Fréttir - Eyjafréttir - 24.01.2002, Blaðsíða 6
6
Fréttir
Fimmtudagur 24. janúar 2002
Allra veðra von á tónlistarhátíð ungra hljómsveita í Höllinni á laugardaginn
Made in China ætlar að sjá og sigra
-Óvíst með Brutal því einn úr sveitinni er kominn á sjó
Þegar félögunum í hljómsveitinni
Made in China datt í hug að halda
litla tónleika í sal Listaskólans gátu
þeir ekki ímyndað sér hversu mikið
þessi hógværa hugmynd átti eftir að
vinda upp á sig.
Þeirra hugsun var að halda tónleika
til að fjármagna kaup á græjum sem
þá vantar í hljómsveitina. Fljótlega
fengu þeir hljómsveitarmeðlimi Bmtal
til að vera með sér í þessu og svo átti
enn önnur unglingahljómsveitin úr
Eyjum, Pink Out að spila fyrir þá í
hléum.
Nú nokkrum vikum síðar hafa þeir
sett á laggimar stórtónleika ellefu
unglingahljómsveita víðs vegar að af
landinu og verða þeir á laugardaginn í
Höllinni. Tónleikahaldið hefur fengið
nafnið Músík festival, allra veðra von
og er meginmarkmiðið að koma
ungum óþekktum tónlistarmönnum á
framfæri.
Sigurvegarar músíktilrauna í fyrra
verða meðal þeirra sem koma fram, en
það er hljómsveitin Andlát. Heró-
glímur sem lenti í þriðja sæti í sömu
keppni verða einnig ásamt hljómsveit-
unum Fake disorder, Hinir Endalausu,
Org, Anobish, Caslor, Raper, Dauður
Hross og Valíum frá Vestmanna-
eyjum, en það er nýtt nafn á hljóm-
sveitinni Pink Out. Að sjálfsögðu
verða svo Made in China á svæðinu
og mjög líklega Brutal, þó ekki sé það
frágengið þar sem gítarleikarinn er á
sjó.
Hljómsveitimar koma víða að, t.d.
frá Akureyri, Selfossi, Suðurnesj-
unum, Seyðisfirði, Hellu og af
höfuðborgarsvæðinu og má búast við
stuði í Höllinni frá klukkan 17.00 á
laugardag.
Meðlimir Made in China eiga hug-
myndina að þessum tónleikum en þeir
hafa fengið góða hjálp við undir-
búninginn. „Við viljum sérstaklega
þakka Brynjari Frímannssyni rótar-
anum okkar og Óðni Hilmissyni sem
hefur hjálpað okkur mikið, eins hafa
Grímur og Simmi í Höllinni verið
einstaklega liðlegir við okkur,“ sögðu
þeir félagar sem stefna ótrauðir á sigur
í Músíktilraununum í febrúar.
„Við værum ekki að fara nema við
teljum okkur geta sigrað." Hljóm-
sveitin Made in China stefnir á að fara
í hljóðver í páskafríinu og líklega
verður um að ræða annað hvort
hljóðverið September eða Sýrland.
Þeir munu spila þann 22. febrúar á
Músíktilraunum en nóg verður að gera
hjá þeim þá helgi. „Við spilum á
föstudagskvöldi í Reykjavík og eigum
að vera á laugardeginum að spila í
Vatnaskógi, þannig að ef við
komumst í úrslit þá verður laugar-
dagurinn svolítið strembinn hjá okkur,
enda eigum við þá að spila á tveimur
stöðum.“
Þeir segja þessa tónleika opna fleiri
möguleika íyrir þá. „Þetta gefur okkur
tækifæri til þess að kynnast öðrum
hljómsveitum og sjá hvað þeir eru að
gera.“
Tvö lög verða frumflutt á tónleik-
unum af hljómsveitinni og segja þeir
félagar að fleiri lög séu á leiðinni frá
þeim. Óli Palli, dagskrárgerðarmaður
á Rás 2, verður kynnir á tónleikunum
en hann er með þáttinn Rokkland sem
margir kannast við og eins er ekki
ólíklegt að leynigestur verði á svæð-
inu, gömul poppstjama. 12 ára
aldurstakmark er á tónleikanna sem
hefjast klukkan 17.00 og er aðgangs-
eyrir 800 krónur.
