Fréttir - Eyjafréttir - 18.07.1996, Blaðsíða 10
10
Fréttir
Fimmtudagur 18. júlí 1996
Ferðamannastraumurinn:
Komum skemmtiferðaskipa hefur fjölgað í sumar og hér eru
farþegar á Akademik loffe að stíga um borð eftir skoðunarferð
í kringum Eyjar.
Fjölgun ferða-
manna milliára
-íslendingar sækja Eyjarnar meira heim.
Fcrðamannaiönaður í
Vestmannaeyjum fer vaxandi með
hverju árinu sem líður. Hingað
koma 40.000 til 50.000 manns á
hverju ári sem flokka má sem
ferðamenn. Af viðtölum við fólk
sem sér um ilutning á fólki til Eyja
og móttöku þeirra má ráða að
breyting er að verða í grcininni.
Eru þeir sanmiála um að
íslenskum fcrðamönnum fari
fjölgandi og meira beri á
útlendingum sem kaupi litla sem
cnga þjónustu.
Sumarið í fyrra var
ferðamannaiðnaði hér erfitt vegna
þess hvað fiug datt niður marga daga.
Þó einstaka dagar hafi fallið niður í ár
er það ekkert hjá þeim ósköpum sem
menn máttu sætta sig við sumarið
1995, sem var mesta þokusumar í
rúman áratug. Venjan er sé sú að
nokkum tíma tekur að rétta úr
kútnum eftir þokusumar eins og í
fyrra en Eyjólfur virðist vera að
hressast. Samtöl við fólk í greininni
staðfesta þetta, ferðamönnum hefur
Qölgað og á það ekki síst við um
Islendinga sem í auknum mæli koma
hingað og eyða hér tveimur til
þremur dögum og gista ýmist í
tjöldum hótelum eða gistiheimilum.
Sigfús Sigfússon, markaðsstjóri
Islandsflugs, segir að sé farþegaljöldi
hjá þeim borinn saman í apríl, maí og
júní á ámnum 1994,1995 og 1996
hafi þeim fækkað á síðasta ári en nú
sé hann aftur á uppleið. „Farþegar
vom 1500 hjá okkur í júní 1994, í
fyrra vom þeir 1334 en í ár fluttum
við 1471 farþegatil Eyja,“segir
Sigfús og er þróunin svipuð milli
áranna í apríl og maí. „Aftur á móti
emm við nokkuð sáttir við júlí en
aukningin það sem af er er í kringum
10%. Hvað margireru eiginlegir
ferðamenn veit ég ekki á þessari
stundu,“ sagði Sigfús ennfremur.
„Það er meiri umferð á Bakka; hún
eykst með hverju ári. Þaðan emm við
að flytja ferðamenn, íþróttahópa og
aðra sem þurfa að skjótast til Eyja,
t.d. sölumenn," segir Valur
Andersen, framkvæmdastjóri
Flugfélags Vestmannaeyja, um
ganginn hjá sér í sumar. „Ég hef ekki
tölur á reiðum höndum en við erum
að lljúga allan daginn. Við emm í
viðskiptum við Ferðamiðstöð
Austurlands og Samvinnuferðir-
Landsýn sem ýmist koma með
ferðamennina á Bakkallugvöll sem
síðan fara með Herjólli og öfugt.
Auk þess fjölgar Islendingum sem
skjótast yfir sundið til að skoða
Eyjamar," bætti Valur við.
Magnús Jónasson, framkvæmda-
stjóri Herjólfs hf. segir að
farþegaflutningar hafi aukist í sumar
miðað við árið í fyrra. „Mín
tilfinning er að hér sé íslenska
Ijölskyldan á ferð. Það sést á fjölda
fólksbfia sem við flytjum. Ég er ekki
í vafa um að auglýsingar, bæði beinar
og óbeinar, hafa skilað sér. Ferð
okkar til Reykjavíkur í tengslum við
ferðaráðstefnuna vakti mikla athygli
og er að skila sér í auknum fjölda
íslendinga sem taka sér far með
skipinu." segir Magnús.
