Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 03.09.1998, Blaðsíða 1

Fréttir - Eyjafréttir - 03.09.1998, Blaðsíða 1
7. árgangur Vestmannaeyjum 3. september 1998 1. tölublað Komudagur Keikós Keikó uið æfingar í laug sinni í Hewport í Oregon. Flutningur Keikós frá Newport í Oregon til Vestmannaeyja er þaulskipulagður til að ferðalagið gangi sem tljótast og best fyrir sig. Öll atriði eru tímasett og verður tímaáætluninni fylgt. Klukkan níu að rnorgni miðvikudagsins 9. september hefst lokaundirbúningur og verður þá farið yfir öll atriði sem að fylgja móttökunni. Allur búnaður verður prófaður og farið yftr að allir hlutir séu til staðar. Síðdegis verður haldinn fréttamannafundur en síðan farið yfir leiðina sem Keikó verður fluttur. Að morgni fimmtudagsins 10. hefst undirbúningur kl. 05.30 en þá verður haldinn fundur og farið yfir stöðu mála en síðan verður allur búnaður prófaður og keyrður. Klukkan 08.30 verður lögreglan með öryggisprófun og kl. 09.30 mun lögreglan loka þeirn götum sem lokað verður. Áætlaður lendingartími C-17 vélar Keikós er síðan áætlaður kl. 10.00. Reiknað er með að það taki einn til einn og hálfan tíma að afferma flugvélina og flytja Keikó á Básaskersbryggju. Áætlað er að það taki síðan 15 mínútur að korna honum fyrir á prammanum sem hann verður fluttur á í Klettsvík og flutningurinn þangað á að taka um 30 mínútur. 15 mínútur mun síðan taka að koma Keikó í kví sína og er því ráðgert að hann verði korninn í hana umkl. 12.30. Eftir hádegi verður fréttamanna- fundur þar sem fréttamönnum verða gefnar upplýsingar um hvemig flutningurinn tókst og þeir munu geta varpað fram spumingum. Síðdegis verður ýmiskonar bún- aður, sem fylgir Keikó og kemur með C-17 vélinni, fluttur úr vélinni til hafnarsvæðisins en að því loknu verður flutningsbúr Keikós sett á ný um borð í C-17 flutningavél-ina. Fréttamenn munu verða með margskonar aðstöðu fyrir vinnu sína en fréttamannamiðstöð verður staðsett í Básum á Básaskersbryggju og upplýsinga-fundir fyrir fréttamenn verða haldnir í Kiwanishúsinu við Strandveg. C-17 vélin sem flvtia mun Keikó til Eyja. DVMynd. Ægir Már komið á laggimar sem ágóðafýrirtæki og markmið hennar er eingöngu að bjarga, endurhæfa og koma aftur í náttúmleg heimkynni hvaldýrum sem fönguð hafa verið eða hafa synt á land og orðið strandaglópar. Til þessarar starfsemi em notaðar fullkomnar endurhæfmgarstöðvar sem líkja eftir umhverfi hafsins. I tengslum við þessar endurhæfingar- stöðvar hefur Free Willy Keikó sjóðurinn komið á fót aðstöðu til vísindarannsókna til að fræðast um þær tegundir sem gista stöðvamar. Free Willy Keikó sjóðurinn fór af stað með fjáröflun til að standa undir kosmaði við hönnun, byggingu og rekstur fullkominnar björgunar og endurhæfingarstöðvar fyrir sjávar- spendýr hjá Sædýrasafninu í Newport Óregon. Upphaflegir stuðningsaðilar voru Wamer Bros og New Regency Productions, framleiðendur kvik- myndarinnar Free Willy, og McCaw stofnunin. Free Willy Keikó stofnunin fékk einnig mikilvægt framlag frá Mannúðarsamtökum Bandaríkjanna, flutningafyrirtækinu United Parcel Service og leikfangaframleiðandanum Mattel Toys. Earth Island stofnunin, samtök umhverfissinna, var leiðandi afl í samningaviðræðum um flutning Keikós frá Reino í Mexikó til nýs dvalarstaðar í Sædýrasafninu í Newport í Oregon. Keikó, stjaman úr Free Willy, kom í endurhæfingastöð Free Willy Keikó stofnunarinnar 7. janúar 1996. Snemma árs 1997 fór af stað mikið rannsóknarverkefni vísindamanna á vegum Sjávarlíffræðideildar Cali- fomíuháskóla í Santa Cruz til að fræðast meira um Keikó sjálfan og háhyminga almennt. Síðan þá hefur Free Willy Keikó stofnunin unnið markvisst að því að koma Keikó aftur í náttúruleg heim- kynni og 10. september nk. Mun það markmið nást þegar Keikó verður komið fyrir í nýjum heimkynnum í Klettsvíkinni. Free Willy Keikó Foundation er sjálfseignarstofnun sem komið var á fót árið 1995. Stofnuninni var ekki Samsett mynd sem Free Willy Keikó samtökín hafa gert tll að sýna á táknrænan hátt flutning Keikós tíl Westmannaeyja. FreeWilly Keikó stofnunin

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.