Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 13.11.2003, Blaðsíða 18

Fréttir - Eyjafréttir - 13.11.2003, Blaðsíða 18
18 Fréttir/ Fimmtudagur 13. nóvember 2003 Hressósfelpur í þriðja og fjórða sæti YNGRI hópurinn, Hafdís, Vigdís, Kristín Óskarsdóttir sem forfallaðist, Laufey og Lea. Landa- KIRKJA Fimmtudagur 13. nóvember Kl. 10.00 Mömmumorgunn í Safnaðarheimilinu. Kl. 14.30 Helgistund á Heil- brigðisstofnun. Kl. 20.00 Tólf spora vinna heldur áfram í KFUM&K heimilinu. Kl. 20.00 Kóræfing hjá kirkjukór. Laugardagur 15. nóvember Kl. 14.00 Útför Ólafs Svein- bjömssonar. Sunnudagur 16. nóvember Kl. 11.0 Sunnudagaskóli á degi íslenskrar tungu. Allir krakkar fá biblíumynd. Kl. 14.00 Guðsþjónusta á degi íslenskrar tungu. Fermingarböm lesa ritningarlestra. Prestur sr. Fjölnir Asbjömsson. Kl. 20.00 Æskulýðsfélag Landa- kirkju og KFUM&K. Helgistund, leikir og söngur. Mánudagur 17. nóvember Kl. 17.30 Æskulýðsstarf fatlaðra, eldri hópur. Kl. 20.00 Kvenfélag Landakirkju undirbýrárleganjólabasar. Kven- félagskonur hvattar til að mæta. Þriðjudagur 18. nóvember Kl. 15.00 Kirkjuprakkarar, 6-8 ára krakkar í kirkjunni. Mikil dagskrá, söngur, leikir og ný biblíumynd. Kl. 16.00 Litlir lærisveinar Landa- kirkju. Kóræling hjá yngri hóp 1.-4. bekkur. Kl. 17.00 Litlir lærisveinar Landakirkju. Kóræfing eldri hóps, 5.bekkurogeldri. Kl. 20.30 Kyrrðarstund ásamt altarisgöngu íLandakirkju. Góður vettvangur frá erli hversdagsins. Miðvikudagur 19. nóvember Kl. 11.00 Helgistund á dvalar- heimili aldraðra, Hraunbúðum. Kl. 17.30 TTT yngri og eldri saman, 9-12 ára krakkar í kirkjunni. Gluggað verður í bók- ina Dagar með Markúsi. Sr. Fjölnir Asbjömsson og leið- togamir. Kl. 20.00 Opið hús hjá Æsku- lýðsfélagi Landakirkju og KFUM&K í félagsheimili KFUM&K. Esther Bergsdóttir æskulýðsfulltrúi, sr. Fjölnir Asbjömsson og leiðtogamir. Viðtalstímar presta kirkjunnar eru þriðjudaga til föstudaga kl. 11:00-12:00. Hvítasunnukirkjan Fimmtudagur 13. nóvember Kl. 17.00 Allir 10—12 ára krakk- ar mega koma á skemmtilega stund sem Emma og Kristný sjá um. Kl. 20.30 Bibh'ufræðsla. Komið og fræðist í Guðsorði. Föstudagur 14. nóvember Kl. 20.30 Unglingakvöld. Allt ungt fólk velkomið. Laugardagur 15. nóvember Kl. 20.30 Lofgjörðar- og bæna- stund með brauðsbrotningu. Sunnudagur 16. nóvember Kl. 13.00 Sunnudagaskólinn. Jesús þarfnast okkar. Mettun fímmþúsunda, föndrað og sungið. Öll böm og fullorðnir velkomin. Kl. 15.00 SAMKOMA Lofgjörð og kröftugt, lifandi Guðsorð. Guð er að starfa og vill blessa fólk. Fyrirbænir og kaffisopi eftir Mmkomu. Állir hjartanlega velkomnir. Aðventkirkjan Laugardagur 15. nóvember Kl. 10.30 Biblíurannsókn. Á dögunum fór fram íslandsmeistara- mótið í Þrekmeistaranum á Akureyri. Keppnin, sem bæði er liða- og einstaklingskeppni, fer þannig fram að fímm manna lið skipta með sér tíu stöðvum og er keppt um besta tímann. í þrekmeistaranum er keppt í tíu þrautum og keppti hver þátttakandi í tveimur. Byrjað var á að hoppa jafn- fætis yfir pall 50 sinnum, næst tók við róður 50 sinnunr með 40 kg, niðurtog 50 sinnum með 25 kg, 60 fótalyftur, 30 armbeygjur, kassauppstig 100 sinn- um með 10 kg, 60 uppsetur, 40 axlapressur með 15 kg, 800 m hlaup í 10% halla og 40 bekkpressur með 25 kg- Tvö lið tóku þátt frá Vestmanna- eyjum, bæði