Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 24.01.2002, Blaðsíða 9

Fréttir - Eyjafréttir - 24.01.2002, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 24. janúar 2002 Fréttír 3 Sameining Bæjarveitna og Hitaveitu Suðurnesja samþykkt í bæjarstjórn -Hlutahafafundur Suðurnesjamanna hefur síðasta orðið og verður haldinn í dag Sameining Bæjarveitna og Hita- veitu Suðurnesja var tekin til at'greiöslu í bæjarstjórn fininitu- daginn 17. janúar. Var hún saniþykkt með fjórum atkvæðum meirihluta sjálfstæðismanna gegn þremur atkvæðum Vestmannaeyja- listans. Kaupsanmingurinn var samþykktur í stjórnum felaganna með fyrirvara um samþykki bæjar- stjórnar Vestmannaeyja og hlut- hafafundar Hitaveitunnar. Afstaða Vestmannaeyjalistans kom nokkuð á óvart því flokkurinn hafði tekið þátt í samningaferlinu í stjóm Bæjarveitna frá upphafi og ekki gert athugasemdir við samninginn og full- trúi þeirra í samninganefndinni, Andrés Sigmundsson, hafði látið í ljós ánægju sína með samninginn í grein í Fréttum. I Fréttum í síðustu viku sagði Þorgerður Jóhannsdóttir, oddviti Vestmannaeyjalistans, að vissulega væri ekki gott að missa forræðið í orkumálum en sennilega væri ekki um margt að velja. FORVERI Bæjarveitna, Rafveita Vestmannaeyja var stofnsett árið 1915. Verði af sameiningunni lýkur tæplega 90 ára kafla í orkumálum Eyjanna. afstöðu þeirra til að hafna sölu Bæjar- Erfíð fjárhagsstaða bæjarsjóðs Vestmannaeyjalistinn lagði fram ítar- lega bókun í bæjarstjóm þar sem sagði að ljóst væri að sameiningin geti haft í för með sér bæði kosti og galla fyrir hagsmuni Vestmannaeyja. Talsverð kosningalykt er af bókun- inni því fjárhagsstaða Vestmanna- eyjabæjar er fyrirferðarmikil í bók- uninni. „Hún er orðin svo bágborin að nauðsynlegt er að grípa til róttækra aðgerða til þess að koma í veg fyrir algert hmn. Því er Ijóst að Vest- mannaeyjabæ er nauðsynlegt að lækka skuldir sínar sem hrannast hafa upp stjómlaust í stjómartíð Sjálf- stæðisflokksins á undanfömum ámtn. Sameining Bæjarveitna Vestmanna- eyja og Hitaveitu Suðurnesja nú getur verið ein leið til þess að grynnka á skuldum bæjarfélagsins. Það hlýtur þó að teljast skelfilegt minnismerki um fjármálastjóm sjálfstæðismanna að sjá á eftir einu rótgrónasta og best rekna fyrirtæki bæjarfélagsins til þess að bjarga bæjarfélaginu frá fjárhagslegu hmni," segir í bókuninni. Líka segir að bæjarfulltrúar Vest- mannaeyjalistans hafi á undanförnum ámm bent á afar slaka og í raun hætmlega fjárhagsstöðu bæjarfélags- Þorgerður Jóhannsdóttir fulltrúi Vestmannaeyjalistans í bæjarráði bókaði eftirfarandi á fundi ráðsins á mánudaginn. „Óska eftir áliti bæjarlögmanns á því hvort heimilt sé að reka vatns- veitur af hlutafélagi samkvæmt núgildandi lögum." Svohljóðandi bókun barst þá frá Elsu Valgeirsdóttur og Guðjóni Hjör- leifssyni, fulltrúum Sjálfstæðis- flokksins. „Við viljum benda á að enn á ný er bæjarfulltrúi V-listans að gera sölu á Bæjarveitum Vestmannaeyja tortryggilega. Það er búið að gera ins. „Jafnframt höfum við bent á að leita verði allra leiða til þess að ráða bót þar á. Sjálfstæðismenn í bæjar- stjóm Vestmannaeyja hafa til þessa látið þessar ábendingar sem vind um eyru þjóta og því er fjármálum bæjarfélagsins komið sem komið er. Nú hafa sjálfstæðismenn að því er virðist gert sér grein fyrir þessari alvarlegu fjármálastöðu og sjá þá einu leið út úr ógöngunum að selja Bæjarveitur Vestmannaeyja." Aðrar athugasemdir sem koma fram í bókuninni eru miklar efasemdir um tímasetningu sameiningarinnar nú og bent er á að ný raforkulög hafa ekki verið samþykkt á Alþingi og ekki virðist samkomulag innan ríkstjómar- llokkanna um lagafmmvarpið. „Nýir möguleikar til orkuöflunar, þ.m.t. í Vestmannaeyjum, em að verða sífellt ódýrari og þar með skapast hugsan- lega fjölþættir möguleikar til eflingar stjóm Bæjarveitna og bæjarfulltrúum grein fyrir stöðu málsins og breytingar á núverandi lögum sem liggja fyrir í félagsmálaráðuneytinu og hafa verið kynntar fulltrúum vatns- og orku- veitna. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja ekki ástæðu til að eyða fé skattborgara í þetta álit þar sem það er oft búið að gera stjóm Bæjarveitna og bæjarfulltrúum grein fyrir því, og nú síðast þann 17. desember sl. Við viljum benda bæjarfulltrúum V-listans á að kynna sér málið enn og aftur hjá veitustjóra, en málið er búið að vera til Bæjarveitna Vestmannaeyja. í þessu sambandi má benda á ódýrari öflun vindorku eins og fram hefur komið síðustu daga. Þá má benda á að vafi hlýtur að leika á því hvort heimilt er að fela hlutafélagi rekstur Vatnsveit- unnar. Með hliðsjón af þessu getum við ekki fallist á sölu Bæjarveitna Vestmannaeyja nú en erum tilbúin að skoða málið aftur í heild sinni þegar ný raforkulög hafa verið samþykkt og frekari möguleikar til orkuöfiunar í Vestmannaeyjum hafa verið kannaðir nánar," segir í bókuninni sent Ragnar Óskarsson, Þorgerður Jóhannsdóttir og Guðrún Erlingsdóttir skrifuðu undir. Sjálfstæðismenn vom eðlilega ekki sammála og létu bóka furðu sína á afstöðu bæjarfulltrúa Vestmannaeyja- listans og bókun þeirra við afgreiðslu málsins. „Ljóst er að þeir þættir sem fram koma í bókun þeirra og skýra skoðunar í stjórn Bæjarveitna í nokkuð langan tíma. Að framansögðu sjáum við ekki ástæðu fyrir því að leita álitsins heldur viljum beina því til bæjarfulltrúa V-listans að fylgjast betur með því sem gerist á fundum sem þeir em sérstaklega boðaðir á.“ Þorgerður svaraði með nýrri bókun. „Bendi á fyrri bókanir okkar á bæjar- stjómarfundi 17. janúar og minni á að breytingar á orkulögum hafa ekki verið samþykktar. Ekki er því heimilt að reka vatnsveitu í formi sameignar- félags eða hlutafélags.'1 Sjálfstæðisflokkurinn kom þá með veitna hafa verið vandlega yfirfamir af nefnd sem starfaði fyrir stjóm Bæjarveitna og veitustjóri hefur kynnt fyrir stjórn Bæjarveitna og bæjarfull- trúum bæði hvað varðar orkulög, rekstur Vatnsveitu og fleira. Afstaða bæjarfulltrúa V-listans er köld vatns- gusa og vantraust á formann V-listans, sem sæti átti í nefndinni og hefur mælt fyrir málinu á opinbemm vettvangi. Með afstöðu sinni em bæjarfulltrúar V-listans að bera pólitíska hagsntuni sína fram yfir heildarhagsmuni Vest- mannaeyjabæjar og íbúanna sem þar búa,“ segir í bókun sjálfstæði smanna sem Guðjón Hjörleifsson, Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir, Helgi Bragason og Elsa Valgeirsdóttir skrifuðu undir. Enn gengu klögumálin á víxl og nú var komið að Vestmannaeyjalistanum sem taldi sig vera að gæta hagsmuna Vestmannaeyinga best. „I bókun nýja bókun. „Við viljum benda á að það hefur alltaf verið kynnt hvemig staða fmmvarps um ný orkulög er og allir bæjarfulltrúar og stjórn Bæjar- veitna em meðvituð um það. Við viljum jafnframt benda á að Örkuveita Reykjavíkur, sem er sameignarfélag, rekur vatnsveitu í Reykjavík og á Akranesi og sér um vatnsöflun fyrir Garðabæ og Kópavog. Heimild er fyrir þessu þangað til ný lög hafa verið samþykkt. Viljum við hvetja fulltrúa V-listans til að taka upp nýja stefnu og setja hagsmuni Vestmannaeyja ofar pólitískum hagsmunum." okkar er sú afstaða skýrð til fullnustu og ítrekum við það hér. Við bemm fullt traust til allra nefndarmanna sem unnu að málinu f.h. Bæjarveitna en teljum að ekki haft til hlítar fengist niðurstaða við þau atriði sem við bendum á í bókuninni. Öllu tali um pólitíska hagsmuni vísum við til föðurhúsanna,“ sögðu þau. Vildi ná fram því besta fyrir bæjar- félagið -segir Andrés Sig- mundsson, fulltrúi V-listans í samninganefndinni Andrés Sigmundsson, stjórnarmaður í Bæjarveitum, sat í nefnd sem lagði til að Bæjarveitur Vestmannaeyja og Hitaveita Suðurnesja sameinuðust. „Það sem vakti lýrir mér var eingöngu að ná fram því besta fyrir bæjarfélagið. Eg mælti eindregið með þessu og þetta er stærsta mál sem við höfum farið í gegnum í langan tíma. Það er brýnt að þetta fari í gegn því þetta er mikið hagsmunamál fyrir Vestmannaevinga,“ sagði Andrés. Átök í bæjarráði: Má Hitaveita Suðurnesja sjá um vatnsveituna fyrir bæinn?

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.