Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 24.02.2000, Blaðsíða 13

Fréttir - Eyjafréttir - 24.02.2000, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 24. febrúar 2000 Fréttir 13 Guðjón Hjörleifsson skrifar um skuldir bæjarsjóðs: í 14. sæti af 32 sveitarfélögum með yfir 1000 íbúa Fjármái á f immtudegi Eftir Bjarka Brynjarsson Verð hlutabréfa Ágætu Eyjamenn Ég ætla í þessu blaði og næstu blöðum Frétta að fjalla nokkuð um um fjárhagsstöðu Vestmannaeyja- bæjar. I þessu blaði mun gera grein fyrir skuld- um pr. íbúa í samanburði við önnur sveitarfélög sem em með yfir 1000 íbúa. Síðan mun ég gera grein fyrir þeim framkvæmdum og fjárfestingum sem Vestmannaeyjabær hefur farið í frá því að Sjálfstæðismenn tóku við árið 1990. Að lokum mun ég gera grein fyrir þeirri miklu tekjusveiflu sem getur orðið í samfélagi okkar Eyjamanna, þar sem undirstaða atvinnulífs er sjávarútvegur og ljóst að tekjur geta sveiflast mikið á milli ára þar sem margfeldisáhrif hans ná til flestra þátta atvinnu- og mannlífs. Vestmannaeyjabær í 14. sæti í skuldastöðu pr. íbúa. I töflu sem unnin er úr árbók Sam- bands íslenskra sveitarfélaga árið 1999 um fjárhagsstöðu sveitarfélaga ofl. í árslok 1998 kemur fram að skuldir Bæjarsjóðs Vestmannaeyja em kr. 193.000.- pr. ibúa og er Vest- mannaeyjabær í 14. sæti af þeim 32 sveitarfélögum sem em með yfir 1000 íbúa. Sérstaða Eyjanna í uppbyggingu þjónustu Það má endalaust deila um hvort skuldir séu miklar eða litlar, en það þarf að meta hver staða sveitar- félagsins sé í uppbyggingu á þeirri þjónustu sem til staðar er í sveit- arfélaginu. Vestmannaeyjabær er vegna land- fræðilegrar legu í þeirri stöðu að við þurfum einir að byggja upp alla okkar þjónustu. Það er mjög algengt í dag að sveitarfélög hafa sameinast um uppbyggingu eða útboð á ýmissi þjónustu sem veita þarf í viðkomandi sveitarfélögum. Þjónustustig fyrir 5.500 - 6.000 manna sveitarfélag Vestmanaeyjabær hefur staðið mjög myndarlega að allri uppbyggingu og þjónustu við íbúana, samanborið við önnur sveitarfélög hér á landi. Við sem stjómum þessu bæjarfélagi teljum að þjónustustig sé það hátt hjá okkur, að við gætum verið með 5.500 til 6.000 manna samfélag án þess að það kostaði bæjarfélagið miklar framkvæmdir í viðbót. Á sama tíma hefur Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Þannig er röðin í sveitarfélögum með yfir 1000 íbúa eru Vestmannaeyjar í 14. sæti yfir skuldugustu sveitarfélögin. Sitja Vestmannaeyjar mitt á milli Reykjanesbæjar og Garðabæjar með skuldir upp á 193 þúsund krónur á íbúa sem eru um helmingi minni skuldir á íbúa en í Vesturbyggð sem er á toppnum með 383 þúsund krónur á íbúa. 1. Vesturbyggð 2. Ólafsfjörður 3. Skagafj. 4. ísafjörður 5. Hafnarfjörður 6. Bolungavík 7. Stykkishólmur 8. Snæfellsbær 9. Kópavogur 10. Sandgerði 11. Mosfellsbær 12. Húsavík 13. Reykjanesbær 14. Vestmannaeyjar 15. Garðabær 16. Gerðahreppur 17. Akranes 18. Fjarðarbyggð 19. Hveragerðisbær 20. Dalvíkurbyggð 21. Svfél. Hornafj. 22. Borgarbyggð 23. Siglufjörður 24. Reykjavík 25. Árborg 26. Austur-hérað 27. Bessastaðahr. 