Fréttir - Eyjafréttir - 12.12.2002, Síða 9
Fimmtudagur 12. desember 2002
Fréttir
9
Grátlegt að horfa á eftir verkum héðan
-og eða sjá menn ofan af landi koma hingað til Eyja til að vinna verk sem við teljum
okkur geta unnið sjálfir, sagði Stefán Orn Jónsson
ÞAU sátu á palli á fundinum sem var þarft framtak í umræðu um atvinnumál í Vestmannaeyjum. Aðalsteinn er í ræðustól.
Stefán Jónsson, fulltrúi Sveinafélags
járniðnaðarmanna og verkstjóri í
Skipalyftunni sagði í ræðu sinni að
íslenskur járniðnaður stæði á
ákveðnum tímamótum.
„I greininni er töluvert atvinnuleysi
sem er ekki bundið við hluta ársins,
heldur allt árið. Hvað veldur? Svarið
er einfalt, verkefnaskortur,“ sagði
Stefán og taldi þetta furðulegt því
varla líði sá dagur að ekki komi fram í
fréttum að erlendir íjárfestar hafi
áhuga á að reisa hér á landi orkufrek
íyrirtæki sem kalli á virkjanir.
,,En það er enginn verkefnaskortur í
íslenskum jámiðnaði í dag, málið er
miklu alvarlegra en það því íslenskur
jámiðnaður er hundsaður og annað-
Ingi Sigurðsson bæjarstjóri sagði í
framsögu sinni á fundinum að staða
atvinnu í Eyjurn þessa dagana
kallaði á viðbrögð allra þeirra aðila
er koma að atvinnumálum.
„Byggðarlagið stendur og fellur
með því að hér sé næg atvinna og nú
eigum við það við að etja að margar
ástæður em fyrir því að um 110
manns em á atvinnuleysisskrá. Sfldin
hefur ekki veiðst í því magni sem þarf
til að halda uppi jafnari vinnu, minni
fiskverkanir fá ekki það hráefni sem
þær þurfa til að halda jafnri vinnu fyrir
sitt starfsfólk og verkefhaskortur hrjáir
nokkur fyrirtæki sem hafa verið með
stóran hóp fólks við vinnu. Þetta em
samt aðstæður sem við getum alltaf átt
á hættu að lenda í og því þurfum við
öll, þ.e. bæjaryfirvöld, fyrirtækin
ásamt starfsfólki að vera viðbúin því
að takast á við lægðir með skömmum
fyrirvara," sagði Ingi og nefndi í
sambandi fund bæjaryfirvalda með
forstöðumanni Svæðisvinnumiðlunar
Suðurlands.
„A fundinn mættu sviðsstjórar
Vestmannaeyjabæjar, ásamt bæjar-
stjóra, bæjarfulltrúum og fulltrúum
verkalýðsfélaga. Fundurinn var á
margan hátt mjög gagnlegur því þar
komu fram mörg sjónarmið sem lutu
bæði að aðgerðum sem þarf að ráðast
í nú þegar og í framtíð. Forstöðu-
maður Svæðisvinnumiðlunar fór vel
hvort er flutt inn vinnuafl eða verk-
efnin flutt út. Ef einhver áhugi væri
fyrir því hjá íslenskum ráðamönnum
gætu þeir vemdað íslenskan jániðnað
þannig að allir jámiðnaðarmenn hefðu
yfirdrifið nóg að gera allt árið um
kring.“
Stefán vildi ekki skella skuldinni
alfarið á ríkisstjómina, sagði að menn
í greininni gætu sjálfúm sér um kennt.
„Að mínu mati vantar alla samstöðu
en með sterkri samstöðu og réttum
aðgerðum held ég að hægt væri að ná
miklu meira fram. Þeir sem til þekkja
vita að mikið er um undirboð í þessum
geira á íslandi, og hvað kostar það?.
Jú, gjaldþrot með öllu sem þeim fylgir
og oft er gjaldþrot eins fyrirtækis
yfir þá möguleika sem miðlunin hefur
á sínum höndum og það sýndi
fundarmönnum að þeir möguleikar
eru vannýttir hér í Eyjum. Má þar
sérstaklega benda á þann möguleika
sem fyrirtæki hafa til að ráða til sín
fólk af atvinnuleysisskrá."
Ingi sagði að ýmis átaksverkefni
komi til greina. „Það þarf að lista upp
þau verkefni sem bærinn gæti farið í
með tilliti til þess árstíma sem er nú.
Vonandi náum við að setja upp
verkefni sem geta hjálpað til með að
minnka þann hóp sem er nú at-
vinnulaus."
