lárviðarlauf
salt
svartur pipar (úr viðarkvöm frá Einari á
Kap, (Hagstætt verð))
Venjan er að sjóða þetta í leirpotti en
hvaða stór pottur sem er dugar. Vefjið
svínslærið mjög vandlega til að það fari
ekki í sundur. Setjið smjör, smjörlíki,
olíu, saxaðan lauk, gulrót, lárviðarlauf og
kjöt, ásamt pylsunni ef hún er notuð. í
pottinn, setjið á hann lok og látið þetta
malla við mjög hægan hita. Þessi fyrsti
hluti suðunnar tekur um tvær klukku-
stundir. Snúið kjötinu öðru hverju til að
það brúnist á öllum hliðum. Kjötið brún-
ast smátt og smátt og jafnframt hverfur
laukurinn.
Nú er kominn tími til að taka lokið af
pottinum og fara að bæta við vökva.
Þegar kjötið ætlar að fara að festast við þá
skal bmgðið hart við og bætt við hvítvíni,
nokkmm dropum í einu og hræra vel í á
meðan upp úr öllum botninum á pott-
inum. Haldið þannig áfram þar til
hvítvínið er búið. Farið þá eins að með
rauðvínið og hrærið soðið stöðugt upp úr
botninum. Þegar rauðvínið er gufað upp á
að bæta við tómatþykkni og hræra það
vandlega sartian við.
Þegar tómatþykknið er orðið mjög
dökkt á að bæta smátt og smátt ögn af
volgu vatni. Suðan, meðan vatninu er
bætt við, tekur oftast þrjár klukkustundir
í viðbót. Sósan er nú orðin mjög dökk.
Þegar hér er komið sögu má láta hana
eiga sig að mestu. Bætið við um I 1/2
lítra af vatni og látið sjóða undir loki í 4
eða 5 klst. Hrærið í á hálftíma fresti eða
þar um bil. Fyrir bakveika einstaklinga er
gott að halla sér á meðan. Þetta er kallað
„pippiare'* og orðið er fengið með
hljóðlíkingu. Myndast oit góð stemmn-
ing þegar fjölskyldumeðlimir allir hrópa
„pippiare" á þessari stundu. En næst
gerist það að þegar kjötið fer að losna frá
beinunum er það tekið úr pottinum,
stærra stykkið, svínslærið, má taka burt
um klukkustundu síðar. Saltið og piprið
eins og með þarf.
Fyrri hluti suðunnar fer venjulega fram
daginn áður en hafa á réttinn á borðum og
seinni hlutinn samdægurs en einnig má
fullsjóða sósuna fyrirfram.
Sjóðið pastað sem fyrr, rétt áður en á að
borða, munið að Iesa leiðbeiningar á
pakkanum og ofsjóðið það ekki. Látið
renna af því, þ.e. pastanu, setjið það í skál
og hrærið sósuna saman við. Kjötið er
borið fram sem sérstakur réttur á eftir
pastanu með sósunni.
Nú, ef mönnum líst ekkert á þessa mat-
seld þá vil ég benda á Spaghetti
Bolognaise eða Stroganoff úr hinni vin-
sælu 1944 línu. Það er alls ekki síðri
matur og síðan er jafnvel hægt að skreppa
ígolfþá um helgina.
Sem næsta matgæðing bendi ég á ofur-
grillarann og gleðipinnann Viðar
Einarsson málara eða Vidda bólara eins
og hann vill láta kalla sig. Hann er einn
alöruggasti grillari okkar Eyjamanna og
verður án efa ekki skotaskuld úr því að
koma með glæsilegan grillrétt, ekki sfst
eftir kynnisferð til Hull fyrir stuttu.
P.S. Þorsteinn vildi koma því á framfæri,
ef einhverjir hefðu misst af því, þá hefur
hann verið að drepast í bakinu að undan-
fömu.
Golf og Doris Day
Landsmótið í golfi, sem að þessu
sinni verður haldið í
Vestmannaeyjum, hefst nú um
helgina. Tvívegis áður hefur
Landsmótið verið haldið í Eyjum,
árin 1964 og 1968. (bæði skiptin
var Vestmannaeyingurinn Guðni
Grímsson með og hann ætlar sér
einnig að spila með að þessu
sinni. Á Landsmótinu 1964 var
hann vélstjóri á mb. Hugin VE, á
síldveiðum, þar var þá skipstjóri Gísli
Jónasson og 2. vélstjóri Sigurður
Guðmundsson (Siggi Gúmm). Guðni
tók sér vikufrí til að taka þátt í
Landsmótinu og þeir Gísli og Siggi áttu
ekki orð til að lýsa vanþóknun sinni á
þvf að menn tækju sér frf á síldveiðum
til að fara að elta einhverja hvlta bolta!
