Vestfirðir - 10.10.2013, Blaðsíða 10
www.bbkeflavik.com
Aðeins 8.500 kr. fyrir tveggja manna herbergi!
Gistihús Keflavíkur · Keflavíkurflugvelli · Valhallarbraut 761 · 235 Reykjanesbæ
Sími 426 5000 · gistihus@internet.is
Láttu fara vel um þig nóttina fyrir eða eftir flug og gistu hjá okkur.
Við geymum bílinn fyrir þig, keyrum þig upp á flugvöll
og sækjum þig aftur þér að kostnaðarlausu.
Ertu á leiðinni til eða frá landinu?
Morgunverður er innifalinn
Þráðlaus nettenging
Rúmgóð herbergi með gervihnatta-
sjónvarpi og baði
Því ekki að byrja eða enda fríið í Bláa
Lóninu, aðeins um 15 mín. akstur frá
okkur, eða skoða Víkingasafnið, gamla
hervöllinn og Reykjanesið?
Við erum vel staðsett til að njóta alls
þess sem Reykjanesið hefur upp á að
bjóða. Tilvalið fyrir hvataferðir, fundi eða
rómantískar stundir.
Gott verð! Gildir til 1. maí 2014.
10 10. október 2013
Skólamjólkurdagurinn minnir
á heilbrigði mjólkurdrykkju
Miðvikudaginn 25. septem-ber sl. var Alþjóðlegi skóla-mjólkurdagurinn haldinn í
fjórtánda sinn víða um heim fyrir til-
stuðlan Matvælastofnunar Sameinuðu
þjóðanna. Í tilefni dagsins buðu ís-
lenskir kúabændur með aðstoð frá
Mjólkursamsölunni öllum 70.000 leik-
skóla- og grunnskólabörnum landsins
upp á mjólk í skólunum. Reiknað var
með að drukknir hafi verið alls sextán
þúsund lítrar af mjólk þennan dag.
Á Alþjóðlega Skólamjólkurdeg-
inum er vakin athygli barna, foreldra
og starfsfólks skólanna á mikilvægi
mjólkur í fæði barnanna. Á Skóla-
mjólkurdaginn er einnig árlegri teikni-
samkeppni hleypt af stokkunum þar
sem öllum nemendum 4. bekkjar er
boðið að taka þátt í samkeppninni.
Myndefnið er algjörlega frjálst en
æskilegt er að það tengist hollustu
mjólkurinnar fyrir ungt fólk. Mjólk
er mjög próteinrík og auk þess mik-
ilvæg uppspretta 14 lífsnauðsynlegra
vítamína og steinefna í fæðunni. Sér-
staða mjólkur felst meðal annars í því
hve góður kalkgjafi hún er en kalk er
mjög mikilvægt fyrir byggingu beina,
ekki síst á uppvaxtarárum.
Björn Birkisson, bóndi í Botni í
Súgundafirði segir það mikilvægt að
vera með skólamjólkurdag og minna
á mikilvægi mjólkur í fæðukeðj-
unni. Borgarbúar fjarlægist stöðugt
þá góðu ímynd sem var fyrr á árum
um sveitirnar enda fara færri börn í
sveit núorðið, býlum hefur fækkað en
það hafa jafnframt stækkað og orðið
mun tæknivæddari. ,,Einnig er fólk
til sveita í auknu mæli að sækja með
búskapnum atvinnu með búskapnum
og oft fellur það með því að keyra
börnin í skóla, oft í næsta þéttbýl-
isstað. Það er alltaf verið að halda
uppi áróðri gegn mjólkurdrykkju,
jafnvel næringafræðingar telja sumir
að mjólk sé aðeins dýrafóður. Smjör
var úthrópað fyrir nokkrum árum en
nú sér allt skynsamt fólka að fita er
nauðsynlegur þáttur í fæðukeðjunni,”
segir Björn Birkisson.
