Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 19.09.2002, Blaðsíða 12

Fréttir - Eyjafréttir - 19.09.2002, Blaðsíða 12
12 Fréttir Fimmtudagur 19. september 2002 Mikill munur á milli veðurathugunarstöðva: Vestmannaeyjabær ekki hálfdrættingur á við Stórhöfða FRIÐRIK við veðurathugunarstöðina við kyndistöðina. Tilgangur hennar er tvöfaldur, að afla upplvsinga um veðurfar í Eyjum og þjóna bæjarbúum. Þegar þetta er skrifaö eru aust- suöuustan 16 metrar á Stórhöfða og tíu stiga hiti. A sama tíma sýndi veðurstöðin Vestmannaeyjabær níu metra úr sömu átt og 11 stiga hita og á þriðju veðurathugunarstöð- inni, sem er á Nýjahrauni, voru liðlega tíu metrar og hitinn losaði tíu gráður. Þessi mismunur er staðfesting á þeirri vissu Eyjamanna að Stórhöfði er mesti rokrass í heimi og þeirri vitn- eskju sinni deildu þeir með öðrum landsmönnum. Staðfestinguna fengu allir oft á dag í veðurfréttum Veður- stofunnar í Utvarpinu þar sem Stórhöfði bar yfirleitt höfuð og herðar yftr aðrar veðurstöðvar með sín tólf vindstig og gott betur þegar best lét. Vestmannaeyingar hafa verið svo- h'tið viðkvæmir fyrir þessu, benda á að Stórhöfði er fjall, nær 130 metra hátt og því ósanngjamt að veðurleg ímynd Vestmannaeyja skuli byggjast á tölum þaðan. Það hafði lengi verið draumurinn að fá veðurstöð í bænum og nú er hann orðinn að veruleika og gott betur því tvær nýjar stöðvar voru settar upp í sumar, önnur við kyndistöðina við malarvöllinn og hin á Nýjahrauni. Mörgum bæjarbúum fannst stað- setningin við kyndistöðina úl í hött því í miklum austanveðmm kemur sterkur vindstrengur á milli Eldfells og Helgafells og skellur á þessu svæði. Þessar áhyggjur virðast hafa verið ástæðulausar því yfirleitt er vind- mælirinn við kyndistöðina, sem hjá Veðurstofunni heitir Vestmannaeyja- bær, hálfdrættingur miðað við Stórhöfða. Oskar Sigurðsson, sem ráðið hefur ríkjum í Stórhöfða í áratugi og fylgst þar með veðri og vindum, segist hafa fylgst með nýju veðurstöðinni eins og hver annar. Hans skoðun er að yfirleitt muni helming á vindhraða. „I suðvest- anveðrinu sunnudaginn 1. september sá ég aldrei meira en sex vindstig niðri í bæ en þá fór vindhraðinn hjá mér upp í 37 metra eða liðlega tólf vindstig," sagði Oskar. „Þetta er ótrúlega mikill munur en það vantar lengri reynslu til að geta borið þetta saman af einhverju viti.“ Þegar Oskar var spurður um veðrið í sumar var hann nokkuð sáttur. „Það var gott í heildina en undanfarið hefur verið nokkuð blautt og svo hefur verið síðan í ágúst. I gær og fram á nótt var úrkoman 50 mm og gerist hún sjaldan meiri," sagði Oskar en rætt var við hann á þriðjudaginn í síðustu viku. Hitaveita Suðumesja borgaði öll tæki við stöðvamar á Nýjahrauni og Kyndistöðina með sérstökum verk- takasamningi við Veðurstofuna, að sögn Friðriks Friðrikssonar veitustjóra HS í Vestmannaeyjum. Hann segir að vindur á hrauninu sé heldur meiri en við Kyndistöðina, einkum í austanátt en annars sé um helmingsmunur á vindi í bænum og á Stórhöfða. „Til- gangurinn er að afla upplýsinga um veðurfar í Vestmannaeyjum, vind og annað slíkt en við emm alltaf að hugsa um