Þessu til staðfestingar bendir
Magnús á samanburð á farþegaljölda
frá apríl til 15. júlí í ár og í fyrra en
farþegum ijölgar um úr 23.670 1995
í 28.593 í ár. Er aukningin um 20% á
milli áranna.
Sigurður Sigurðsson, starfsmaður
Flugleiða á Vestmannaeyjaflugvelli
segir ómögulegt að meta hvað mikill
hluti af farþegum þeirra séu
eiginlegir ferðamenn en aukning í
júní og júlí í ár bendi til þess að þeir
séu fleiri í ár en í fyrra. „Farþegar
voru færri í apríl í ár en í fyrra en í
júní er góð aukning, þá íjölgar þeim
úr4979 í 5576 og fram til 15. júlí sl.
fluttum við 2584 farþega á móti 2295
í fyrra. Framhaldið lofar góðu því
mikið er bókað hjá okkur á
næstunni," sagði Sigurður.
Samkvæmt þessu virðist
ferðamönnum fjölga á þessu ári en
fyrir utan það sem flugfélögin og
Herjólfur flytja hafa aldrei komið
fleiri skemmtiferðaskip til Eyja og á
þriðjudaginn komu tvö skip og eitt á
laugardaginn.
Ó.G.
Þar sem
lundinn er
Ijúfastur
fugla
Sigurjón Magnús Egiisson, blaðamaður og ritstjóri
segir reynslu sína afheimsókn til Vestmannaeyja.
í nýjum hvítum íþróttaskóm, ný-
klipptur og fullur tilhlökkunar
mætti ég ásamt unnustunni á
Umferðarmiðstöðina að morgni
föstudagsins 5. júlí.
Sumarveðrið var eins fallegt og
það getur orðið. Ferðinni var
heitið til Þorlákshafnar þar sem
fara átti með Herjólfi til
eyjarinnar í suðri, eyjarinnar þar
sem lundinn er ljúfastur fugla,
eins og Ási í Bæ söng með svo
skemmtilegum hætti um árið.
Miklabrautin var hversdagsleg,
nema veðrið var óvenju gott.
Mikil umferð, allir að flýta sér. í
Þorlákshöfn beið Heijólfur,
glæsilegt skip.
í Herjólfi
Það fyrsta sem tekið var eftir þegar
komið var um borð var einstök snyrti-
mennska. Herjólfur nánast angar af
hreinlæti. Eins og áður sagði var veðrið
einstakt, nánast logn og glaða sólskin. A
leiðinni til Vestmannaeyja voru flestir
farþeganna á dekkinu og nutu sólar, ein-
stakt var hversu vel sást bæði til lands og
eyja og allir voru í himnaskapi, það er
farþegamir. Helst virtist starfsfólkið hafa
farið á mis við hversu veröldin var dá-
samleg þennan fallega föstudags-
morgun. Til nánari skýringa skal þess
getið að svo virtist sem þjónustufólkið
hefði að takmarki að tala sem allra
minnst vil ferðafólkið og aðeins það sem
allra nauðsynlegast var. Þegar frönsku
kartöflur farþega með miða númer 39
voru tilbúnar gall við í hátalarakerfinu,
39, hárri og ákveðinni röddu, en ekki lil
dæmis; 39, gjörið svo vel.
Ég er KR-ingur og um borð voru fleiri
KR-ingar, allir með það sama markmið
að vera í Vestmannaeyjum fram yfir leik
IBV og KR sem fram átti að fara næsta
sunnudagskvöld. Umræðan um borð
snerist mikið um væntanlegan leik. Þrátt
fyrir gott gengi KR vorum við kvíðnir,
enda tapað í Eyjum síðustu ár.
r
A Heimaey
Síðasti spölur siglingarinnar kallaði alla
á dekk. Vestmannaeyjar eru glæsilegar
og fólk var á dekki og nánast drakk í sig
allt sem það sá. Þegar komið var í inn-
siglinguna vakti mesta athygli hversu
litlu mátti muna að hún lokaðist í gosinu.