Irkið helsti auglýsingamiðill
okkar
Fljótlega eftir Þjóðhátíð var hljóm-
sveitin Brutal stofnuð, en hún telur sex
meðlimi og spila þeir rokktónlist.
Andri Eyvindsson er aðallagahöf-
undur sveitarinnar og spilar jafnframt
á hljómborð. „Við höfum haldið um
þrjátíu æfingar en vegna aðstöðuleysis
höfum við ekki getað æft eins mikið
og við hefðum viljað," sagði Andri og
bætti við að Óðinn Hilmisson hafi
skotið yfir þá skjólshúsi og leyft þeim
að æfa heima hjá sér. En það sé alveg
ljóst að ef hljómsveitin á að þrífast
þurfa þeir aðstöðu til frambúðar.
„Við höfum komið fram fjórum
sinnum opinberlega og stefnum
ótrauðir á Músíktilraunir í febrúar."
Þrátt fyrir ungan aldur hljómsveit-
arinnar eiga þeir fjögur frumsamin
lög, eitt þeirra, lagið Shouting out loud
er þriðja vinsælasta lagið á vefsíðunni
rokk.is, en þar getur þú náð í lög frá
ýmsum hljómsveitum sem eru að
koma sér á framfæri.“
Andri segir að stefnt sé að því að
koma með disk á árinu. Aðspurður
hvort draumurinn sé ekki að verða
frægur segir Andri að auðvitað væri
gaman að komast langt og það gæti
allt eins komið fyrir þá eins og aðra.
„Við höfum fengið frábærar viðtökur
á laginu og það hvetur okkur til að
taka upp fleiri lög. Við erum tilbúnir
með tvö önnur lög sem heita It never
changes og Killer instinct og fleiri í
vinnslu.“
Andri segist sérstaklega vilja þakka
ANDRI: Irkið er helsti auglýsingastaðurinn okkar og lagið Shouting
out loud hefur dreifst ótrúlega hratt vegna umsagnar á irkinu og ber
að þakka það,
Óðni og Högna bróður hans fyrir alla
hjálpina. „Eins má nefna Eggert í
Tónlistarskólanum og alla sem hafa
staðið við bakið á okkur, reddað okkur
aðstöðu og aðra hjálp.“
Andri segir að intemetið sé sá stað-
ur sem nýtist þeim best í að koma
sinni tónlist á framfæri. „Irkið er helsti
auglýsingastaðurinn okkar og lagið
Shouting out loud hefur dreifst ótrú-
lega hratt vegna umsagnar á irkinu og
ber að þakka það,“ sagði Andri
Eyvindsson að lokum.
Óvíst er hvort hljómsveitin Brutal
kemur fram á tónleikunum á
laugardag þar sem annar gítarleikari
hljómsveitarinnar er á sjó og tveir
meðlimir hljómsveitarinnar eiga allt
eins von á því að vera kallaðir á ung-
lingalandsliðsæfingu í knattspymu, en
þetta verður ekki ljóst fyrr en nær
dregur helgi. En þeim sem áhuga hafa
á að hlusta á kappana er bent á að fara
á vefsíðuna rokk.is og hlusta á fyrsta
lag þeirra, Shouting out loud.
Sigursveinn.
MEÐLIMIR Made in China fóru til Óskars ljósmyndara í
myndatöku og er einn liðurinn í því að koma sér á framfæri.
Óðinn Hilmisson hjálparhella:
Nú er komin fram kynslóð sem nennir
Mikil vakning hefur verið undan-
farið hjá ungum tónlistarmönnum
og spretta unglingahljómsveitir upp
hver á eftir annari.
