Fréttir - Eyjafréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttir - Eyjafréttir - 18.07.1996, Qupperneq 19

Fréttir - Eyjafréttir - 18.07.1996, Qupperneq 19
Ipróttir 19 Fimmtudagur 18. júlí 1996 ÍBV tapaöi 1-2 gegn Lantana í fyrri leik liöanna í Evrópukeppninni í gær og dugir 1-0 sigur heima: Náðu forystvnni en fengu á sig klpufamork ÍBV tapaði 1-2 f'yrir Lantana frá Eistlandi í Evrópukeppni félagsliða í gær. Eftir markalausan fyrri hálfleik náði ÍBV forystunni en Lantana jafn- aði skömmu síðar. Sigurmarkið kom í lok lciksins eftir mikil varnarmistök. Þessi úrslit þýða að IBV dugir að sigra 1-0 þegar liðin mætast í Eyjum á miðvikudaginn því mark skorað á útivelli vegur tvöfalt. Að sögn Tryggva Kr. Ólafssonar í knattspymuráði, sem fylgdist með leiknum íTallin, og Atla Eðvaldssonar þjálfara, fóru Eyjamenn með ferðina í fyrri hálfleik. Eftir 10 mínútna leik komst Rútur Snorrason í dauðafæri en var klipptur niður aftan frá. En mjög slakur dómari leiksins, frá Litháen, lokaði báðum augum og dæmdi ekki þrátt fyrir að um augljósa vítaspymu væri að ræða. ÍBV átti nokkur hálffæri og Lantana átti einnig sín færi en Friðrik Friðriksson var mjög traustur í markinu. í seinni hálfleik náði ÍBV forystunni á 55. mín. Rútur átti gott skot úr aukaspyrnu sem markvörðurinn missti frá sér og þar var Tryggvi Guðmundsson mættur og skoraði auðveldlega. En aðeins tveimur mínútum síðar jafnaði Lantana. Umdeild aukaspyma var dæmd fyrir utan vítateig og leikmaður Lantana skoraði glæsilegt mark með því að skjóta yfir vamarvegginn. Eftir þetta sóttu leikmenn Lantana mun meira og stíft leikjaprógramm og framlengingin í bikamum á sunnudaginn sat í Eyjamönnum. Friðrik varði a.m.k. þrisvar stórglæsilega og hélt ÍBV á floti. Sigurmark Lantana kom á 80. mín. Sending kom yfir vöm ÍBV. Einhver misskilningur varð á milli Jóns Braga og Friðriks markvarðar og sóknarmaður Lantana stóð allt í einu fyrir opnu marki og skoraði. Grátlegt mark eftir alla bar- áttuna í ÍBV liðinu. Lantana, sem er skipað Rússum, er sterkt lið. leikmennirnir fljótir og tekniskir. Hins vegar lék ÍBV ágætlega framan af en þreyta sat greinilega í Eyjamönnum þegar líða fór á leikinn. „Ég er svekktur að hafa ekki náð jafn- tefli. Við erum alls ekki með síðra lið, bara betra ef eitthvað er. Við tökum þá heirna," sagði Tryggvi. Þess má geta að Lantana hefur náð mun betri árangri á útivelli í Evrópukeppni undanfarin ár og einnig í eistnesku deildinni. Því er rétt að vara við of mikilli bjartsýni. Aðeins 200 manns fylgdust með leiknum, aðallega Rússarenda Lantana nær eingöngu skipað Rússum. Lið ÍBV: Friðrik F. - Friðrik, Hemmnn, Jón Bragi, Lúðvík - ívar (Nökkvi), Hlvnur, Leifur Geir, Bjamólfur - Tryggvi (Kristinn), Rútur (Steingrímur) Atli Eðvaldsson: Ánægður með strákana „Strákarnir em svo þreyttir eftir leikinn að þeir geta varla staðið í lappirnar. Lantana er betra lið en ég átti von á. En ég var ánægður með strákana. Þeir vom stressaðir í byrjun enda flestir að spila sinn fyrsta Evrópuleik. Við áttum að fá víti íbyijun leiks en dómarinn varekkert á því að gefa okkur neitt. Þeir börðust eins og Ijón og gáfu allt í þetta. En við fengum á okkur óþarfa mörk, sérstak- lega var seinna markið grátlegt. Við hefðum getað haldið þessu í jafntefli,“ sagði Atli Eðvaldsson í samtali við Fréttir eftir leikinn. „Við eigum að geta unnið þetta lið í Eyjum með góðum stuðningi heima- manna, okkur dugir 1-0. Við vorum kannski of passívir í leiknum og hefðum getað spilað fastara. Ekkert spjald var gefið í