Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 03.09.1998, Blaðsíða 3

Fréttir - Eyjafréttir - 03.09.1998, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 3. september 1998 Keikó 3 Helmingur af botni aðallaugarinnar var útbúinn sem grjóturð með giljum og skomingum með hrjúfu yfirborði til að líkja sem mest eftir náttúrulegu umhverfi hafsins. I iauginn var hægt að útbúa strauma og eins loftbólur og fleira. Neðan yfirborðs laugarinnar var komið fyrir tveimur stórum gluggum svo að fólk gæti séð Keikó í lauginni og eins til þess að hann gæti séð fólkið sem væri að skoða hann. Við laugina var byggður frystir sem geymt gat rúm 54 tonn af frosnum fiski sem er ársskammtur fæðis fyrir Keikó en fæðisskammtur Keikós var jafn mikill og allra annarra dýra í Sædýrasafninu. Keikó flunur frá Reino tíl Newport 7. janúar 1996 var Keikó fluttur flugleiðis frá Mexico til Newport í Oregon þar sem honum var komið fyrir í nýju lauginni. Keikó var þá 3052 kg. að þyngd og hann hafði ekki synt í sjó í frá því hann fór úr Sædýrasafninu í Hafnarfirði, eða í 14 ár. Keikó dafnaði fljótt vel í nýju lauginni og heilsa hans batnaði til muna. í árslok 1996 hafði hann þyngst um 453 kg. og var einungis með húðáverka af völdum vörtuvíruss á tveimur stöðum. Hann var einnig allur mun frískari og kröftugri. Fjöldi sérfræðinga og vísindamanna fylgdist með Keikó og annaðist hann og rannsóknir þeirra snérust ekki eingöngu um heilsu og atferli Keikós heldur fengust góðar upplýsingar um atferli háhyminga almennt. Keikó kennt að veiða sðr til matar Á árinu 1997 var farið að sleppa lifandi fiskum í laugina hjá Keikó og til að kenna honum að veiða þá sér til matar. Þá er hann á árinu einnig loks laus við alla sjúkdóma sem hafa hrjáð hann frá flutningnum frá Islandi árið 1982. 5. júní var Keikó lyft upp úr lauginni í fyrsta sinn eftir að hann kom til Newport og hann vigtaður og reyndist hann þá vega 9620 pund og hafði þyngst um 1900 pund á þeim 18 mánuðum sem hann hafði dvalið í Newport. í júlí og ágúst þjáðist Keikó af lifrar og öndunarsjúkdómum sem náðist fljótlega að lækna með lyfjagjöf. 1 ágúst fangaði Keikó lifandi fisk í lauginni hjá sér og var hann þá að veiða bráð í fyrsta skipti í 18 ár. í fyrstu át hann ekki bráðina heldur færði þjálfurum sínum hana. í lok þriggja vikna þjálfunartímabils hafði hann veitt og étið a.m.k. einn þorsk að eigin fmmkvæði. Keikó valin ný og nattúruleg heimkynni f janúar 1998 fór Keikó í gegnum tveggja mánaða ítarlega rannsókn og er hann örugglega mest rannsakaði hvalur í veröldinni. Rannsóknimar leiddu .í ljós að Keikó virtist fullkomlega heilbrigður og ekki haldinn neinum sjúkdómum. Þetta ár hefur verið unnið markvisst að því að finna hentugan dvalarstað fyrir Keikó í norður Atlantshafinu. Um 5000 mílna strandlengja á þesu svæði var skoðuð til að finna sem hentugastan stað. Niðurstaða Free Willy samtakanna var að leita eftir því að fá að staðsetja flotkví fyrir Keikó á Islandi og gáfu íslensk stjómvöld leyfi til þess eftir að fyrir lá að Keikó væri ekki sýktur af sjúkdómum. Samtökin skoðuðu nokkra möguleika sem í boði vom sem staður fyrir flotkví Keikós og niðurstaða þeirra var að staðsetja hana í Klettsvíkinni í Vestmannaeyjum. Flotkví fyrir Keikó flutt tilEyja Þegar samkomulag