Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 11.09.1998, Blaðsíða 11

Fréttir - Eyjafréttir - 11.09.1998, Blaðsíða 11
Föstudagur 11. septembrer Fréttir 11 Oli Ama hjá TALi tekinn tali ÚlafurÁmason. Símafyrirtækið Tal hf. hóf þjón- ustu sína við GSM símanotendur í Vestmannaeyjum fimmtudaginn 10. september. Af því tilefni var Vestmannaeyingurinn og Eyjapey- inn Olafur Arnason þjónustustjóri Tals hf. staddur í Eyjum á dögunum til að kynna þá mögu- Ieika sem Eyjamönnum stendur til boða vegna tilkomu fyrirtækisins á GSM markaðinn. OIi Arna er Eyjamönnum af góðu kunnur en hann lék lengi með meistaraflokki ÍBV í fótbolta, auk þess að hafa þjálfað í yngri flokkum félagsins á árum áður. Meðal annars eru fjórir til fímrn leikmenn nú að leika með meistaraliði ÍBV sem Óli þjálfaði á árum áður. að er gaman að geta sagt að maður hafi þjálfað þessa peyja á sínum tíma en mikið svakalega er ég glaður að þurfa ekki að spila á móti þeim í dag. Eins var ég að spila með gömlu skápunum Hlyn. Inga og Sindra,“ segir Óli þegar hann rifjar upp ÍBV- árin í samtali við Fréttir. Óli hefur verið búsettur í Bandaríkjunum meira og minna sl. 11 ár. en er hann komin heim? „Ég get ekki alveg sagt að ég sé komin heim því nú bý ég í Kópavoginum sem er nokkuð langt frá Eyjum en við fjölskyldan erum í Eyjum með annan fótinn og ég reyni að koma með krakkana eins oft og tækifæri gefst. Krakkamir elska það að koma til Eyja og spyrja um það reglulega hvenær næst verði farið. Nú komast þau vonandi til að sjá Keiko.“ Óli segir að tíminn í Banda- ríkjunnum hafi verið skemmtilegur. „Þetta var góður tími og lær- dómsríkur á margan máta. Eg fékk tækifæri á því að kynnast Banda- ríkjunum nokkuð vel því ég bjó í þremur borgum, ST. Louis, San Francisco og Houston. Þama stundaði ég nám í því sem mætti kalla iðnaðar- og skipulagssálarfræði. Það snýst um atriði sem snúa að vinnustaðnum, aðstöðu starfsmanna, þjónustu við viðskiptavini, skipurit fyrirtækja og annað í þeim dúr. Ég hef lokið bóklega hlutanum að doktorsprófi en þá á eftir að skrifa og verja ritgerð en hvenær það vejður gert er stór spuming," segir Óli hlæjandi. S y\.stæða þess að við komum heim var meðal annars sú að við stóðum frammi fyrir því hvort við ætluðum að koma undir okkur fótunum í Bandaríkjunum og setjast þar að. Heimþráin var hinsvegar sterk og þegar þetta tækifæri bauðst hjá TAL þá var ekkert annað að gera en að stökkva á það og það er eitthvað sem við sjáunt ekki eftir. Það hefur verið ævintýri líkast að taka þátt í uppbyggingu þessa fyrirtækis og geta boðið landsmönnum samkeppni á markaði þar sem hingað til hefur verið einokaður. Það er nauðsynlegt öllum mörkuðum að hafa samkeppni því það leiðir til lægra verðs og bættrar þjónustu. Samkeppnisaðilinn hafði t.d. verið Ijögur ár á markaðnum áður en við fórunt í loftið en það var ekki fyrr en þá sem verð fóru að lækka á GSM símtölum." Óli segir að hann hafi komið til Eyja til þess að kynna þjónustu Tals og þá möguleika sem felast í nýju fyrirtæki á símamarkaðnum. „Eins og allir Eyjamenn vita þá hefur þetta átt sér töluverðan aðdraganda. í fyrstu settuni við það markntið að vera komnir til Eyja fyrir Þjóðhátíð, en það drógst af ýmsum ástæðum. Meðal annars