Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 18.07.1996, Blaðsíða 18

Fréttir - Eyjafréttir - 18.07.1996, Blaðsíða 18
LANDAKIRKJA Sunnudagur 21. júlí 11.00 Almenn Guðsþjónusta - sr. Kjartan Öm Sigurbjömsson þjónar - Messukaffi 20.30 KFUM & K Landakirkju - Unglingafundur Þriðjudagur 23. júlí 20.30 Bænasamvera í heimahúsi. Allir velkomnir. Uppl. á skrifstofu prests. Miðvikudagur 24. júlí 20.30 KFUM & K húsið opið fyrir unglinga Hvítasunnukirkjan Fimmtudagur 20.30 Biblíulestur. Föstudagur 20.30 Samkoma fyrir ungt fólk. Laugardagur 20.30 Brotning brauðsins Sunnudagur 15.00 Vakningarsamkoma. Ræðumaður: Qintin Johnes. Samskot til starfsins. Samkomumar em öllum opnar Yngri flokkarnir á fullu 6. flokkar Týs og Þórs tóku þátt í riðlakeppni Islandsmótsins í knattspymu um helgina. Þórarar lentu í 2. sæti í sínum riðli og Týrarar í 3. sæti. Bæðið lið stóðu sig mjög vel og sýndu framfarir frá því á Shellmótinu. 2. fl. ÍBV kvenna sigraði Stjömuna 2-0 og hefur blandað sér í toppbaráttuna. Hjördís og Elena skoruðu mörkin en ÍBV hefði hæglega getað unnið með átta mörkum. Um þar síðustu helgi lék 5. flokkur ÍBV á ESSO-mótinu á Akureyri. A-lið ÍBV lenti í 11. sæti. B-lið í 12. sæti, C-lið í 13. sæti og D-lið í 8. sæti. Kári Kristinn Kristjánsson ÍBV fékk verðlaun fyrir skothörku og Andri Ólafsson fyrir að halda bolta á lofti. Fréttir Sjómanna- og útvegsmannamótið í golfi: Tvöfalt hjá Júlíusi og Ásbirni Sjómanna- og útvegsmannamótið í golfi var haldið á laugardaginn var. Að venju var vel mætt í mótið enda verðlaun ekki af lakari endanum, þar á meðal farsímar og þráðlausir símar en aðalverðlaun mótsins voru gefin af Ismar hf. sem undanfarin ár hefur styrkt þetta mót einkar rausnarlega. 40 keppendur kepptu í ljómandi veðri og að afloknu móti var sameiginlegur kvöldverður í Golfskálanum. Þessi urðu úrslit: Karlar, án forgjafar: 1. Júlíus Hallgrímsson GV 73 högg 2. Ásbjörn Garðarsson GV 78 högg 3. Elvar Skarphéðinss. GMS 78 högg Karlar, með forgjöf: 1. Júlíus Hallgrímsson GV 69 högg 2. Ásbjörn Garðarsson GV 69 högg 3. Sveinn Halldórsson GV 70 högg Konur, án forgjafar: 1. Gerða Halldórsd. GS 96 högg 2. María Magnúsd. GR 106 högg 3. Guðrún K Sigurg.. GV I19högg Fjöldi aukaverðlauna var fyrir hin ýmsu afrek á vellinum gefin af útgerðum í Eyjum, þar á meðal fyrir fæst pútt og hlaut þau Rósant F Birgisson GL en hann notaði pútterinn aðeins 25 sinnum á 18 holum sem er vel gert. Aukaverðlaun voru einnig fyrir að vera næst holu í upphafshöggi á par 3 brautum og hirtu þeir Júlíus Hallgríms og Sveinn Halldórss megn- ið af þeim. Sérstök verðlaun voru veitt fyrir mikil tilþrif og var að þessu sinni verðlaunað fyrir að fara þrjár holur á nýja hluta vallarins á samtals Tveir af keppendum í sjómanna- mótinu, Gunnar Stefánsson frá Gerði og Rúnar frá Keflavík. 