Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 12.02.1998, Blaðsíða 5

Fréttir - Eyjafréttir - 12.02.1998, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 12. febrúar 1998 Fréttir 5 Hinsta kveðja Við andlát Valtýs Snæbörnssonar, vill íþrótthreyfingin í Vestmannaeyjum þakka honum mikil og góð störf í hennar þágu í marga áratugi. Með Valtý er genginn einn af mikilvægari forystumönnum og frumkvöðlum íþrótta- hreyfingarinnar í Eyjum á þessari öld. Eiginkonu og fjölskyldu sendum við hugheilar samúðar- kveðjur. Fyrir hönd ÍBV Asmundur Friðriksson fyrir hönd ÍBV íþróttafélags Þór I. Vilhjálmsson Aðalfundur Kvenfélag Landakirkju heldur aðalfund sinn mánudaginn 16. febrúar 1998 kl. 20.00 í Safnaðarheimilinu. Dagskrá hefst með borðhaldi Venjuleg aðalfundarstörf Önnur mál Nýjar félagskonur velkomnar. Vinsamlega látið vita um þátttöku ísíma 481 1970 Valgerður 481 1926 Stína 481 1568 Marý Stjórnin HITACHI Elsku Hrund okkar. Til hamingju með daginn Þínar vinkonur Fundarboð Miðvikudaginn 18. febrúar mun Thomas Möller, frkv.stj. Olíuverzlunar íslands, flytja erindi um tímastjómun á vegum Stjómunarfélags Vestmannaeyja. Áhersla verður á markmiðasetningu, skipulagningu vinnunnar, tímastjómun, hvað einkennir árangursríkan stjómanda, o.fl. Thomas Möller hefur víðtæka reynslu bæði af námskeiðahaldi um tímastjómun og ekki síst af hagnýtingu hennar. Erindið verður flutt í Rannsóknasetrinu, Strandvegi 50 og hefst kl. 19:30. Þátttökugjald er kr. 1.500,- fyrir félagsmenn og kr. 3.000.- fyrir aðra. Skráning á námskeiðið er hjá Þróunarfélagi Vestmannaeyja í síma 481 1111. Stjómunarfélag Vestmannaeyja Hús til sölu Fjólugata 13, 170 m2 + 33 m2 bílskúr. Mjög skemmtilegt hús á pöllum, með frábæru útsýni og mikið endurnýjað. T.d. nýir ofnar og langir, ný millihurð m/gleri og tröppur með handriði úr kirsuberjavið. Ný eldhúsinnrétting, tæki og flísar fyrir ofan borð, einnig ný hreinlætistæki á baði og ágæt innrétting. Svo hefur húsið verið lagað að utan. Á neðri palli er forstofa, stofa, borðstofa, eldhús og þvottahús. Á efri palli er bað, 4 svefnherbergi og gangur. í kjallara er lítil íbúð, alveg sér, sem er leigð út. Bak við húsið er stór verönd. Verð 9,5 milljónir. Allar upplýsingar í síma 481 3017 Herbergi til leigu Til leigu herbergi með sérinngangi, snyrtingu og sturtu og eldunaraðstöðu. Upplýsingar í síma 481 1806 eftir kl. 17. íbúð óskast Ungt par óskar eftir íbúð. Tveggja til þriggja herbergja. Strax. Upplýsingar í síma 481 1421 (Friðrik eða Hafdís.) íbúð til leigu Einstaklingsíbúð til leigu. Reglusemi áskilin. Upplýsingar í síma481 2131 eftirkl. 17. iðngnrður I<ynningarfurtdur s I tengslum við stofnun Iðngarðs í Vestmannaeyjum verður haldinn opinn kynningarfundur laugardaginn 21. feb. kl. 17:00 í Rannsóknasetrinu Strandvegi 50. s A fundinum verður fyrirhuguð starfsemi Iðngarðsins kynnt og gerð grein fyrir námskeiðum og ráðgjöf til þátttakenda. Mikilvægt er að þeir aðilar sem áhuga hafa á að koma á fót smærri iðnfyrirtækjum í Eyjum komi á fundinn. Allar nánari upplýsingar veitir Bjarlö A. Brynjarsson hjá Þróunarfélagi Vestmannaeyja í síma481 1111. Ferðamálaráðgíafí (50% staða) Laust er til umsóknar starf ferðamála- ráðgjafa hjá Þróunarfélagi Vestmannaeyja. Ferðamálaráðgjafi sinnir allri framkvæmd ferðamála á vegum Þróunarfélagsins, þ.m.t. kynningum, tengslum og skipulagningu verkefna. Um spennandi og krefjandi starf er að ræða og æskilegt að viðkomandi sé röggsamur og geti axlað ábyrgð. Vegna tengsla við innlenda og erlenda ferðamenn er nauð- synlegt að umsækjandi hafi góða fram- komu og hafi gott vald á tungumálum (a.m.k. ensku og norðurlandamáli). Umsóknir skulu berast Þróunarfélagi Vestmannaeyja, Strandvegi 50 eigi síðar en 20. feb. næstkomandi. Allar nánari upplýsingar um starfið veitir Bjarki A. Brynjarsson hjá Þróunarfélagi Vestmannaeyja í síma 481 1111.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.