Fréttir - Eyjafréttir

Útgáva

Fréttir - Eyjafréttir - 18.07.1996, Síða 9

Fréttir - Eyjafréttir - 18.07.1996, Síða 9
Fréttir Fimmtudagur 18. júlí 1996 Áhaldaleigan 25 ára: Hjálpar þeim sem hjálpa sér sjálfír Flestir kannast við það, að vera að gera eitthvað heima hjá sér og standa allt í einu frammi fyrir því að vanta verkfæri, borvél, sög eða hvað sem er. Áhalda- leigan, sem Óskar Óskarsson á og rekur, er fyrirtæki sem hleypur undir bagga í slíkum til- fellum en þar er mikið úrval af alls konar verkfærum og tækjum, bæði stórum og smáum sem hægt er að fá leigð, sama hvort um stærri eða minni verk er að ræða. Úr- valið hjá Óskari er meira en margan grunar en í upphafi leigði fyrirtækið út steypuhrærivélar og slípivélar. Fljótlega bættust við loftpressur en í dag eru steypuhrærivélar horfnar úr rekstrinum og stein- steypusagir og kjarnaborar hafa að mestu tekið við af loft- pressunum. Ingi í Götu steig fyrsta skrefið Áhaldaleigan á 25 ára afmæli um þessar mundir en stofnandinn var Jóhann Ingi Einarsson, fyrrum leigu- bflstjóri, sem flestir eldri Eyjamenn kannast yið sem Inga í Götu. Hann stofnaði Áhaldaleiguna árið 1971 en árið 1973 kaupir Armann Óskarsson sig inn í fyrirtækið og kaupir það allt árið 1974. Eftir það óx fyrirtækinu ásmegin og í nokkur ár teygði það anga sína upp á fastalapdið að sögn Óskars Óskarssonar. „Ármann hafði áður unnið hjá bænum og verið til sjós sem vélstjóri sem var góður grunnur undir það að ^ taka við Áhaldal- eigunni," segir Óskar um bróður sinn en hann tók við rekstrinum eftir andlát Ármanns árið 1984. Ármann jók umsvifin „Ármann keypti vinnupalla til að leigja út og háþrýstidælur sem voru mikið notaðar þegar sjómenn þrifu báta sína í lok vertíðar. Háþrýstidælur voru ekki algengar á þessum tíma, þær var aðeins að finna í frystihúsunum á þessum tíma. Til þess að geta flutt hana á milli setti Ármann háþrýsti- dælu inn í gamlan Land Rover jeppa sem ég er viss um að margir sjómenn muna eftir ásamt vatnsbflum sem flutti til þeirra heita vatnið.“ Þegar Ármann gekk inn í fyrirtækið var það við Miðstræti, í húsi austan við verslunina Miðbæ sem er horfið af yfirborði jarðar. Þegar hann tók við rekstrinum flutti hann það í brunninn að heimili foreldra sinna við Faxa- stíginn. Seinna leigði hann kjallarann þar sem útgerð Gandís VE er til húsa við Strandveg en núverandi húsnæði við Skildingaveginn keypti hann af út- gerðum Friggjar VE og Skuldar VE og Ástþóri Einarssyni bflstjóra. „Rétt áður en Ármann lést keypti hann króna af Villa Fisher á Kóp VE héma á móti og var byrjaður að flytja sig yfir. Þegar ég tók við ákvað ég að selja Kópshúsið og koma mér fyrir á núver- andi stað. Seldi ég Fjölverksmönnum húsið og síðan höfum við verið hér hvorir á móti öðmm.