Fréttir - Eyjafréttir - 12.12.2002, Page 13
Fimmtudagur 12. desember 2002
Fréttir
13
Júlíana Bjarnveig
Bjarnadóttir skrifar:
Hvað
eruð
þið að
hugsa?
Mig langar
að vita hver
er stefna
bæjar-
stjórnar? Að
brjóta
fyrirtæki
} niður, fjölga
atvinnu-
iausum og
jafnvel
fækka íbúum? En ég get alveg
séð það fyrir mér gerast ef
Hressó lokar. Þið hljótið að vita
að það vinnur fólk í Hressó, og
ekki er úr miklu að moða í
atvinnulífinu.
Mér flnnst bara ótrúiegt hvað
það reynist mörgum úr bæjar-
stjórn erfitt að sjá réttlætið í
þessu máli. Það er ólöglegt að
bærinn sé í samkeppni við
einkaaðila, það var úrskurðað
fyrir sjö árum. Eg hefði haldið
að þegar úrskurður fellur ætti
að fara eftir honum, eða er í lagi
að stela ef maður kemst upp
með það?
Það væri gaman að vita
hversu margar milljónir hafa
farið í tækjasal Iþrótta-
miðstöðvarinnar (eða eru
möppurnar týndar?) Var
brýnast að fara í þessa
uppbyggingu um leið og ný
líkamsræktarstöð var að reyna
að koma undir sig fótunum í
bæjarfélaginu?
Mér er gjörsamlega ofboðið í
þessu máli, þið teygið lopann
eins lengi og hægt er. Lofið og
svíkið um leið og getið ekki einu
sinni verið nógu miklir menn til
að viðurkenna mistökin. Sjáið
nú sóma ykkar í því að semja
við eigendur Hressó og biðja um
leið afsökunar. Eg hvet alla
bæjarbúa til þess að setja sig í
spor eigenda Hressó og hugsa
lengra en að sér og sínum, þá er
þetta svo augljóst, algerlega
óviðunandi!
Ps: A kannski að setja meiri
peninga í Þróunarfélagið svo að
hægt sé að kaupa fyrirtæki úr
Reykjavík til atvinnusköpunar?
Júlíana Bjarnveig Bjarnadóttir
Mér finnst bara ótrúlegt
hvað það reynist mörgum
úr bæjarstjóm erfítt að sjá
réttlætið í þessu máli. Það
er ólöglegt að bærinn sé í
samkeppni við
einkaaðila, það var
úrskurðað fyrir sjö árum.
Ég hefði haldið að þegar
úrskurður fellur ætti að
fara eftir honum, eða er í
lagi að stela ef maður
kemst upp með það?
F Hreinn Óskarsson, skógarvörður skrifar:
Islensk jólatré, allra hagur
Það skiptir máli hvemig tré fólk velur um jólin. íslensk
jólatré em umhverfisvænni en innflutt lifandi tré eða
gervitré. Við ræktun íslenskra jólatrjáa er ekkert notað af
mengandi efnum. Við ræktun víða erlendis er notað mikið
af illgresis- og skordýraeitri sem ekki þarf hér. Við þetta
bætist að eldsneytisnotkun er meiri þegar trén em flutt inn
frá útlöndum. Til dæmis má nefna að gervijólatré eru flest
flutt yfir hálfan hnöttinn frá Asíu hingað til lands. Lifandi
tré em því umhverfisvænni en gervitré og lifandi tré má
endurvinna. Með því að velja íslenskt jólatré í ár styður þú
við skógrækt á Islandi og eykur lrkumar á því að
Islendingar geti orðið sjálfum sér nógir um jólatré.
Hér á eftir verður
sagt frá íslensk-
um jólatrjám,
hvaðan þau
koma, hvemig
þau eru ræktuð
og eiginleika
þeirra sem jóla-
trjáa. Eins og
margir vita eru
aðeins 20%
þeirra jólatijáa sem seld em hér á landi
fyrir jólin íslensk. Af því leiðir að 80%
trjánna eru flutt til landsins frá
útlöndum. Astæða innflutningsins er
sú að ekki er ræktað nægjanlegt magn
trjáa hér á landi. Flest sunnlensk
jólatré em ræktuð í Haukadal og
Þjórsárdal, auk nokkurra annarra
minni svæða s.s. á Snæfoksstöðum í
Grímnesi.
