Fréttir - Eyjafréttir - 12.12.2002, Síða 19
Fimmtudagur 12. desember2002
Fréttir
19
Golf: Aðalfundur Golfklúbbs Vestmannaeyia:
Stærsta mót næsta árs
verður haldið í Eyjum
STJÓRN og varastjórn GV. Frá vinstri: Jón Pétursson, sem hætti í stjórn, Gunnlaugur Grettisson,
Böðvar Bergþórsson, Ragnar Baldvinsson, Haraldur Óskarsson, Sigurjón Pálsson, Helgi Bragason,
Hörður Óskarsson.
í skýrslu stjómar Golfklúbbs Vest-
mannaeyja fyrir árið 2001 til 2002
kemur fram að á nýafloknu GSI þingi
var nánast staðfest að hér yrði haldið
íslandsmeistaramót í höggleik dagana
24. - 27. júlí 2003.
„Er það án efa stærsta mót sumars-
ins og kallar á mikla vinnu klúbb-
meðlima í undirbúningi og vinnu við
mótið sjálft. Það má geta þess að
Goiklúbbur Hellu hélt mótið sl. sumar
og voru þá 60 sjálfboðaliðar við störf
síðustu tvo dagana. einkum er þar
mikil vinna vegna beinna útsendinga í
sjónvarpi. Það skiptir miklu máli fyrir
klúbbinn að halda Islandsmót. það
gefur mönnum aukinn kraft í upp-
byggingu og einnig vilja menn
endurtaka leikinn frá því 1996 er hér
var haldið glæsilegasta Landsmót í
manna minnum. Þá verður haldið hér
eitt stigamót unglinga og allar líkur á
að hér verði LEK mót,“ segir í skýrslu
formannsins, Helga Bragasonar.
I skýrslunni kom fram að golf-
völlurinn kom ekki eins vel undan
vetri eins og undanfarin ár og var
sýking í flötum sem setti svip sinn á
völlinn fram eftir sumri. „Með góðri
vinnu tókst þó að rækta flatir vel upp
og voru þær orðnar nokkuð góðar
seinnipart sumars. Varfariðaðberaá
sýkingu aftur undir lok sumars en
vonandi þurfum við ekki að glíma við
þetta vandamál næsta sumar. Fara
þarf í fyrirbyggjandi aðgerðir og
fengum við Bjama Helgason, jarð-
vegsfræðing til að taka út völlinn og
gera skýrslu um ástand hans. Spilað
var á sumargrínum frá því í lok aprfl
þangað til í lok október eða í samtals 6
mánuði sem er eilítið styttri tími en
árið á undan en þó það lengsta sem
gerist hérlendis. Taka ber tillit til þess
að verri tíð var sl. vetur en árið á
undan.“
Mörg verkefni framundan
Annað sem kemur fram í skýrslunni er
að eftir þjóðhátíð árið 2001 náðist
samkomulag við sýslumannsemb-
ættið, bæjaryfirvöld og þjóðhátíðar-
nefnd um flutning á bílastæði af 6.
braut á þann stað sem þau eru nú við
4. braut. „Strax var hafist handa við að
slétta svæðið og tókst að klára þá
vinnu fyrir þjóðhátíð en eins og alþjóð
veit rigndi meira á þessari þjóðhátíð
en á flestum öðrum þjóðhátíðum og ef
bílastæði hefðu verið á 6. braut ætti
hún seint eftir að bera þess bætur.
Bílastæðin við 4. braut eru því komin
til að vera.
I skýrslu síðustu stjómar var tekið
fram að bæta þyrfti merkingar á vell-
inum, laga ýmis smáatriði, einkum
hvað varðar snyrtingu á ýmsum hlut-
um og svo æfingasvæði. Ekki var
mikið gert í þeim efnum og þarf því að
halda áfram að vinna að endurbótum á
þeim atriðum. Einnig hefur stjóm
skipað sérstaka nefnd sem fær það
hlutverk að fara yfír skipulag vallarins
m.a. þrengja brautir, auka „röff ‘ ofl.
sem huga þarf að fyrir næsta sumar,
einkum vegna Islandsmóts. Mun sú
nefnd hefja störf í vetur og leggja drög
að breytingum fram til kynningar
næsta vor.
Stjórn GV hefur hafið viðræður við
bæjaryfirvöld og ÍBV íþróttafélag
vegna tækja á vellinum, hugsanlegs
meira samstarfs, samnýtingar á tækj-
um og svo tækjakaup. Er sú vinna enn
á framstigi en ljóst er að huga þarf að
tækjakaupum til lengri tíma litið.“
Húsnæðismál GV eru mjög góð en
á vordögum 2001 var nýbygging við
golfskálann að mestu klárað. „Var þá
ákveðið að fresta framkvæmdum
meðan ekki væra til fjármunir og auk
þess að klára að greiða upp skuldir.