“ Rykið hverfur Fyriilækið óx hratt hjá Ármanni sent var fyrstur til að koma með stein- steypusagir og kjamabora til Eyja. Var það mikil framför því húseigendur losnuðu við allt ryk og óþverra sem fylgdi loftpressunum. „Árið 1980 keypti hann stóra mölunarvél sem malaði grjót og flokkaði möl eftir komastærð. Fyrst var hann með hana austur á Nýjahrauni en síðar fór hann með búnaðinn upp á land og malaði fyrir þrjú fyrirtæki, m.a. Istak. Malaði hann m.a. steina í grill sem fluttir vom út. Er ekki ósenniiegt að eitthvað af þeim hafi verið flutt til íslands aftur. Meðan umsvifin vom mest var hann með þrjá og fjóra menn í föstu starfi uppi á landi auk þess sem Áhalda- leigan hélt uppi fullri starfsemi hér í Eyjum," segir Óskar. Óskar tekur við Ekki fór Ármann vel út úr viðskiptum sínum á fastalandinu því tvö af fyrir- tækjunum fóru á hausinn og flutti hann búnaðinn til Eyja árið 1982 og fór að vinna fýrir bæinn og Flugmála- stjóm. „I nóvember 1984 féll Ármann frá og þá varð ég að hrökkva eða stökkva. Ég var þá einn af eigendum Eyjataxa og keyrði leigubfl auk þess sem ég rak sjoppu. Ég ákvað að selja það allt og taka við Áhaldaleigunni. Staðan var ekki góð en ég naut að- stoðar lánastofnana og mágur minn, Auðberg Óli Valtýsson hjálpaði mér mikið meðan ég var að komast yfir Óskar Elías Óskarsson framan við vatnsbíl Áhaldaleigunnar ásamt Hreiðari Erni syni sínum. Á innfelldu myndinni er Ármann Óskarsson, bróðir Óskars sem rak fyrirtækið um arabil. erfiðasta hjallann. Auk þess sem bærinn keypti mölunarsamstæðuna árið 1989,“ segir Óskar sem ákvað að sækja á brattann en kjörorðið var; eitt skref í einu. „Ég keypti tæki til að sandblása og höfum við tekið að okkur nokkur stór verk. Meðal þeirra em Landakirkja og Ráðhúsið sem voru sandblásin inn í steypu undir múrefni og málningu. Auk þess hef ég lagt mesta áherslu á steinsteypusögun, kjamabomn og múrbrot. Stærstu verkin sem ég man eftir em íslands- banki og Sparisjóðurinn og núna emm við að vinna í breytingunum sem verið er að gera í Vinnslustöðinni sem er nokkuð stórt verk. Svo get ég nefnt nokkrar verslanir eins og t.d. Eyjakjör og KÁ.“ Reynsla kemur við- skiptavinum til góða Óskar segir að mikil reynsla hafi orðið til innan fyrirtækisins og komi það sér vel því oft leita til hans einstaklingar sem hyggja á framkvæmdir heima hjá sér. „Þetta er liður í þeirri þjónustu sem við bjóðum upp á. Stundum er þetta ekkert nema fyrirhöfnin en hún skilar sér oft í viðskiptum seinna meir. Auk stóru tækjanna, sem ég nefndi áðan, leigjum við út rafmagnsbor- vélar, hjólsagir, vinnupalla, körfubíl. vatnsbíl, garðsláttuvélar og stiga. Reyndar er ég í svolitlum vandræðum með stigana því þeir sem hafa fengið þá hjá mér hafa gleymt að skila þeim. Vil ég nota þetta tækifæri og skora á þá að skila stigunum sem fyrst. Annars gengur reksturinn orðið vel og Áhaldaleigan er vonandi komin til að vera við lýði í a.m.k. 25 ár í viðbót,“ sagði Óskar að lokum. Ó.G. Alli og Guðjón með kjarnaborinn í Islandsbanka Jens Jóhannesson við gat sem hann gerði bak- sviðs í Bæjarleikhúsinu. Vatnsbíllinn kom að góðum notum þegar kviknaði í austur á hrauni. Óskar og Elías Baldvinsson. Svona leit Landakirkja út eftir sandblásturinn.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.