Fréttir - Eyjafréttir - 18.07.1996, Qupperneq 13
Fimmtudagur 18 júlí 1996 TVEIR STÓRVIÐBCJRÐIR í ÍÞRÓTTRHEIMINUM FRRMUNDRN
Stærsti íþróttaviðburður f Vestmannaeyjum f mörg ár:
Londsmotið í golfí hefst ó sunnudaginn
Landsmótið í golfi fer fram í Vest-
mannaeyjum að þessu sinni og hefst
nk. sunnudag. Þetta er einn stærsti
íþróttaviðburður sem haldinn hefur
verið í Eyjum fyrr og síðar og hefur
Golfklúbbur Vestmannaeyja lagt
mikla vinnu á sig undanfarin miss-
eri til að geta látið þennan draum
verða að veruleika. Síðasta tæki-
færið til að skrá sig í mótið var á
mánudaginn. AUs skráðu sig um
252 kylfingar til leiks, sem er um
hundrað færri en í fyrra þegar
landsmótið fór fram á Hellu. Þar af
eru heimamenn um 40. Að sögn
Kristjáns Olafssonar, formanns
landsmótsnefndar GV, er þetta
svipaður fjöldi og búist hafði verið
við. Reyndar hefði skipulagið gert
ráð fyrir um 300 manns en það var
sá fjöldi sem bjartsýnustu menn
vonuðust eftir.
Allir bestu kylfíngar landsins í
meistaraflokki hafa skráð sig til leiks.
Byrjað verður að spila í 2. og 3. flokki
nk. sunnudag en meistaraflokkar karla
og kvenna hefjast miðvikudaginn 24.
júlí. Bræðurnir Þorsteinn og Júlíus
Hallgnmssynir eru helsta von okkar
heimamanna en Þorsteinn vann mót
uppi á landi um síðustu helgi sem
sýnir að hann er að hressast eftir að
hafa átt við þrálát meiðsli í baki að
stríða.
Landsmótsnefndin hefur staðið í
ströngu við undirbúning Landsmóts-
ins undanfama mánuði ásamt fram-
kvæmdastjóranum Ævari Þórissyni. I
landsmótsnefnd eru Kristján Olafsson
formaður, Gunnlaugur Axelsson og
Gunnar K. Gunnarsson.
„Astæðan fyrir þessari fækkun er
einfaldlega sú að það kostar sitt að fara
til Eyja og vandræði hafa verið með
gistingu. Það hefur tekist að leysa þau
mál farsællega. Við sjáum fram á að
geta haldið hér glæsilegt landsmót í
Vestmannaeyjum á besta golfvelli
landsins. Völlurinn okkar hefur aldrei
verið svona góður og nýi hluti hans
hefur tekið vel við sér. Við höfum
verið með um 20 manns í vinnu frá
því í fyrra til að undirbúa völlinn og
allt gengið samkvæmt áætlun. Við
treystum bara á veðurguðina svo þetta
gangi vel fyrir sig,” sagði Kristján.
Þess má geta að landsmót var síðast
haldið í Vestmannaeyjum 1968. Svo
skemmtilega vill til að vitað er um
a.m.k. tvo kylfinga sem þá léku sem
ætla að vera aftur með í Eyjum, 28
árum síðar. Það eru Guðni Grímsson
GV og Guðfinna Sigurþórsdóttir GS
sem varð reyndar íslandsmeistari
kvenna á þessu móti.
Forsenda þess að landsmótið í golfi
fer fram nú í Eyjum er að völlurinn í
Eyjum er orðinn 18 holur. Eins og
flestum er kunnugt var völlurinn hér
stækkaður úr 9 í 18 holur fyrir nokkr-
um misserum og hefur gengið vonum
framar að rækta upp og ganga frá nýja
hluta vallarins, sem þykir sérlega vel
heppnaður.
Fjölmiðlar munu fylgjast grannt
með gangi rnála á landsmótinu. Stöð 2
hefur tryggt sér einkarétt hjá sjón-
varpsstöðvunum en aðrir íjölmiðlar
hafa þar jafnan aðgang og munu
greina vel frá gangi mála. ÞoGu
ÍBV mætir Lantana frá Eistlandi f Evrópukeppni félagsliða f
Vestmannaeyjum á miðvikudaginn kl. 18.00:
Enim ó öllum mögu-
legum undmþógum
- til að fá leikinn til Eyja. í annað skiptið sem Evrópuleikur
fer fram f Eyjum en það gerðist sfðast fyrir 12 árum.