um það lá fyrir milli samtakanna og Vestmannaeyja- bæjar var strax hafist handa við undirbúning á flutningi kvíarinnar til Eyja en búið var að hanna hana og framleiða í Bandaríkjunum. Flotkvíin sem er 80 metrar á lengd, 30 metrar á breidd og um 8 metrar á dýpt var síðan flutt til íslands í júní. Einingar kvíarinnar voru fluttar til Keflavíkur með stærstu flutninga- flugvél heims og henni síðan ekið í Þorlákshöfn þaðan sem hún var flutt með Herjólfi til Eyja. Til Eyja var kvíin komin 22. júní og hófst samsetning hennar fljótlega. Síðan þá hefur verið unnið hörðum höndum að samsetningu kvíarinnar og hafa bæði íslendingar og Banda- ríkjamenn unnið að því í sameiningu. Samsetningu kvíarinnar lauk í ágúst og hefur hún hlotið eldskím sfna í tveimur brælum sem komið hafa síðan hún var flutt út í Klettsvík. Kvíin er tjóðruð niður með stórum og miklum ankerum sem notuð vora í síðari heimsstyrjöldinni og í fyrstu brælum kom í ljós að hún haggast ekki þótt hann verði brælinn á Víkinni. Stefnt að Því að sleppa Keikó Samtímis því sem unnið hefur verið að samsetningu kvíar Keikós í Eyjum þá hefur áfram verið haldið þjálfun Keikós í laug hans í Newport í Oregon til að búa hann sem best undir það þegar hann verður settur í sjóinn í kví sinni í Klettsvikinni en þá hefur Keikó ekki verið úti í villtri náttúra í 19 ár. Það mun verða mjög vel fylgst með háhymingnum í kví hans í Eyjum og þjálfarar hans munu verða með honum þar til hægt verður að sleppa honum lausum, en óvíst er hvænær það verður hægt. KeíKó fluttur frá laugínní I Newport tíl f lugvallarins Undirbúningur að flutningi Keikós til Vestmannaeyja er nú á lokastigi. Háhymingurinn er tilbúinn til flutningsins og búið er að skipuleggja flutning hans mjög nákvæmlega. Það er í mörg hom að líta varðandi flutninginn og fjöldi fólks kemur að því máli. Flumingurinn hefst 9. september um kl. 22:30 að íslenskum tíma. Þá verður Keikó hífður upp úr laug sinni í Newport f Oregon og settur í sérhannaða flutningslaug sem fyllt er með mjög köldu vatni. Flutnings- lauginni er komið fyrir á flatvagni sem dreginn verður eftir hraðbraut 101 til flugvallarins í Newport en þangað era um 5,5 kílómetrrar frá Sædýrasafninu. Hraðbrautin verður lokuð meðan flutningurinn fer fram og lofthelgi verður sett um laug hans og flutningsleið svo hann verði ekki fyrir truflunum af völdum hávaða frá flugvélunt eða þyrlum sem fjölmiðlar hugsanlega myndu vilja nota til að myndaflutninginn. Keikó verður síðan komið fyrir í C- 17 flutningavél bandaríska hersins sem er stærsta flutningavél hersins og honum flogið beint til Vestmannaeyja. Eldsneytisvél mun fylgja flutningavélinni þannig að hún geti tekið eldsneyti á flugi. Komið verður til Eyja að morgni10.september Reiknað er með að vélin lendi á Vestmannaeyjaflugvell klukkan níu að morgni 10. september. Flutningslaug Keikós verður þá strax tekin úr vélinni með sérstökum lyftubúnaði sem verður á flugvell- inum og hún sett á flatvagn sem flytja mun Keikó niður að höfn. Frá flugvellinum verður farið sem leið liggur niður Dalaveg, Heiðarveg og Skildingaveg á Básaskersbryggju en við austurkant hennar verður Iaug Keikós hífð út á sérstakan pramma sem dreginn verður út í Klettsvík þar sem hann verður hífður í flotkvínna, framtíðardvalarstað