Fyrr á árum var jólatrjáaræktun
stunduð í kjarrlendi en á síðustu ámm
er nær eingöngu gróðursett í mólendi.
Trén eru sett niður sem litlar bakka-
plöntur og er áburður borinn á þau
a.m.k. einu sinni eftir gróðursetningu.
Trén vaxa svo upp á 10 til 25 ámm allt
eftir tegund og landsvæði. Snyrta þarf
trén síðustu árin fyrir högg, t.d. með
því að klippa tvítoppa. Sumarið fyrir
högg fá trén oft á tíðum áburðar-
skammt. Eykur þetta á barrheldni og
gerir þau grænni á litinn. Trén em svo
höggvin frá miðjum nóvember og
fram í desember.
Til stendur þó að auka framleiðslu
jólatrjáa og standa vonir til að eftir 20-
30 ár verði helmingur íslenskra trjáa
úr íslenskum skógum. Liður í að auka
sölu íslenskra trjáa er að kynna nýjar
tegundir sem nýst gætu sem jólatré.
Fram til 12. desember stendur yfir
kynning á stafafum sem íslensku
jólatré í Smáralind í Kópavogi. Hluti
af kynningunni er jólagetraun sem fer
fram við hlið fallegrar stafafuru í
stærri kantinum. Þrír þátttakendur,
sem svara spumingunum rétt, eiga
möguleika á að fá heimsenda stafafum
sem jólatré íyrir jólin.
Þeir sem ekki komast í Smáralind-
ina eiga kost á að fara á vefsíðu
Skógræktarinnar www.skogur.is og
svara spumingum þar og senda svör til
okkar. Nokkrar skreyttar stafafurur
ættaðar frá Snæfoksstöðum í Gríms-
nesi, en Skógræktarfélag Árnesinga
gaf þær til þessarar kynningar, prýða
Smáralind nú fyrir jólin. Skógrækt
ríkisins ásamt Skógræktarfélagi ís-
Iands standa fyrir kynningunni í ágætri
samvinnu við Smáralind.
Ástæða þess að stafafura er sérstak-
lega kynnt í Smáralind er sú að þessi
tegund heldur barrinu einna lengst
íslenskra jólatrjáa. Ef stafafura er
vökvuð reglulega fer hún að teygja úr
vaxtarsprotum, ilma og heldur að
sjálfsögðu nálunum betur en aðrar
tegundir. Einn af kostunum við stafa-
fum er að hún getur vaxið á rýmm
móum upp í hentuga jólatrjáastærð á
10 til 15 ámm án áburðargjafar.
Ókosturinn, sem líklega hefur
komið í veg fyrir að fólk hefur viljað
stafafum, er hversu grófgerð hún er.
Minnir hún þannig að einhveiju leyti á
heimagerð jólatré sem notuð vom hér
á landi fyrir miðja öldina. Reglan er sú
að það fólk sem einu sinni hefur reynt
stafafuru og sætt sig við grófleikann
vill ekki aðrar tegundir.
Auk stafafum em rauðgreni, blá-
greni, sitkagreni og fjallaþinur nýtt
sem jólatré. Rauðgreni er hið hefð-
bundna jólatré, þétt og ilmandi, en
hefur þann ókost að tapa nálunum, sér
í lagi ef það er ekki vökvað. Blágrenið
og sitkagrenið hafa á síðustu árum í
auknum mæli verið nýtt sem jólatré
hér á landi. Þau halda nálum betur en
rauðgrenið. Blágrenið er mjög fallegt,
oft bláleitt eins og nafnið gefur til
kynna og ilmar ágætlega. Sitkagrenið
er grófgerðara og nálar mjög hvassar.
Flest torgtré sunnanlands í stærri
kantinum eru sitkagreni. Fjallaþin-
urinn er sjaldgæfasta jólatréð og það
dýrasta. Hann lflcist nokkuð inn-
fluttum þin og heldur barrinu a.m.k.
jafnlengi ef ekki lengur en sá innflutti.