Sfðan hefur mikið vatn til sjávar runnið
og þessir tveir f hópi áhugasömustu
golfleikara í Vestmannaeyjum og hafa
oftsinnis tekið sér frí til að leika golf. En
Guðni Grímsson er Eyjamaður vikun-
nar að þessu sinni.
Fullt nafn? Guðni Grímsson.
Fæðingardagur og ár? 13. nóvem-
ber1934
Fæðingarstaður?
Vestmannaeyjar.
Fjölskylduhagir? Kvæntur
Esther Valdimarsdóttur og við
eigum 4 börn. Barnabörnin eru
orðin átta.
Menntun og starf? Lauk vél-
stjórnarprófi 1953, minna
skipstjórnarprófi 1960, var til sjós áður
fyrr en starfa nú sem yfirvélstjóri hjá
Bæjarveitum Vestmannaeyja.
Laun? Laun opinberra stafsmanna eru
léleg en þetta er svona þolanlegt.
Helsti galli? Segi mína meiningu.
Helsti kostur? Segi mína meiningu.
Uppáhaldsmatur? Grillaðar kótelettur
að hætti Estherar Vaidimars.
Versti matur? Baunasúpa.
Uppáhaldstónlist? Doris Day og
hennar tónlist var í miklu uppáhaldi hjá
mér á yngri árum og er enn. Ég er enn
að kaupa plötur með henni þegar ég er
erlendis.
Hvar myndir þú vera ef þú yrðir fluga
á vegg í einn dag? Það gæti verið
nógu gaman að vera á stjórnarfundi hjá
Golfklúbbi Vestmannaeyja.
Uppáhalds stjórnmálamaður? Það
er enginn sérstakur í uppáhaldi en ég
kann mjög vel við Guðjón Hjörleifsson,
bæjarstjóra.
Uppáhalds fþróttamaður? Jack
Nicklaus.
Hvert er eftirlætissjónvarpsefnið
þitt? Golf.
Hvaða sjónvarp-
srás
horfirþú
mest á? Það er
trúlega íþróttarásin
Eurosport, þar eru oft góðir þættir.
Uppáhaldsleikari? Af íslenskum
Sigurður Sigurjónsson og erlendum
Doris Day.
Uppáhaldskvikmynd? Teafortwo
með Doris Day. Þar með er Doris Day
komin með þrennu í þessum
spurningalista.
Uppáhaldsbók? Bankabókin, svona
aðöllujöfnu.
Hver eru helstu áhugamál þín? Golfið
er númer eitt, þar sameinast hin
áhugamálin sem eru ganga og útivera.
Svo hef ég einnig mjög gaman af að
ferðast.
Hvað metur þú mest í fari annarra?
Heiðarleika.
Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari
annarra? Það öndverða, fals.
Fallegasti staður sem þú hefur
komið á? Vestmannaeyjar.
Hvað ertu búinn aðvera lengi f golfi?
Ég gekk í GV1961. í september í
haust eru komin 35 ánægjuleg ár í
golfinu.
Hve oft hefur þú tekið þátt í
Landsmótum? Ég held að þau séu
orðin sex talsins.
Hvernig spilaðir þú á mótinu 1968?
Ég man það nú ekki svo glöggt. En
|? við vorum nokkrir strákar héðan sem
vorum eitthvað að berjast í okkar
flokki. Ég var nú ekki i verðlaunasæti
en ég man að þeir Sveinn Þórarins á
Lundi og Óli á Hoffelli voru að spila vel.
Gott ef Oli fékk ekki verðlaun.
Er öðruvfsi að spila í Landsmóti en
öðrum mótum? Það er sérstök
stemmning í kringum Landsmót. Þarna
kynnist maður nýju fólki og endurnýjar
kunningsskap við aðra. Þarna hafa oft
tekist ánægjuleg kynni sem ekki gleym-
ast.
Hvað dettur þér í hug þegar þú
heyrir þessi orð?
-Golf: JackNicklaus
- Landsmót: Skemmtilegur félags-
skapur.
-Forgjöf: Alltofhá.
-13. brautin: Er það ekki hún sem
menn kalla skrímslið? Mér finnst hún
skemmtileg og hún hræðir mig ekki. En
það verður að spila hana af skynsemi.
Eitthvað að lokum? Ég vonast að
sjálfsögðu eftir ánægjulegu Landsmóti
oggóðuveðri. Er það ekki númer eitt,
tvö og þrjú?