Á Botni eru um 65 árskýr og alls um
200 nautgripir en þeir bræður Björn í
Botni og Svavar í Birkihlíð eru þar með
félagsbú. Björn er einnig með fjárbú
sem hann er með einn og eru þar um
300 ásettar ær. Þessa dagana er verið
að senda lömb í sláturhús, en slátrað er
á Sauðárkróki en þangað eru 500 km.
Mjólk er góð!
Séð yfir Suðureyri.
Bolungarvík:
Mynd af Bjöggu vatns-
bera í félagsheimilið
Soffía Vagnsdóttir og Roland Smelt komu 24. september sl. á fund bæjarráðs Bolungarvíkur
með færandi hendi, en þau voru með
listaverkið Vatnsberinn eftir lista-
konuna Kjuregei Alexöndru Argu-
novu. Myndin sýnir Aðalbjörgu
Þórðardóttir sem var þekkt undir
nafninu Bjagga vatnsberi. Aðalbjörg
var fædd 24. september 1874 og var
myndin því afhent á fæðingardegi
hennar.
Soffía Vagnsdóttir, fyrir hönd
bolvískra kvenna, afhenti listaverkið
Bolungarvíkurkaupstað til varðveislu
með ósk um að listaverkinu verði
komið fyrir á fallegum stað i Félags-
heimili Bolungarvíkur. Bæjarráð
þakkaði bolvískum konum framtakið
og samþykkti að að listaverkið fái að
njóta sín í félagsheimilinu.
bjagga Vatnsberi.
Rækjuvinnslan Kampi
á Ísafirði segir upp
öllu starfsfólki
Starfsfólki rækjuvinnslunnar Kampa ehf. á Ísafirði, alls 32 manns, var sagt upp störfum í
dag vegna óvissu í öflun hráefnis og
boðaðrar kvótasetningar úthafsrækju
samkvæmt hugmyndum nýrrar rík-
isstjórnar Sjálfstæðisflokks og Fram-
sóknarflokks. Uppsögnin er með
lögbundnum þriggja mánaða upp-
sagnarfresti. Kampi stendur frammi
fyrir því að þurfa að endurskipuleggja
reksturinn, gangi þessar áætlanir eftir.
Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að við-
skiptabátar Kampa ehf muni fá 8% af
úthlutaðri aflahlutdeild í stað þeirrar
28% hlutdeildar sem þeir hafa fengið
undanfarin þrjú ár. Næstu vikur
munu fara í endurskipulagningu og
á þeim tíma verða teknar ákvarðanir
um hvernig rekstri félagsins verður
háttað í náinni framtíð.
Kampi ehf. starfrækir einnig fisk-
vinnslu í Bolungarvík, en þar hefur
engum verið sagt upp. Þá liggur ekki
ljóst fyrir hvort útgerðir í tengslum
við eigendur Kampa, Birnir ehf. og
Sædís ehf. sem gera út togarana Ís-
björn, Gunnbjörn og Valbjörn, grípi
til uppsagna í kjölfar nýskipunar í
veiðum á úthafsrækju.
Kampi rekur ennfremur rækju-
mjölsverkmiðju í Bolungarvík sem
eðlilega tengist því að fyrirtækið
Kampi fái að veiða rækju, helst í svip-
uðu magni og síðustu ár, en afkasta-
geta verksmiðjunnar á Ísafirði er hins
vegar mun meiri en sem því nemur.
, ,,en það er þó nánast óhjákvæmi-
legt ef úthlutun rækjukvótans verður
eitthvað í líkingu við það sem hug-
myndir eru um nú,” segir á heimasíðu
Kampa ehf. Forsvarsmenn Kampa ehf.
vonast til þess að ekki komi til frekari
uppsagna og að framtíðin beri með
sér bjartari vonir um aukna hráefn-
isöflun, svo að hægt verði að draga
uppsagnir til baka að öllu eða ein-
hverju leyti.
kampi rekur rækjumjölsframleiðslu í bolungarvík, og eru mjölið mjög
eftirsótt á mörkuðum.
Auglýsingasíminn er 578 1190
Netfang: auglysingar@fotspor.is.