Fréttir - Eyjafréttir - 18.07.1996, Qupperneq 6
FRETTIR
Framherjar á
Lengjunni
Lengjan, hinn vinsæli getrauna-
leikur, sem slegið hefur í gegn,
hefur af og til verið með leiki í 4.
deild. Á laugardaginn var þar leikur
Eyjaliðsins Framherja og ÍH sem
Framherjar unnu 3-1. Stuðlarnir á
leiknum voru þessir: 1,65 fyrir
Framherjasigur. 2,90 fyrir jafntefli
og 3,35 fyrir útisigur hjá ÍH.
Samkvæmt þessu var reiknað með
sigri Framherja. Tipparar voru hins
vegar á öðru máli því 64% þeirra
tippuðu á sigur ÍH, 22% tippuðu á
jafntefli og 14% á Framherjasigur.
Samtals var tippað fyrir 160 þúsund
kr. þar sem þessi leikur kom við
sögu. Ef þessu er deilt niður var
tippað fyrir 53 þúsund á leikinn,
sem er meira en t.d. á leik
Keflavíkur og Grindavíkur í 1.
deildinni í síðustu viku. Athyglis-
vert er hversu mikið var tippað á
leik Framherja og ÍH en upphæðin
var vel yfir meðallagi
.„Auðvitað var gaman að vera á
Lengjunni. Við urðurn að vera með
farsíma og hringja um leið og var
skorað í textavarpið svo tipparar
gætu t'ylgst með. Vinur minn sem
býr í Reykjavík fylgdist t.d. með í
textavarpinu og sá gang mála í
leiknum," sagði Hjalti Kristjánsson
f Framherjum.
SPUKT&SVARAÐ:
Varst þú með W
JakobIna Guðlaugsdóttir,
FYRRUM ÍSLANDSMEISTARI í GOLFL
„Nei, ég lét það eiga sig þá,
ég var ekki komin almenni-
lega af stað í golfi á þessum
tíma. Ég held ég fari rétt með
að 1968 hafi konur í fyrsta
skipti keppt á landsmóti í
golfi í sérstökum kvenna-
flokki. En ég man að ég var
viðstödd lokahófið þar sem
verðlaunaafhendingar fóru
fram og það var æðislega
gaman.“
Landsmótið í golfi fer fram í
Eyjum í næstu viku. Síðast fór
landsmót hér fram 1968.
Plastrennur
Garðavcgi 15 - sími 4-81 1151
Fréttir
Fimmtudagur 18. júlí 1996
Ammtm leigði btmnaða mynd
fyrír 6 ára barnabarn siH
Könnun Frétta í síðustu viku um
útleigu á bönnuðum bíómyndum á
myndbandsspólum fyrir 16 ára og
yngri, vakti athygli. Af þeim fimm
stöðum sem tveir 15 ára piltar fóru
inn á, var hvergi gerð athugasemd
við að þeir fengju leigðar bannaðar
myndir, samkvæmt aðvörunum
sem Kvikmyndaeftirlit ríkisins
setur á slíkar myndir. Einn kaup-
maður í bænum, sem leigir út
myndbandsspólur, segir erfitt að
aldursgreina unglinga og varla
hægt að neita 15 ára unglingum um
myndir. Hins vegar sé það sann-
færing hans að kaupmenn virði að
mestu leyti þessar reglur og leigi
ekki út hannaðar myndir til yngri
krakka. Hins vegar sé annar flötur
á þessu máli sem ekki hafí verið
vakin nægilcga mikil athygli á, að
foreldrar og jafnvel afar og ömmur
séu að taka bannaðar myndir fyrir
börnin sín.
„Grófasta dæmið í sjoppunni hjá
mér gerðist í sfðustu viku. Þá kom
amma með sex ára gamalt barna-
bamið sitt og leyfði að því velja mynd.
Bamabamið valdi niynd sem er
bönnuð bömum innan 16 ára aldurs.
Amman samþykkti það. Eg varð mjög
hissa og spurði ömmuna hvort hún
virkilega ætlaði að leyfa baminu að
horfa á þessa ofbeldismynd. Viðbrögð
ömmunnar voru að afinn myndi horfa
á myndina með bamabaminu þannig
að þetta væri í góðu lagi. Mér fmnst
þessi afstaða hreint með ólíkindum og
þetta er ekkert sem við sem leigjum út
myndimar ráðum við. I sannleika sagt
eru ömmurnar og afamir langverst í
þessu, þau virðast undanlátssamari við
bamabömin og taka bannaðar myndir
fyrir þau. Ég hef einnig svipaða sögu
að segja af foreldrum,” segir kaup-
maðurinn.
Fulltrúi Frétta sem fylgdist með
útleigu á myndböndum á öðrum stað í
síðustu viku, varð vitni að því að
tveimur nýfermdum strákum, á
Harður árekstur
Mjög harður árekstur varð á bifreiðaplaninu við
slökkvistöðina upp úr kl. hálf átta í gærmorgun. Tveir hílar
rákust saman og eru þeir stórskemmdir, en þó sérstaklega
annar þeirra. Hvorugan ökumann sakaði. Bílamir eru ný-
legir og tjónið mikið.
