Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 12.12.2002, Side 8

Fréttir - Eyjafréttir - 12.12.2002, Side 8
8 Fréttir Fimmtudagur 12. desember 2002 Fundur stéttarfélaganna um atvinnumál: Grípa þarf til ráðstafana Áfundi sem Drífandi stéttarfélag, Sveinafélag járniðnaðarmanna, Sjómannafélagið Jötunn og Verslunarmannafélag Vestmannaeyja héldu í síðustu viku um atvinnuástand í Vestmannaeyjum voru frummælendur Aðalsteinn Baldursson formaður fiskvinnsludeildar Starfsgreinasambandsins sem fjallaði m.a. um laka stöðu fiskverkafólks. Guðrún Erlingsdóttir formaður Verslunarmannafélags Vestmannaeyja tók fyrir hvað mikið fjármagn hefur farið til atvinnulífs í Vestmannaeyjum. Stefán Orn Jónsson Skipalyftunni lýsti erfiðri stöðu járniðnaðar í landi og Ingi Sigurðsson bæjarstjóri fóryfir stöðuna frá sjónarhóli bæjarstjórnar Vestmannaeyja. Á fundinn mættu milli 50 og 60 manns og voru líflegar umræður eftir framsögurnar þar sem margt athyglisvert kom fram. Erum við ekki nógu dugleg að sækja í sjóðina? spurði Guðrún Erlingsdóitir UM 50 manns sóttu fund stéttarfélaganna sem haldinn var í Alþýðuhúsinu. í framsögu Guðrúnar Erlings- dóttur, bæjarfulltrúa og formanns Verslunarmannafélags Vestmanna- eyja, komu fram athyglisverðar upplýsingar um það fjármagn sem innlendar lánastofnanir hafa lánað til atvinnulífs í Vestmannaeyjum. Samtals eru það um II til 13 milljarðar. Guðrún byggði erindi sitt á svörum sem hún íékk frá Sparisjóði Vestmannaeyja, Islandsbanka, Líf- eyrissjóði Vestmannaeyja, Eignar- haldsfélagi Vestmannaeyja Fjárfest- ingarfélagi Vestmannaeyja og Ný- sköpunarsjóði atvinnulífsins. „Það ijármagn sem lagt hefur verið í atvinnulífið í Vestmanaeyjum skiptir milljörðum," sagði Guðrún. „Islandsbanki hefur mikilla hags- muna að gæta, en hann hefur lagt á milli 8 og 10 milljarða í atvinnulífið hér og að sögn útibússtjóra ekki tapað á þeim viðskiptum. í ársskýrslu Sparisjóðsins fyrir 2001 kemur í Íjós að heildarútlán sjóðsins eru tæplega 2,8 milljarðar, mest í Vestmannaeyjum og fara 1,4 millj- arðar til atvinnulífsins. Af hinurn 1,4 milljörðunum fer hluti til einstaklinga í atvinnurekstri." Næst nefndi Guðrún Nýsköpunar- sjóð atvinnulífsins sem hefur lánað 106.133.000 króna til Eyja, þar af eru fimm lán samtals 40 milljónir, hlutafé í tveimur fyrirtækjum að upphæð 62.833.000 kr. og í þremur tilvikum hefur sjóðurinn sett peninga í verkefni, samtals 3.300.000 krónur Eignarhaldsfélag Vestmannaeyja hefur fjárfest fyrir 160.000.000 kr l'rá stofnun félagsins um mitt ár 2001. Em það kaupin á íslenskum matvælum. Fjárfestingarfélag Suðurlands, sem er vörsluaðili fyrir Fjárfestingafélag Vestmannaeyja og framlag Nýsköp- unarsjóðs atvinnulífsins, hóf starfsemi í nóvember 1999 með 375 milljónir kr. Um 100 milljónum er enn óráð- stafað auk þess er Framtakssjóður Austurlands með 130 milljónir til ráðstöfunar. Báðir þessir sjóðir eru vistaðir í Vestmannaeyjum. Engar umsóknir frá Vestmannaeyjum hafa verið samþykktar, en með einni fjárfestingu sjóðsins varð til starf í Eyjum í tvo mánuði að því er kom fram hjá Guðrúnu. „í lok september 2002 voru 19,3% af eignum Lífeyrissjóðs Vestmanna- eyja ávöxtuð í Eyjum eða 2,1 milljarðar, þar af voru 1,2 milljarðar eyrnamerktir fyrirtækjum og einstak- lingum í gegnum samninga sjóðsins við Islandsbanka