Fréttir - Eyjafréttir

Issue

Fréttir - Eyjafréttir - 18.07.1996, Page 14

Fréttir - Eyjafréttir - 18.07.1996, Page 14
14 Fréttir Isfélagið: Frystihúsið stækkað um 1500 fm Framkvæmdir eru að hefjast við smíði viðbyggingar við vesturhús ísfélagsins. Um er að ræða 1500 fermetra húsnæði sem á m.a. að hýsa alla sfldarvinnslu fyrir- tækisins. Aætlaður kostnaður fyrir utan vélakaup er á bilinu 60 til 70 milljónir. „Við erum að stækka frystihúsið sem fyrir löngu var búið að sprengja utan af sér núverandi starfsemi. Þama fáum við alhliða pláss sem okkar bráðvantar og einnig verður síld unnin í viðbyggingunni. Við höfum verið með saltfiskvinnsluna í suður- húsinu hér austur frá en þar hefur ekki verið unnið síðan 1. maí. Ef við kærum okkur um getum við unnið saltfiskinn vestur frá og þá verður öl I fiskvinnslan komin undir eitt þak,“ segir Sigurður Einarsson, forstjóri, um þessar framkvæmdir. Verkið var boðið út og var tilboði Þórðar Svanssonar byggingaverktaka tekið. „Við erum búnir að skril'a undir samninginn og er Þórður byrjaður. Hluta hússins á hann að skila í októ- ber og afganginum um áramót. Einhverju verður bætt við af vélum en við erum enn ekki farnir að huga að því ennþá,“ sagði Sigurður að lokum. Loðnu- bræðslan í bútum A meðan sfld og loðna hefur verið brædd hjá Vinnslustöðinni stendur bræðsla Isfélagsins verkefnalaus en hún hefur aðeins starfsleyfi yfir vetrartímann vegna skorts á mengunarvörnum. Sigurður Einarsson forstjóri Isfé- lagsins segir að það hafi ekki komið til álita að fá undanþágu í sumar þó loðnan veiðist grimml norðaustur af landinu. „Það stóð aldrei til að fá starfsleyfi því það er búið að rífa allt í sundur í verksmiðjunni. Við áttum ekki von á þessari miklu veiði og hvorki höfðum við tíma til að koma verksmiðjunni af stað eða stilla mann- skapinn inn á að vinna á vöktum í sumar," segir Sigurður. Ekki segir Sigurður áætlanir á döftnni um að koma verksmiðjunni í það horf að hún uppfylli öll skilyrði um mengunarvamir. „Til þess þarf að skipta um þurrkara og það er kostn- aður upp á hundruð milljóna króna," sagði Sigurður. Ekki var búið að stilla starfs- menn inn á vaktir í sumar. Fimmtudagur 18. júlí 1996 I dagsheimsókn til Kulusukk á Græniandi: Þorpið Kulusukk stendur við lítinn vog og er mikill ís þar og fyrir utan. Á bryggjunni var verið að verka sel sem er geymdur í köldum sjónum þegar vel veiðist og er gert að honum þegar tími gefst til Grænland, næsti granni okkar í vestri, er í hugum margra ekki ofarlega á óskalistanum þegar utanlandsferð er á döfinni. Aðrir sjá Grænland í hillingum sem land ævintýranna þar sem tækifæri gefst á að kynnast einhverju sem önnur lönd bjóða ekki. Sá sem þetta ritar telst til seinni hópsins og þurfti hann því ekki að hugsa sig tvisvar um þegar honum stóð til boða dagsferð til Kulusukk á Grænlandi í síðustu viku. Þar gafst tækifæri til að kynnast brotabroti af þessari stærstu eyju heims og fá örlitla innsýn í líf íbúanna. Þeim hefur á innan við 100 árum verið ýtt inn í 20. öldina og á flestum sviðum virðast þeir eiga langt í land með að ná inn í þá 21. sem er á næsta leiti. Minnir Kulusukk um margt á lýsingar af bæjum á Islandi frá upphafi þessarar aldar og má segja að dagsferð til Grænlands minni helst á að vera kippt 60 ár aftur í tímann. Gróður eins og ó íslenskum heiðum í dagsferðimar, sem íslandsflug býður upp á, er lagt af stað um 10 leytið að morgni og lent eftir tæplega tveggja klukkustunda flug í Kulusukk sent er eyja á austurströndinni á svipaðri breiddaigráðu og Patreksfjörður. Veður var gott, stillt, 6 gráðu hiti og skýjað. Flugstöðin er nýtískuleg og frá henni er um 25 mínútna ganga niður í þorpið. Okkar ágæti leiðsögumaður, Bent Kuitse, fór fyrir hópnum á leiðinni og sagði frá því helsta sem fyrir augu bar. Gróður er ekki ósvipaður því sem við þekkjum uppi á heiðum hér á landi; ntosi, lyng og einstaka grastoppar og nær hann ekki upp í fjallshlíðamar. Vegurinn niður í þorpið er ekki merkilegur; malarvegur eins og Islendingar þekktu fyrr á öldinni, einbreiður og hlykkjaðist um landslagið. Snjór var víða á leiðinni en Bent sagði að síðasta ár hefði verið óvenju snjólétt og voraði snemma í ár. Hefur það orðið til þess að undan snjónum hafa komið landssvæði sem elstu menn muna ekki eftir að hafa augum litið. Þorpið Þegar við nálguðumst þorpið Kulusukk heyrðist mikil hundgá sem minnti okkur á hundasleðana, aðalsam- göngutæki Grænlendinga á landi. Utan við þorpið mættu okkur tvær konur sem ólntar vildu selja minjagripi, litfagra dúka, hluti úr selskinni og útskorna muni úr beini. Sjálft þoipið stendur við sjóinn og koma húsin þar upp af, flest byggð á háum gmnni og eins í laginu. Ekki verður Græn- endingum hrósað fyrir hreinlæti en hafa verður í huga að snjór er yfir mestan hluta ársins og þá er ekki um margt að velja þegar losna þarf við sorp. Þegar snjórinn er horfinn kernur sorpið í Ijós og ennþá var ekki farið að hreinsa upp eftir síðasta vetur. Kannski er svo stutt í fyrsta snjóinn að þeim finnst ekki taka því að hreinsa til. Selurinn mikilvægur I Kulusukk búa um 400 manns sem lifa af fiskveiðum og veiðum á sjó og landi. Bent útskýrði fyrir okkur mikilvægi selsins fyrir íbúana. Hann er ekki bara mikilvægur sem matur, úr skinni hans búa þeir til hlífðarfötin sem flestir kannast við og síðast en ekki síst er sellýsið þeirn mikilvægt. Það nota þeir sem lyf, smyrja með því kajakana og einnig er það nýtt til að geyma matinn Skroppið 60 ór aftur í tímann Aðalgatan í Kulusukkog vinstra megin á myndinni er samkomuhús bæjarins. Engan bíl er að sjá og eini bíllinn sem sást á eyjunni var Land Rover af gömlu gerðinni.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.