Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 11.05.2000, Blaðsíða 8

Fréttir - Eyjafréttir - 11.05.2000, Blaðsíða 8
8 Fréttir Fimmtudagur 11. maí 2000 í Utlendinganefndin fundaði í Eyjum -Georg Kr. Lárusson, fyrrum sýslumaður fór fyrir hópnum Á hverju ári heldur Norræna útlend- inganefndin ráðstefnu og er hún haldin til skiptis á Norðurlöndunum. f þessari nefnd eiga sæti fulltrúar frá útlendinga- eftirlitum Norður- landanna, utanríkisráðu- neytum, embættum ríkislögreglustjóra, dómsmálráðuneytum og innanríkisráðuneytum. Kann vel við sig í nýju starfi í síðustu viku hélt nefndin fund sinn í Vestmannaeyjum, en það er í fyrsta sinn sem hún kemur saman í Eyjum . Georg Kr. Lárusson, fyrrverandi sýslumaður Vestmannaeyja og núverandi forstjóri Utlendingaeftir- litsins segist kunna ágætlega við þetta nýja starf. Hann segir að það sé þannig með þennan málaflokk að allir hafi skoðanir á honum. „Það má segja að umræðan almennt um útlendingamál hér á landi hafi þróast í þá átt að vera ákaflega viðkvæm. Þetta er spennandi og krefjandi starf. Við Islendingar erum 10 til 15 árum á eftir nágranna- þjóðum okkar hvað varðar þróun útlendingamála og ættum við því að geta lært af þeim, þetta þýðir samt ekki að við höfum 10 til 15 ár upp á að hlaupa því þetta er brýnt málefni.“ Þorði að fara til Eyja Georg sagði í stuttu spjalli við Fréttir að á þessum fundum væru teknar ákvarðanir og mörkuð stefna um sameiginleg málefni Norðurlandanna í innflytjenda- og útlendingamálum. „Nú er þessi ráðstefna haldin á Islandi að þessu sinni. Það hefur verið til siðs að halda þessar ráðstefnur á frekar afskekktum stöðum og helst á eyjum. Síðast var ráðstefnan haldin á Got- landi og fyrir nokkrum árum á Svalbarða. Til þessa hafa komið fram margítrekaðar óskir um að koma til Vestmannaeyja, en Islendingar hafa ekki þorað að taka þá áhættu að fara til Eyja vegna óstöðugleika í veðri og hugsanlegs vandræðagangs í tengslum við það. I fyrrahaust tók ég þá ákvörðun að halda ráðstefnuna í Vest- mannaeyjum og sé ekki eftir því. Hér eru allir sælir og glaðir og þykir þetta stórkostlegt ævintýri enda höfum við notið einstakrar þjónustu og lipurðar á allan hátt en Jói Henna hefur verið okkar aðal tengiliður og reddari, ásamt sínu í'ólki." En hvaða stefnumörkun er það að halda þessar ráðstefnur á Eyjum? „Það er nú bara til þess að hafa þessa fundi öðruvísi, en aðra fundi Norðurlandanna, þjappa fólki saman og í þessu tilfelli sýna nágrönnum okkar einn stórkostlegasta stað á landinu. Georg segir að höfuðvið- fangsefni fundarins sé að fjalla um aukinn straum fólks frá Austur- Evrópu og Asíu til Norðurlandanna og þá sérstaklega málefni hælisleitenda. Island er kannski ekki mjög stór aðili í þessu, en engu að síður höfum við snertipunkta í öllum þessum málum og sem dæmi má nefna að við höfum hugsanlega 50 hælisleitendur á ári á meðan Norðmenn eru með 10 þúsund og Svíar með 12 þúsund, þannig að stærðarmunurinn á þessum málum er mikill. Við vitum að innflytjendamál HÓPURINN framan við Ásgarð þar sem ráðstefnan var haldin. hafa vaxið nágrönnum okkar yfir höfuð, því erum við að reyna að læra af þeim, m.a. hvemig Isiendingar geta bmgðist við auknum straumi inn- flytjenda og um leið hvemig við getum veitt því fólki, sem til okkar kemur, góða þjónustu og tekið á móti því með sóma og prýði.