28. Húnaþing V. 29. Seltjarnarnes 30. Grindavík 31. Akureyri 32. Ölfus 383.000 355.500 323.100 311.600 297.000 281.400 256.000 245.800 244.000 234.600 223.200 208.800 204.400 193.000 183.200 180.300 178.200 169.500 169.200 162.300 153.100 149.000 143.500 141.200 136.000 124.500 121.000 113.000 112.200 86.400 53.600 39.900 Vesturbyggð, Ólafsfjörður, Skagafjörður, ísafjörður, Snæfellsbær og Vestmannaeyjabær fengu harðort bréf en léttari áminningu fengu Hafnarfjörður, Stykkishólmur, Reykjanesbær og Akranes. Önnur sveitarfélög sem fengu bréf eru með undir 1000 íbúum. borgarstjóri sagt í fjölmiðlum að hver nýr íbúi í Reykjavík kosti borgina um 700.000.-krónur eigi að viðhalda því þjónustustigi sem fyrir er. Lokaorð I bréfi Eftirlitsnefndar um fjármál sveitarfélaga kemur ffam að viðmiðun er tekin af árunum 1996 - 1998 (vægi 1996 20%, 1997 30% og 1998 50%) er því ekki óeðilegt að við lendum þar inni í úttekt þeirra þar sem sam- eiginlegar tekjur bæjarsóðs hafa minnkað töluvert á þessum viðmið- unarárum. Rekstur Vestmannaeyjabæjar og stofnana hans er í góðu jafnvægi og það er ljóst að ef spara á frekar í rekstrinum, þá kemur það nær eingöngu niður á skertri þjónustu og fækkun starfsfólks bæjarins, því launakostnaður er mjög stór hluti af rekstri Vestmannaeyjabæjar. Til samanburðar má geta þess að meðaltekjur bæjarsjóðs af útsvari á verðlagi dagsins í dag uppreiknað með launavísitölu þá eru meðalútsvars- tekjur 1994-1996 liðlega 745 milljónir á móti liðlega 639 milljónum og er mismunurinn rúmar 106 milljónir á ári og munar um minna fyrir rekstur bæjarins. Virðingarfyllst Guðjón Hjörleifxsonbæj arstj óri Talsverðar umræður eru nú í gangi um verð hlutabréfa og horfur á hlutabréfamarkaði. Finnst mörgum að hlutabréf hafi hækkað úr hófi og nú sé verð hlutabréfa almennt orðið of hátt. Nokkuð ber á því að fólk staldri við og spyrji hvort verð hlutabréfa geti hækkað endalaust, hvort hækkun eins fyrirtækis eða hóps fyrirtækja leiði ekki beint til lækkunar á öðrum, o.s.frv. Hér gætir nokkurs misskilnings og því rétt að útskýra í stuttu máli hvað ræður verðmyndun á hlutabréfa- markaði. Nokkrir þættir hafa áhrif á gengi hlutabréfa og koma þar til bæði innri og ytri þættir. Sem innri þætti vil ég nefna beint verðmat fyrirtækja t.d. með greiningu á sjóðstreymi þar sem tekið er tillit til framtíðarvaxtar. Ytri þættir lúta að framtíðarvæntingum ákveðinna sviða t.d. geta fjárfestar haft almenna trú á líftæloiifyrirtækjum og gengi þeirra hækkar vegna mikillar eftirspumar. Annar ytri þáttur er samkeppni hlutabréfa við aðra fjárfestingarkosti t.d. skuldabréf. Til lengri tíma litið getur verð hlutabréfa hins vegar ekki hækkað nema til komi batnandi rekstur fyrirtækja með tækninýj- ungum og hagræðingu. Á síðustu dögum hafa fjölmiðlar beint sjónum sínum að verðlækkunum á innlendum hlutabréfamarkaði og jafnvel talað um hrun á markaðinum. Ekkert virðist þó benda til þess að umtalsverðar Iækkanir verði til lengri tíma. Hlutabréfaverð hefur hækkað gríðarlega mikið á síðustu vikum og ljóst að til þarf að koma einhver leiðrétting á verði þeirra. Fyrirtæki em að skila ársuppgjömm um þessar mundir og er almennt búist við góðum niðurstöðum. Sömu sögu er reyndar að segja á erlendum mörkuðum, reyndar em erlendir markaðir mun næmari fyrir utanað- komandi áhrifum svo sem vaxta- breytingum heldur en íslenski mark- aðurinn. Hefur íslenski markaðurinn haldið áfram að hækka þrátt fyrir hækkandi vexti, en vaxtahækkanir leiða að