Fréttir - Eyjafréttir

Útgáva

Fréttir - Eyjafréttir - 18.07.1996, Síða 12

Fréttir - Eyjafréttir - 18.07.1996, Síða 12
12 Fréttir Minning: Bergur Ragnar Jónsson F. 25.05.1929 - D. 08.07.1996 Okkur langar til að minnast Bergs frænda með fáeinum þakkarorðum. Bergur var einn af föstum punktum í lífi okkar. Hann var alltaf til staðar og vildi alltaf reyna á sína vísu að gera það sem hann gat fyrir okkur. Bergur bjó hjá ömmu okkar og afa mest allan tímann sem við þokktum hann. Það voru margar sögumar og ævintýrin sem hann sagði okkur sem við munum geyma í minningu okkar. Aldrei vantaði góða skapið og húmorinn í Berg, jafnvel undir það síðasta þegar við heimsóttum hann á Sjúkrahús Vestmannaeyja, þá var húmorinn í lagi. Bergur dvaldi síðustu ár sín á Hraunbúðum og eignaðist þar marga góða vini. Bergur var handlaginn og vann þar marga fallega hluti sem hann gaf okkur frændsystkinunum. Við þökkum þér Bergur, sam- veruna í gegn um Iífið. Nú hefur þú lagt í aðra för og ég veit að á áfanga- stað verður þér tekið opnum örmum. Tilvera okkar er undarlegt ferðalag við erum gestir og hótel okkar er jörðin Fjóla og Fanney, Siggi og Jón Oli Kveðjafrá bömum Margrétar, Olafar og Eyju Nú þegar sumar í loftinu liggur og blómskrúð gleður hjarta, hvem dag. Morgunsöng fuglanna, glaður þú þiggur í eyrum þér hljómar nú daprasta lag. A brautu er horftnn góður maður, greiðvikinn maður með blíða sál. Ljúfasti drengur, hlýr og glaður en næmastur á bamsins mál. í honum þau fundu þýðasta streng hændust að hans ljúfasta geði. Nú kveðja þau vin sinn, Berg, sem vináttu sína þeim léði. Guð varðveiti sál þína, Bergur minn, farðu í friði á hans fund. Nú lokið er lífshlaupi þínu um sinn, sæll hvíldu nú hinsta blund. (Höfundur: Harpa Kolbeinsdóttir) Athugasemd vetjna umfjöllunar Frétta m öryggisúttekt Herdísar í umfjöllun Frétta um úttekt á leiksvæðum bæjarins er birt mynd af afmörkuðu svæði af lóð bláu deild- arinnar á Rauðagerði. Þar sjást þrjár tegundir af leiktækjum (þ.e. rólur, sandkassi og rennibraut) sem eru í myndatexta öll sögð ónýt og/eða stór- varasöm og að þar með séu upptalin leiktækin á lóðinni. Athugasemdir Herdísar vegna þessa svæðis vom eftirfarandi: .Eeiksvœði við bláu deildina, aldur bama 1-3 ára. Kofi: Öryggisrými of lítið, í raun aðeins pláss fyrir annan kofann. Undirlag of hart, stéttin þarf aðfara og setja mýkra undirlag. Með hliðsjón af öryggisrými þarfað staðsetja þann kofa sem notaður verður, þversum. Gonnahestur: í lagi. Sandkassi: Hœð sandkassans er of mikil fyrir þennan aldurshóp bama. Gœta þess að brúnir sandkassans halli inn á við til þess að ekki sé hœgt að nota brúnirnar sem jafnvœgisslá. Sandkassinn orðinn lélegur, ónýtur? Rennibraut: Hœð hliðanna 55-60 cm. og opnar. Hliðarnar eru of lágar og ráðlagt að setja í forgang að skipta þeim út. Best að hafa trépall fyrir framan rennibrautina sem hlyur enda/lok rennibrautarinnar. Rólur: Staðsetning ekki góð, öryggis- rými ofþröngt. Keðjurmjög slitmrog rólumar oflágar. Pallar undir rólum í lélegu ásigkomulagi. Girðing: Saga endana sem standa út úr boltunum af. “ Eins og fram kemur í grein Frétta er ástand leikvalla í Vestmannaeyjum í heildina gott, sé miðað við ástand leik- valla sem Herdís hefur tekið út annars staðar á landinu. Hins vegar er ljóst að gera þarf lagfæringar og endurbætur á flestum ef ekki öllum leikvöllunum og er fullum skilningur og vilji hjá bæjaryfirvöldum að uppfylla þær kröfur sem settar eru. Nú þegar hefur verið hafist handa við að fjarlægja þau leiktæki af lóð bláu deildarinnar á Rauðagerði sem gera þarf við eða skipta út. Því hlýtur að mega að gera þær kröfur á vikublaðið Fréttir að það fjalli um málefni sem þessi af sanngimi og segi satt og rétt frá. Virðingarfyllst Guðrún Jónsdóttirfélagsráðgjafi og leikskólafulltrúi. Athugasemd við athugasemd! Þetta kallast að gera úlfalda úr mýflugu! Úttekt Frétta var unnin á mjög faglegan hátt í alla staði. Fréttastj. Fimmtudagur 18. júlí 1996 Ljósmynda keppni Frétta, Foto og Fuji Ohætt er að segja að þátttakan í ljós- myndakeppni Frétta, Foto og Fuji hefur farið fram úr björtustu vonum. Enda em verðlaun glæsileg auk þess sem Foto og Fuji veita aukaverðlaun í hverri viku Eftirtaldir fá 100 ASA fdmu Fuji 36 mynda: Amar Ingólfsson Helga Tómasdóttir Bára Sveinsdóttir Snorri Jónsson Nanna Rósa Eysteinn Gunnarssson 200 mynda albúni fær Nanna Rósa. Og allir þeir sem fá birta mynd í FRÉTTUM fá 100 ASA 36 mynda Fujifilmu íFOTO. Athugið að Ijósmyndakeppnin stendur fram í miðjan ágúst. Það er því nægur tími til að taka skemmtileg- ar myndir. Til dæmis er um að gera að ná góðum myndum yftr þjóðhátíðina! Og munið að skila myndunum í Foto en skilyrði til að vera með er að filmumar séu framkallaðar þar. Nafnlaus mynd. Sendandi Hrönn Gunnarsdóttir. „Kolur“. Sendandi Anna Guðný. 1 ' í • d * \' H • • Tlm ■ Góð þátttaka í Sparisjóðsdegi Hinn árlegi Spaiásjóösdagur van haldinn með pompi og pragt sl. laugardag en þetta var í fimmta skipti sem hann fer fram. Þátttaka var að vepju góð. Boðið var upp á mismunandi göngu- /skokk/hlaupaleiðir og þá fór Arnar Sigurmundsson, stjórnarformaður, með áhugasama á söguslóðir í miðbænum. Krakkar fengu gefins flugdreka frá Sparisjóðnum og eftir hlaup og fróðleik grillaði Sparissjóðsstjórinn ásamt starfsmönnum ofan í mannskapinn, sem mæltist ákaflega vel fyrir. Arnar fór með fólk á söguslóðir í miðbænum.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.