Það er ekki sama hvemig tré em
meðhöndluð sem jólatré, enda em þau
lifandi vemr. Nýhöggvið íslenskt tré
þarf að standa á köldum stað t.d.
utandyra eða í kaldri geymslu þangað
til það er tekið inn í stofu. Ekki
skemmir fyrir að láta tréð standa í
vatnsbaði í geymslunni. Sumt fólk
segir best að tréð standi upp á endann
meðan það er geymt í kulda.
Þegar tréð er skreytt í stofunni er
þjóðráð að saga 5 til 10 sm sneið
neðan af stofninum og stinga því í
góðan vatnsfót eða fötu með sandi í.
Mælt hefur verið með að stofninum sé
stungið í sjóðandi vatn til að opna
viðaræðarnar og auðvelda vatnsupp-
töku. Mikla margir þetta fyrir sér t.d.
ef eldhúspláss er takmarkað. Jafngott
ráð er að setja sjóðheitt vatn í fótinn í
íyrsta sinn sem vatn er sett á tréð. Þess
verður að gæta að aldrei þomi í fæt-
inum meðan tréð stendur í stofunni. Ef
þessum reglum er fylgt em mun meiri
líkur á að tréð standi ferskt og ilmandi
yfir hátíðimar.
Það skiptir máli hvernig tré fólk
velur um jólin. Islensk jólatré em um-
hverfisvænni en innflutt lifandi tré eða
gervitré. Við ræktun íslenskra jólatijáa
er ekkert notað af mengandi efnunt.
Við ræktun víða erlendis er notað
mikið af illgresis- og skordýraeitri sem
ekki þarf hér. Við þetta bætist að
eldsneytisnotkun er meiri þegar trén
eru flutt inn frá útlöndum. Til dæmis
má nefna að gervijólatré em flest flutt
yfir hálfan hnöttinn frá Asíu hingað til
lands.
Lifandi tré em því umhverfisvænni
en gervitré og lifandi tré má
endurvinna. Með því að velja íslenskt
jólatré í ár styður þú við skógrækt á
íslandi og eykur líkumar á því að
Islendingar geti orðið sjálfum sér
nógir um jólatré í framtíðinni.
Fyrir þessi jól verður hægt að kaupa
íslensk jólatré hjá a.m.k. tveim aðilum
í Eyjum: Eyjablómum og Blóma-
stofunni Bám. Um leið og undirritaður
óskar Vestmannaeyingum gleðilegra
jóla og farsæls komandi árs, em les-
endur hvattir til að skoða íslensk
jólatré með opnum huga íyrir þessi jól
og prófa leiðbeiningamar um meðferð
tijánna sem skrifaðar vom hér að ofan.
Hreinn Óskarsson, skógarvörður á
Suðurlandi.
Stefán Örn Jónsson og Guðmunda Á. Bjarnadóttir skrifa:
Býður upp á líkamsrækt fyrir alla
Það vill svo til að 10. desember er væntanlegur maður frá
hlutlausri endurskoðendaskrifstofu til að taka út rekstur
þreksalarins í íþróttamiðstöðinni. Komist hann að þeirri
niðurstöðu að rekstur salarins sé í fullu samræmi við
samkeppnislög, finnst okkur illa að okkur vegið sem
höfum stundað salinn í Iþróttamiðstöðinni þ.e.a.s verði
krafin um mun hærri greiðslur en víða annars staðar á
landinu, eins og fram kemur hér á undan.
Undanfamar
vikur hafa verið
töluverðar um-
ræður um Iík-
amsræktarsal
Iþróttamiðstöðv-
arinnar. Við er-
um meðal ann-
arra sem stunda
þennan sal og
höfum gert það
sl. 15 ár.
Við teljum ómaklega vegið aðþessari
starfsemi sem fer fram í Iþrótta-
miðstöðinni.
Salurinn var tekinn vel í gegn í upp-
hafi þessa árs, málaður, skipt um
loftræstingu, sett nýtt á gólf og hluti
tækja endumýjaður. Við teljum að
salurinn hafi verið tekinn áður í gegn
um 1980. Þama líða um það bil 22 ár.