Ennþá er ýmsum smáhlutum ólokið
td. klefum á 1. hæð og einnig er loft
óklárað og verða menn að meta það á
nýju ári hvort það verður klárað en á
sama hátt og með neðri hæð eykur það
möguleika klúbbsins í tekjum einkum
af hópum og fyrirtækjum."
Bætt fjármálastaða
„Á síðasta ári var golfhermi komið
fyrir í nýjum sal í nýbyggingunni og
getur enginn kiúbbur státað af eins
góðri aðstöðu. Nýtingin á herminum
var þó minni en vonir stóðu til en
vonandi mun nýtingin verða meiri nk.
vetur. Eins og áður hefur komið fram
verður vetrarstarf í hermi auglýst
fljótlega."
Fram kom í reikningum ársins að
langtímaskuldir klúbbsins hafa lækkað
um tæpar 9 milljónir og bókfærður
hagnaður er rúmar 16 milljónir.
„Þessar tölur eru aðallega tilkomnar
vegna gengishagnaðar. Stóra málið er
þó að við eram að ná tökum á okkar
rekstri, lausaskuldir minnka og öll lán
era í skilum. Það er ekki lítið mál fyrir
klúbb af okkar stærðargráðu að halda
úti jafn glæsilegum velli og aðstöðu
eins og raun ber vitni og auk þess að
greiða af lánum sem að mestu komu
til vegna uppbyggingar vallarins sem
var að mestu á kostnað klúbbsins. Er
þetta aðeins hægt með aðhaldi í
rekstri, fómfúsu sjálfboðaliðastarfi og
góðum bakhjörlum.
Á næsta ári verður stórt alþjóðlegt
mót spilað í Reykjavík og Hafnarfirði
og er áætluð velta í kringum það mót
mörghundrað milljónir króna. Það er
ljóst að miklir möguleikar era fyrir
hendi ef menn ná að markaðssetja sig
á erlendum vettvangi. Allir útlend-
ingar sem hér koma, lofa völlinn. Við
þurfum að reyna áfram að byggja upp
hér Volcanomótið og vera áfram opin
fyrir þeim möguleikum sem við
eigum við að selja útlendingum
völlinn.
Næsta sumar verður stórt sumar hjá
Golfklúbbi Vestmannaeyja. Við
hvetjum alla klúbbfélaga til að vera
virka í starfinu og vera óhrædda um að
koma hugmyndum og skoðunum á
framfæri. Einnig ber að ítreka það að
klúbbur af okkar stærðargráðu getur
ekki gengið nema með fómfúsu starfi
félagsmanna," segir í lokaorðum
skýrslunnar.
Fyrri stjóm gaf öll kost á sér til
starfa á ný en hana skipa Helgi Braga-
son formaður, Haraldur Oskarsson
varaformaður, Hörður Oskarsson
gjaldkeri, Ragnar Baldvinsson ritari
og Böðvar Bergþórsson, meðstj. Til
vara voru kjömir Sigurjón Pálsson og
Gunnlaugur Grettisson í stað Jóns
Péturssonar sem ekki gaf kost á sér.
Vetrarstarfið
Þó vetur gangi í garð er ekki þar með
sagt að starfsemi GV falli niður og í
skýrslunni er vetrarstarfið kynnt.
Skrifstofan verður opin alla virka
daga frá 14.00 - 16.00, þar sem dag-
legum rekstri klúbbsins verður
stjómað af núverandi framkvæmda-
stjóra. Golfhermir verður opinn alla
daga og verður sérstakur goifherm-
issími þar sem menn geta pantað tíma
alla daga. Vetrarmót verða í höndunt
nýrrar kappleikjanefndar sem ný
stjórn skipar á fyrsta fundi eftir aðal-
fund. Með þessu móti er rekstrar-
gjöldum klúbbsins haldið í lágmarki
án þess þó að það eigi að koma niður
á þjónustu við klúbbmeðlimi og aðra
sem leita þurfa til klúbbsins."
Handbolti, Essodeild karla - IBV mætir Víkingum í síðasta leik ársins
Ætlum okkur ekkert nema sieur
-segir Sisurður
Bragason fyrirliði
Síðasti heimaleikur karlaliðs IBV fyrir
áramót er annað kvöld þegar liðið
tekur á móti Víkingum.
Bæði lið mega muna sinn fífil feg-
urri en Eyjamenn náðu oftar en ekki
að stugga við stórveldi Víkinga á
áram áður og sigruðu þá eftirminni-
lega í úrslitaleik bikarsins 1991.
Síðustu fimm ár hafa liðin leikið
aðeins sex leiki þar sem Víkingar léku
í 2. deild tímbilin 1998 til 99 og 2000
til 2001.