36 höggum! Ekki verður hér látið uppi hver hlaut [ressi verðlaun en sá er kylfingur sem ekki er vanur slíkum höggafjölda. En glæsilegustu verð- laun mótsins gengu ekki út að þessu sinni. Það var svokallaður aflanemi (notaður á togveiðum) að verðgildi um 280 þúsund kr. Sá átti að fá hann sem færi holu í höggi á 17. braut en það tókst engum. Sveinn Halldórs var þó ekki tjarri því. kúlan hans stöðv- aðist 1,4 m frá holu en það dugði ekki til. Kolbrún Sól Ingólfsdóttir, sigurvegari mótsins, ásamt Katrínu Harðardóttur, sem hafði veg og vanda af skipulagningu mótsins. Kolbrún sigraði á kjóla- og hattamótin Hið árlega kjóla- og hattamót kvenna- deildar Golfklúbbsins var haldið á sunnudag. Upphatlega átti mótið að fara fram á föstudag en vegna veðurs var því frestað til sunnudags og fór þá fram í frábæru veðri eins og hæfir þessu virðulega móti. 16 konur tóku þátt í mótinu og mættu til leiks einkar glæsilegar til fara, uppáklæddar og með hin virðu- legustu höfuðföt og léku níu holur. Kolbrún Sól Ingólfsdóttir er orðin algerlega ósigrandi. hampaði Vest- mannaeyjameistaratitlinum á dögun- um og sigraði í þessu móti næsta örugglega. En þessi varð röð þriggja efstu á mótinu: 1. Kolbrún S Ingólfsd. 44 högg 2. Jakobína Guðlaugsd. 48 högg 3. Magnúsína Ágústsd. 58 högg mm* i ■ j BBfímátsm p s rjMj' / i I í^H Það varfríður og föngulegur hópur kvenna sem tók þátt í mótinu á sunnudag. Alls 16 konur sm hér eru ásamt kylfuberum sínum. Fimmtudagur 18. júlí 1996 Elena Einisdóttir lék vel með ÍBV gegn Val. ÍBV tapaði úti fyrir Val 3-0 í 1. deild kvertna: Vantar markaskorara ÍBV stelpur töpuðu fyrir Val á þriðjudaginn 3-0 á Valsvellinum. Urslitin gefa ekki alveg rétta mynd af gangi leiksins þvi IBV stelpur höfðu í fullu tré við Val lengst af. Það kom verulega á óvart að Valur pressaði ekki ÍBV heldur fengu þær góðan frið til að athafna sig á miðj- unni. ÍBVvar mun meira með boltann fyrsta hálftímann en þá meiddist Ema Þorleifsdóttur og var skarð fyrir skildi í vöm ÍBV. Vamarmanni IBV mis- tókst að hreinsa skömmu síðar og Valur náði forystunni. I seinni háfleik var jafnræði með liðunum. Petra markvörður ÍBV varði nokkrum sinnum vel og ÍBV skapaði sér hálffæri sem ekki nýttust. Akkil- esarhæll ÍBV er að nýta færin sín og saknar liðið þess að hafa ekki góðan markaskorara innanborðs. Annað mark Vals kom undir lokin og var það beint úr hornspyrnu! Og þriðja mark Vals var ólöglegt vegna rangstöðu en línuvörðurinn var steinsofandi og markið dæmt gilt. ÍBV er enn í næstneðsta sæti með 4. stig. Eva, Guðbjörg og Oddný léku ágætlega í vöminni hjá ÍBV og Petra stóð sig vel, ef undan er skilið annað markið. Þá átti Elena oft góðar rispur. Lið ÍBV hefur sýnt miklar framfarir í sumar en óvíst er hvort það dugi liðinu til að halda sæti sínu. Reyndar mun næstneðsta liðið í 1. deild, keppa við næstefsta liðið í 2. deild, um laust sæti í 1. deild. IBV lenti einmitt í slíkri viðureign í fyrra og tókst þannig að halda sæti sínu. Vonandi tekst stelpunum að sleppa við slíkan tauga- trylli! I ^rgjöf j I Valur-ÍBV 3-0 (1-0) I I Lið ÍBV: Petra ->V, Guðbjörg tV, I | Oddný V, Eva V, Erna (Kristín | | Inga) - Elena V, Stefanía (Helga), | | Joan, Anne Lie, Ragna - Fanný | I (Hjördís). I_______________________I Næstu leikir í fótboltanum Föstudagur 19. júlí, 3.11. karla ÍBV-Stjaman kl. 20.00. Laugardagur 20. júlí 4. deild Smástund-Víkingurkl. 