ÍBV tekur nú þátt í Evrópukeppni í
knattspyrnu í fyrsta skipti í 12 ár.
ÍBV lék gegn Lantana frá Tallin í
Eistlandi í gær en heimaleikurinn
fer fram á Hásteinsvelli í Vest-
mannaeyjum nk. miðvikudag, kl.
18.00. ÍBV hefur alls leikið 18 leiki í
Evrópukeppni. Hins vegar hefur
aðeins einu sinni áður farið fram
Evrópuleikur í Eyjum. Það gerðist
árið 1984 þegar ÍBV mætti Wisla
Krakow frá Póllandi. Leikið var á
Hásteinsvelli og tapaði ÍBV 1-3 en
Jóhann Georgsson skoraði mark
IBV. Fram að þessu höfðu heima-
leikir IBV í Evrópukeppni farið
fram í Reykjavík og Kópavogi.
Ohætt er því að segja að sann-
kallaður stórviðburður eigi sér stað
á miðvikudaginn þegar ÍBV mætir
Lantana því slfkt gerist ekki á
hverju ári. Viðureignin Ilokkast
sem fyrri umferðin í svokallaðri
forkeppni þar sem liðum er svæðis-
skipt. Til að lenda í stóra pottinum
með heimsfrægu liðunum þarf IBV
því að komast í gegnum báðar
umferðirnar í forkeppninni.
„Þetta er stór stund og mikill
viðburður fyrir þetta litla bæjarfélag
okkar, að halda Evrópuleik hér. Það
var nú þrautin þyngri að fá það í gegn
að leikurinn færi fram hér og ekkert
má út af bregða. Fundið er að öllum
smáastriðum og við erum á öllum
hugsanlegum undanþágum. Ef við
værum í aðalkeppninni gegn stórliði
er ég hræddur um að undanþága
fengist ekki. Ég tel að við eigum góða
möguleika til að komast áfram. Við
erum að leggja gmnn fyrir framtíðina.
Það er mjög mikilvægt fyrir félagið
sem slíkt og ekki síst fjárhagslega að
vel takist til,” segir Jóhannes Ólafsson,
formaður knattspymuráðs IBV.
Fylgja þarf ströngum öryggis-
reglum í Evrópukeppni og mun
Björgunarfélag Vestmannaeyja sjá um
öryggisgæslu á vellinum. Til stóð að
byggja bráðabirgðastúku en undan-
þága fékkst fyrir því á siðustu stundu
að slíkt mannvirki þyrfti ekki.
Dómarar leiksins koma frá Wales
en dómaramir á útileiknum voru frá
Litháen. Lið Lantana mun fljúga beint
til Eyja frá Eistlandi á þriðjudaginn.
„Vonandi myndast góður mórall í
bænum iyrir leikinn og fólk fjölmenni.
Þá vonast ég til þess að vinnuveitend-
ur gefi fólki að komast á völlinn því
leikurinn hefst klukkan sex. Mér skilst
að lið Lantana sé skipað sterkum og
fljótum rússneskum leikmönnum. Við
þurfum að spila agað og fast á þá.
Lantana er sýnd veiði en ekki gefin,”
sagði Jóhannes.
Ekkert jafnast á við
Evrópukeppni
Þeir leikmenn sem hafa tekið þátt í
Evrópukeppnum, segja að ekkert
jafnist á við það í íþróttum að fá
umbun mikils erfiðis og leika gegn
liðum frá öðmm löndum í
Evrópukeppni.
Knattspymulið IBV er eitt þeirra
knattspymuliða á landinu sem hefur
leikið hvað flesta Evrópuleiki í
gegnum tíðina, samtals 18. IBV á að
baki tvo leiki í Evrópukeppni meist-
araliða, 8 leiki í Evrópukeppni bikar-
hafa og 8 leiki í Evrópukeppni félags-
liða. Eins og hjá öðmm íslenskum
liðum á jressum vettvangi hefur áran-
gurinn verið ákaflega misjafn, en þó
má segja að IBV hafi á sínum tíma
náð hvað lengst af íslenskum liðum.
