Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 12.12.2002, Qupperneq 18

Fréttir - Eyjafréttir - 12.12.2002, Qupperneq 18
18 Fréttir Fimmtudagur 12. desember2002 Landakirkja Fimmtudagur 12. desember Kl. 10.00. Mömmu- og pabba- morgunn. Jólasamvera. Saman- burður á jólasmákökum. Sunnudagur 15. desember Kl. 11.00. Bamaguðsþjónusta, helgileikur nemenda í 6. bekk Hamarsskóla undir stjóm kennara þeirra. Kveikt verður á hirðakertinu með friðarloganum frá Betlehem. Kl. 14.00. Messa á þriðja sunnu- degi í aðventu. Sóknamefndar- menn lesa úr Ritningunni. Kveikt verður á hirðakertinu með friðar- loganum frá Betlehem. Altarisganga. Kafftsopi á eftir í Safnaðarheimilinu. Sr. Kristján Bjömsson. Kl. 20.00. Jólatónleikar Kórs Landakirkju. Einsöngvarar verða Óskar Pétursson, tenór frá Álfta- gerði, og Anna Alexandra Cwalinska, sópran í Eyjum. Jólalög og verk tengd jólum. Stjómandi Guðmundur H. Guðjónsson, kantór Landakirkju. Sjá frétt á heimasíðunni landakirkja.is Mánudagur 16. desember Kl. 17.30. Jólasamvera í Kirkju- starfi fatlaðra, yngri og eldri deild, með foreldmm vinum og ætt- ingjum. Helgileikur í kirkjunni og hlaðborð á eftir í Safnaðar- heimilinu. Kl. 20.00. Jólafundur Kvenfélags Landakirkju. Þriðjudagur 17. desember Kl. 15.00. Jólafundur hjá kirkju- prökkumm í 6-8 ára kirkjustarfi. Miðvikudagur 18. desember Kl. 11.00. Helgistund í kapellu Hraunbúða, allir velkomnir. Sr. Þorvaldur Víðisson. Kl. 16.20. JólafundurTlT íkirkju- starfi 9-10 ára góðra krakka. Kl. 17.30. JólafundurTTT íkirkju- starfi 11 -12 ára góðra krakka. Guðjón, Gísli og sr. Þorvaldur. Fimmtudagur 19. desember Kl. 10.00. Mömmu- og pabba- morgunn. Kærkomin smáhvíld og spjall þegar styttist í hátíðina. Urslitin kynnt í „jólasmáköku- samkeppninni". Hvítasunnu- KIRKJAN Fimmtudagur 12. desember Kl. 20:30 „Skreytum hús með greinum grænum." Samfélag og sopi. Laugardagur 14. desember Kl. 20:30 Bænasamvera, undir- búum jólin í bæn til Guðs! Þriðji sunnudagur í aðventu Kl. 13:00 Jólaskemmtun Sunnu- dagaskólans, trúður, og aðrir vinir koma í heimsókn. Gengið í kringum jólatré og margt annað skemmtilegt gert. Öll böm og foreldrar velkomin. Kl. 15:00 SAMKOMA Jólasöngvar, gleði og friður. Leyfum Guði að undirbúa hjörtu okkar fyrir jólin. Allir hjartanlega velkomnir. Bænastundir kl. 7:30 á hvetjum morgni. Komið og byijið daginn í nærveru Guðs. nn með bæn og Guðsorði. Aðventkirkjan Laugardagur 14. desember Kl. 10.30 Biblíurannsókn. Líf og fjör í barnaguðsþjónustu Aukið líf færist í barnastarfið í Landakirkju þegar jólin nálgast. Þetta sást grcinilega í barnaguðsþjónustunni á sunnudaginn. Þá var annar sunnudagur í aðventu og kveikt á Betlehemskertinu af því tilefni. Mikið var sungið og trallað auk þess sem prestar og barnafræðarar buðu upp á ýmislegt þar sem guðsorð var fyrirferðarmest