Vestfirðir - 11.01.2013, Blaðsíða 14
14 11 janúar 2013
STOFNAÐ 1987
M
á
lv
e
rk
:
Ú
lf
a
r
Ö
rn
einstakt
eitthvað alveg
Ú r v a l e i n s t a k r a m á l v e r k a o g l i s t m u n a e f t i r í s l e n s k a l i s t a m e n n | Sk ipholt 50a S ími 581 4020 | www.gal ler i l i s t . i s
Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517-6460
www.belladonna.is
Verslunin Belladonna á Facebook
Stærðir 38-58
ÚTSALAN
HAFIN
30%–50%
afsláttur af útsöluvörum
Djúpvegur, Reykjanes – Hörtná hlaut
viðurkenningu Vegagerðarinnar
Vegagerðin veitir viðurkenn-ingu vegna hönnunar og frágangs vegamannvirkja á
þiggja ára fresti. Tilgangurinn með
viðurkenningum er að efla vitund um
útlit og frágang mannvirkja meðal
starfsmanna og verktaka Vegagerðar-
innar, srtuðla að umræðu þar um og að
vitna um ákveðinn vilja yfirstjórnar-
innar á þessu sviði. Umhverfis- og ör-
yggisnefndir Vegagerðarinnar tilnefna
þau mannvirki sem þau telja skara
fram úr hverju sinni. Dómnefnd fer og
skoðar allar tilnefningar og metur þær.
Á árinu 2011 hlaut viðurkenningin
nafnið ,,Varðan” og mun heita það í
framtíðinni. Þann 11. desember sl. var
þessi viðurkenning veitt í fjórða sinn,
og nú fyrir verk sem lokið var við á
árunum 2008 – 2010. Mannvirkið sem
hlaut viðurkenningu að þessu sinni er
Djúpvegur, Reykjanes – Hörtná við ut-
anverðan Mjóafjörð. Vegurinn liggur
um fjölbreytt og fallegt landslag, um
nes, firði, eyju og hálsa. Á honumeru
nokkrar brýr, þar af ein yfir Reykja-
fjörð, önnur fyrir Vatnsfjarðarós og
þriðja yfir Mjóafjörð. Vegurinn er vel
lagður og gjörbreytir samgöngum um
Ísafjarðardjúp til hins betra.
Verktaki var í sameiningu tvö
vestfirsk fyrirtæki, KNH ehf. og
Vestfirskir verktakar. Valið var óvenju
erfitt að þessu sinni enda um mörg
svokölluð ,,góðærisverkefni” að ræða.
Bolungarvíkurgöng
og Þröskuldar
Önnur verkefni á Vestfjörðum sem
voru í hópi níu verkefna sem komu
til greina voru Bolungarvíkurgöng
sem er að mati dómnefndar afar gott
mannvirki út frá öryggi vegfarenda
og mjög góður frágangur á veginum
framhjá Hnífsdal.Við gangamunnana
hefði hins vegar mátt huga betur að
aðliggjandi landslagi, línur varnarga-
rða eru heldur beinar og í akbrautinni
eru nokkrar misferlur. Einnig kom
vegurinn um Þröskulda til álita en
þessi samgöngubót styttir vegaleng-
dina um Djúpveg til Ísafjarðar um
40 km og eykur öryggi vegfarenda á
leiðinni. Skeringar og litbrigði í um-
hverfinu leika fallega saman þegar
ekið er í norðurátt og landslagið sem
vegurinn liggur um í skeringunni upp
frá Króksfirði nýtur sín vel að mati
dómnefndarinnar.
Hermann Þorsteinsson og Sveinn Ingi Guðbjörnsson frá Vestfirskum verktökum
ásamt Hreini Haraldssyni vegamálastjóra við afhendingu viðurkenningarinnar.
Brúin yfir Mjóafjörð milli Kleifa og Látranúps er glæsilegt og minnistætt kennileiti í landslaginu. Áningarstaðir við
brúna í Mjóafirði eru vel staðsettir til útivistar.