Þrátt fyrir að í heild hafi IBV verið
sterkara lið á þessum árum þá hefur
það komið í hlut Víkinga að stugga
við ÍBV því þeir hafa náð í tvo sigra
og eitt jafntefli í þessum sex leikjum
liðanna. Þar af einn sigur og eitt jafn-
tefli í þremur leikjum liðanna hér í
Eyjum. Markatalan er hins vegar ÍBV
í hag um sjö mörk, 84 - 77 og
samkvæmt því ætti leikurinn að enda
með tveggja marka sigri ÍBV, 28 - 26.
Sigurður Bragason, fyrirliði IBV
lék fyrir tveimur áram með Víkingum
og var m.a. fyrirliði liðsins í einum
leik. Hann sagði að fyrir leikinn gegn
Val hafi menn talað um að ná í fjögur
stig úr næstu þremur leikjum. „Það er
ekki öll nótt úti enn, við getum náð í
þessi fjögur stig ef við vinnum bæði
Víkinga hér heima og Gróttu/KR úti á
miðvikudaginn. Leikurinn gegn Vík-
ingum á að vinnast, við lögðum upp
með það í uppphafi tímabilsins að
þessi leikur væri einn þeirra sem við
yrðum að vinna. Víkingar era hins
vegar ekkert með lakara lið en við og
við megum passa okkur á þeim. Við
náðum í jafntelli gegn þeim á útivelli
eftir að hafa lent sex mörkum undir í
hálfleik þannig að við þurfum að hafa
okkur alla við.“
Varðandi leikinn gegn Gróttu/KR
þá er fátt hægt að segja. „Það er mikið
álag á þeim um þessar mundir þar sem
þeir eru á fullu í Evrópukeppninni.
Við unnum þá héma heirna og gætum
vel endurtekið leikinn," sagði Sigurð-
ur.
Karfan:
Bæði sigur
og tap á
Snæfellsnesi
Leikmenn ÍV héldu í ágætis ferða-
lag í kjördæmi kosninganna þar
sem liðið lék um helgina gegn
Grundarfirði og Reyni frá Hellis-
sandi en bæði lið eru á Snæfellsnesi.
Höfðu betur gegn Reyni
Fyrri leikurinn fór fram á laugar-
daginn og var þá leikið gegn Reyni.
Eyjamenn voi'u mun betri en
heimamenn og sigraðu nokkuð
sannfærandi með sautján stigum, 62
- 79 eftir að staðan í hálfleik hafði
verið 25-40.
Stig ÍV: Arnsteinn Ingi Jóhann-
esson 30, Kristinn Þór Jóhannesson
26, Sverrir M. Jónsson 9, Benóný
Þórisson 6, Sigurlás Gústafsson 4.
Gylfi Bragason 4.
Grundfii'ðingar erfíðir
Seinni leikurinn var mun strembnail
fyrir Eyjamenn enda Grundfirð-
ingar með mun sterkara lið og þar
sem aðeins sex leikmenn gátu
spilað leikina tvo, var komin þreyta
í mannskapinn. Engu að síður var
leikurinn jafn og spennandi frá
fyrstu mínútu. Staðan í háltleik var
32-39 og eftir þriðja leikhluta var
munurinn aðeins eitt stig, 50-51.
Grundfirðingar komust svo
tveimur stigum yfir þegar örfáar
sekúndur voru eftir og síðasta sókn
ÍV rann út í sandinn þannig að
lokatölur leiksins urðu 75-73.
Stig IV: Kristinn Þór 37, Amsteinn
16, Sverrir 9, Gylfi 7, Sigurlás 4.
Framundan
Föstudagur 13. desember
Kl. 20.00 ÍBV-Víkingur Essodeild
karla.
Laugardagur 14. desember
Kl. 13.00 ÍBV-Vikingur 2.fl. karla
Kl. 17.00 ÍBV-Víkingur 3.fl. karla
L S J T S
1. Valur 15 11 3 1 25
2.ÍR 15 11 0 4 22
3. Haukar 14 10 1 3 21
4. HK 15 10 1 4 21
5. Þór A. 15 10 0 5 20
6. KA 14 8 3 3 19
7.FH 15 7 2 6 16
8. Fram 15 7 2 6 16
9. Grótta/KR 14 7 1 6 15
10. Stjaman 15 5 1 9 11
11. Aftureld. 14 3 2 9 8
12. ÍBV 15 3 2 10 8
13. Víkingur 15 1 2 12 4
14. Selfoss 15 0 0 15 0
F.ssodeild kvenna
I.ÍBV L S J T S
13 12 1 0 25
2. Haukar 14 10 1 3 21
3. Stjaman 14 9 3 2 21
4. Víkungur 14 7 3 4 17
5. Valur 14 8 1 5 17
6. Grótta/KR 14 7 1 6 15
7.FH 13 5 2 6 12
8. KA/Þór 14 2 0 12 4
9. Fylkir/ÍR 14 2 0 12 4
10. Fram 14 1 0 13 2