Þetta byrjaði þegar unglingahljóm-
sveitin Made in China fékk tækifæri
að spila á síðustu þjóðhátíð og síðan
þá hafa sjö unglingahljómsveitir verið
stofnaðar. Það sem helst tefur fyrir
framfömm hjá þessum krökkum er
aðstöðuleysi, en æfmgahúsnæði er af
skornum skammti sem og almennur
hljómsveitarbúnaður.
Óðinn Hilmisson hefur verið við-
loðandi hljómsveitarbransann frá því
að hann var unglingur og starfaði
sjálfur í þessum bransa, m.a. í ung-
lingahljómsveitinni Titanic þannig að
hann þekkir vel til þeirra vandkvæða
sem geta fylgt.
„Það jaðrar við bítlaæði hvemig
vakningin hefur verið hér síðustu
mánuði en ég er voðalega hræddur um
að aðstöðuleysi eyðileggi töluvert
þessa þróun. Eins vantar þá græjur til
að byrja. Vil ég hvetja alla sem luma á
græjum að redda strákunum, til að
koma þeim af stað.“
Óðinn er á því að tvær af þeim
hljómsveitum sem komið hafa fram
séu metnaðarfyllstu hljómsveitir sem
komið hafa fram í Vestmannaeyjum.
„Bæði strákamir í Made in China
og Bmtal em að semja sjálfir, þetta em
strákar frá 14 til 17 ára og lögin þeirra
em mjög góð. Sérstaklega er hægt að
nefna Andra Eyvindsson
hljómborðsleikara Brutal. Er ég á því
að þar sé stórtónskáld að koma upp.
Ég hef unnið töluvert með móður
hans, Báru Grímsdóttur, og sé að í
syninum er sama náðargáfan þegar
kemur að tónlist,“ sagði Óðinn og
bætti við að hljómsveitirnar tvær séu
þær efnilegustu sem komið hafa fram
síðan Logar sáust fyrst.
Óðinn hefur ákveðnar skoðanir á
því hvað betur má fara varðandi
aðstöðu fyrir þessa stráka. „Núna er
Bmtal með aðstöðu heima hjá mér,
reyndar eins og Tónsmíðafélagið og
má kannski segja að heimili mitt sé
undirlagt að vissu leyti undir þetta.
Það er alveg ljóst að það gengur ekki
til lengdar og bæjaryfirvöld verða að
koma inn í þetta,“ sagði Óðinn.
Benti hann á að ef skoðaðir em
aðrir staðir á landinu þá eru félags-
heimilin yfirleitt með aðstöðu fyrir
hljómsveitir til að æfa sig og því ekki
hér?
„Þetta verður að ganga fljótt fyrir
sig, þessir strákar eru ekki síður
dýrmætir en t.d. íþróttamenn og það
hefur sýnt sig að þeir unglingar sem
nenna em annað hvort í íþróttum eða
tónlist. Þetta em ótrúlega duglegir
strákar og ég vill meina að upp sé
komin ný kynslóð sem nennir að hafa
fyrir hlutunum, en það vantar að
styðja við bakið á þeim.“
Óðinn nefnir sem dæmi um hvað
þurfi að gerast, að vera með hljóm-
sveitarlöggu. „Þetta væri aðili sem
kann á flest hljóðfæri og getur hjálpað
þeim í gegnum smávandamál sem
eiga það oft til að stoppa þessa krakka,
og koma þeim vel af stað á hverju
hljóðfæri fyrir sig.“
Óðinn segir alveg sama hvort um er
að ræða íþróttastarf, kórstarf eða
hljómsveitarstarf, þetta sé allt á
svipuðum nótum. „Óft er um að ræða
að einn eyðileggur fyrir heildinni og
prímadonnur halda þessum hlédrægu
niðri, það er alveg sama hvort um er
að ræða unglinga eða fullorðið fólk,
alla vega er fullorðna fólkið ekkert
betra og besta dæmið um þetta er
George Harrison sem var örugglega
besti söngvari Bítlanna en fékk ekkert
að vera í frontinum fyrr en allt var
sprungið í loft upp,“ sagði Óðinn
Hilmisson að lokum.