Fréttir - Eyjafréttir - 18.07.1996, Síða 11
Fimmtudagur 18. júlí 1996
Fréttir
í BÁTSSIGLINGUNNI. Eins og sjá má líkaði fólki það sem fyrir augu og eyru bar. Kristborg Hákon-
ardóttir heitir konan sem brosir sínu breiðasta.
kvarta. Það sem vakti hvað mesta athygli
á laugardeginum og sunnudeginum var
að
allflestar verslanir voru lokaðar, voru
reyndar opnar til hádegis á laugar-
deginum. Þeir ferðamenn sem ég ræddi
við voru allir á einu máli um að „líf’
vantaði í bæinn, t.d. sölutjöld og fleira
þar sent gaman hefði verið að heyra hin
einstöku og fallegu Vestmannaeyjalög
og þar sem hægt hefði verið að kaupa
minjagripi og fleira og fleira.
íslensku fyrir
íslendinga
Páll Helgason býður upp á skemmtilega
siglingu og voru allir sem ég ræddi við
himinlifandi með bátsferðina. Öðru
gengdi með útsýnisferðir í rútunum. Þar
kom lítið fram sem jók á þá vitneskju
sem fengist hafði í bátnum, nema helst
jegar fjallað er um gosið. Afskaplega er
rað kjánalegt að bjóða Islend- ingum
upp á útsýnis- og kynningarferð á íslandi
þar sem eingöngu eru töluð erlend
tungumál. Mér þótti það fyrir neðan allar
hellur og svo fór að ég neitaði að láta
bjóða mér upp á þetta, varð ósáttur. Svör
Páls Helgasonar við umkvörtun minni
voru þess eðlis að ég gleymi þeim seint.
Hann taldi mig ekki nógu vel af guði
gerðan að skilja ekki erlend tungumál og
ætti að fara á tungumálanámskeið hið
fyrsta. Eg skil ensku, en það er ekki má-
lið. Ef ég er ferðamaður á íslandi vil ég
vera ávarpaður á íslensku. Rök Páls voru
ámóta og að íslensk blöð ættu að vera á
erlendunt tungumálum á sumrin þegar
mest er urn ferðamenn hér á landi. Páll
endurgreiddi með hundshaus.
Það jók kannski á vonbrigði okkar að
Iðjuhópurinn hafði farið í rútuferð og
þau sem við ræddum við áttu ekki orð
yfir hrifningu sína. Leiðsögumaðurinn í
þeirri ferð fléttaði inn í skemmtilegum
sögum af Vestmanneyingum og tókst
svo vel upp að fólkið geislaði af gleði.
I Náttúrugripasafninu fengum við leið-
sögn Kristjáns Egilssonar og það er
mikils virði. Með fróðleik sínum og
vandaðri framsetningu gerir hann allt
lifandi og skemmtilegt.
Að lokum
Að sjálfsögðu skemmdi fótboltaleik-
urinn ekki fyrir, en af tillitssemi skal
ekki farið nánar út í leikinn. I það heila
tekið vorum við, svo og margir aðrir
ferðamenn sem við þekktum, mjög
ánægð með dvölina hjá ykkur. Það má
vel vera að einhverjum þyki ég eyða
mörgum orðuin í það sem miður fór, en
þá bið ég forláts. Eg vildi óska að Vest-
mannaeyingar velti fyrir sér hvort ég hafi
rétt fyrir mér og ef svo er þá er ekkert af-
rek að gera betur. Að endingu sendi ég
bestu kveðjur og þakka fyrir góða helgi.
Sigurjón Magnús Egilsson
Höfundur er blaðamaður og ritstýrir nú
Sjómannablaðinu Víkingi.
GREINARHOFUNDUR um borð í Herjólfi. Veðurblíðan leynir sér ekki
Ferðamálahópur Vestmannaeyja:
fíeirí
íslendinga
til Byja
-og lenging ferðamannatímans ermeðal
þess sem mest áhersla er lögð á í dag.
Páll Marvin Jónsson, forstöðu-
maöur Rannsóknasetursins,
(örsvarsmaður ferðamálahóps
Vestmannaeyja sem Vestmanna-
eyjabær og hagsmunaaðilar í
ferðaþjónustu standa að, segir
ýmislegt í sigtinu hjá þeim til að
draga hingað ferðamenn. Beinist
athygli þeirra einkum að inn-
lendum ferðamönnum og því að
lengja ferðamannatímann. Þegar
til lengri tíma er litið eru nokkur
atriði sem verið er að huga að, eins
og t.d. gosminjasafni sem tengdist
Nýjahrauninu.
„Við höfum nýlega gert auglýsinga-
samning við útvarpsstöðina FM 95,7
þar sem kynnt verður það helsta sem
við erum með á döfínni hverju sinni.