vegna þess að umsókn um staðsetningar endurvarpsstöðva þurfa eðlilega að fara fyrir ýmsar nefndir og ráð. Þetta tekur allt sinn tfma og svo má ekki gleyma því að fólk var í sumarfríum svo að ekki var hægt að klára málið fyrir Þjóðhátíð." En nú er komin lausn í málinu og þá var auðvitað allt sett á fulla ferð við uppsetningu kerfisins Staðsetning fjarskiptatækjanna á Hánni er mjög góð að mati Óla og nýtist á allri Heimaey. „Háin veitir mjög góð skilyrði og beúi en það sem samkeppnisaðili okkar býður. Það var nauðsynlegt fyrir okkur til að ná fótfestu á nýjum markaði að bjóða betur í verði, þjónustu og gæðum og það er engin spurning að við náum öllum þeim takmörkum. Tal mun verða með ýmis tilboð og uppákomur í gangi frá og með 10. til 13. september. „Umboðsaðili okkar í Eyjum verðurTölvun og mun verða uppákoma við verslun þeirra á laugardaginn. Þar verður boðið upp á veitingar og á laugardagskvöldið verður Risa-Keikódansleikur í Týsheimilinu. Ballið er í tilefni af komu Keikó og Tals til Eyja, en súperhljómsveitin Sóldögg mun leika fyrir gesti. “Ætli þetta verði ekki bara annað húkkaraball” Allir sem gerast áskrifendur fyrir laugardag fá frímiða á ballið. Einnig verða tilboð á þremur gerðum af símum þar sem verðið er frá 9.900 til 21.900. Þar innifalið er símakort og frímiði á ballið." Miðar á ballið verða einnig seldir í forsölu í Tölvun á laugardag. S Oh segir að Tal leggi aðaláherslu á að veita góða þjónustu og vera í góðum og nánum tengslum við viðskiptamenn sína. „Þjónustudeild okkar er opin allan sólarhringinn og fólk getur verið í sambandi við okkur, þegar því liggur eitthvað á hjarta. Og við viljum endilega biðja fólk um að vera í sambandi, svo við höfum betri möguleika á því að skoða og bæta þjónustu okkar. Við leggjum líka mikið upp úr léttleika og lipurð. Við erum ekki í heilaskurðlækningum og því reynum við að hafa létt og skemmtilegt yfirbragð á hlutunum. „Það koma oft upp nokkuð skemmtileg atriði í þjónustuverinu. Sem dæmi þá hringdi einn viðskipta- vinur um daginn og sagðist vera með leyninúmer en vildi líka fá númeraleynd, sem þýðir að símanúm- erið sést ekki á símanúmerabirti. Baddý í þjónustuverinu sagði að það væri lítið mál og bað viðskiptavininn um símanúmerið svo að hún gæti bætt þessari þjónustu við. En þá gall í viðskiptavininum. -Nei vinan, ég er með leyninúmer og þú færð ekki númerið." Óli segir að Tal líti á viðskiptavini sína sem hluta af fyrirtækinu. „Mér finnst allt of algengt að fyrirtæki líti svo á að þeir séu að gera við- skiptavinum sínum einhvem greiða með því að þjónusta þá. Stundum hljómar það jafnvel þannig að viðskiptavinurinn sé að „tmfla” starfsmanninn í vinnunni. Við hinsvegar vinnum með viðskipta- vininum og byggjum áætlanir okkar í kringunt væntingar og tillögur frá honum. Ég vil því enn og aftur ítreka að fólk hafi samband við okkur ef það vill koma á framfæri tillögum, ábendingum, hrósi eða einhverju öðru. Svo er þetta auðvitað sérstak- Iega spennandi fyrir ntig því ég veit að Eyjamenn láta í sér heyra ef svo ber undir og við ætlum okkur að standa undir væntingunt þeirra það er alveg á hreinu. "Vestmannaeyjar em lyrsti staðurinn í annarri áætlun okkar við að efla dreifikerfi Tals hf., en í