Fimmtudagur 18. júlí 1996
ORÐSPOR-ORÐSPOR
Smári Harðarson, vaxtarræktarkappi, stjómar skemmtilegtim
púltímum í hádeginu í Hressó þar sem Fréttamenn hafa verið
duglegir að mæta. Smári er engum líkur þegar hann er að hvetja
fólkið til dáða í púltímanum. Einu sinni öskraði hann yfir
mannskapinn: - Pælið í því, á meðan þið emð hér að púla og
svitna og komast í gott form, em vinir ykkar í sumarbústað að fitna. Ég skil ekkert
í fólki sem hættir að hreyfa sig yftr sumartímann, auðvitað á að hréyfa sig allt árið
um kring, það á ekkert að taka sér frí. Ég meina, ekki hættum við að bursta tenn-
umar í þrjá mánuði á ári yftr sumartímann!
Nýja ÍBV lagið
iekið upp í
hljóðverí
- af atvinnumönnum í faginu.
Nýja ÍBV-lagið eftir knattspyrnu-
kappann Leif Geir Hafsteinsson,
sem frumflutt var í þættinum
Þeytingi í vor, hefur verið tekið upp
í hljóðveri í útsetningu Páima
Sigurhjartarsonar Snigils. Lagið
heitir „Komdu fagnandi” og hefur
tekið þó nokkrum breytingum frá
því við heyrðum það í fyrrnefndum
sjónvarpsþætti.
Leifur Geir fékk til liðs við sig
atvinnumenn í faginu við upp-
tökurnar. Pálmi útsetti og spilaði á
hljóðfæri, Eyjamaðurinn Eiður Am-
arsson spilaði á bassa, Sigurgeir Sig-
mundsson fyrrverandi framkvæmda-
stjóri Týs spilaði á í gítar, Björgvitt
Ploder trommari Sniglabandsins
lamdi húðir, ívar Bjarklind sá um að
syngja lagið og Éeifur Geir söng
bakraddir og í viðlaginu með ívari.
Upptakan verður send til dreiftngar
á öllum útvarpsstöðvunum en að sögn
Leifs Geirs er frekari dreiftng óráðin.
„Komdu fagnandi” verður frumflutt á
FM957 á morgun um kl. 13.00.
„Ég er alveg í skýjunum með þetta.
Pálmi stóð sig frábærlega vel við
útsetninguna og Ivar sömuleiðis, hann
hafði lítið fyrir þessu. Mér finnst vera
þjóðhátíðarstemmning í þessu lagi en
nú dæmi hver fyrir sig. En ég er mjög
ánægður og einnig ÍB V strákamir sem
hafa heyrt lagið,” sagði Leifur Geir.
Og hver er boðskapurinn í text-
anum?
„Fyrst og fremst að Eyjamenn eigi
að hafa gaman af því að spila og fylgj-
ast með fótbolta, sjá björtu hliðamar
og njóta þess sem þeir em að gera. Og
auðvitað að standa saman í gegnum
súrt og sætt.”
Þjóðhátíðarlag Vestmannaeyja 1996 heitir SUMARNÓTT. Það er eftir
Sveinbjörn Grétarsson og Kristján Viðar Halldórsson í Greifunum.
Lagið var hijóðritað fyrir skömmu til spilunar á útvarpsstöðunum. Lagið
var frumflutt á FM 957 í síðustu viku og er nú farið að óma á
útvarpsstöðunum og lofar góðu.
Að ósk Frétta hafa Kristján Viðar og Sveinbjöm sent frá sér ljóðið ásamt
gítargripum svo hægt sé að æfa það fyrir þjóðhátíðina. Það er því um að gera
að byija að æfa strax.
SUMARNÓTT
(D) Húmar að (G) kveldi
(D) nóttin læðist (G) inn.
(D) Dúnalogn í (Htrt) dalnum
(Em) rætist draumur minn.
Með hnotubrúnum augum
horflr þú til mín.
I öllum mínum æðum
brennur ást til þín.
(D) Söngvar óma úr (G) hverju tjaldi
(D) gleðja sérhvert (G) hjarta.
(D) Þjóðhátíðar(Hm) stemmningin
og (Em) sumamóttin (A) bjarta.
(D) Haltu mér í (G) örmum þínum
þú (D) undraveröld, (G) Eyjar.
(D) Allt of stuttur (Hm) þessi tími
í (Em) faðmi yngis (A) meyjar.
Þú strýkur nrtér um vangann
heit er þín hönd.
Atlot þín mig senda
í ævintýralönd.
Við mildan bjarma Iogans
gleymum stað og stund.
Enginn betri staður
fyrir ástarfund.