I ágúst ætlum við að einbeita okkur
að pysjutímanum og auglýsa hann
sem fjölskylduhátíð. Þessar ferðir
verða auglýstar á FM og í Sam-
bíóunum. Samningar eru á lokastigi
um að halda hér hálendisleika 17.
ágúst. Þar mætir Hjalti Úrsus með
nokkra kraftajötna sem reyna með
sér á leikunum. Hálendisleikamir
verða íjölskylduhátíð fyrir Vest-
mannaeyinga en þeir verða seinna
sýndir í sjónvarpi sem gæti verið
ágætis auglýsing fyrir okkur. Auk
þess munum við tengja þetta pysju-
tímanum," segir Páll Marvin unt það
sem ferðamálahópurinn er að vinna
að núna.
„Auk þess erum við með leik í
gangi á FM með þátttöku veitinga-
staða, Herjólfs, Flugleiða og
Islandsflugs og gistihúsa og eru
myndarlegir einstaklings- og helgar-
pakkar í boði.“
Síðastliðinn vetur voru Flugleiðir
með átak í gangi sem kallað var
Gjugg í borg. Stóðu fólki á lands-
byggðinni til boða hagstæðar ferðir
til Reykjavíkur en í vetur á að snúa
dæminu við að lokka íbúa Reykja-
víkursvæðisins út á land undir
slagorðunum Gjugg í bæ. „Sex bæir
taka þátt í þessu með Flugleiðum og
eru Vestmannaeyjar þar á meðal.
Ferðamálahópurinn hefur fundað
með Félagi kaupsýslumanna í Vest-
mannaeyjum um að það taki þátt í
þessu með okkur með því að kaupa
auglýsingar. Kaupmenn tóku þessu
vel og er ætlunin að taka eina helgi
fyrir áramót og aðra eftir áramót þar
sem athyglinni verður beint að Vest-
mannaeyjum. Við ætlum að nota
Sprönguskellsnafnið sem kaupmenn
verða með í afsláttarhefti og bjóða
vörur á hagstæðum kjörum," segir
Páll en ennþá á eftir að fullmóta
Gjugg í bæ.
Talsvert hefur borið á gagnrýni þar
sem því er haldið fram að lítið sé gert
til að lokka hingað fleiri ferðamenn.
Hér hafi ríkt stöðnun á meðan
sveitarfélög vítt unt land hafa lagt í
mikinn kostnað til að laða til sín
ferðamenn, bæði innlenda og
erlenda. Dæmi um þetta er Vestur-
farasafnið sem komið hefur verið
upp á Hólmavík. Um þessa gagnrýni
segir Páll að mun meira megi gera í
því að selja ferðir hingað út á gosið
en gert er. „Það er heilmikið að sjá á
Byggðasafninu sem tengist gosinu en
við þurfum að koma upp sér
gosminjasafni og tengja það
hrauninu. Hefur verið rætt um að
hafa rústimar af Blátindi miðdepil
sviðs sem komið yrði upp og sýndi
áhrif gossins á Vestmannaeyjar. Og
svo þurfum við að gera meira út á þá
fjölbreyttu náttúm sem Eyjamar hafa
upp á að bjóða,“ segir Páll.
Páll, sem veitir Rannsóknasetri Há-
skóla Islands í Vestmannaeyjum
forstöðu, hefur unnið að því að fá
hingað námsmenn með góðum ár-
angri. I síðustu viku vom hér tólf
stúdentar sem rannsökuðu líffræði á
Norðurslóðum á vegum Intemational
Study Program sem em dönsk sam-
tök. „Þessar heimsóknir gætu orðið
fleiri og þær gætu orðið gífurleg
auglýsing fyrir okkur. Eftir tíu ár fara
þessir krakkar að kenna eðlisfræði og
jarðfræði og eiga ömgglega eftir að
auglýsa Vestmanneyjar í '
kennslunni.“
Um ferðamannaiðnað almennt segir
Páll að meira þurfí að gera fyrir
ferðamenn sem hingað koma.
„Ánægður ferðamaður er besta
auglýsingin og það er ófært að ferða-
menn skuli eiga á hættu að koma að
læstum dymm á veitingastöðum eins
og gerðist á Jónsmessunni. Draslið í
hrauninu er líka til skammar. Hug-
mynd um stofnun Náttúmfélags er í
skoðun og gæti það t.d. tekið á því
máli og unnið að friðun svæða í
Nýjahrauninu eins og t.d.
Flakkaranum sem nauðsynlegt er að
friða. Því við verðum að huga að því
að halda í það sem við höfum áður
enlengra verður haldið,“ sagði Páll
að lokum. Ó.G.
+
Innilegar þakkir til allra er sendu blóm,
minningarkort eða sýndu samúð og vináttu
við andlát bróður okkar og frænda
Bergs Ragnars Jónssonar.
Sérstakar þakkir til starfsfólks og
föndurstofu Hraunbúðum.
Guð blessi ykkur öll.
Halldóra Jónsdóttir og vandamenn.