Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 25.03.1999, Blaðsíða 15

Fréttir - Eyjafréttir - 25.03.1999, Blaðsíða 15
Fimmtudagur25. mars 1999 Fréttir 15 Sjö Islandsmct féllu á IMI Innanhússmeistaramóti íslands í sundi 1999 lauk nú um síðustu helgi. Mótið fór í alla staði vel fram og hefur keppni aldrei verið meira spennandi. Fimm ísiandsmet voru sett í einstaklingsgreinum og tvö í boðsundum. Til marks um hversu jöfn keppnin var þá var metið í 50 metra flugsundi karla og 100 metra flugsundi karla tvíbætt. Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir ÍA settí stúlknamet í 200 metra fjórsundi og 100 metra baksundi, auk þess að synda undir íslandsmeti í 200 metra fjórsundinu, en þar var Lára Hrund á enn betri tíma og setti því metið. Stúlknasveit Ægis setti stúlknamet í 4x200 metra skriðsundi og piltasveit Ægis setti piltamet í 4x100 metra fjórsundi. Omar Snævar Friðriksson SH synti sig inn í ólympíuhóp Sundsambands- ins, þar sem hann náði B lágmörkum FINA(alþjóðasundsambandsins), en ÍSÍ hefur ekki gefið út ólympíulág- mörk. Yfirlit yfir met mótsins: 50m flugsund karla, Ríkarður Ríkarðsson Ægi. 25.17 í undanrásum, bætti eigið met, sem var 25.29. Öm Amarson SH synti á 24.87 í úrslitum, auk þess synti Ríkarður undir meti sínu frá því um morgunin, 25.10 200m fjórsund kvenna, Lára Hrund Bjargardóttir SH á 2:18.81 og bætti hún eigið met sem var 2:20.28. Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir IA synti á 2:20.02, sem er stúlknamet, auk þess synti hún einnig undir Islandsmetinu. lOOm flugsund karla, Friðfinnur Kristinsson Selfossi á 55.66 í undanrásum og bætti met Ríkarðar Ríkarðssonar Ægi, sem var 55.88. Ríkarður Ríkarðsson synti á 55.63 í úrslitum. í 200m skriðsundi synti Öm Amarson undir skráðu Islandsmeti á tímanum 1:50.25. Skráð met er 1:50.63 4x200m skriðsund karla. A-karlasveit SH 7:41.28. Bættu eigið met sem var 7:47.15 4xl00m skriðsund karla. A-karlasveit SH 3:29.95. Bættu eigið met sem var 3:30.36. SH fékk 24 íslandsmeistaratitla, ÍA 5, Ægir 4, Armann 2. Kefiavík 2 og Selfoss 1. Kátir sundkrakkar á Innanhúsmeistarmótí íslands í sundi Frábær árangur 5fl. kvenna Helgina 12. - 14.mars fór fram úrslitakeppni 5.flokks kvenna. Fyrir sjálfa úrslitakeppnina voru haldin þrjú íjölliðamót, sem voru metin til stiga og komust því 10 efstu liðin áfram í þessi úrslit. Þess má geta að IBV var níunda liðið til að komast áfram. Arangur stelpnanna í íjölliðamótunum í vetur hefur verið frekar misjafn. Vegna undangengins árangurs var ekki gert ráð fyrir að þær kæmust í úrslit og sást það á leikjaskipulagi mótsins, þar sem keppni um þrjú efstu sætin byrjaði ekki fyrren klukkan 18:00 og verðlaunaafhending strax á eftir um klukkan 19:30. Attu því Eyjastelpur því lítinn sem engan möguleika á að komast heim það kvöld. En þær létu það ekki á sig fá, heldur sýndu mikinn dugnað og vilja til þess að klára mótið af krafti. IBV lék í A-riðli ásamt Haukum, FH, Fylki og Fram, sem var eftir veturinn með 28 stig af 30 mögulegum, og áttu stelpumar því erfiða keppni fyrir höndum. ÍBV - Fram 11-11 Ema 5, Margrét Lára 4, Sara 2 ÍBV - Fylkir 14-12 Margrét Lára 7, Ema 3, Kristín 2, Sara 1, Halla Björk 1. Eyjastúlkur vom fjómm