Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 19.09.2002, Blaðsíða 7

Fréttir - Eyjafréttir - 19.09.2002, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 19. september 2002 Fréttir 7 Vika símenntunar í Vestmannaeyjum: Margt í boði fyrir áhugasama í tilefni viku símenntunar var efnt til kynningar í Fram- haldsskólanum síðasta fimmtudagskvöld þar sem ýmsir aðilar kynntu starfsemi sína. Aherslan var á tungumál og tölvur og ýmis námskeið sem fólki standa til boða. Var úrvalið öllu meira en við mátti búast, t.d. námskeið í sálfræði og stærðfræði, kynnt voru tölvunámskeið, fjarnám og námskeið Endurmenntunar- stofnunar svo eitthvað sé nefnt. Athyglisverð námskeið hjá Rauðakrossinum ERLA og Björg í Sprett úr spori kynna það sem þær hafa fram að færa. Lóa Skarphéðinsdóttir, hjúkrunar- fræðingur og kennari, kynnti nám- skeið sem Rauði kross íslands býður upp á í Vestmannaeyjum. „Fyrst skal nefna 16 tíma námskeið í skyndihjálp og ef vel á að vera þarf fólk að sækja slík námskeið annað hvert ár til að fylgjast með nýjungum. Einnig erum við með námskeið í sálrænni skyndihjálp og mannlegum stuðningi. Eg hef verið með svona námskeið fyrir lokaða hópa en nú á að opna þau almenningi. Markmiðið er að fólk geri sér betur grein fyrir eðlilegum við- brögðum þeirra sem lenda í sárs- aukafullum aðstæðum. Fólk getur lært hvernig það getur veitt stuðning og umhyggju þegar erfiðleikar steðja að og fær upplýsingar um þau úrræði sem þjóðfélagið býður upp á í tengsl- um við sálræna skyndihjálp og stuðn- ing. Þetta er fýrsta stigið í áfallahjálp sem flestir fá hjá sinni íjölskyldu. Ekki ber að líta á þetta sem meðferð heldur námskeið til að skilja mannlegar tilfmningar og viðbrögð,“ sagði Lóa. Þriðja námskeiðið fjallar um slys á bömum. forvamir og skyndihjálp. „Það hel'ur verið ætlað dagmæðmm en það hentar öllum foreldmm." sagði Lóa að lokum. Styrkur til félaganna Drífandi stéttarfélag var á staðnum þar sem þau Amar Hjaltalín formaður og Guðný Oskarsdóttir varaformaður stóðu fyrir svörum. „Við stöndum ekki fyrir námskeiðum en félagið styrkir þá félaga sem vilja sækja ein- hver námskeið," sagði Guðný í samtali við Fréttir. „Þeir sem hafa greitt 10.400 krónur í félagsgjöld síðustu tólf mánuði eða á skemmri tíma fá allt að 60% af námskeiða- gjaldi frá félaginu en þó aldrei meira en 27.000 krónur á ári. Undantekning er meirapróf bifreiðastjóra, þeir sem fara í það frá okkur fá 42.500 krónur." Guðný sagði að Drífandi reyni ekki að hafa áhrif á hvaða námskeið fólk sækir. „Við styrkjum öll námskeið nema þau sem flokkast undir tómstundir. Hugsunin er að fólk styrki stöðu sína á vinnumarkaði, hvetjum við alla til að fara og ef við fréttum af athyglisverðum námskeiðum látum við okkar félagsmenn vita af þeim. Núna er að fara af stað námskeið, 193 í sálfræði sem Elliði Vignisson verður með í Framhaldsskólanum. Teljum við að fólk eigi fullt erindi á námskeiðið sem byggir fólk upp. Með þessu eru félagar í Drífanda að fá félagsgjöldin til baka og gott betur,“ sagði Guðný að lokum. Námskeið í að skapa Verslunin Sprett úr spori stendur fyrir ýmsum námskeiðum og voru nokkur þeirra kynnt á fimmtudaginn. Þar voru mættar mæðgumar Erla Einarsdóttir og Björg Valgeirsdóttir og var