en með léttu ívafi þannig að engum þurfti að leiðast. EVA Björk, séra Þorvaldur, Sigurlína og Elfa stjórnuðu söng og öðrum uppákomum í harnamcssunni af miklum myndugleika. Handbolti, Essodeild karla - Valur 28 - IBV 15 Annað stórtapið gcgn Völsurum í vetur Eyjamenn léku á föstudagskvöldið gegn meistaraefnunum í Val og fór leikurinn fram á Hlíðarenda. Fyrri leik liðanna hér í Eyjum lauk með átján marka sigri Valsmanna og því vitað að það yrði á brattann að sækja fyrir leikmenn ÍBV. Sú varð raunin, leikurinn endaði með þrettán marka mun og Valsmenn sigruðu 28 - 15. Leikurinn fór reyndar vel af stað fyrir IBV því eftir rúmar fimm mín- útna leik var staðan 2-4 og var ÍBV með yfirhöndina fyrstu tuttugu mín- úturnar. Þá komust Valsmenn hins vegar í fyrsta sinn yfir og litu ekki um öxl eftir það. Staðan í hálfleik var 12- 8. Valsmenn byrjuðu svo af miklum krafti í upphafi síðari hálfleiks, skor- uðu fyrstu sex mörk hálfleiksins og gerðu um leið út um leikinn. Eftir það róaðist leikurinn nokkuð en heima- menn réðu samt gangi leiksins og áttu ekki í vandræðum með að innbyrða sigurinn í leikslok. Þegar rennt er yfir tölfræði leiksins er athyglisvert að sjá að aðeins eru dæmd þrjú víti í leikn- um. ÍBV fékk eitt þeirra og víta- nýtingin hefur aldrei verið betri í vetur, 100% sem er jákvætt. Mörk IBV: Sigurður Ari Stefánsson 4, Michael Lauritsen 3, Kári Kristjánsson 2, Sigurður Bragason 2, Robert Bognar 2, Sigþór Friðriksson 1, Davíð Þór Óskarsson 1 /1. Varin skot: ViktorGigov 11/1. Fimleikar Birgitta Ósk og Auður Ósk stóðu sig vel Islandsmót í almennum fimleikum var haldið á Akranesi fyrir nokkru og þar átti Fimleikafélagið Rán nokkra keppendur sem stóðu sig með sóma. Bestum árangri náðu þær Birgitta Ósk Valdimarsdóttir og Auður Ósk Hlynsdóttir en báðar unnu þær sér rétt til þess að taka þátt í Meistaramóti íslands sem fer fram í j Annars var árangur stelpnanna eins og hér segir (grein, einkunn, sæti) en alls tóku um 190 keppendur þátt í mótinu: Birgitta Ósk Valdimarsdóttirárgangur 1992, stökk, 9,40 og 1. sæti, trampólín 9,50 og 1. sæti og gólf 9,10 og 3. sæti. Samanlagt 36,40 og 1. sæti. AUÐUR Ósk, Birgitta Ósk og Erna Dögg stóðu sig vel. Auður Ósk Hlynsdóttir árgangur 1991, gólf, 9,00 og 2. sæti, dýna, 9,10 og 3. sæti. Samanlagt 35,25 og 5. sæti. Ema Dögg Hjaltadóttir árgangur 1992, trampólín 9,00 og 3. sæti. Samanlagt, 33,75 og 9. sæti. nrwm m i 1 Ivtw M 1 LA J RANAR-krakkar við komuna til Eyja. ( ij KVEIKT var á jólatrénu við Bárustíg á laugardaginn í blíðskaparveðri. Litlu lærisveinarnir mættu á staðinn og skemmtu gestum með hressum jólalögum. Einnig mættu bræðurnir Stckkjnstaur og Hurðaskellir og var dansað í kringum jólatréð ásamt því sem þeir dreifðu góðgæti meðal yngstu gestanna.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.