ÍBV var til að mynda þriðja íslenska
félagsliðið til að komast í 2. umferð
Evrópukeppni 1978 þegar liðið sló
Glentoran út í sögufrægum leik.
Eftir fyrsta bikartitil ÍBV í sögu
félagsins 1968, tók liðið þátt í sínum
fyrsta Evrópuleik árið eftir, 1969. ÍBV
mætti þá Levsky Spartak frá Búlgaríu,
sem þá var eitt af öflugustu félags-
liðum í Búlgaríu og skipað mörgum
frægum knattspymumönnum. IBV
tapaði báðum þessum leikjum með
sömu markatölunni 0-4.
Og eftir fyrsta og eina íslandsmeis-
taratitil ÍBV 1979 tók liðið þátt í
meistaraliðakeppninni árið eftir, 1980.
ÍBV lenti á móti tékkneska meistaral-
iðinu Banik Ostrava. Fyrri leikurinn
var á Kópavogsvelli og lauk honum
með jafnteli 1-1 og skoraði Sigurlás
Þorleifsson mark ÍBV. Síðari leiknum
í Ostrava lauk með naumurn sigri
Banik 1-0. Frammistaða IBV vakti
verðskuldaða athygli því Tékkar voru
á jjessum tíma mjög framarlega meðal
evrópskra knattspymuþjóða.
Sögulegur leikur
Frægasti Evrópuviðureign ÍBV fór
fram 1978 þegar ÍBV mætti í I.
umferð Glentoran frá N-írlandi. Fyrri
leikurinn var í Kópavogi og lauk með
jafntefli 0-0. Síðari leikurinn ytra var
mjög sögulegur en hann endaði
einnig með jafntefli 1-1. ÍBV komst
þar með í 2. umferð með marki skor-
uðu á útivelli. Það var Öm Óskarsson
sem skoraði markið á síðustu mínútu
leiksins. Þessu marki reiddust áhor-
fendur mjög og mddist æstur múgur
inn á völlinn í leikslok og gerði aðsúg
að leikmönnum ÍBV, sem áttu fótum
sínum fjör að launa. Friðfinnur Finn-
bogason varð þó heldur betur fyrir
barðinu á múgnum og var hann barinn
í höfuðið með hornfánastöng og
rotaðist. Var Friðfinnur fluttur meðvit-
undarlaus á sjúkrahús þar sem hann
dvaldist fram undir morgun.
Af þessu varð eftirmáli. Glentoran
fékk sekt vegna ólátanna en ekki þótti
hún mjög há. ÍBV fékk líka sekt og
var hún aðeins nokkur hundmð sviss-
neskum frönskum lægri en sekt
Glentorans. Svo vildi til, að einhverra
hluta vegna gleymdist peysa númer 5
á Islandi og því varð Friðfinnur að
leika í peysu nr. 17. Fyrir þetta fékk
ÍBV sekt.
ÞoGu
Hermann Hreiðarsson mun standa í ströngu í vörninni í Evrópukeppninni.
Listaverk Kristins V. Pálssonar, veghefilsstjóra, austur á Nýja hrauni,
Listoverk úr grjóti
Athygli hefur vakið listaverk úr
hraungrjóti austur á Nýja-hrauni
sem reist var um þar síðustu helgi.
Listaverkið er sett saman úr sex
steinum úr hrauninu og táknar
mannveru. Verkið sómir sér vel í
þessu hráa umhverfi og hefur lis-
tamaðurinn fengið mjög jákvæð
viðbrögð.
Listamaðurinn er enginn annar er
Kristinn Viðar Pálsson, veghefils-
stjóri hjá Vestmannaeyjabæ. Hann
sagði í samtali við Fréttir að lengi
hefði blundað í honum að gera eitth-
vað svona. Steinana hefði hann tekið
austan úr Pelagusfjömnni og svo
fékk hann samstarfsmann sinn hjá
bænum til að aðstoða sig við að raða
steinunum upp. Listaverkið er um 5
metrar á hæð og hafa gárungarnir
jiegar gefið því nafnið Auróra.
„Mig langar til að gera meira af
jtessu austur á hrauni ef ég fæ leyfi til
þess. Þetla verk vísar á rnóti sólar-
upprás og mér finnst staðsetning
ágæt,“ sagði Kristinn.