sinn. Mikill f jöldí Iréttamanna kemurtilEyja Fjöldi fréttamanna mun koma til Eyja í tengslum við flutninginn á Keikó og verða fréttir sendar beint frá Eyjum til sjónvarpsstöðva f Ameríku og Evrópu. Það má því búast við talsverðum hamagangi í öskjunni hjá fréttafólkinu meðan á þessu stendur. Sérstök svæði á leið Keikós frá flug- velli í Klettsvík verða afmörkuð fyrir fréttamenn til að þeir hafi góða aðstöðu til að sinna störfum sínum. Flutningsleið Keikós frá flugvelli verður lokuð fyrir umferð á meðan á flutningnum stendur en Vestmanna- eyingar munu geta fylgst með flutningnum til hliðar við flutnings- leiðina og eru þeir hvattir til að láta þennan heimsviðburð ekki fram hjá sér fara. Skólabömum verður gefið færi á að fylgjast með flutningnum enda einstakt tækifæri fyrir þau að taka þátt í þessum viðburði og víst er að börn víða um heim vildu verða í þeirra sporam að morgni 10. september. Keikóverðurflutturmeð Herjólfi ef ekki verður flugfært Eins og Eyjabúar þekkja er ekki á vfsann að róa með flug til Vestmannaeyja og því er til varaáætlun ef C-I7 vélin getur ekki lent í Eyjum sökum ófærðar. Hún mun þá lenda í Keflavík og Keikó verða fluttur landleiðina til Þorlákshafnar þar sem Herjólfur mun bíða hans og flytja hann til Eyja. Reiknað er með að Herjólfur komi til Eyja um klukkan þrjú og þá verður Keikó fluttur á austurkant Básaskers- bryggjunnar þaðan sem hann verður fluttur út á prammann og í Kletts- víkina. Það er því ljóst að hvemig sem skap veðurguðanna verður 10. September þá mun Keikó koma til Eyja og komast í náttúrulegt umhverfi í fyrsta sinn síðan hann var veiddur á íslandsmiðum fyrir 19 áram. Keikó uið glugga á búri sínu i NewporL Eyjamenn hafa tekíö uel á mótistarfsmönnumFree WillyKeikó Allur undirbúningur að flutningi Keikós til Eyja hefur gengið mjög vel og era forsvarsmenn Free Willy Keikó stofnunarinnar ákaflega ánægðir með þær móttökur sem starfsmenn þeirra hafa fengið í Eyjum Vestmannaeyingar hafa tekið vel á móti þeim, lagt sig fram um að leggja þeim lið og leysa hvem þann vanda sem upp hefur komið. Miðað við þau kynni sem Free Willy Keikó samtökin hafa af Vestmannaeyjum og íbúum bæjarins era þau þess full viss að Kekó mun fá hlýjar og góðar móttökur þegar hann flytur „löghemili" sitt frá Newport í Oregon í Klettsvíkina í Vestma- nnaeyjum og verður boðinn velkominn bæði af mönnum og dýram í Éyjum við heimkomuna. Keikó á laugarbarminum í Newport í Oregon. iHilclciv til VesÉmiuiiiueijingu Free 1Villy Reikó Foundation þakhar Vestmannaeyingum fyrir jáhvæóar undirtektir, greióvikni og hjálpsemi vió starfsmenn stofnunarinnar sem unnið hafa aó undirbúningi flutnings Reikós til €yja. Allir hafa lagst á eitt um að greiða götu starfsmanna okkar og veitt þeim fyrirgreiðslu og aðstoð. Við erum Vestmannaeyingum þakklátir fyrir þessar góðu viðtökur og þær hafa sannfært okkur um að við vorum heppnir með staðarval fi/rir dvalarstað Reikós. Miðað við reynslu okkar af Vestmannaeyingum og þeirri einstæðu náttúruparadís sem eyjarnar ykkar eru trúum við því að Reikó mun líka vel vistin í nábýli við Vestmannaeyinga og honum muni farnast vel / sfnum nýju náttúrulegu heimkynnum. Með kveðju Free KDiWtj Reiko Foundation

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.