Vestfirðir - 11.01.2013, Blaðsíða 4

Vestfirðir - 11.01.2013, Blaðsíða 4
4 11 janúar 2013 Vestfirðir – Ljósmyndabók: Fróðleg og skemmtileg bók sem allir unnendur Vestfjarða ættu að eiga Bókin Vestfirðir — Ljósmynda-bók, kom út skömmu fyrir síðustu jól. Bókin inniheldur rúmlega hundrað ljósmyndir frá fimm- tíu Vestfirðingum. Hér er um einstaka ljósmyndabók að ræða sem lýsir vel landslagi, mannlífi og dýralífi á Vest- fjörðum. Bókin sem hefur verið slétt ár í vinnslu er fyrst og fremst hugarsmíð Flateyringsins Eyþórs Jóvinssonar í Vestfirsku versluninni. Bókin byggist á því að safnað var saman 50 Vest- firðingum í eina bók, þar sem hver og einn fékk eina opnu fyrir sínar myndir af Vestfjörðum, þ.e. Vestfirðingar að mynda Vestfirði. Ljósmyndararnir eru jafnt áhuga- og atvinnumenn, þeir sem eru að stíga sín fyrstu skref í ljósmyndun og aðrir sem hafa myndað í yfir hálfa öld. Allt frá 15 ára stelpu til karla á besta aldri. Fyrir vikið er bókin einstaklega fjölbreytt, myndefni margvíslegt og víðsvegar af Vestfjörðum. Það er mjög athyglisvert að sjá hversu stóran sess hafið skipar í í náttúru og menningu Vestfjarðar. Hafið kemur fyrir í 43 af 50 opnum bókarinnar og í bókinni má finna níu báta en ekki einn einasta bíl. Útgáfa bókarinnar er styrkt myndarlega af Menningarráði Vestfjarða. VestFIRÐIR 1. tBL. 2. ÁRGANGUR 2013 Útefandi: Fórspor ehf., Suðurlandsbraut 54, 108 Reykjavík. Ábyrgðarmaður: Ámundi Ámundason, auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason sími 824-2466, netfang amundi@fotspor.is. auglýsingar: Sími: 578-1190 & netfang: auglysingar@fotspor. is. ritstjóri: Geir A. Guðssteinsson, sími: 898-5933 & netfang: geirgudsteinsson@ simnet.is. Prentun: Ísafoldarprentsmiðja, 3.000 eintök. dreifing: Íslandspóstur. FRÍBLAÐINU VESTFIRÐIR ER DREIFT Í 3.000 EINTÖKUM Á ÖLL HEIMILI OG FYRIRTÆKI Á VESTFJÖRÐUM Hvað boðar nýárs blessuð sól segir í nýárssálmi sr. Matthíasar Jochum-ssonar. Gott væri að hún boðaði einingu meðal þjóðarinnar, einingu meðal þeirra sem sitja á Alþingi og í bæjarstjórnum víðs vegar um landið, enda veitir ekki af að skapa tiltrú almennings á þeim og þeirra störfum sem þar eiga sæti. Því fyrr sem kjörnir fulltrúar átta sig á því að þetta argaþras sem víða á sér stað er ekki til fagnaðar, og ekki að skapi flestra þeirra sem kusu þá til þessara starfa, því betra. Í áramótaræðu forseta Íslands var margt sagt sem voru orð í tíma töluð. Forseti sagði að vissulega hefur margt tekist vel á liðnum árum og okkur miðar í átt til endurreisnar, jafnvel betur en öðrum þjóðum. Samt mætti samstaðan vera meiri, átökum oftar stillt í hóf því sundrung er sjaldan til farsældar, veikir jafnt þjóðir sem fjölskyldur. Í kjölfar bankahrunsins var þörfin á nýjum samfélagssáttmála sett á dagskrá og áréttað að hann skyldi binda í stjórnskipun. Ýtt var úr vör við upphaf nú- verandi kjörtímabils með tvö meginmarkmið að leiðarljósi: Ný stjórnarskrá skyldi byggð á sáttmála þjóðarinnar. Og hún ætti að vera einföld og skýr. Góðar hugmyndir birtust svo í tillögum stjórnlagaráðs og njóta margar víðtæks stuðnings. Ný ákvæði um rétt þjóðarinnar til að krefjast atkvæðagreiðslu um hin stærstu mál, ótvíræð þjóðareign á auðlindum, aukið sjálfstæði dómstóla og víðtækari mannréttindi – allt er þetta og margt annað til bóta. Í haust var haldin ráðstefna í Edinborgarhúsinu á Ísafirði um framtíð sjáv- arbyggða á Vestfjörðum, þar sem fjallað var um stöðu Vestfjarða og framtíð. Á ráðstefnuna mættu margir af helstu sérfræðingum landsins um málið, a.m.k. að því að talið er, og ráðstefnan reyndist býsna fjölsótt og leiddi að vissu marki til til upplýstrar umræðu um stöðu og framtíð svæðisins. Sjáv- arútvegur er ein af lykilatvinnugreinum Vestfjarða, atvinnugreinin byggir á sjávarauðlindinni og er framtíð svæðisins samofin því hvernig til tekst að ná sem mestum verðmætum úr auðlindinni með sjálfbærum hætti. Staða atvinnulífs og viðvarandi fólksflótti á Vestfjörðum eru áhyggjuefni sem