mikið GUÐNÝ og Arnar Hjaltalín sögðu að Drífandi bjóði félögum sínunt styrki ætli þeir á námskeið. HÖSKULDUR Kárason frá Vinnueftirlitinu sagði að stofnunin stæði fyrir ýmsum námskeiðum sem öll tengjast atvinnulílinu. #V1NNUEFTIRLITID «■ 1 ikín if-srf'J LÓA Skarphéðinsdóttir kynnti námskeið sem Rauði krossinn býður upp á í Vestmannaeyjum. að gera hjá þeim. „Við kynntum námskeið í kortagerð þar sem við höfum fengið Hönnu Þórðardóttur í lið með okkur. Þar getur fólk fengið leiðsögn í gerð jólakorta og fleiri tækifæriskorta. Einnig verðum við nteð námskeið í gerð íkonamynda sem er sígilt form á málverkum sem eiga rætur í kristinni trú. Loks eru það svo námskeið í handmálun sem við höfum verið með. Viðtökurnar voru góðar þannig að ég er bjartsýn á að þetta gangi upp hjá okkur,“ sagði Björg. Kirkjan er líka með námskeið Séra Þorvaldur Víðisson, nýr prestur Landakirkju, var mættur og kynnti þrjú námskeið sem kirkjan býður upp á í október og nóvember í haust. Oll standa þau eina kvöldstund, hefjast með erindi og á eftir em umræður um efnið undir stjóm prestanna. „Fyrsta námskeiðið er um hjóna- bandið,“ sagði Þorvaldur. „Þar tökum við fyrir hjónabandið, ástina, sam- skipti og leiðir til að gera gott hjónaband betra. Við leggjum áherslu á að hjón komi saman á námskeiðin en ekki bara annað. Það skilar betri árangri.“ Annað námskeiðið er um sorg og missi. „Það er almennt um sorg og sorgarviðbrögð og svo barnamissi. Þetta námskeið er ætlað þeim sem hafa upplifað sorgina og hefst eins og hin námskeiðin með stuttu erindi. Þriðja námskeiðið er um unglinginn í okkar samfélagi þar sem farið er inná unglingamenninguna, dægurlög og kvikntyndir sem unglingarnir sækja. Athugað er hvaða skilaboð ungling- arnir meðtaka í gegnum þessa miðla. Námskeiðið er ætlað foreldrum eða forráðamönnum unglinga og skoðum við lfka stöðu Almættisins í dægur- lögum og kvikmyndum,“ sagði Þor- valdur. Um 800 manns hafa sótt námskeið Vinnueftirltsins Höskuldur Kárason, tæknifulltrúi Vinnueftirlits ríkisins á Suðurlandi ineð aðsetur í Eyjum, var mættur til að kynna námskeið sem haldin eru á vegum Vinnueftirlitsins. Meðal þeirra eru námskeiðin, Stjómandinn og vinnuvernd sem ætlað er verkstjórum, deildarstjórum og öðrum stjómendum. Þá er í boði námskeið fyrir öryggistrúnaðarmenn, sem eru fulltrúar starfsfólks og öryggisverði á vinnustöðum sem eru starfsmenn fyrirtækjanna. Önnur námskeið em námskeið í stjóm og meðferð vinnuvéla, bygg- ingakrananámskeið, sprenginámskeið og námskeið fyrir stjómendur bíla sem flytja hættulegan farm. „Það hafa um 800 manns sótt vinnuvélanámskeiðin í Vetmannaeyj- um síðan ég byrjaði hjá Vinnueftir- litinu," sagði Höskuldur en þau em á vegum Vinnueftirlitsins. „Önnur námskeið sem tengjast okkur em stærra námskeið vinnuvéla sem Iðntæknistofnun, Ökuskóli ís- lands og Ökuskóli Suðurlands hafa boðið upp á í Vestmannaeyjum. Við höfunt aðstoðað við skráningu og ég hef kennt á þessum námskeiðum. Þá má nefna ýmis sérhæfð námskeið og fyrirlestra sem sérfræðingar úr Reykjavík hafa haldið, t.d. um inniloft, móttöku nýliða, hættuleg efni, hávaða, einelti og áreitni á vinnustað, skjá- vinnu og líkamsbeitingu," sagði Höskuldur.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.