frá Hressó og hét eldra liðið Rauðu djöllamir og þær yngri Bláu drekamir. Eldri stelpumar enduðu í þriðja sæti keppninnar, af sjö liðum en yngra liðið varð í fjórða sæti sem er frábær árangur Eyjaliðanna. Þórunn Rúnarsdóttir, ein af eldri stelpunum, sagði í samtali við Fréttir að ferðin hefði verið ein ævintýraför. „Við förum alla leið til Akureyrar, keppum í tvær til sjö mínútur þannig að þetta þarf að vera mjög skemmti- legt líka. Stelpumar í liðunum náðu vel saman og þó að liðin væm í raun að keppa hvort gegn öðru þá hvöttum við hver aðra áfram.“ En liggur ekki mikil vinna að baki þegar tekið er þátt í svona móti? „Við æfum auðvitað á fullu í Hressó en tökum aukalega þær æf- ingar sem við keppum í. Auðvitað er þetta alltaf bak við eyrað á manni og sjálfsagt leggur maður meira á sig en þetta er bara svo gaman og skemmti- legt fólk sem er í þessu að maður heldur bara áfram," sagði Þómnn og bætti því við að nú stæði til að halda þrekmeistaramót í Hressó í desember. „Þá ætlum við að skora á einhvem karlahópinn að keppa við okkur og vonandi bætast við fleiri konur. Það er bara spuming hvort karlamir taki á- skomninni, þetta em allt svo miklar hænur þama.“ í eldri hópnum vom Regína Krist- jánsdóttir, Þómnn Rúnarsdóttir, Ólöf Jóhannsdóttir Jóhanna Jóhannsdóttir, og Súsanna Georgsdóttir sem er undantekningin því hún er að keppa í fyrsta sinn. I yngri hópnum vom Vigdís Ómarsdóttir, Hafdís Víglundsdóttir, Lea Tómasdóttir og Laufey Garðars- dóttir og Regína Kristjánsdóttir var líka í þessum hóp. Lavonda Lewis var einnig með en hún tók þátt í einstaklingskeppninni. Framtíðarfólk: Guðjón Ólafsson Zídane ekkert mikið verri en Venni Fullt nafn: Guðjón Ólafsson. Gælunafn: Gaui. Aldur: 14ára. Uppáhaldsmatur: Hamborgarahryggur hjá mömmu á gamlárskvöld. Uppáhaldsdrykkur: Rauður Gato- rade er góður Hvenær byrjaðir þú að æfa fótbolta: Ætli ég hafi ekki verið sex ára, eitthvað svoleiðis. Æfirðu einhverjar aðrar íþróttir: Já ég æfði handbolta og svo er ég í golfi. Hver er helsti styrkleiki þinn í íþróttum: Ég þoli ekki að tapa, ætli það sé ekki styrkur. Uppáhaldssjónvarpsefni: Iþróttir. Besta bíómyndin?: Allt með Jim Carey er gott. Hvaða tónlist hlustar þú á: T.d. Led Zeppelin, Pink Floyd og Audioslave. Uppáhaldsútvarpsstöð?: X-ið Ertu hjátrúarfullur: Já. Ég spila alltaf í sömu tveimur bolunum þegar ég keppi og skipti þeim á milli leikja. Uppáhalds lið: Liverpool og Stuttgart. Uppáhaldsíþróttamaður/kona: Venni bróðir að sjálfsögðu og svo var pabbi ömgglega góður. Zidane er líka ekkert mikið verri en Venni. Hefurðu skorað sjálfsmark: Nei, hef ekki enn lent í því. Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur hjá þér á æfingum eða í keppni: Mér er mjög minnistætt þegar ég skoraði fjögur mörk í leik í Knattspymuskóla KSÍ á Laugarvatni. Ef þú værir bæjarstjóri í eina viku, hverju myndir þú breyta: Byggja knattspymuhöll, ekki spuming. Eitthvað að lokum: Já, ég vil minna á að Islandsmótið í innanhúss- knattspymu hjá þriðja flokki verður hér í Éyjum á næstunni og ég hvet alla til að kíkja við. | Þrekmeistarinn: Góður árangur Eyjakvenna RAUÐU djöllarnir en svo kallaði eldri hópurinn sig, Lavonda, Súsanna, Óíöf, Regína og Þórunn en Jóhönnu vantar á myndina.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.