Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 13.11.2003, Blaðsíða 19

Fréttir - Eyjafréttir - 13.11.2003, Blaðsíða 19
Frcttir / Fimmtudagur 13. nóvember 2003 19 | Handbolti karla bikarinn: Valur b 28 - ÍBV 36 Góður sigur ú mulnmgsvélinni Eyjamenn léku gegn B-liði Vals í síðustu viku í 16 - liða úrslitum bikar- keppninnar í bikamum. Ohætt er að segja að lið Valsmanna sé eitt það reynslumesta sem ÍBV leikur gegn í vetur, því í liðinu voru ekki ómerkari kempur en Geir Sveinsson, Sigurður Sveinsson, Jón Kristjánsson og fleiri. Þessir leikmenn mega hins vegar flestir muna sinn fífil fegurri og frískir Eyjapeyjar sigmðu nokkuð ömgglega. Leikurinn var í jámum til að byrja með og Eyjamenn áttu í nokkmm vandræðum með að finna réttu leiðina framhjá vöm Valsmanna. Undir lok fyrri hálfleiks náðu Eyjamenn samt góðum leikkafla, skomðu nokkur mörk úr hraðaupphlaupum og höfðu þriggja marka forystu í hálfleik, 12-15. I síðari hálfleik bættu Eyjamenn svo forskotið jafnt og þétt enda úthaldið töluvert betra hjá ÍBV og lokatölur urðu 28-36. Já, það er ekki á hverjum degi sem ÍBV vinnur átta marka sigur á JJIíðarenda. IBV er þar með komið í átta liða úrslit en þangað hefur liðið ekki kom- ist síðan seint á tíunda áratug síðustu aldar. Markaskorarar ÍBV: Zoltán Belányi 10, Robert Bognar 5, Sigurður Ari Stefánsson 5, Björgvin Þór Rúnarsson 4, Kári Kristjánsson 3, Josep Bösze 3, Erlingur Richardsson 2, Davíð Þór Óskarsson 2, Sigurður Bragason I, Michael Lauritzen 1. Varin skot: Jóhann Guðmunds. 24. EIGA Siggi og Davíð Þór eftir að komast áfram í bikarnum? | Handbolti: Yngri flokkarnir Einn sigur og tveir tapleikir Karlarnir upp á við í bikarnum í síðustu viku tryggði ÍBV sér farseðil í átta liða úrslit þar sem liðið mætir Val ÍBV, sem á ámm áður var kallað mikið stemmn- ingslið, hefurekki komist jafn langt í bikarkeppninni í ein fjögur ár. Tímabilið 1998-1999 lék ÍBV síðast í átta liða úrslitum en þá tapaði liðið fyrir Aftureldingu 27- 26. Árið áður hafði ÍBV hins vegar komist alla leið í undanúrslit en þá tapaði liðið fyrir Val í hörkuleik 22-23. Besti árangur ÍBV í bikar- keppninni var hins vegar árið 1991 þegar liðið lagði Víking að velli í mjög eftirminnilegum úrslitaleik. ÍBV komst fyrst í úrslitaleik bikarkeppninnar árið 1994 en þá töpuðu stelpumar gegn Víking. Sjö ámm síðar. árið 2001 komst liðið aftur í úrslitaleikinn en þá sigraði ÍBV Hauka. Síðustu tvö ár hefur ÍBV komist í úrslitaleikinn og unnið einu sinni en einu sinni tapað. í ár leikur liðið svo gegn FH í undanúrslitum. Birgit og Sylvia með austurríska landsliðinu Austurrísku leikmennimir í kvennaliði ÍBV vom á ferðinni um helgina og léku tvo leiki með austurríska landsliðinu gegn Slóveníu. Fyrri leikurinn endaði með jafntefli 31-31 og skoraði Sylvia þrjú mörk í leiknum en síðari leikurinn endaði með sigri Slóveníu 27-25. Ferðin er hluti af undirbúningi austurríska lands- liðsins fyrir heimsmeistaramótið sem fer fram í desember. Fjórði flokkur karla lék um helgina í annarri umferð Islandsmótsins en IBV er í 2. deild og lék í A-riðli ásamt Víkingi, Gróttu og ÍR. Riðillinn var leikinn hér í Eyjum og unnu Eyja- menn einn leik en töpuðu tveimur. Sigurður Bragason, þjálfari strák- anna, var samt sem áður mjög ánægður með lið sitt. „Strákamir lögðu sig alla fram í leikjunum og í raun vorum við óheppnir á móti IR. Þar brenndum við af víti undir lokin og IR vann með einu marki. Annars er þetta langbesta frammistaða sem ég hef séð hjá flokknum síðan ég tók við þeim fyrir rúmu ári síðan. Þetta er líka fjölmennur hópur, 17-18 strákar sem æfa að staðaldri og mikið fjör hjá okkur.