Fréttir - Eyjafréttir - 18.07.1996, Side 15
15
Fimmtudagur 18. júlíl 996
Fréttir
til vetrarins. Sem dæmi um matar-
geymsluna má nefna að þeir byija á því
að þurrka selkjötið og að því loknu
ijóða þeir lýsi á kjötið og þannig geyma
þeir það til vetrarins.
Höfnin, sem er miðdepill þorpsins, var
full af ís en þar upp af er kaupfélagið,
heilsugæslustöðin og samkomuhúsið.
Kaupfélagið er ekki frábrugðið
verslunum í litlum þorpum á Islandi en
vöruúrvalið er öðruvísi. í einu hominu
er áfengisverslun, byssur og allt til
handfæraveiða er þama að finna,
úrvalið af matvöm var gott og sama má
segja um suðræna ávexti og grænmeti.
Eftir að hafa skoðað okkur um í
kaupfélaginu er haldið upp á hæðina
sem þorpið teygir sig upp á og þar
bregða Grænlendingar á leik fyrir
ferðamenn. Einn þeirra sýnir listir sínar
á kajak og annar trommudans. Talsvert
af krökkum hafði safnast saman og
fylgdist með. Tóku þau undir söng
trommudansarans sem sýnir að þessi
fomi dans mun halda velli hjá næstu
kynslóð.
Haldið heim
Nú var hugað að heimferð og stóð fólki
til boða að stytta gönguna á flugvöllinn
með því að taka sér far með lítilli ferju
sem þurfti að ryðja sér leið í og úr höfn
í gegnum ísinn. A flugvellinum er
fríhöfn sem freistaði Islendingana.
Urvalið er ekki mikið en verðið er
sanngjamt, flestir höfðu á brott með sér
eitthvað í plastpokum.
Eftir íjóra tíma í Kulusukk fór flugvél
íslandsflugs í loftið og var byijað á smá
útsýnisflugi. Mikill hafís var með
ströndinni og inni á fjörðum. Kuldalegt
að sjá en um leið mikilfenglegt. Um sex
Ieytið var lent í Reykjavík og þar með
lauk ánægjulegri ferð til Grænlands.
Ferð sem seint gleymist og kveikir
áhuga á að kynnast Grænlandi og
Grænlendingum enn frekar.
Dagsferðir, stopp
í eina nótt og
þriggja daga ferðir
íslandsflug býður upp á dagsferðir til
Kulusukk en auk þess em í boði dvöl á
hóteli í eina nótt og þriggja daga ferðir
en þá er gist í Angmagssalik sem er rétt
sunnan við Kulusukk. Þar er gist á góðu
hóteli og í boði em útsýnisferðir á landi
og með þyrlum, sleðaferðir og
skíðaferðir.
Sértilboð fyrir Eyjamenn
íslandsflug notar nýja vél í Grænlands-
flugið og er hún af gerðinni AR-4,
tveggja hreyfla og 46 sæta vél og er
ekki ólík Fokker 50 vélum Flugleiða.
Islandsflug hefur ákveðið að bjóða
Vestmannaeyingum í laus sæti í Græn-
landsfluginu og geta þeir farið þetta á
einum degi. Héðan er haldið klukkan
8:45 að morgni og frá Reykjavík til
Grænlands klukkan 9:45. Frá Græn-
landi er farið kl. 15:30 og lent í
Reykjavík 17:15. Áætlun til Vest-
mannaeyja er klukkan 18:15 þannig að
í allt tekur ferðin um tíu klukkutíma.
„Við bjóðum Eyjamönnum þetta allt
saman á 18 þúsund krónur og þeir sem
hafa áhuga geta haft samband við
Bjama Sighvatsson, umboðsmann
okkar í Eyjum, “ sagði Sigfús Sigfússon
markaðsstjóri um þetta tilboð ís-
landsflugs. ,,Ferð til Grænlands er mikil
reynsla og skemmtileg og svo er hag-
kvæmt að versla í fríhöfninni í
Kulusukk," bætti hann við.
Ó.G.
Sá gamli
sýndi listir
sínar á
kajaka, helsta
samgöngu-
tæki
Græn-
lendinga á
sjó.
Selurinn er Grænlendingum mikilvægur og ekki aðeins til
matar, lýsið nota þeir m.a. sem lyf og til þess að þétta kajakana.
Maðurinn dansaði trommudansinn af mikilli innlifun og
krakkarnir tóku undir með honum í söngnum.
Tilkynning til þeirra
sem ætla að
stunda
fólksflutninga á
Þjóðhátíð 1996
Þeim aðilum sem ætla að stunda fólksflutninga á komandi
þjóðhátíð á bifreiðum sem taka 8 farþega eða fleiri er bent
á að sækja um leyfi til undirritaðs fyrir föstudaginn 27.07.
nk.
Þeir þurfa að uppfylla eftirfarandi skilyrði:
Ökuréttindi er heimila fólksflutninga gegn gjaldi
(hópferðaleyfi/rútupróf).
Lögheimili í Vestmannaeyjum.
Bifreiðar skulu vera samþykktar af Bifreiðaskoðun íslands
til fólksflutninga.
Þeir sem ætla að stunda akstur á bifreiðum sem taka 7
farþega eða færri skulu uppfylla öll skilyrði sem eru til
leigubifreiðaaksturs.
Vestmannaeyjum 15. júlí 1996
Yfirlögregluþjónninn í Vestmannaeyjum.
Stýrimanna-
skólinn í Vest-
mannaeyjum
Kennara vantar í íslensku, stærðfræði og ensku.
Upplýsingar veitir skólastjóri í síma 481-1046
Slysagildra fyrir börn!
Slysagildrurnar leynast víða. í sundinu á milli Geisla og Bílverks við Flatir
er malbikaður göngu- og hjólastígur sem er mikið notaður. Nú hefur hins
vegar verið grafið fyrir grunni inn undir stíginn og voldugum krana lagt þar
við hliðina. Fyrir vikið hefur skapast slysagildra því brotnað hefur upp úr
malbikinu, eins og sést á myndinni. Krakkar gera mikið af því að hjóla
niður stíginn á mikilli ferð og má ekki mikið út af bregða svo þau hjóli ekki
útaf og lendi á krananum sem er brotinn og bramlaður eftir
skemmdarvarga og liggja þar glerbrotin um allt. Ennfremur liggja
ófrágengnir kaplar eins og hráviði. Vonandi verður gerð bragarbót á sem
fyrst svo ekki þurfi að koma til slys til að ýta við hlutaðeigandi.