Ingi nefndi byggðakvóta sem
bæjarstjóm Vestmannaeyja samþykkti
á fundi sínum þann 21. nóv. að sækja
um, byggðakvóta að ósk minni fisk-
verkenda í Vestmannaeyjum, enda
skortur á hráefni þeim mikið
áhyggjuefni. „Vestmannaeyjar em ein
stærsta verstöð landsins og byggja
afkomu sína nánast eingöngu á
fiskveiðum og fiskvinnslu. Fisk-
vinnslan er gríðarlega mikilvægur
atvinnuþáttur í Vestmannaeyjum en
þróunin hefur orðið sú að mikill
samdráttur hefur verið í vinnslu fisks í
Vestmannaeyjum á síðustu ámm.
Þessi samdráttur hefur haft í för með
sér verulega fækkun starfa í landi og
þannig hefur atvinnuleysi aukist til
muna. Er það mikið áhyggjuefni
bæjaryfirvalda í Vestmannaeyjum,“
dauði annars,“ sagði Stefán.
Hann benti á lág laun í Póllandi og
Asíu sem erfitt væri að keppa við.
„Oftar en ekki er helmings munur á
verði, það er því ekki við útgerðar-
manninn að sakast, heldur þarf að
breyta vinnu- og starfsreglum. En
fleira kemur til því nú er mikið fram-
boð á góðum skipum, sem kosta lítið
sem ekki neitt, sem verður til þess að í
dag er miklu minna um endurbætur og
breytingar heldur en var t.d. íyrir fimm
ámm síðan.“
Stefán gerði Fréttir líka að umtals-
efni og sagði að blaðið stæði sig ekki í
að greina frá því sem vel er gert.
Nefndi hann í því sambandi við-
gerðina á Núp BA frá Bfldudal sem
sagði Ingi.
Hann sagði rökin næg og nefndi
m.a. fækkun starfa í fiskvinnslu um
300 á tíu ámm. „A sama tíma fækkar
íbúum hvergi eins mikið og í Vest-
mannaeyjum sem þó er stórt
byggðarlag með mikla þjónustu.
Vegna staðsetningar Vestmannaeyja
hafa Eyjamenn þurft að vera sjálfum
sér nógir um ýmsa þjónustu og ekki
getað sótt hana annað. Það er hins
vegar ljóst að ef íbúum Eyjanna
fækkar meira, em stofnanir sem
hingað til hafa verið taldar sjálfsagðar,
í hættu, þar má t.d. nefna Fram-
haldsskólann í Vestmannaeyjum og
jafnvel Heilbrigðisstofnunina í Vest-
mannaeyjum.
Við emm í mikilli vamarbaráttu og
okkur er brýn nauðsyn á því að mæta
skilningi á alvarleika ástandsins og
hversu illa geti farið ef ekkert er
aðhafst. Umsókn þessi um byggða-
kvóta er upphafið að því að snúa vöm
í sókn. Við þurfum að styrkja
atvinnulífið eins og það er í dag og
snúa okkur svo að því að bæta við
það. Fmmkvæðið þarf að koma frá
heimamönnum eins og kom fram í
máli Aðalsteins hér áðan. Til framtíðar
þurfum við einnig að horfa og við
höfum kannski ekki náð að sækja
nægjanlega mikið af nýjum fyrir-
tækjum til að efla atvinnuflómna hér.
Þar koma oft inn samgöngumálin, þ.e.
fór fram í Skipalyftunni sem hann
sagði að ekki hefði verið sagt frá í
Fréttum. „Annað var upp á teningn-
um þegar skipið kom í heimahöfn, þar
var hátíð og mikið skrifað um komu
skipsins til heimahafnar í staðarblöð-
um fyrir vestan. Þar var iðnaðar-
mönnum í Vestmannaeyjum hrósað í
hástert. Eg held að forráðamenn
Frétta verði að taka sig saman í
andlitinu, í sambandi við fréttafiutning
héðan frá Eyjum, hvort sem það eru
góðar fréttir eða slæmar, því máttur
Frétta er mikill. Ég veit að Fréttir hafa
fullan metnað í að gera hag Eyjanna
sem mestan en betur má ef duga skal.
Mikið hefur verið rætt og ritað um það
hvemig fyrirtæki hér í Eyjum eigi að
fyrirstaðan er kostnaður vegna fiutn-
inga og einnig það að geta ekki gengið
út frá því að komast til og frá
Eyjunum á þeim tíma sem hentar.
Jarðgöng milli lands og Eyja tel ég
vera það sem kæmi ekki einungis
samgöngumálum við Vestmannaeyjar
á lokapunkt, heldur myndi gjörbreyta
byggð í Eyjum. Atvinnulíf gæti tekið
miklum breytingum því þá væri
atvinnusvæðið orðið stærra með
tengingu við sveitimar og sömuleiðis
ættu Eyjamar kost á því að laða ný
fyrirtæki til Eyja og styrkja Suður-
kjördæmið sem heild. Það er nokkuð
sem hefur verið á brattann að sækja
með enda verið fólksfækkun undan-
farin ár, en sú fólksfækkun hefur
haldist í hendur með fækkun ársverka
í fiskvinnslu. Ég tel að Eyjamar
myndu áfram njóta sinnar sérstöðu
sem náttúruperla en ferðamanna-
iðnaðurinn myndi taka stakkaskiptum.