leiknum. Ekki væri verra að fá norðaustan átt og þoku. Við fáum vikufrí til að undirbúa okkur fyrir seinni leikinn og það er langþráð hvíld fyrir strákana enda hefur verið stíft keyrt að undan- fömu. Allir stóðu sig vel en ef ég á að nefna einhvem er það Hermann. Hann var eins og kóngur í loftinu og hirti alla skallabolta og spilaði frábærlega." sagði Atli. Leifur Geir Hafsteinsson: Ætlum að vinna þessa karla heima „Þetta var erfitt enda vorum við þreyttir eftir erfiða töm. Við spiluðum ágætlega í fyrri hálfleik og stjómuðum leiknum og áttum að fá vítaspyrnu. í seinni hálfleik datt botninn úr þessu en þá fór þreytan að segja til sín. Við náðum samt foryst- unni en þeir jöfnuðu og fengu sigurmarkið gefins," sagði Leifur Geir Hafsteinsson, miðjumaður ÍBV við Fréttir eftir leikinn. „Við ætlum að vinna þessa karla heima, það á að takast með góðum stuðningi, við gefum ekkert eftir. Það var margt gott í þessu, menn börðust eins og hundar og einbeitingin í lagi. Vonandi verður sigur á heimavelli vendipunktur hjá okkur í sumar,“ sagði Leifur Geir. ÍBV í undanúrslit í fyrsta skipti í sjö Lúðvík h „Ég ætlaði að skjóta í vinstra hornið en hætti við á síðustu stundu þegar ég sá eitthvert mark- mannsdrasl í þessu horni hjá Óla Gott. Ég hætti því við og skaut boltanum í hægra hornið. Óli var í boltanum en þetta var örugg spyrna,” sagði Lúðvík Jónasson, hetja IBV, sem skoraði sigur- mark IBV gegn Keflvíkingum í vítaspyrnu- keppni í 8 liða úrslitum bikarkeppninnar á sunnudaginn í Keflavík. Staðan eftir venjulegan leiktíma var 1-1. Lúðvík tók alla viðstadda á taugum í síðustu spyrnunni, var ekkert að flýta sér heldur tók nokkrar mínútur í að stilla boltanum upp og einbeita sér að þessu. Það virkaði og IBV er komið í undanúrslit bikarsins, í fyrsta skipti í sjö ár eða síðan 1989. Þá lék ÍBV við KR á heimavelli í undanúrslitum en tapaði 2- 3. Og nú tókst ÍBV ennfremur loks að hefna fyrir bikartapið 1990 þegar Keflavík, sem þá lék í 2. deild, sló út IBV í bikarkeppninni á vítaspyrnu- keppni! Hafi einhver haldið að ÍBV færi létt með Keflavík í bikarslagnum, þá var viðkomandi ekki með öllum mjalla. Keflavík er ekta bikarlið sem erfitt er heima að sækja. Og Eyjamaðurinn Kjartan Másson, sem þar er við stjómvölinn, kann svo sannarlega að búa til stemmningu og baráttuanda. Keflavík byrjaði betur en ÍBV átti samt hættulegri færi. Eftir markalausan baráttuleik þurfti að fram- lengja og skoraði Leifur Geir Hafsteinsson með fallegum skalla eftir aukaspymu Bjamólfs. En á síðustu mínútu framlengingar jafnaði Keflavík eftir mikinn darraðardans. Það vom því glaðir Keflvilcingar en svekktir Eyjamenn sem fóru í vítaspymukeppnina. Bjamólfur, Hlynur, Tryggvi og Hermann skomðu úr sínum spymum af öryggi. Keflvíkingar skuhi hátt yfir í annarri spymu sinni. Lúðvík tryggði svo sigur Eyjamanna þegar hann skoraði úr síðustu spymunni og Atli og félagar trylltust af fögnuði. Friðrik lék aftur í markinu hjá ÍBV en Tryggvi byijaði á bekknum. Hann og Rútur komu inn á í Lúðvík Jónasson, hetja ÍBV, sækir að Keflvíkingi í bikarleik liðanna á sunnudaginn. Mynd: pketA/íkurfréttir seinni hálfleik og léku báðir mjög vel. Vömin stóð fyrir sínu og Hlynur og Bjamólfur vom sterkir á miðjunni. Kjartan Másson, þjálfari Keflavíkinga, sagði í DV á mánudaginn að Eyjamenn gætu nú ekki fagnað mikið eftir sigur í vítaspymukeppni gegn sínu liði. Atli Eðvaldsson, þjálfari ÍBV, sagði í samtali við Fréttir að hann væri afskaplega hissa á þessum ummælum Kjartans. „Við emm himinlifandi með sigurinn. Ég get ekki