Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 12.02.1998, Blaðsíða 1

Fréttir - Eyjafréttir - 12.02.1998, Blaðsíða 1
25. árgangur • Vestmannaeyjum 12. febrúar 1998 • 6. tölublað • Verðkr. 140,- • Sími: 481 3310 • Myndriti: 481 1293 Utgerðarfélag Vestmanna- eyja að komast á koppinn Verður almenningshlutafélag á sviði sjávarútvegs í bæjarráði á þriðjudaginn er greint frá því að í bígerð sé stofnun almenningshlutafélags á sviði sjávarútvegs. I fundargerð bæjar- ráðs kemur fram að bæjarstjóri kynnti málið en nánari upplýsingar þar er ekki að finna. Fréttir hafa reynt að afla upplýsinga um hvað þarna sé á ferðinni en allir sem rætt var við verjast allra frétta. Það er þó Ijóst að kveikjan að félaginu er að Gullborg VE og Hrauney VE voru auglýstar til sölu með öllum veiðiheimildum. Hraus mönnum hugur við því að sjá á eftir bátunum og kvótanum sem þeim fylgir úr bænum. Eftir því sem næst verður komist hafa nokkrir útgerðarmenn komið að málinu og eru þeir tilbúnir í að leggja fram hlutafé. Síðan hefur málið undið upp á sig og er unnið að enn stærri verkefnum. Einn, sent rætt var við, segir að undirtektir hafi verið hreint með ólíkindum. „Allir sem leitað hefur verið til eru tilbúnir að leggja fram fjármagn. Mér sýnist að komin sé upp vakning um að spyma við fótum í útgerðarmálum Eyjanna og ef allt gengur að óskum eigum við eftir að sjá hér fleiri báta og aukinn kvóta,“ sagði hann. Hjólin komin áfulltf næstu viku í gærkvöldi lét flotinn úr höfn eftir rúmlega vikulangt verkfall sjómanna. Utspil sjómanna á þriðjudaginn, að bjóðast til að fresta verkfalli til 15. mars, varð til þess að leysa um hnútinn í bili a.m.k. Erfitt er að meta áhrif verkfallsins á atvinnulíf í Eyjum en Ijóst er að þau eru töluverð. Öll fiskvinnsla nema í Vinnslustöðinni hefur stöðvast en allt fiskvinnslutolk er þó ennþá á launaskrá og atvinnu- leysi hefur ekki aukist. Einhver sló á puttana á einhverjum Þegar rætt var við Elías Björns- son formann Sjómannafélagsins Jötuns eftir að ákveðið var að fresta verkfallinu sagði hann að sjómenn hafi í engu breytt afstöðu sinni. „Kröfur okkar eru á borðinu og öllum kunnar." Hann segir að sjó- menn hefðu verið til í frestun verkfalls, en útgerðarmenn dregið lappimar í fimm klukkutíma á þriðjudagskvöldið. ,íað sló ein- hver á puttana á einhverjum einhvers staðar, sem breytti afstöðu útgerðarmanna. Ég veit ekki hvað gerði útslagið, en það er Ijóst að það hefur virkað og menn eru ánægðir með að geta haldið á miðin á miðnætti og sest að samningaborðinu með það fyrir augum að leysa deiluna." Amar Sigurmundsson sagðist í gær hafa verið að fara yfir stöðuna og hefði komið í ljós að Vinnslustöðin er að vinna Rússafisk sem endist langleiðina út næstu viku, Isfélagið kláraði allan sinn fisk á þriðjudaginn og minni fiskverkunarfyrirtækin hafa lítinn sem engan ftsk. „Ahrif verkfallsins verða töluverð þó verkfallið sé að leystast. Fyrsta loðnan kemur ekki fyrr en um helgi í fyrsta lagi og bolfiskur fer ekki að berast að Þegar Ijóst varð seinnihluta dags í gær að útgerðarmenn höfðu sam- þykkt tillögu sjómanna, að fresta verkfalli frani til 15. mars, tók bæjarlífið fjörkipp, sérstaklega þó við höfnina. Flestir tóku þá ákvörðun að leggja strax úr höfn um leið og frestunin tæki gildi, þ.e. kl. 23 í gærkvöldi. Sighvatur Bjamason, hjá Vinnslu- stöðinni, sagði, þegar við ræddum við hann í gær, að þeirra floti færi um leið og verkfalli lyki, flestir um ellefuleytið. „Ætli maður verði ekki að feta f fótspor Magga Kristins og mæta á bryggjuna og leysa land- festar," sagði Sighvatur. „Þetta eru bara svo mörg skip að maður verður á harðahlaupum. Það kemur sér að maður er í góðri þjálfun," sagði Sighvatur, hinn ánægðasti yfir að lausn skyldi hafa fundist á deilunni. Nú gilda þær reglur að lögskrá þarf að nýju að verkfalli loknu. Sigurður Ámason, annar tollfulltrúa, sem sjá um skráningu í Eyjum, sagði í gær að fyrr en undir aðra helgi,“ sagði Amar. Hann sagði óbeinu áhriftn vera þau að menn héldu að sér höndum í fram- kvæmdum og aðrir væru í biðstöðu. „Jákvæðu fréttimar eru þær að starfsfólk fiskvinnslufyrirtækjanna er enn á launaskrá og atvinnulausum hefur ekki tjölgað. Það var um 2% í janúar sem er heldur minna en í fyrra. Samkvæmt þessu ættu hjól atvinnu- Iífsins að vera komin í fullan gang um og eftir miðja næstu viku. ekki hefði myndast nein biðröð hjá þeim vegna frestunar verkfallsins. „Fyrirkomulagið er orðið allt annað en var á skráningunni. Nú eru komin faxtæki um borð í flest skipin og skipstjóramir, sem hafa skráningar- bækur um borð, senda okkur einfaldlega upplýsingar um áhöfnina áfaxi. Aðrir senda skeyti með sömu upplýsingum. Sennilega er vissara að setja stóra rúllu í faxtækið í kvöld, það má búast við vænum bunka í fyrra- málið,“ sagði Sigurður. Hjá Heildverslun H. Sigurmunds- sonar var seinnipartinn í gær allt á fullu við að afgreiða kost í flotann. Guðrún Jóhannsdóttir sagði að margir hefðu verið búnir að taka hluta af kostinum fyrir verkfall, vömr sem þyldu geymslu. ,J2n þessa stundina er allt á fullu með að afgreiða mjólk, brauð, kjöt, ávexti og grænmeti því mér skilst að allir steftii á að fara út kl. 11 í kvöld," sagði Guðrún og var síðan þotin í að afgreiða kost. 1YGGI IIR 7LDUNA ggingamálin á ig þægilegan há Bílaverkstæðið BRAGGINN s/f. RÉTTINGAR OG SPRAUTUN: Flötum 20 - Sími 481 1535 VIÐGERÐIR OG SMURSTOÐ: Græðisbraut 1 - sími 4813: Frá Eyjum: Frá Þorl.höfn: Alla daga nema sun. Kl, 08:15 Kl, 12:00 sunnudaga Kl: 14.00 Kl: 18.00 Uerjólfiur BRUAR BILIÐ Sími481 2800 Fax 481 2991

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.