“ Úrslit helgarinnar urðu annars þessi: ÍBV-Víkingur 19-13. Mörk ÍBV: Daði Magnússon 7, Óttar Steingrímsson 4, Birkir Hlynsson, Þórhallur Friðriksson og Bjöm Kristmannsson 1. ÍBV-Gróita 15-20. Mörk ÍBV: Daði Magnússon 8, Bergur Gylfason 3. Birkir Hlynsson, Ellert Scheving og Sæþór Garðars. I. ÍBV-ÍR 14-15 Mörk ÍBV: Ellert Scheving 5, Birkir Hlynsson 3, Daði Magnússon, Þór- hallur Friðriksson og Bergur Gylfa. 2. Fjórði flokkur féll úr bikarnum Fjórði flokkur kvenna í handknattleik lék á laugardaginn gegn Haukum í bikarkeppni flokksins og var leikið hér í Eyjum. Haukar sigruðu með einu marki, 15-14 en staðan í hálfleik var 7-8 og er ÍB V þar með fallið úr keppni í bikamum. Mörk ÍBV: Hekla Hannesdóttir 6, Ester Óskarsdóttir 3, Anna María Halldórsdóttir 2, Birgitta Rúnarsdóttir 2, Sædís Magnúsdóttir 1. Elísabet Þorvaldsdóttir varði ágætlega. | Hanboltinn: Bikardrátturinn Erfiður útileikur hjá strákunum - Stelpurnar heppnari og fá heimaleik í hádeginu á þriðjudag var dregið í hikarkeppni HSÍ og er óhætt að segja að karlalið ÍBV hafi verið afar óheppið með dráttinn. Liðið dróst gegn Val og fer leikurinn fram á Hlíðarenda en Valsmenn eru sem stendur á toppnum í Norðurriðli. Þess má til gamans geta að IBV sló út B-lið Valsmanna í síðustu umferð og leika því í annað sinn á Hlíðarenda í keppninni. Kvennalið ÍBV fékk hins vegar heimaleik gegn FH og ættu að öllu eðlilegu að vinna þann leik. Leikur Vals og IBV í karlakeppninni fer fram í byrjun desember en leikur ÍBV og FH í kvennakeppninni í byrjun febrúar. Strembin vika og langt hlé hjá stelpunum Það verður í nógu að snúast hjá kvennaliði ÍBV næstu sex daga þegar liðið leikur þrjá leiki. Fyrsti leikurinn var í gærkvöldi þegar ÍBV tók á móti Val í toppslag Remaxdeildarinnar en úrslit vom ekki kunn þegar blaðið fór í prent- un. Um helgina leikur liðið svo tvo leiki, fyrst gegn Fylki/ÍR á föstudag og á sunnudag leika stelpurnar svo gegn FH. Eftir það tekur við langt hlé vegna heimsmeistarakeppninnar en þar munu þær Sylvia Strass og Birgit Engl leika með austurríska liðinu. Næsti leikur IBV verður svo miðvikudaginn 7. janúar þegar leikið verður gegn Gróttu/KR á úti- velli. Þrátt fyrir heimsmeistara- keppnina verður leikið í Remax- deildinni fram undir miðjan des- cmber en á meðan nnin ÍBV vera í fríi. Guðjón á úrtaks- æfíngu U-16ára landsliðsins Guðjón Ólafsson hefur verið valinn á úrtaksæfingu hjá U-16 ára lands- liðinu í knattspymu en æfingamar fara l'ram um næstu helgi. Guðjón er sonur Ólafs Sigurvinssonar, fyrrverandi landsliðsmanns en bróðir Guðjóns er Sigurvin Ólafsson sem hefur spilað með flestum landsliðum íslands í knatt- spymu. Leifur í sínum fyrstaleik í bikarleiknum gegn B-liði Vals lék ungur Eyjamaður, Leifur Jóhannes- son, sinn fyrsta leik með meistaraflokki en Leifur leikur í hægra horninu. Á heimasíðu ÍBV er sagt frá því að hann hafi svo fengið „hlýjaf' móttökur í klefanum eftir leik. Framundan Föstudagur 14. nóvember Kl. 19.15 Fylkir/ÍR-ÍBV, Remax- deild kvenna. Laugardagur 15. nóvember Kl. 19.00 Þór-ÍBV 3. fl. karla. Sunnudagur 16. nóvember Kl. 19.30 KA2-ÍBV 3. fl. karla. Kl. 14.00 FH-ÍBV Remaxdeild kvenna. Kl. 16.00 Stjaman-ÍBV Remax- deild karla. Mánudagur 17. nóvember Kl. 20.00 Fram-ÍBV Unglingafl. Bikarkeppni.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.