séð að við þurfum að skamm- ast okkur fyrir að vinna þennan leik. Ég meina, þetta var erfitt, mikil barátta um alla bolta, en heiðarleg eins og dómarinn sagði eftir leik sem gaf bara eitt spjald. Menn voru að reyna sitt besta. Við erum í góðri vítaspymuæfingu eftir Kýpurferðina þar sem við unnum tvo leiki í vítaspyrnukeppni. Núna tóku sömu menn vítaspymur. nema að Lúðvík leysti Leif Geir af hólmi í síðustu spymunni.” sagði Atli. Um óskadráttinn sagði Atli að hann væri ekki til í sínum huga, nema að tími væri kominn á heimaleik í bikamum hjá ÍBV. „Vonandi fáum við heimaleik og okkur takist að byggja upp ekta stemmningu og Ijónagrytju þegar þar að kemur. Að ná langt í bik- amum er alltaf skemmtilegt ævintýri,” sagði Atli. Undanúrslitaleikirnir í bikarkeppninni fara fram sunnudaginn 29. júlí nk. kl. 19.00. Hlynur sá eini 1984 Viðureign ÍBV í gær gegn Lantana í Evrópukeppninni. var sá fyrsti í 12 ár. Árið 1984 lék ÍBV gegn Wisla Krakow frá Póllandi. Einn leik- maður ÍBV sem var með fyrir 12 árum. var með í gær gegn Lantana. Það var fyrirliði liðsins, Hlynur Stefánsson. Loks sigur hjá Framherjum Framheijar unnu góðan sigur á ÍH í 4. deildinni, 3-1. Óntar Smárason var í banastuði í framlínunni og skoraði tvö mörk á fyrstu 13 mín- útunum. Sigurður Ingason brá sér í sóknina í lok fyrri hálfleiks og sko- raði fallegt mark, hans fyrsta deildamiark á ferlinum. ÍH klóraði í bakkann í seinni hálfleik en Framherjar voru einfaldlega betri. Menn hafa mismunandi háttinn á að fá upp keppnisskap í mannskap- inn fyrir kappleiki. Framherjar vom ákveðnir í því að láta Fréttir ekki gera meira grín að óförum sínum í sumar og voru staðráðnir í að vinna. Það gekk eftir og allir eru ánægðir. ekki síst Fréttir. Alltaf garnan þegar vel gengur og gagn- rýni hittir í mark. Framherjar spiluðu að venju ágætis vamarleik en það var fyrst og fremst sókn- arleikurinn sent gekk upp að þessu sinni. Erlingur Richardsson og Ómar voru bestir Framherja í annars jöfnu liði. Franiherjar eru nú í 7. sæti með 8 stig og leiku á útivelli um helgina. Smástund missti flugið Smástund reið ekki feitum hesti frá viðureignum sínum í 4. deild um helgina. Smástund lék tvo útileiki og tapaði báðum. Reyndar vantaði ntarga af fastamönnum liðsins í leikina. Fyrst mættu þeir Ármanni og náðu forystunni, 2-0, í upphafi seinni hálfleiks. Magnús Steindórsson og Daði Pálsson skoruðu. En eftir þetta hrundi leikur liðsins og Ánnann skoraði fimm mörk í röð! Smástund lék seinni leikinn við TBR og tapaði 3-2. Valgeir Áma- son og Rúnar Vöggsson skoruðu mörkin. Smástundarmenn voru klaufar að tapa leiknum en geta sjálfum sér um kennt. Við þessi töp minnkuðu möguleikar Smástundar á að komast í úrslitakeppnina til muna. Smástund leikur gegn Víkingi Ólafsvík sem er í efsta sæti riðilis- ins í Eyjum á laugardaginn kl. 14.00. Heyrst hefur að tveir gamlir IBV jaxlar niuni taka fram skóna og leika með Smástund! Vanvirðing? Tveir stuðningsmenn ÍBV höfðu samband við blaðið og kvörtuðu yfir því að þeim hefur fundist bera skugga á framkomu ÍBy liðsins á leikvelli að undanfömu. í tvö skipti hafa leikmenn liðsins fagnað mörkum sínum með því að afklæð- ast keppnisbúningi sínum. Finnst stuðningsmönnunum að þetta sé vanvirðing við búning IBV og merki bandalagsins sem á að vera sameiningartákn okkar í íþróttum. Eru það vinsamleg tilmæli þessara stuðningsmanna til ÍBV að leik- menn láti af þessum ósóma og sýni merki ÍBV og búningi tilhlýðilega virðingu í framtíðinni.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.