14.00 3. fl. ka. ÍBV-BÍkl. 17.00 Mánudagur 22. júlí 2. fl. ka. BIKAR IBV-Stjaman kl. 20.00 Þriðjudagur 23. júlí 3. fl. kv. ÍBV-Fjölnirkl. 18.00 Miðvikudagur 24. júlí Evrópukeppni félagsliða ÍBV-Lantana kl. 18.00 Betur má eí duga skal - ÍBV tapaði fyrir ÍA þrátt fyrir að vera manni fleiri. ÍBV tapaði fjórða leik sínum í röð í 1. deildinni gegn Skagainönnuni á úti- velli í síðustu viku, 1-2. Skagamenn og KR hafa stungið önnur lið af í deildinni en ÍBV er nú í 4. sæti með 12 stig. Athygli vakti að Gunnar Sigurðsson byijaði í markinu hjá ÍBV. Þá lék Friðrik Sæbjömsson fyrri hálfleikinn í bakverð- inum. Hlynur var kominn aftur á miðjuna og ívar á hægri kant. Rútur, Kristinn og Nökkvi voru komnir á bekkinn ásamt Friðrik markverði. Skagamenn voru betri aðilinn í fyrri hálfleik en í seinni hálfleik fóru Eyjamenn með ferðina eftir að einum Skagamanni var vikið af velli. Steingrímur fékk tvívegis góð færi en inn vildi boltinn ekki. Skagamenn náðu forystunni gegn gangi leiksins með glæsimarki Haraldar Ingólfssonar. ívar Bjarklind jafnaði metin skömmu síðar eftir fallegan undirbúning Nökkva Sveinssonar. Og Skagamenn skoruðu sigurmarkið á síðustu mínútunni sem frægt er með skallamarki Bjama Guðjónssonar. Vörn IBV gerði sig seka um stór mistök í þessu marki því hún lét Skagamenn teyma sig inn á markteig í stað fiess að halda línunni við vítapunkt- inn. Þetta kallast grundvallaratriði í vamarleik. Þrátt fyrir tapið mega Eyjamenn ágætlega við una. Allt annað var að sjá til liðsins en í undanfömum leikjum. Skagamenn grétu hástöfum undan föstum leik Eyjamanna, eins og þeir em þekktir fyrir. Gunnar stóð sig ágætlega í markinu. Hermann, Friðrik og Ivar léku vel í vöminni, Hlynur var sprækur á miðjunni í seinni hálfleik og Steingrímur skapaði stórhættu. Að venju var Steingrímur tekinn út af sem var algjör- lega óskiljanleg ákvörðun því hann skapaði mikinn usla með hraða sínu. Þá komu Kristinn og Nökkvi sterkir inn. I ^rgjöf I | ÍA-ÍBV 2-1 (0-0) | | Lið ÍBV: Gunnar Sigurðsson •& - Friðrik | ■ Sæbjörnsson* (Kristinn Hafliðason ■ j 46.A), Hermann Hreiðarsson Jón J ! Bragi Arnarsson, Lúðvík Jónasson - ívar J * Bjarklind -ft, Leifur Geir Hafsteinsson » I (Nökkvi Sveinsson 67.), Hlynur I | Stefánsson -fr, Bjarnólfur Lámsson -fr- | | Tryggvi Guðmundsson, Steingrímur | ■ Jóhannesson-&'(RúturSnorrason67.) MarkÍBV: [ ívar Bjarklind I Stoðsending: I Nökkvi Sveinsson -& I I______________________________I

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.