Það hafa verið keypt tæki að raun-
kostnaði fyrir u.mþ.b. 7 milljónir frá
1980.
Við sem veljum að sækja líkams-
ræktarsalinn, viljum geta farið á þeim
tíma sem okkur hentar, (breytilegur
vinnutími) sækjum í pottana, sund
og sauna eftir líkamsrækt.
Ef bæjaryfirvöld hafa brotið sam-
keppnislög, eins og rekstraraðilar
Hressó tala um, þá hefur heldur betur
verið tekið á því máli, því verð í
líkamsrækt hefur hækkað um 40%.
Það má skilja það í skrifum rekstr-
araðila Hressó í síðustu Fréttum að
Iþróttamiðstöðin verði að fylgja hækk-
unum sem verða á Hressó. Þetta stenst
varla samkeppnislög.
Samanborið við aðra staði á landinu
þar sem bæjarfélag rekur líkams-
ræktarsal tengdan sundlaug þá kostar í
stakan líkamræktartíma á Egilstöðum
300 kr. og þriggja mánaðakort 7000
kr. og árskort 21.000 kr. í Borgamesi
kostar stakur tími í líkamsrækt 380 kr.,
mánaðarkort 3300 kr. og árskort
25.000 kr. í Eyjum kostar stakur tími í
lflcamsrækt 550 kr og þriggja mánaða
kort kostar 12.000 kr. Okkur sem þetta
skrifum finnst þessi munur töluverður
og okkur skilst að hann hangi við verð
á Hresjó. Eru þetta kjarabætur fyrir
Eyjabúa?
Það vill svo til að 10. desember er
væntanlegur maður frá hlutlausri
endurskoðendaskrifstofu til að taka út
rekstur þreksalarins í Iþróttamiðstöð-
inni. Komist hann að þeirri niður-
stöðu að rekstur salarins sé í fullu
samræmi við samkeppnislög, finnst
okkur illa að okkur vegið sem höfum
stundað salinn í Iþróttamiðstöðinni
þ.e.a.s. að verða krafin um ntun hærri
greiðslur en víða annars staðar á
landinu, eins og fram kemur hér á
undan.
Ef bæjarvöld geta sýnt fram á að
þær tekjur sem koma inn standi undir
kostnaði við rekstur salarins þá er ekki
hægt að sjá að brotið sé á öðrum
aðilum í sambærilegum rekstri.
Til að efla flóru Eyjanna þá teljum
við að það að geta valið hvar við
stundum lflcamsrækt sé meðal gæða
þess að búa hér. Þú átt að geta valið
hvort þú vilt sækja í tiltekinn félags-
skap og ákveðna þjálfun á Hressó eða
hvort þú vilt vera í íþróttahúsi að
stunda þína rækt.
Okkur skilst að
einn bæjarfulltrúi
hafi notað þetta
sem kosninga-
loforð, að loka
eða leggja salinn
undir rekstr-
araðila Hressó,
þá finnst okkur
að sá bæjar-
fulltrúi þurfi að endurskoða sín mál
rækilega vegna þess að hagsmunir
margra skarast þar, t.d íþróttafólkið
okkar, landsliðsfólkið, öryrkjar og
eldri borgarar hafa haft mjög greiðan
aðgang að líkamsræktarsal íþrótta-
hússins til að byggja sig upp. Við
skulum ekki gleyma árangri okkar
fólks en íþróttafólk sækir mikið salinn
og er það styrkur frá bæjarbúum til
íþróttamála hér í bæ. Við hin, sem
borgum inn og teljum okkar hagsmuni
í því að geta valið, erum mjög ósátt
við þessi loforð bæjarfulltrúans.
Ef það eru hagsmunir bæjarfé-
lagsins að leigja út líkamsræktarsalinn
hlýtur það að gerast í opnu útboði svo
að allir hafi sama rétt á að bjóða í
salinn einnig eru það hagsmunir
bæjarfélagsins að fá sem hagstæðasta
tilboðið.
Heilbrigð sál í hraustum líkama.
Stefán ÖmJónsson
Guðmunda A. Bjamadóttir.