mörkum undir þegar tæpar 3 mínútur vom eftir af leiknunr og skomðu þær síðan síðustu 6 mörk leiksins ÍBV - Haukar 13-11 Margrét Lára 5, Ema 4, Sara 2, Kristín 1, Halla Björk 1 ÍBV - FH 10-13 Halla 4, Hanna Carla 2, Margrét Lára 2, Ema 2 IBV lenti því í 2. sæti riðilsins og komst því áfram og keppti við IR, sem lenti í l.sæti B-riðils. ÍBV - ÍR 10-13 Margrét Lára4, Ema3, Halla Björk 2, Hanna Carla 1 Eyjastúlkur léku því gegn Fram um 3. sætið og unnu eftir æsispennandi lokamínútur ÍBV - Fram 10-9 Ema 4. Margrét Lára 2, Sara 2, Halla Björk 1, María 1 Með þessunr frábæra árangri sýndu stelpumar mjög góðan karakter og vilja til þess að sigra. Rannveig Rós bætti tíma sína á IMÍ Fyrir Sundfélag IBV kepptu þær Kristina Goremykina og Rannveig Rós Olafsdóttir. Georg Sankovic átti einnig að synda á þessu móti, en hann gat ekki keppt þar sem hann fékk flensu rétt fyrir mótið. Kristina fékk 3218 stig á þessu móti. Hún lenti í öðm sæti í 50m flugsundi og 50m baksundi. Hún varð í fyrsta sæti í lOOm flugsundi(nýtt met hjá ÍBV) og í öðm sæti í lOOm bak- sundi(nýtt met hjá IBV). Rannveig Rós Ólafsdóttir hlaut 1900 stig á mótinu. Hún varð í 12. sæti í 50m flugsundi, 25. sæti í 50m skriðsundi, 12. sæti í 200m skriðsundi og 18. sæti í lOOm skriðsundi. Rannveig Rós bætti sinn eigin tíma í öllum greinunum. Boðsundssveit IBV hlaut 942 stig. A-kvennasveit IBV skipuðu þær; Eva Lind Ingadóttir, Þórey Jóhannsdóttir, Halla Ósk Ólafsdóttir og Rannveig Rós Ólafsdóttir. Þessar stúlkur höfnuðu í 11. sæti í 4x1 OOm íjórsundi. A-kvennasveit ÍBV í 4x1 OOm skriðsundi, skipuðu þær; Rannveig Rós Ólafsdóttir, Eva Lind Ingadóltir, Þórey Jóhannsdóttir og Kristina Goremykina. Stúlkurnar höfnuðu í 8. sæti. Nissandeildin: Loksins, loksins!! Eyjamenn vinna sinn fyrsta útisigur, 21 - 20 Síðasta umferð Nissandeildarinnar fór fram í þar síðustu viku. Eyjamenn sóttu Framara heim í Safamýrina og miðað við gengi ÍBV á útivelli í vetur, voru ekki margir, sem gerðu sér vonir um sigur Eyjamanna í þessum leik. Allt kom fyrir ekki, IBV-liðið kom geysilega vel stemmt til leiks og gerði sér lítið fyrir og lagði heimamenn, 20-21, og tryggði sér þar með 4. sætið í deildinni og þar með heimaleikinn. Eyjamenn mættu geysilega grimmir og baráttuglaðir til leiks og var sóknar- og varnarleikur liðsins með miklurn ágætum. Eyjamenn komust mest í fimm marka forskot í fyrri hálfleik, 3-8, en staðan í leikhléi var, 10-14. Miklar sviptingar voru í síðari hálfleik og komust Eyjamenn í 10-17, en þá kom skelfilegur kafli hjá ÍBV og Framarar náðu að jafna, 18-18. Upphófust nú dramatískar lokamínútur og náðu Eyjamenn að tryggja sér sigur í blálokin, 20-21, með marki frá Svavari Vignissyni. Loksins sigur á útivelli í höfn. Sigmar Þröstur var að vanda góður í markinu og Guðfinnur lét mikið að sér kveða. „ Við náðum upp góðri stemmningu í leiknum. Eg meiddist á æfingu á þriðjudaginn og gat því ekki tekið þátt í upphilun fyrir leikinn, en Guffí hljóp í skarðið og hitaði peyjana upp. Ég er ekki frá því að það hafi haft svona góð áhrif. Fyrri hálfleikurinn var góður hjá okkur en lélegur sóknarleikur í seinni hálfleik hleypti Frömurunum aftur inní leikinn. Við áttum einnig í erfiðleikum í vöminni, því