öðm jöfnu til versnandi afkomu fyrirtækja. Það er því full ástæða til áfram- haldandi bjartsýni á innlenda hluta- bréfamarkaðinum. Smærri fjárfestar skyldu þó huga vel að áhættudreifmgu í eignasöfnum sínum, fjárfesta í hlutabréfasjóðum, traustum skulda- bréfum og erlendum hlutabréfa- sjóðum. Reynslan hefur sýnt að þeir sem þannig haga Ijárfestingum sínum hai'a náð betri ávöxtun til langs tíma heldur en þeir sem veðja öllu á einn hest. Bjarki A. Brynjarsson Forstöðumaður Kaupþings hf. á Suðurlandi Ármann Höskuldsson skrifar: Af fjölbreytni tegundanna Það hefur lengi fylgt manninum mikil árátta til söfnunar. Þannig varð til fyrsti vísir náttúm- minjasafna á öndverðri síðustu öld. Einnig hafa oft á tíðum myndast mikil söfn í einkaeigu sem hafa að geyma lífvemr og aðrar minjar úr náttúmnni. Fyrr á öldinni þótti mikill fengur að svona söfnum og þykir jafnvel enn. Þannig hafa fyrrverandi einkasöfn oft orðið til þess að byggðafélög hafa tekið sig til og stofnað náttúm- gripasöfn utan um fyrrverandi einka- söfn sem þau hafa verið arfleidd að. Safnáráttu fylgir gjaman sá siður að þeim mun sjaldgæfari sem hluturinn er því eftirsóttari verður hann. Þetta hefur leitt til þess að að sumar tegundir dýra hafa komist á skrá yfir dýr í útrýmingarhættu. I öðmm tilvikum hefur þetta leitt til þess að fundarstaðir náttúmgripa hafa eyði- lagst eða stórlega skemmst. Þannig fór fyrir geirfuglinum sáluga að hann þótti eftirsóttur til matar og var einkar auðveld bráð þar sem hann var ekki fleygur. Þegar veiðar á honum hófust fyrir alvöm var hann drepinn íhundmðum þúsunda eintaka, uns honum hafði fækkað svo að ekki þótti lengur vert að gera út á geirfuglaveiðar lengur. En þá tók við annað og ekki betra, en það var að fuglinn var orðinn svo sjaldséður, að söfnumm þótti fengur að hafa hann í söfnum sfnum. Þannig mun nokkuð ljóst vera að síðustu geirfuglamir sem vom drepnir, vom þeir sem féllu fyrir hendi safnara og útsendara þeirra. íslendingum hefur lengi verið núið því um nasir að hafa fellt þann síðasta er sögur fóm af og þekkja sjálfsagt flestir þá sögu. En ástæða þessarar umræðu, um söfnun og sjaldgæfi, er sú að senn fer að vora hér í Eyjum og farfuglar streyma inn á sumarstöðvar sínar til að fjölga sér og töfra okkur Eyjamenn með söng sínum. Nú nokkur sumur í röð hefur borið á sjaldgæfum tegundum hér við Eyjar. Hér minnist ég sérstaklega hvíta hrossagauksins sem hér sást og unga hans sem líka vom hvítir. Sérstakt var það að þessi gaukur kom hér alla vega tvö sumur í röð og gat af sér afkvæmi. Vonandi kemur hann líka aftur í sumar og þá líka ungar hans og geti af sér fleiri hvíta gauka. Það væri skemmtilegt ef við hér í Eyjum gætum státað af stofni hvítra hrossagauka eftir nokkur sumur. En forsendur þess em að einkasafnarar hefti söfnunargleði sfna og leyfí þeim að fjölga sér í friði. Þannig eigum við náttúmlega að láta okkar annars fyrirmyndar náttúm- gripasafn sjá um að safna þeim sýn- ishomum sem við teljum nauðsynlegt að eiga, en leyfa hinum lifa eðlilegu lífshlaupi í náttúmnni. Kannski kemur þá upp eitthvað sem undirstrikar enn frekar sérstöðu Vestmannaeyja, eins og hvítir hrossagaukar. Höfundur erforstöðwnaður Náttúrustofii Suðurlands í Vestmannaeyjum.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.