Eins og staðan er í dag þá em Vest-
mannaeyjar ekJci á korti ferðaþjón-
ustunnar nema að takmörkuðu leyti og
þar eru samgöngur aðalástæðan,"
sagði Ingi og gerði það að tillögu sinni
að Þróunarfélaginu verði send þau
erindi sem fyrr hafa verið flutt á
fundinum, til þess að hjálpa félaginu
við að koma fram með alla þá
möguleika sem em til staðar.
koma sér á framfæri," sagði Stefán og
nefndi í því sambandi íslensku
sjávarútvegssýninguna sl. haust þar
sem Eyjamenn var hvergi að finna.
Hann sagði það rétt en áður hefðu
fyrirtæki frá Eyjum verið meðal sýn-
enda. „Eflaust má gefa okkur sem
rekum fyrirtæki í Eyjum spark í
rassinn í sambandi við að koma okkur
á framfæri, því við höfum upp á margt
að bjóða, eins og t.d. Vélaverkstæðið
Þór sem sýndi sleppibúnað sinn á næst
síðustu sýningu, reyndar sér íyrirtækið
Sigmund um þá kynningu og sölu, Þór
er að smíða þessa stundina að smíða
aðgerðarkerfi fyrir þýsk skip, að-
gerðarkerfi þetta sáu Þjóðverjamir um
borð í Stíganda þegar hann var þar í
söluferð og urðu svo hrifnir að þeir
pöntuðu þrjú kerfi. Og þá kem ég
aftur að þætti Frétta, mér finnst alveg
mega minnast á þetta. En væri ekki
langeðlilegast að fyrirtæki og stofnanir
sem áhuga hafa á því að kynna sig taki
höndum saman. fyrir næstu sjávarút-
vegssýningu og taki höndum saman
og finnst mér að Þróunarfélagið
myndi fara þar með ferðina."
Stefán sagði að hár flutningskostn-
aður gerði fyrirtækjum í Eyjum erfitt
fyrir og dæmi væm um að þau hefðu
misst af stómm verkefnum þess
vegna.
„Okkur finnst það grátlegt að horfa
á eftir verkum, eða sjá menn ofan af
landi koma hingað til Eyja til að vinna
verk sem við teljum okkur geta unnið
sjálfir. Okkur finnst allavega sann-
gjamt að við okkur sé rætt og okkur
gefinn kostur á að vera með í öllum
útboðum. En það skal tekið fram að
við fömm ekki fram á einokun, ein-
ungis að við fáum að standa jafnfætis
fyrirtækjum á landsbyggðinni enda
hagsmunir allra bæjarbúa í húfi.
Samskipti fyrirtækja í jámiðnaði og
útgerðarfyrirtækja em með ágætum og
veit ég að þau vilja hag Eyjamanna
sem mestan. Dæmi um þetta var þegar
Magnús Kristinsson, útgerðarmaður,
kom því í gegn á sínum tíma að
Skipalyftan fékk sitt stærsta verkefni,
að breyta japönsku togumnum.
Gaman væri að koma svona samvinnu
á aftur. En í dag er staðan því miður
ekki góð hér í Eyjum, skipum fækkar
stöðugt, þar af leiðandi fækkar verk-
efnismöguleikum, upptökumannvirki
em orðin allt of lítil, eru það 13-15
skip sem ekki er hægt að taka á þurrt
til viðgerða.“
Stefán sagði að þessi þróun kallaði
á ný upptökumannvirki og það strax.
„Þetta er ekki bara hagsmunamál
Skipalyftunnar, þetta er hagsmunamál
allra bæjarbúa, sú þekking og
starfskraftur sem þarf til að reka svona
fyrirtæki er til staðar í bænum. En til
að þetta verði að vemleika, þurfa
menn að láta skoðanir sínar í ljós, um
kosti þess og galla.
En eitt er víst að þetta hefst aldrei
nema að menn sameinist í þessari
brýnu þörf.
Ágætu fundarmenn, ég get fullyrt
það að í Vestmannaeyjum eigum við
mjög góða jámiðnaðarmenn, sem eiga
það flestir sameiginlegt að hér vilja
þeir búa, hafa næga vinnu, það mikla
vinnu að geta séð vel fyrir sér og
sínum, átt góð heimili, séð bömum
sínum fyrir skólagöngu, farið í
sumarfrí. Ekki emm við nú kröfu-
harðari."
Þama er Stefán að tala um þurrkví,
sem alþingi hafði samþykkt að byggð
yrði í Vestmannaeyjum. Samtals átti
hún að kosta um 400 milljónir og var
hlutur ríkisins 60%. Þetta var kært til
EES og er niðurstöðu að vænta
fljótlega en Stefán spurði hvort það
væri rétt að með nýjum lögum sé
framlag ríkisins orðið 12%.
Frumkvæði frá heimamönnum
-sagði Ingi Sigurðsson bæjarstjóri