“ Aftarlega á merinni Georg segir að í raun séu Islendingar mjög aftariega á merinni hvað varðar reglusetningu um máleihi útlendinga. „Við heyrum hér á þessum fundum að löggjöftn og lagaframkvæmd á hinum Norðurlöndunum em mun skýrari um þennan málaflokk. Hins vegar hefur dómsmálaráðherra boðað að lagt verði fram fmmvarp til nýrra útlendingalaga á næsta þingi þar sem tekið er heilstætt á þessum mála- flokki." Georg segir að Norðurlöndin öll haft þrengt mjög aðgengi að sínum löndurn. I Noregi og Danmörku gildir svo kallað „invandrings stop" og verulegar takmarkanir em á flutningi fólks til Svíþjóðar og Finnlands. „I raun má segja að Norðurlöndin taki ekki við innflytjendum nema á gmnd- velli fjölskyldusameiningar sem hefur og verið þrengd mjög ásamt því sem sönnunarkröfur um tengsl hafa verið auknar m.a. með því að fólk er krafið um DNA próf til söpnunar um fjölskyldutengsl. Hér á Islandi má í raun segja að litlar sem engar tak- markanir séu á flutningi fólks til landsins Það er auðvitað í verkahring stjómmálamanna að taka ákvarðanir um það hvort við ætlum að takmarka aðgengi útlendinga að landinu eða ekki. Við hjá Utlendingaeftirlitinu höfum í sjálfum sér enga skoðun á því, en hins vegar hafa Norðurlöndin öll tekið ákvaraðanir í þá átt að takmarka mjög aðgengi útlendinga að sínum löndum, en jafnframt hafa þeir sett reglur og tekið ákvarðanir um að þeir útlendingar sem koma skuli njóta réttar, þeim hjálpað og þeir aðstoðaðir við að aðlagast og ná fótfestu, ef þeim er veitt búseta í viðkomandi landi. Þetta eru auðvitað reglur sem við þurfum að setja og móta.“ Er merkjanleg aukning útlendinga frá fyrrum Austantjaldslöndunum til Góður árangur á Kiwanis- sundmóti Dagana 28.-30. apríl fór fram Kiwanissundmótið hér í Eyjum. Olíkt því sem áður hefur verið um þessi mót, þá var hér um opið mót að ræða. Mótið sóttu fjölmargir sundmenn ofan af landi, eða 106, auk 34 heimamanna. Mótshaldið gekk hið besta fyrir sig og var árangur mjög góður. Til marks um góðan árangur heima- manna þá voru sett átta Vestmanna- eyjamet og 18 sundmenn héðan náðu lágmörkum á aldurmeistaramót Is- lands, sem haldið verður í sumar. Samtals unnu heimamenn til sjö gullverðlauna, sjö silfurverðlauna og tíu bronsverðlauna. Framfarir ungra sundmanna héðan hafa verið miklar og má í því sam- bandi nefna að A-meyjasveit ÍBV vann á mótinu 2 boðsund og er nú í íslands? , Já á síðustu árum höfum við merkt mjög mikla aukningu í flutningum fólks til landsins. Það þekkja allir flutning fólks frá fyrrum Júgóslavíu til Norðurlandanna og þar er ísland engin undantekning. Það hefur því orðið vart mikillar aukningar eftir að jámtjaldið féll og sér í lagi á síðustu tveimur árum. En það er ljóst að aukning er á flutningum fólks til íslands frá öllum rikjurn. Sem dæmi má nefna að á milli áranna 1998 og 1999 erum við með allt upp í 300% aukningu í ákveðnum málaflokkum og þá á ég við fjölda hælisleitenda, dvaíarleyfum fjölgaði um 44 % og erlendum ríkisborgurum búsettum á íslandi um 68%.“ ALLS tóku 140 keppendur þátt í Kiwanismótinu sem gekk hið besta fyrir sig og árangur mjög góður. 1-2 sæti á lanþsvísu á þessu keppnistímabili. írena Lilja Har- aldsdóttir skipar og 1.-2. sæti í 100 m. bringusundi meyja eftir sigur á mótinu. í áraraðir hafa þeim keppendum af báðum kynjum, sem bæta sig mest milli Kiwanissundmóta, verið veittir veglegir farandbikarar. Að þessu sinni hlutu Kiwanisbikarana þau Eva Ösp Örnólfsdóttir og Bonni Sigur- jónsson. Eva bætti tíma sinn í 200 m. skriðsundi um 38,3 sek. milli ára, en Bonni bætti tíma sinn í 100 m. bringusundi um 8,4 sek.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.