Hrefna hjá SL afhendir Sigmari farseðilinn til Dublin.
Sigmar vann
Sigmar Magnússon datt heldur
betur í lukkupottinn í vikunni
þegar dregið var í lukkupotti hjá
Samvinnuferðum-Landsýn og
Miðbæjarsamtakanna í vikunni.
Sigmar vann þriggja nátta ferð með
Samvinnuferðum-Landsýn til Dublin
á írlandi og getur Sigmar farið hvenær
sem er.
Dublinarieri
Miðbæjarsamtökin stóðu fyrir
mikilli uppákomu fyrirskömmu. Þar
gátu gestir sett nafn sitt í lukkupott til
að freista þess að vinna Dublinarferð.
Og Sigmar varð sá heppni og sótti
vinninginn sinn á þriðjudaginn.
„Við viljum þakka bæjarbúum
frábæra þátttöku," sagði Hrefna Hilm-
isdóttir, umboðsmaður SL.
fjórtánda ári, var leigð út myndin
SEVEN eða Dauðasyndimar sjö, sem
er einhver Ijótasta og hrottafengnasta
mynd sem sést hefur á markaðinum
undanfarin ár. Ekki var spurt um aldur
drengjanna. Það skal tekið fram að
þeir voru ekki á vegum blaðsins í
þessu tilfelli.
„Mjög algengt er að inn til okkar
komi böm eða unglingar að velja sér
bannaða mynd. Þegar við spyrjum um
aldur og segjum að ekki sé hægt að
leigja myndina út, þá benda þau á að
foreldrar sínir séu út í bíl og þau gefi
sitt leyfi. Mér fmnst mjög erfitt að eiga
við þetta,” segir kaupmaðurinn jafn-
framt.
Viðurlög við útleigu á bönnuðum
myndböndum til þeirra sem ekki hafa
aldur til eru sektir. Við ítrekuð brot
getur jafnvel orðið um sviptingu leyfis
að ræða. Sýslumaður segir að
lögreglan muni fylgjast með þvf að
þessum reglum verði framfylgt.
Að velja sér persónulegt númer á bílinn sinn hefur slegið í gegn hér á landi.
Frumkvöðullinn að þessum nýja möguleika í bílnúmeraflóru landsmanna
var Árni Johnsen alþingismaður sem lagði fram frumvarp á Alþingi til að
gera þetta mögulegt. Arni pantaði jafnframt fyrstu númerin sem voru
ISLAND og EYJAR. Nokkrir Vestmannaeyingar hafa fengið sér persónu-
Ieg númer. Einn þeirra er Friðrik Gissur Benónýsson útgerðarmaður sem
fékk sér nafnið BENÓNÝ.
„Þetta var einhver skyndiákvörðun hjá mér, ég þorði varla að segja frá því.
Það segir sig nokkuð sjálft hvers vegna þetta nafn varð fyrir valinu. Yngsta
bamið heitir Benóný og hann er skírður í höfuðið á afa sínum. Svo em nokkrir
í ættinni með þetta nafn. Strákurinn, sem er fjögurra ára, hefur auðvitað eignað
sér bílinn því hann er skráður á hans nafni. Mér finnst þetta í raun of ódýrt, þetta
mætti vera enn dýrara að fá sér persónulegt númer,” sagði Friðrik í samtali við
Fréttir.
Samkvæmt upplýsingum frá Bifreiðaskoðun Islands eru nokkrir Eyjamenn
búnir að fá sér svona númer. Gylfi Þór Úranusson fékk sér nafnið KGBens,
Margrét Ólöf Eyjólfsdóttir fékk sér nafnið FRÓÐI, þá eru númerin 44LÓA,
44MK og 444MK skráð íEyjum og beinast spjótin að Magnúsi Krisúnssyni. Þá
er númerið ÁFRÓNI skráð í Eyjum og er Ómar Sveinsson gmnaður um það.
Hugmyndaflug Islendinga hefur svo sannarlega fengið að njóta sín. Meðal
númera sem fengust uppgefin em Toy 1. Toy 2, Europa, Tuborg, Egils, Tennis,
Valur, Fylkir. Jordan, Italía, Pizza og Thule. Þá em gælunöfn vinsæl. Ekki hefur
borist pöntun á nöfnum eins og ÍBV, ÞÓR eða TÝR.
Ámi Johnsen, sagði í samtali við Fréttir að hann væri ekki enn búinn að setja
númerið EYJAR á Volvóinn sinn í Eyjum. „Ég geri það í næstu viku,” sagði
Ámi.
„Þetta hefur breyst nrikið frá því maður gat séð frá hvaða byggðalagi bflar
voru skráðir. Þegar ég var með V-númer á bflunum mínum og var að þvælast í
Reykjavík, var verið að flauta og djöflast í okkur í umferðinni. Ég er ekki einn
um þá sögu. Ef ég var á bfl með R-númeri gekk allt eins og í sögu,” sagði
Friðrik.
Panta þarf persónuleg bflnúmer hjá Bifreiðaskoðun Islands og mega þau mest
vera sex tölu- og/eða bókstafir. Verðið á bflnúmeraplötunni er rúm 28 þúsund
krónur en ekki er skilyrði að setja það strax á bflinn.