fengum of margar klaufalegar brottvísanir á okkur. En mikil barátta skilaði okkur sigri í lokin og það var ljúft að sjá skotið hjá Svavari inni í marknetinu,” sagði Sigmar Þröstur Óskarsson, fyrirliði ÍBV. Eyjamenn náðu því 4. sætinu í deildinni og mæta Iiði Hauka í úrslitakeppninni. Fyrsti leikur liðanna fer fram hér heima þann 24. mars. Mörk ÍBV: Guðfmnur 8/2, Giedrius 3, Valgarð 3/3, Sigurður 2, Svavar 2, Gunnar 1, Haraldur 1, Daði 1. Varin skot: Sigmar Þröstur 16/1 - 22/2 ! Á myndinni hér til hliðar er A-lið 6. fl. kvenna í handknattleik, en hær lentu í 4. sæti úrslitakeppni íslandsmótsins, sem haldin uar umsíðustuhelgi Gekk illa Helgina 12. - 14.mars lék 3. flokkur karla í sínu síðasta fjöl- liðamóii í vetur. Ekki gekk strákunum nógu vel, tveir sigrar og tvö töp. Urslitin urðu sem hér segir: ÍBV - Grótta/KR 22-25 Unnar 9, Sigurður Ari 5, Elías Ingi 5, Sindri 2, Leó 1 ÍBV - Selfoss 20-15 Sigurður Ari 6, Bjami 6. Unnar 2, Sindri 2, Elías Ingi 2, Leó 1, Davíð 1 ÍBV - Valur2 17-13 Bjarni 5, Elías Ingi 4, Leó 3, Sigurður Ari 3. Davíð 1, Sindri 1 ÍBV - FH 14-17 Bjami 7, Sigurður Ari 2, Sindri 2, Davíð 1, Leó 1, Elías Ingi I. Óvíst er hvort þessi flokkur kemst í úrslit, en strákamir verða að treysta á aukasæti inn í úrslitin. Að sögn Sigurðar Braga- sonar, þjálfara 3. flokks ÍBV, voru þetta svolítil vonbrigði, þar sem þessi flokkur er alveg á meðal sex bestu liða landsins. Æfingaleikir hjá ÍV Körfuknattleiksmenn hjá ÍV, undirbúa sig nú af kappi fyrir úrslitakeppni 2. deildar, sem hefst um helgina. IV lék tvo æfingaleiki við lið af Suðumesjunum unt síðustu helgi. Leikimir unnust báðir, með 11 og 25 stiga mun, en þess iná geta að þessi lið af Suðurnesjunum eru bæði í úrslitakeppni 2. deildar. Eins og fyrr sagði, þá hefst úrslitakeppni 2. deildar um helgina og verður leikið á Sauðárkróki og í Vannahlið fyrir norðan. Fróðlegt verður að fylgjast með drengjunum, en þeir hafa verið óstöðvandi í vetur. Stelpurnar í úrslit Þriðji Ilokkur kvenna lék í fjölliðamóti, helgina 12. - 14. ntars. Stelpumar stóðu sig með miklum ágætum og eru komnar í úrslita- keppnina, sem fram fer 10. apríl, næstkomandi. Urslit urðu sem hér segir: ÍBV-Stjaman 18-15 Hind 5, Anna Rós 4. Eyrún 3, Aníta 2, Edda 2, Bjarný 1, Kolbrún 1 ÍBV - Víkingur 17-15 Hind 8, Anna Rós 3, Aníta 2, Kolbrún 2, Eyriín 1. Edda 1 ÍBV - Fjölnir 11-17 Hind 3, Eynin 3, Anna Rós 2, Edda 1, Bjarný 1, Aníta 1 Fram-ÍBV Fram og ÍBV léku þriðja innbyrðisleikinn í úrslitakeppni 1. deildar kvenna í gærkvöldi. Úrslit lágu ekki fyrir áður en blaðið fór í prentun, en greint verður frá leiknum í næsta blaði. Hræringar hjá Eyja- mönnum Eins og frant hefur komið í ljölmiðlum upp á síðkastið. þá mun landsliðsmarkmaðurinn, Birkir Kristinsson, leika með ÍBV næsta sumar. Þá ntun unglingalandsliðs- markmaðurinn, Kristinn Geir Guðmundsson, úr Val einnig ganga til liðs við Eyjamenn. Aftur á móti hefur Sigurvin Ólafsson gert þriggja ára samning við Fram, Gunnar Sigurðsson er nú til reynslu hjá sænska B-deildarliðinu Brage og þá hefur Gísli Sveinsson ákveðið að veija mark Tindastóls í sumarr. UM HELGINA: Úrslitakeppni 2.deildar í körfu- knattleik hjá IV.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.