og Sparisjóðinn. Sem dæmi um hlutaíjárkaup í fyrir- tækjum og félögum í Eyjum má nefna að Sparsjóðurinn hefur nýlega keypt hlutafé í Eignarhaldsfélagi Vest- mannaeyja, Útgerðarfélagi Vest- mannaeyja og Fjárfestingarfélagi Vestmannaeyja. Sparisjóðurinn lítur á það sem byggðatengd verkefni og tekur þátt í þeim þótt það sé ekki meginhlutverk sjóðsins. Lífeyrissjóð- urinn hefur íjárfest í fimm hlutafélögum, þar af er einungis eitt skráð í Kauphöll íslands, Vinnslustöð Vestmannaeyja. Eignarhaldsfélag Vestmannaeyja hefur fjárfest fyrir u.þ.b. 160.000.000 í íslenskum mat- vælum. Samtals má því reikna með að þessi fimm félög og sjóðir hafi fjárfest í atvinnulífinu í Vestmannaeyjum á milli 11 og 13 milljarða, auk fjárfest- inga sem snúa að hér beint og óbeint svo sem eins og tryggingafélög, flutningastarfsemi, verslunarkeðjum og fleiri sagði," Guðrún. Hún sagði að talsverðir fjármunir hafi verið settir í atvinnurekstur í Eyjum og ljóst væri að ekki skorti fjármagn. „Samt sem áðureiga margir einstaklingar í atvinnurekstri og fyrirtæki í erfiðleikum með að fá fjármagn. Margar ástæður liggja þar að baki og ætla ég að fara aðeins yftr nokkrar afþeim ástæðum." Rakti Guðrún þau skilyrði sem íjármálastofnanir setja fyrir lánum til félaga í atvinnurekstri og þar kom fram að Fjárfestingarfélag Vest- mannaeyja/ Suðurlands setur sér m.a. eftirfarandi skilyrði: Arðsemi sé viðunandi í Ijósi áhættu og kostnaðar við skoðun og þátttöku. Einnig fjárhagslegur styrkur sam- starfsaðila, næg þekking, rekstrar- reynsla, tæknileg geta, hæfni og við- skiptatengsl eiga að vera til staðar. Fjárfesting skal vel skilgreind og afmörkuð frá öðrum rekstri, heildar- fjármögnum verksins sé tryggð, ýtarleg viðskiptaáætlun liggi fyrir, ársreikningar síðustu þriggja ára ef félag er starl'andi og áætlun um hvemig unnt verði að innleysa þá tjár- muni sem lagðir eru í verkefnið Guðrún sagði að Fjárfestingarfélagið hefði fengið 80 umsóknir frá byrjun þar af þrjár sem komu frá eða tengdust Vestmannaeyjum. Var þeim var öllum hafnað þar sem þær uppfylltu ekki almenn skilyrði sjóðsins. „Einnig hafa þrjár fyrirspumir borist vegna starfsemi sem tengist Vestmannaeyjum. Af þeim 80 umsóknum hefur 21 verið hafnað. 42 var vísað frá, sjö eru í skoðun, tvær samþykktar en ekkert varð úr íjár- festingu og átta hafa verið sam- þykktar," sagði Guðrún. Um Nýsköpunarsjóð atvinnulffsins sagði Guðrún að 21 umsókn hefði komið frá Eyjum. Tíu vom sam- þykktar, átta synjað, einni vísað frá og tvær em í vinnslu. „Samþykktar umsóknir frá Eyjum nema 3% af heildarfjárfestingum og áhættulánum sjóðsins," sagði Guðrún og spurði: „Em Eyjamenn ekki nægjanlega duglegir að sækja fé úr opinberum lánasjóðum? Hvað með verkefna- tengda styrki eins og Rannís, Iðn- tæknistofnun, Evrópusambandið svo eitthvað sé nefnt? Em þeir sjóðir almennt með of háa ávöxtunarkröfu? Er nægileg fræðsla og ráðgjöf til staðar fyrir þá einstaklinga og fyrirtæki sem vilja fara út í rekstur eða breyta rekstri? Vantar Eyjamenn meiri þekkingu á rekstri almennt til þess að eiga möguleika á styrkjum og áhættuijármagni? Svona mætti lengi spyrja, ekki ætla ég að reyna að svara þessu hér og nú. Eg skil þær hins vegar eftir í umræðunni í þeirri von að atvinnurekendur núverandi og til- vonandi ásamt bæjaryftrvöldum Ieiti svara við