Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 12.12.2002, Page 16

Fréttir - Eyjafréttir - 12.12.2002, Page 16
16 Fréttir Fimmtudagur 12. desember 2002 Börnin, pabbar og mömmur og afar og ömmur á jólahlaðborði í Höllinni Höllin bauö upp á skcmmtilega nýbreytni á sunnudaginn þegar efnt var til fjiilskylduhlaðborðs og jólatrésskemmtunar. Þetta virðist hafa mælst vel fyrir því um 200 manns, fullorönir og börn á öllum aldri, mættu og áttu saman skemmtilega stund. Jólahlaöborö eru vinsæl í Vestmannaeyjum en hingaö til hafa þau miöast við þarfir þeirra cldri. Þeir Hallarbændur rcnndu því blint í sjóinn þegar þeir efndu til fjölskylduhlaöborðs meö þessu sniði. Fólk átti aö mæta klukkan hálf iinun og þaö geröu fiestir. Byrjað var á því að dansa í kringum jólatré með tveimur jólasveinum sem mættir voru á fyrra l'allinu. Dansinum stjórnaði Birgir Gunnlaugsson sem þarna var mættur með hljómsveit sína. Birgir er góður tónlistarmaður sem tekur hlutverk sitt alvarlega, sama hverjir gestirnir eru. Þetta sýndi hann í Höllinni á sunnudaginn þar sem hann stjórnaði dansinum í kringum jólatréð eins og hershöfðingi. Eftir rúmlega klukkutíma var boðið upp á mat sem einkum var sniðinn að smekk harnanna. Að því loknu var þcim hoðið upp á loft þar sem lcikskólakennarar höfðu ofan af fyrir þeim. A meðan gafst forcldrunum tækifæri á að gæða sér á þeim fjölmörgu réttum sem jólahlaðhorð Hallarinnar býður upp á. Hann skiptist í hina ýmsu sjávarrétti og paté sem passa vel í forrétti, þá tók við kalda borðið með sitt hangikjöt og laufabrauð cn ekki var sagan öll því líka var boðið upp á heita rétti þar sem m.a. var hreindýrakjöt og loks voru það þrjár gerðir al' eftirréttum. Þegar þarna var komið sögu var klukkan farin að nálgast átta og flestir búnir að fá nóg af mat og skemmtun, foreldrarnir, afarnir og ömmurnar og börnin. Það var því örugglega ánægður hópur sem hélt hcim á leið eftir þessa tilraun Sigmars og Georgs sem hcppnaöist mjög vel og verður örugglega endurtekin að ári. GÖNGUM viðí kringuni einiberja- runn. Nýir eigendur að Lanternu: Fjölbreyttur matseðill og stórir skammtar -verður ófram aðal staðarins Veitingarekstur hefur lengi verið í húsinu að Bárustíg níu en áður var þar verslunin B jössahar sem bræð- urnir Björn og Tryggvi Guð- mundssynir ráku fram að gosi. Fyrir nokkrum árum tóku Stcfanía Guðjónsdóttir og Marinó Medos við staönum og kölluðu Lanternu. Þau innréttuöu staðinn í sjómanna- stíl og voru myndir af flestum skipstjórum Vestmannaeyjaflotans á öílum veggjum. Matseðillinn var fjölbreyttur en margir réttir voru upprunnir á Balkanskaganum en þaðan er Marinó. I september í fyrra tóku þeir Relja Borosiak og Dominik Lipnik við rekstri Lantemu af Marinó en í september í ár keyptu þeir Relja og Dominik staðinn ásamt konum sínum Nödu og Helgu. Relja og Nada, kona hans, komu til íslands árið 1991 og fluttu strax til Vestmannaeyja. „Þetta var í upphafi stríðsins á Balkanskaga og við bjuggum í Zagreb í Króatíu þar sem enga vinnu var að fá eftir að stríðið hófst,“ segir Relja sem náð hefur góðum tökum á íslensku. „Hún hefur komið í rólegheitunum en enskan var aðeins að tmfla þetta hjá mér til að byrja með. Fyrst eftir að við komum hafði maður engan tíma til að fara í íslenskunám, það er fyrst núna sem ég gæti haft tfma til þess. Nada talar orðið góða íslensku og kennir við Barnaskólann. Öll bömin tala full- komna íslensku en við tölum alltaf króatísku heima. Það gemm við til að þau geti talað við ömmur sínar og afa þegar þau koma í hcimsókn," sagði Relja en tvö af þremur bömum þeirra em fædd á Islandi. Relja og Dominik hafa fengið til liðs við sig þriðja manninn. Davor Miltié, matsvein sem kemur frá Króatíu. „I september í fyrra tókum við Lantemu á leigu af Marinó og það var svo í sama mánuði í ár sem gengið var frá kaupum okkar Domi- niks á staðnum. Við ætlum að halda sömu áherslum en í nóvember lok- uðum við í nokkra daga til að fríska aðeins upp á húsnæðið,“ sagði Relja. Matseldin breytist ekki mikið nema hvað matseðillinn er endurskoðaður af og til og þá teknir út réttir sem ekki ganga og nýir settir í staðinn. ALLIR koma þeir af Balkanskaganum, Doniinik, Davor og Relja. „MatseðiIIinn hefur alltaf verið ijölbreyttur á Lantemu og verður svo áfram. Við bjóðum upp á ftsk, kjöt, pastarétti og pizzur, júgóslavneskan mat, íslenskan, ítalskan, slóvenskan og króatískan. Þannig að hér eiga allir að fá eitthvað við sitt hæft.“ Sérstakur bamamatseðill er til stað- an og á sunnudögum vilja þeir fá (jölskyldumar til sín og þá er frítt fyrir böm sent kom með fullorðnum. Eitt aðal Landtemu hafa verið vel útilátnir skammtar og verður svo áfram. „Það fer enginn svangur frá okkur, það er frekar að fólk skilji eftir,“ sagði Relja og heldur áfram. „í vetur ætlum við að verða með gestakokka, sá fyrsti kemur núna 20. og 21. desember, og bjóða upp á indverskt kvöld. Þessu ætlum við að halda áfram í vetur og vera með ítalskt, spænskt, króatískt, franskt og svo íslenskt kvöld.“ Nýtt hjá Lantemu er heimsending á öllum mat og nýtur það vaxandi vinsælda. Þeir gera líka tilboð fyrir hópa af öllum stærðum. „Við leggjum svo áherslu á að Lantema er heimilis- legur staður og sömuleiðis Ieggjum við áherslu á að héðan fari viðskipta- vinurinn ánægður, með fullan maga af mat sem hann hefur fengið á sanngjömu verði,“ sagði Relja að lokum.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.