Fréttir - Eyjafréttir - 18.07.1996, Side 20
SPARISJÓÐSDAGURiNN er að festa sig í sessi sem áriegur
viðburður í bæjarlífinu. Fastur liður í deginum er Sparisjóðs-
hlaupið sem byrjar með upphitun og hér má sjá Benedikt
Ragnarsson, sparisjóðsstjóra, hita upp fyrir hlaupið.
Heilsugæslustöðinni
lokað 1. ágúst nk.?
- Fjórir af fimm heilsugæslulæknum hafa sagt upp
störfum og ekkert þokast f samkomulagsátt.
„Þetta er grafalvarlegt mál fyrir
bæjarfélagið ef hcilsugæslustöðin ni
verður lokað um mánaðamótin
vegna uppsagna hcilsugæslulækna.
Bæjarfélagið hér hefur opinberlega
sýnt okkur afskaplega lítinn stuðn-
ing, eins og þetta skipti það engu
máli. Mikill urgur er í heilsu-
gæslulæknum um allt land og
sumir eru alvarlega að skoða stöðu-
veitingar í Noregi. Upphaflega
snerist málið um óánægju okkar
með valdahlutföll á milli heilsu-
gæslulækna og sérfræðinga. Ekki er
búið að semja við heilsugæslu-
Iækna um laun í sex ár og launa-
liður samningsins hefur verið laus í
eitt og hálft ár. Við höfum dregist
aftur úr gagnvart sambærilegum
stéttum,” segir Hjalti Kristjánsson,
heilsugæslulæknir í Eyjum.
Langflestir heilsugæslulæknar um
allt land sögðu upp störfum sínum en
ráðningarsamningi þeirra var fram-
lengt 1. maí til 1. ágúst eins og heimild
var til í lögum. Svo virðist sem ekkert
sé að gerast í málum heilsugæslu-
lækna. Ef ekki tekst að semja fyrir 1.
ágúst nk. stefnir í lokum heilsugæslu-
stöðva um allt land, líka í Eyjum.
Samningagerðin er margflókin en
það eru þijú atriði sem fyrst og fremst
snúa að heilsugæslulæknunum í
Eyjum, en fjórir af fimm þeirra sögðu
upp og sá fimmti er að flytja sig um
set í haust. í fyrsta lagi er
samningsgerð við ráðuneytið um
heilsugæslustarfið, í öðru lagi við
stjóm sjúkrahússins hér vegna bak-
vaktaálags og deildarlæknastaða og í
þriðja lagi eru það samningar um
vaktir á þjóðhátíð.
„Einn læknir getur aðeins sinnt
neyðartilfellum og varla það í þessu
bæjarfélagi. Ef ekki tekst að semja
fyrir 1. ágúst sé ég ekki hvernig hægt
er að starfrækja hér heilsugæslustöð.
Tölvun hf. hefur keypt Internets-
þjónustu Ismenntar sem fyrirtækin
áttu í sameiningu og Tölvun veitti
þjónustu fyrir á öllu Suðurlandi.
Ismennt lenti í fjárhagsörðugleikum
og keypti menntamálaráðuneytið
þann hluta Ismenntar sem snýr að
Islenska menntanetinu og er ætlað
skólum og menntastofnunum. Inter-
netsnotendur, aðrir en skólar og
menntastofnanir, sem hafa verið
tengdir Tölvun munu því ekki finna
fyrir þessum hræringum, nema að
því Ieyti að fljótlega verður netfangi
notenda breytt.
Eftir 1. ágúst er ekki hægt að kalla
okkur í vinnu í einstökum tilfellum
þar sem við erum ekki lengur á
launaskrá. Hvað þjóðhátíðina varðar
höfum við sem erum með vaktina í
sjúkratjaldinu í Herjólfsdal verið
verktakar og svo höfum við sent
neyðartilfelli á sjúkrahúsið. Leyfi fyrir
að halda þjóðhátíð er ekki skilyrt því
að þar sé heilsugæsla en ég sé samt
ekki hvernig þjóðhátíð getur farið
fram án hennar,” sagði Hjalti.
Samkvæmt upplýsingum frá Tölvun
mun hluti netfangsins, þ.e. ISMENNT,
breytast líklega í EYJAR í staðinn.
Þessi breyting verður komin á í næstu
viku en hins vegar munu bæði
netföngin gilda næsta hálfa árið vegna
aðlögunartímans. Því mun póstur sem
sendur verður á gamla netfangið skila
sér á nýja netfangið og ætti því ekki að
vera hætta á að viðskiptasambönd eða
kunningsskapur fari forgörðum, þrátt
fyrir breytinguna.
Tölvun mun sem fyrr þjónusta allt
Suðurland og mun gjaldskráin jafnvel
lækka eitthvað.
Tölvun M. kaupir Inter-
netsþjónustu Ismenntar
Rútuferðir - GM
Skoðunarferðir
Grillferðir
íþróttahópferðir.
Ódýr og góð
þjónusta.
FERÐASKRIFSTOFA
REYKJAVÍKUR
Umboðsmaður í
Eyjum:
GISLI
MAGNÚSSON
Brekastíg 11
sími 481-1909
Hill kremkex 4 tegundir
Nestispokar nr. 2
Heimilispokar nr. 15
BKIextra 400 gr.(Rauður)
Crest tannkrem 2 túpur
10 stk. borðklútar
Pampers þurrkur24 stk.
Ariel Future 1,5 kg. + Lenor320 ml
í alfaraleið
UESTUr.l/ECI 1»