þeim,“ sagði Guðrún að lokum. Samaniekl: oimr@eyjafrettir.is Fiskvinnslufólk olnbogabörn í kerfinu -segir Aðalsteinn Baldursson bæjarfulltrúi frá Húsavík, formaður Verkalýðsfélags Húsavíkur og formaður matvælasviðs Starfsgreinasambands Islands Einn al' þeim sem mættu á fund verkalýðsfélaganna á mánudags- kvöldið í síðustu viku var Aðal- stcinn Baldursson bæjarfulltrúi frá Húsavík. Aðalsteinn er einnig for- maður Verkalýðsfélags Húsavíkur og formaður matvælasviðs Starfs- greinasambands Isiands sem nýlega birti tillögur sínar um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Þar kcmur margt athyglisvert fram en ljóst með þessar tiliögur sem aðrar sem komið hafa fram til breytinga á fiskveiðistjórnunarkerfinu að seint myndast sátt um þær. Meðal þess sem Starfsgreinasam- band íslands leggur til er að allur fiskur sem veiddur er í íslenskri landhelgi og fyrirhugað er að flytja óunninn úr landi skuli selja í gegnum íslenskan fiskmarkað. „Með þessari hugmynd er verið að gera öllum kleift að bjóða í fiskinn, jafnt þeim sem eru í vinnslu hér á landi sem og erlendis. Ennfremur viljum við að allur fiskur sem á að flytja út verði vigtaður hér- lendis, sagði Aðalsteinn. Aðspurður hvort Starfsgreinasam- bandið vilji losna við kvótakerfið sagði hann það ekki vera. „Við erum ekki á móti stýringu á veiðum en við höfum áhyggjur af því hvemig eignar- myndunin er orðin í sjávarútvegi þar sem heilu byggðarlögin eru jafnvel undir hælnum á sama aðilanum, hvort hann heldur áfram að gera út eða ákveður að selja. Það er ekkert skrýtið að áttatíu til níutíu prósent þjóðarinnar vilja sjá breytingar á kerfmu þegar gerðar em kannanir," sagði Aðalsteinn og bætti við að líklega væri alvarlegast í þessu þegar stóm sjávarútvegs- blokkimar em famir að kaupa upp bankastofnanir og má segja að þeir séu að kaupa upp ísland.“ Hann bætti við að minni útgerðar- fyrirtæki finni fyrir því í dag að verri fyrirgreiðsla er hjá þeim nú en áður. Að mati Aðalsteins hefur byggða- stefna ríkisstjómarinnar bmgðist. „Eg varð fyrir miklum vonbrigðum þegar ríkisstjómin hreinlega gafst upp og ákvað að einbeita sér að því að mynda sterka byggðakjama út á landi en um leið var verið að segja að ekki ætti að leggja neitt til minni staða sem ekki urðu fyrir valinu. Þetta em að mínu mati stór mistök og við eigum að halda landinu í sem mestri byggð. Eg líki þessu oft við stórt stöðuvatn og þangað renna margir litlir lækir. Ef lækimir þoma upp þá er aðeins tíma- spursmál hvenær það sama gerist með stöðuvatnið." Aðalsteinn segist hafa fylgst með málum í Vestmannaeyjum um langa hríð og hann skynji að hér sé rekin mjög hörð pólitík. „Hún skemmir mikið fyrir Eyjunum og er alvarlegt mein í samfélaginu. Það sem menn þurfa að gera er að slíðra sverðin og vinna saman að uppbyggingu Eyj- anna. I Vestmannaeyjum em gríðar- legir möguleikar.“ Aðalsteinn sagði að mikið ójafn- vægi haft skapast milli sjó- og land- vinnslu undanfarin ár og benti á ísfélagið máli sínu til stuðnings. „Þeir keyptu sér fljótandi frystihús og fluttu vinnsluna þangað að mestu. Eins og kerfið er í dag er fiskvinnslufólk oln- bogaböm í þessu kerfi. Það þarf pólitíska afstöðu til að breyta þessu og pólitískan vilja meðal stjómvalda," sagði Aðalsteinn að lokum.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.