kjölfarið munu Hella, Hvolsvöllur og Borgames koma inn í kerfið. „Við erum að þétta kerfið á höfuð- borgarsvæðinu og í byrjun október mun Grindavík koma inn, eftir farsæla lausn á fjarskiptaaðstöðu þar. Það em ekki nema þrír mánuðir sfðan Tal fór í loftið og það er ljóst að fólk kann að meta samkeppni á þessum markaði. Einnig má bæta því við að því betur sem fólk kann að meta þjónustuna, þeim mun hraðari og meiri getur stækkun kerfisins orðið. Við höfum nú þegar 10% af GSM símamarkaðinum og 15-18 % á því dreifisvæði sem við erum á. Það er ótrúlega góður árangur á ekki lengri tíma og ekki ólíkt því að vinna Islands og bikarmeistartitilinn á sama tímablinu” Ólafur segir að Tal hf. sé öðruvísi fyrirtæki en samkeppnisaðilinn. „Sterkasti leikur okkar í Eyjum er verð, þjónusta og dreifikerfi Tals hf. í bænum. Ég sem Eyjapeyi vil líka sjá Vestmannaeyinga ánægða og við höfum þess vegna miklar væntingar til þeirra. Þróunin á þessum markaði er mjög ör og spennandi að sjá hversu allt skeður hratt. Möguleikarnir eru hins vegar miklir ef fólk vill nota sér þá. Eftir að við komum inn á mark- aðinn hefur verðið lækkað. Það hafa líka verið ákveðin tilboð í gangi og ég tel það af hinu góða og eðlilega þróun af samkeppninni. Það er mikilvægt að hafa val en það er ekkert launungarmál að neytendur standa betur varðandi þjónustu og verð ef þeir skipta við Tal hf. Einnig er eitt mál sem ég vil nefna sérstaklega en það er mál sem stundum hefur valdið misskilningi hjá fólki sem er að fá sér GSM síma. Þó að dreifisvæði okkar í dag nái ekki öllu landinu þá er samt sem áður hægt að hringja út um allt land og allan heim. Það er ekkert því til fyrirstöðu að hringja í hana Gunnu frænku á Akureyri þó ég sé staddur uppi í Suðurgarði. Ég get líka hringt til Adda Óla á Kanaríreyjar þegar hann er staddur þar. Eins getur hún Gunna frænka hringt í mig til Eyja úr landlínusímanum sínum á Akureyri. Þetta atriði hefur valdið nokkrum misskilning og vil ég endilega biðja fólk að hafa samband við okkur ef þetta veldur hugarangri.“ Ólafur segir að upphaflega hafi fyrirtækið aðeins ætlað að vera með GSM símaleigu í Eyjum kringum komu Keikó, hins vegar hafi málið þróast á þann veg að þeir urðu stærri þátttakendur í fréttamiðstöðinni og tekið að sér tengingar fyrir síma og intemet aðgang. „Landssíminn steig út úr þessum hluta jjjónustunnar við fréttamenn, þannig að við stigum inn í þetta ævintýri í samvinnu við Þróunarfélagið, Keiko samtökin og Eyjamenn. Það er mjög mikilvægt að öll aðstaða fréttamanna verði góð því þetta er án efa mesta landkynning sem fslendingar hafa fengið. Ég held að við gerum okkur ekki alveg grein fyrir því hve mikla athygli þessi viðburður fær um allan heim og það tækifæri sem Eyjamenn fá til að koma náttúruperlunni okkar á framfæri. Við erum bara þakklát fyrir að fá að taka þátt í þessu og að^geta aðstoðað þegar á þarf að halda. Ég er fullviss um að þetta er upphafið að frábæru samstarfi milli Eyjantanna og TALs.“ Með þeim orðurn kvaddi þessi hressi fyrrum leikmaður ÍBV og ætlaði að skella sér á leikinn milli ÍBV og FRAM á Hásteinsvellinum. Úlafur fyrtr einhvrjum árum og kílóum síðan meðan hann lék með ÍBV

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.