Íþróttablað Hafnarfjarðar - 01.12.1947, Page 1

Íþróttablað Hafnarfjarðar - 01.12.1947, Page 1
IÞROTTABLAÐ HAFNARFJARÐAR I. tölublað. Desember 1947 I. árgangur íþróttabandalag Hafnarfjarðar Við segjum hér að íþróttabandalag Hafnarfjarðar hafi verið stofnað 1945. Og móti því verður ekki mælt. En áður en sá atburður gerðist var margt búið að gerast hér í Hafnarfirði í íþróttamálum, sem stefndi að því. Sem sagt, þar runnu undir margar stoðir. Skal nú í fáum dráttum sagt frá þeim aðdraganda: Við setumst upp í „Tímavér og líðum aftur til ársins 1919. Þá voru hér í Hafnarfirði stofnuð tvö Knatt- spyrnufélög, þau: „Framsókn“ og „17. Júní“. Þau lifðu ekki nema eitt smnar, þar til þeim bar það að höndum, að verða nauðug viljug, að hefjast handa mn byggingu knattspyrnu- vallar. Á fundi í „17. Júní“ var því hreift í janúar 1920 að þessu máli skyldi hrundið í framkvæmd og verður þá til nefnd sú er köll- uð var „Vallarráð“. Þetta ráð, sem var skipað tveim mönnum frá hvoru þessara félaga og einum oddamanni, sem kosinn var á sameigin- legum fundi félaganna. Fundir þeir sem fé- lögin héldu sameiginlega máttu með sanni heita þing íþróttamanna Hafnarfjarðar, þeirra tíma. „Vallarráð“ þetta hratt í framkvæmd íþróttavallarbyggingunni. Vallarins, sem er á Hvaleyrarholti og enn er notaður og enn er í sömu stærð og hann var þá byggður. „Vallarráðið“ hafði alla forgöngu um í- þróttamál í Hafnarfirði á þessum árum. Sá um rekstur vallarins, úthlutaði æfingartímum til félaganna og sá um íþróttamót „Leikmót Hafnarfjarðar“ voru þau kölluð. „Vallarráð“ þetta starfaði til ársins 1927, þá voru félög þau er stofnuðu það hætt störfum. í 7 ár var svo engin slík stofnun til hér í Hafnarfirði, sem þetta „Vallarráð“ hafði verið. 1934 var svo af í. S. í. stofnað hér „íþrótta- ráð Hafnarfjarðar“. Hlutverk þess var að tengja íþróttafélögin hér saman og starfaði það um 10 ára skeið. „íþróttaráðið var þó að ýmsu frábrugðið „Vallarráðinu" gamla. „í- þrótaráðið“ stóð ekki fyrir neinum mótum. Fé- lögunum var falið að sjá um þau. Það hafði heldur engin afskifti af íþróttavallarbygging- um og sá heldur ekki mn rekstur íþróttavallar- ins að neinu leyti. Það tók við skýrslum félag- anna á þessmn árum. Og til þess gátu félögin snúið sér með ýms mál, þar á meðal deilumál, ef upp lcomu. Síðasta verk þessa „íþróttaráðs“ var að hrinda í framkvæmd stofnun „íþróttabanda- lags Hafnarfjarðar“. Það gekk á bál og brann til ösku, eins og fuglinn Fönix. En upp úr öskunni sté annar fugl, fegurri og fullkomnari miklu hinum fyrri Qísli Sigurðsson formaður í. B. H. ÍÞRÓTT ABANDALAG HAFNARFJARÐAR Strax á fyrsta fundi þess kom það í ljós að það myndi vilja vera athafnasamt. Það tók strax á fyrsta fundi skýra afstöðu til þeirra mála er íþróttamönnum voru þá ríkust í huga. Eins og sjá má af framanskráðu. Er „Knatt- spyrnuvöllur“ sá sem nú er notaður, byggður í fátækt og af vanefnum. Stærðin sú minnsta sem vera má. Strax á fyrsta fundi í. B. H. var borin fram tillaga og samþykkt um úrbætur á þessu. Tillagan um kaup á Víðistöðum og byggingu „íþróttavallar“ þar. „íþróttavallar“ sem hefði fulla stæfð og svo útbúinn, að fram gætu farið öll þau íþróttamót, sem fyrir koma hérlendis í knattspyrnu og frjálsum íþróttmn. Á þeim tveim þingum í. B. H. síðari þingum íþróttamanna í Hafnarfirði hefur þetta verið það mál, sem fremst hefur verið sett. Enn hef- ur þetta mál ekki náð fram að ganga. Enn þar til þessu máli er til lykta leitt, mun það verða mál málanna hjá íþróttamönnum hér í Hafn- arfirði. Ekki er ólíklegt að tækifæri gefist til þess að ræða þetta mál einstakt út af fyrir sig í þessu blaði, og mun þá verða eins rækilega um það skrifað og heimildir leyfa. ^ I Nokkur dvarpsorð Það hefur þótt við hrenna, að almenningur hefði eigi þann skilning, sem skijldi, á gildi íþróttanna og starfi íþróttafélaganna, þótt hins vegar hafi á orðið mikil hreyting til hetri vegar í þessu efni, sér- staklega á hinum síðari árum. Orsök þess að íþróttaiðkendur og unnendur íþrótta mæta eigi þeim skilningi, sem góður málstaður verðskuldar, er fyrst og fremst sú, að mikið hefir skort á að almenningi væri gefinn kostur á að fylgj- ast með hugðarmálum íþróttamanna. Til útgáfu þessa hlaðs er stofnað í þeim tilgangi, að sktjra Hafnfirðingum frá starfi félagasamtaka íþróttaæskunnar í hænum og ræða um viðfangsefni, sem nú er harist fyrir að leysa. Blaðið mun koma út óreglulega og því aðeins, þegar sér- stakar ástæður eru fyrir hendi. Væntum vér þess, sem að hlaðinu stöndum, að hæjarbúar taki þessari tilraun vel og vonum að þeir, sem blaðið lesa, verði nokk- urs vísari um starf og fyrirætlanir hafnfirzkra íþróttamanna. Stjórn íþróttabandalags Hafnarfjarðar Gísli Sigurðsson Guðmundur Árnason Gunnlaugur Guðmundsson Hermann Guðmundsson ■ :■ ■ :■ ■ "*i * r*~ -*r*~ ii

x

Íþróttablað Hafnarfjarðar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/1083

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.