vindmyllur til orkuframleiðslu og að þjóna bæjarbúum,“ sagði Friðrik. Á mánudaginn vann Sigurjón Jóhannsson að því að koma upp bættu hljóðkerfi í Bíóinu. Bætt hljóðkerfi í Bíóinu Sigurgeir Seheving, rekstraraðili Bíósins, fékk til sín mann í síðustu viku til að laga hljóðkerfi hússins. Um var að ræða Sigurjón Jóhannsson sem rekur eigið fyrirtæki sem sérhæfir sig í uppsetningu og viðhaldi hljóðkerfa í bíóhúsum landsins. Sigurjón sagði um að ræða stillingu á leiserlesara á hljóðið sem gerir það að verkum að tónsviðið verður víðara. Er þetta að sjálfsögðu allt tölvustýrt og sagði hann að styrkurinn færi úr átta kílóriðum upp í sextán. „Einnig er verið að setja upp djúpbassa hátalara og þá verður kerfið komið eins nálægt digital hljóðkerfi og hægt er að komast,“ sagði Sigurjón og bætti við að það þurli mjög æft eyra til að heyra muninn. Fyrsta sýningin í Bíóinu er fyrirhuguð á sunnudaginn en þá verður myndin Pétur Pan sýnd. Neiverslunin fleece.is íVm: Hafa fengið pantanirfró Singa- poreog Serbíu Sprett úr spori hefur settaf stað netverslunina fleece.is. í boði er llísfatnaður sem Björg Valgeirsdóttir hannar og saumar ásamt Erlu Einarsdóttur móður sinni. Netverslunin var opnuð formlega 20. júní en Guðbjörg Ingólfsdóttir, verslunarstjóri í Föndru í Reykjavík, hannaði og setti upp síðuna. Á netinu er hægt að kaupa peysur, kjóla og barnafatnað úr flísefni og til stendur að bæta við fleiri vörutegundum s.s. húfum, vettlingum og ungbarnavörum. „Eg elska flís og flísvörur en mér fannst vörur úr þessu efni vera of sportlegar og vanta dömulegri fatnað. Þetta hefur auðvitað verið að þróast undanfarin ár. Eg hef verið að sauma flísfatnað og útbúa snið sem fólk hefur fengið hjá mér, þessi vara hefur verið vinsæl og því ástæða til að bjóða hana á netinu.“ Af hverju á netinu? „Markaðurinn er lítill og við erum ekki með gegnumstreymi í bænum eins og til dæmis á Selfossi. Eg bjóst við að markhópurinn yrði á íslandi en netið er auðvitað á heimsvísu. Við höfum þegar fengið tvær pantanir frá Singapore og eina frá Serbíu. Verslunin fór rólega af stað en við fáum fleiri og fleiri pantanir. Björg segir netverslunina vera viðbót við annað sem þær Erla eru að gera. „Við erum með verslun hér og ætlum að halda því áfram. Þá erum við með trévörur sem Erla sér alfarið umog seljum mikið upp á land. Ég hef haft mikið að gera við að merkja íþróttagalla og handklæði í sumar og er þegar farin að fá pantanir fyrir jólin. Þá er ég að búa til snið og þykist vera hætt að sauma fyrir fólk en þó koma alltaf upp ákveðin verkefni.“ Þær mæðgur Erla og Björg hafa staðið fyrir mörgum námskeiðum og nú er að hefjast námskeið í gerð íkonamynda, kortagerð og fleiru. „Bútasaumsklúbburinn er alltaf í gangi og trúlega verður námskeið eftir áramótin. Við höfum alltaf nóg að gera, tíminn er fljótur að líða, og við látum okkur ekki lciðast, “ sagði Björg að endingu og kvaðst vera bjartsýn á framtíðina í Eyjum. SÝNISHORN af flísfatnaði sem hægt er að kaupa á Netversluninni fleece.is. Björg hannar fötin og saumar ásamt Erlu móður sinni.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.