Eftir að hinu glæsilega skip hafði verið
lagt að bryggju var gengið í land, veðrið
hafði haldist. Vestmannaeyjabær er
/ það heila tekið voru
við, svo og margir
aðrir ferðamenn sem
við þekktum, mjög
ánægð með dvölina
hjá ykkur. Það má vel
vera að einhverjum
þyki ég eyða mörgum
orðum f það sem
miður fór, en þá bið ég
forláts. Ég vildi óska
að Vestmannaeyingar
velti fyrir sér hvort ég
hafi rétt fyrir mér og ef
svo er þá er ekkert af-
rek að gera betur.
hreinlegur, snyrtimennskan allsráðandi.
Við höfðum pantað okkur herbergi á
Gistiheimilinu Ámý. Það var ekkert
annað að gera en ganga upp á Illugagötu.
Þegar þangað var komið var enginn í
húsinu. Meðan við biðum þess að á móti
okkur væri tekið ók framhjá okkur eldri
kona á amerískum bíl. Vegna mis-
skilnings tókum við tal saman og úr varð
að hún bauð okkur í kaffi. Þar var komin
Sigga í Skuld, sem núna er í Hvfid, eins
og hún sagði og vitnaði í ferðamála-
frömuð ykkar, Pál Helgason.
Meðan við drukkum kaffið hennar
Siggu og borðuðum ristaða brauðið
með ostinu og marmelaðinu og biðum
þess að einhver kæmi heim til Ámýjar
íét Sigga móðan mása. Það var með
ólíkindum hvað hún komst yfir á ekki
lengri tíma.
Það væri engu að kvíða ef allir Vest-
mannaeyingar væm eins elskulegir og
Sigga í Skuld.
Veitingastaðir
og verslanir
Eftir að hafa loks komið okkur fyrir var
haldið í miðbæinn. Það fyrsta sem við
gerðum var að fara í verslun við Bámstíg
sem selur heimagerða minjagripi og
fleira. Þar festum við kaup á tveimur
lundum og leist vel á okkur, allt lofaði
góðu.
Herjólfur var að koma úr seinni
ferðinni þennan dag. Meðal farþega var
eitt hundrað manna hópur frá Iðju, þar
sem við þekktum hluta hópsins, og eins
vom fleiri KR-ingar að koma. Þegar
komið var að kvöldmatnum gengum við
hönd í hönd og ferðinni var heitið á
Pizza 67, bæði ákveðin í að fyrsta kvöld-
máltíðin ætti að vera pizza. Þar þjónaði
til borðs ungur maður sem við höldum
að heiti Gunnar (Geir Gústafsson innsk.
Frétta). Honum gleymum við seint.
Gunnar var einstaka þjónustulipur og
hann gaukaði að okkur fróðleik um
heimabyggð sína, ekki því sem allir ís-
lendingar vita, heldur bætti hann við
þekkingu okkar og skoraði á okkur að
gera hluti sem við höfðum ekki hugleitt.
Gunnar var Vestmannaeyjum til mikils
sóma og ég hafði á orði við unnustuna
að þennan unga mann ætti að gera að
ferðamálastjóra í Vestmannaeyjum. Ur
varð að við fómm daglega á Pizza 67,
bæði til að fá okkur kaffi eða bjór og
eins til að ræða við Gunnar um hvað við
hefðum gert og hvað við ættum að gera.
Alltaf var hann jafn þægilegur og mátu-
lega ræðinn.
Hvar eru
heimamenn?
Á laugardagsmorgun var enn glaða sól-
skin og nánast logn. Vilberg kökuhús
var valið fyrir morgunmatinn. Gott kaffi-
hús og þægileg afgreiðsla. Athygli okkar
vakti hversu verðlagið var sanngjamt.
Það em margir kostir við Vilberg en að-
eins sjáanlegur einn galli, en það er
hversu seint er opnað á sunnudögum.
Við vomm nokkur saman þar þegar
opnað var á sunnudeginum. Oll lofuðu
brauðið, kaffið og stelpumar sem af-
greiddu og öll vom sammála um að það
hefði mátt opna fyrr.
Þægilega og góða afgreiðslu fengum
við einnig á Café Maria. Á öðmm
stöðum var svo sem ekki undan neinu að