íbúar, sveitarstjórnarmenn, ríkisvald og atvinnulíf þurfa að hugsa um með lausna- miðuðum hætti. Markmið skipuleggjenda ráðstefnunnar var að ráðstefnan sjálf gæti verið mikilvægt innlegg í upplýstri og faglegri umræðu um framtíð sjávarbyggða á Vestfjörðum og verður gefið út ráðstefnurit með greinum byggt á erindum fyrirlesara sem voru fjölmargir og mjög áhugaverðir flestir hverjir. Það vekur hins vegar athygli að fjórum mánuðum síðar hefur þetta rit ekki séð dagsins ljós, en vonandi stendur það til bóta., kannski liggur alls ekkert á þrátt fyrir allt? Er til betri leið til að hefja nýja árið en með árangursríkri markmiðasetn- ingu? Eitt af einkennum þeirra sem að ná lengra er að þeir setja sér sjálfum og fyrirtækjum sínum eða fyrirtækjum sem þeir vinna hjá skýr markmið. Á markvissan hátt eru skoðaðar leiðir til að nálgast megi markmiðin þannig að þau raunverulega náist og farið er yfir góð ráð til að takast á við þær hindranir sem birtast hverju sinni, sem auðvitað birtast alltaf öðru hverju. Með því að gefa sér tíma eru viðkomandi betur færir um að ná markmiðum sínum, hvort sem að það er í starfi eða einkalífinu. Blaðið VESTFIRÐIR óskar lesendum sínum gleðilegs og farsæls árs! Geir A. Guðsteinsson ritstjóri Verkefni hins nýja árs og framtíð vestfirskra byggða Leiðari Afleiðing ofsaveðursins á Vestfjörðum um hátíðarnar: Afhendingaröryggi raf- orku á Vestfjörðum fjarri því að vera ásættanlegt Út er komin ársskrýsla starfs-hóps um afhendingaröryggi raforku á Vestfjörðum. Skýr- slan var kynnt af á fundi ríkisstjórnar- innar 21. desember sl. að hálfu Stein- gríms J Sigfússonar atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra. Starfshópurinn var settur á laggirnar samkvæmt sam- þykkt ríkisstjórnarfundar á Ísafirði þann 5. apríl 2011. Hlutverk hópsins er að fylgja eftir markmiðum stjórnvalda um aukið afhendingaröryggi raforku á Vestfjörðum. Mikilvægt er að þessi skýrsla komi nú fram inn í umræðu um þá stöðu sem kom upp í óveðrinu í lok síðasta árs. Stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga hefur kallað eftir umræðu þetta alvarlega mál og falast eftir eftir viðbrögðum stjórnvalda um aðgerðir til lengri og skemmri tíma litið. Krist- ján Hálfdánarson orkubússtjóri var kallaður suður á fund umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um stöðu mála og hvað sé til úrbóta. Veðurofsinn sem gekk yfir Vest- firði um hátíðarnar afhjúpaði alvar- lega veikleika í raforku, samgöngu- og fjarskiptamálum Vestfirðinga og krefst skýringa. Hindra þarf með öllum ráðum að sagan endurtaki sig. Tekið skal undir þau orð Ólínar Þorvarðardóttur þingmanns að það gangi ekki öllu lengur að allar leiðir til og frá höfuðstað Vestfjarða séu lok- aðar dögum saman vegna snjóþyngsla og snjóflóðahættu. Súðavíkurhlíðin er snjóflóðakista sem lokast iðulega þegar ofankoma verður meiri en í meðallagi – en þessi vegur er helsta samgöngu- æðin milli Ísafjarðar og umheimsins yfir vetrarmánuðina. Þetta sýnir að jarðgöng milli Engidals og Álftafjarðar verða að komast á framkvæmdastig hið fyrsta, og inn á samgönguáætlun strax í framhaldi af Dýrafjarðargöngum. Fjarskipti fóru úr skorðum, varaafl- stöðvar Orkubús Vestfjarða voru bil- aðar á versta tíma, rétt eins og eftirliti, viðhaldi og álagsprófun hafi alls ekki verið sinnt þrátt fyrir að starfsmönnum OV hafi mátt ljóst vera af veðurspám í hvað gæti stefnt. Það vekur undrun, svo ekki sé tekið dýpra í árinni, að ekki skyldu strax gefnar út tilkynningar í gegnum almannavarnir um það hvað væri í gangi í rafmagnsleysinu. Fólk sat í köldum og dimmum húsum tímunum saman í öryggisleysi án þess að vita nokkuð.Vestfirðingar eiga einfaldlega betra skilið. Séð heim að Fremri Breiðadal í Önundarfirði um hátíðarnar. Forsíða bókarinnar flytur lesandann m.a. nær villtu dýralífi Vestfirðingafjórðungs.

x

Vestfirðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirðir
https://timarit.is/publication/1082

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.