Íþróttablað Hafnarfjarðar - 01.12.1947, Blaðsíða 2

Íþróttablað Hafnarfjarðar - 01.12.1947, Blaðsíða 2
2 ÍÞRÓTTABLAÐ HAFNARPJARÐAR Það var öllum ljóst að talsverðann tíma myndi taka að koma upp „íþróttavelli“ í Víði- stöðum. Því var það, að fram kom tillaga þess efnis, að garnli íþróttavöllurinn yrði stækkað- ur, svo að hann næði fullri stærð knattspyrnu- vallar. Vorið 1946 var hafist handa um þetta mál. Var uppfylling gerð við norður- og aust- urkant. Vannst það verk bæði fljótt og vel. En síðan hefur þessu verki ekkert miðað, þrátt fyrir ýtrekaðar áskoranir um að verk þetta yrði fullgert, svo að hér í Hafnarfirði væri upp kominn völlur af lögboðinni stærð fyrir 1. flokk í knattspymu. Krafa Hafnfirzkra íþróttamanna, önnur í röðinni er því sú að völlurinn á Hvaleyrarholti verði fullgerður á næsta ári, þannig, að hann verði, minnsta kosti 100X65 metrar að stærð Þetta er krafa önnur í röðinni, en eftir öll- um sólarmerkjum að dæma verður hún að ganga fyrir öðrum framkvæmdum. Því, ef knattspyrnumenn okkar fá ekki þessa sann- girniskröfu fram á næsta ári, þá getur ekki hjá því farið að stór hnekkir verði að. Því þeg- ar er farið að bera á því, að eldri knattspyrnu- menn geta ekki með góðu móti æft sig á þess- um gamla velli, og sækja æfingar til Reykja- víkur þar sem æfingarskilyrði eru betri, og þar með eru þessir menn okkar alveg tapaðir. Vonandi þarf ekki að leggja fram tillögu á næsta þingi í. B. H. um stækkun gamla vallar- ins, bæjarstjórn mun sjá um það. Þriðja mál þings og stjórnar í. B. H. hefur verið, er og verður þar til það er til lykta leitt, er nýtt leikfimishús hér í Hafnarfirði. íþróttaliús af fullkominni gerð. Eins og nú standa sakir, er um kyrrstöðu að ræða í innanhúsæfingum í- þróttamanna hér í Hafnarfirði. Hús það sem notast verður við er bæði lítið og ófullkomið. Félögin hér sleppa aldrei tækifæri til að þreyta við félög í Reykjavík í handknattleik, En sá er munur, að þar búa félögin við marg- falt betri skilyrði en hér. Þess er krafist að fé- lögin hér standi félögum þar á sporði, en búa við langtum verri aðstæður hvað húsrúm snertir. Ef íþróttamenn okkar eiga að keppa við félögin í Reykjavík áfram þá verða þau að búa við svipaðar aðstæður og þar eru, ann- ars kemur kyrkingur í þessa starfsemi hér. Því er það krafa íþróttafélaganna og um leið krafa stjórnar í. B. H. Fullkomið „íþróttahús“ hér í Hafnarfirði. Sundlaugin þegar hún var byggð, var ekki þannig úr garði gerð að viðunandi væri Þar sem hún var opin. Enda létu annmarkarnir ekki á sér standa. Nú mun hafa verið ráðin bót á ýmsum þeim annmörkum, sem verið hafa, ennþá er hún samt opin og spillir það fyrir aðsókn að henni. Hún þarf því að yfir- byggjast og það sem fyrst. Nokkurn tírna mun það taka að ala upp unglinga svo að þeir standi á sporði sundmönnum Reykjavík- ur. Þegar Sundlaugin hefur verið yfirbyggð þá er hægt að fara að hugsa fyrir því. Minnsta kosti ætti að vera hægt að ala upp sundfólk hér, sem ekki stæði Reykjavíkursundfólkinu lengra að baki en þeir íþróttamenn sem komið hafa fram á öðrum sviðum. Krafa íþrótta- manna og í. B. H. er því yfh'byggð sundlaug og fullkomin á alla lund. Eitt þeirra mála, sem fram hafa komið á þingum í. B. H. og félögin og stjórn í. B. H. hafa lagt mikla áherzlu á og unnið, er bygging Skíðaskála fyrir hafnfirzkt íþróttafólk. Skíða- og Skautafélag Hafnarfjarðar hefur aðallega haft þetta mál með höndum. Nú er svo komið fyrir ötula framgöngu þessa félags, að mál þetta er komið í örugga höfn, þar sem búið er að koma upp skálanum. Skálinn stend- ur í Hveradölum á Hellisheiði. Stendur hann á hinum fegursta stað og er hinn snotrasti. Mest allt verkið hefur verið unnið í sjálfboða- liðsvinnu félaganna í S. S. H. Þegar skálinn er alveg tilbúinn, er algerlega bætt úr því ástandi, sem vöntun slíks skála hafði á skíðaferðir héðan úr bænum. Þá verð- ur hægt að senda flokka frá skólunum til dval- ar í skálanum og skíðanáms. Við skálann eru sléttir vellir og má þar með litlum tilkostnaði koma upp velli til í- þróttaiðkana í ýmsum öðrum greinum íþrótta. Enginn vafi er á því að íþróttafólk mun kunna að meta að verðleikum þetta framtak sem S. S. H. hefur sýnt. Þá er og vert að minnast, þess góða skilnings, sem hið opinbera, Bæj- arstjóm Hafnarfjarðar hefur sýnt í þessu máli, með rausnarlegum fjárstyrk, kr. 15.000.00. Þetta sýnir, að að því mun koma að á næstu árum mun rísa hér í Hafnarfirði eitt íþrótta- mannvirkið upp eftir annað, þar til sú lausn er fengin að við búum við góð skilyrði hvað íþróttamannvirki snertir. Þó að hér hafi verið minnst á fjögur verk- efni aðallega, þá eru það æði mörg mál, sem í. B. H. hefur með höndum. Margt þeirra mála eru dægurmál, sem íþróttaforystunni eru falin og koma fram ár eftir ár. En mörg eru Það er byrjað að skyggja. Nokkrir skíða- garpar koma brunandi á skíðum niður í Hvera dalina. Þeir stanza á brúninni og horfa heim að skálanum. Þeir eru glaðir í bragði, er þeir líta niður síðustu brekkuna, þarna er skálinn þeirra, sem þeir sjálfir hafa byggt. Þeir hlakka til að koma heim í skála, setjast fyrir framan arininn og njóta hvíldarinnar eftir skemmti- legan en erfiðan dag. Við þeim blasir skálinn uppljómaður, og til þeirra berast ómar af söng og hljóðfæraslætti. Á flötunum fram undan skálanum er eggslétt skautasvell, þar sem Hafnfirzkar skautastjörn- ur sína listir listir sínar við glampandi ljós frá kastara á skálanum Alveg rétt, þetta eru draumórar, — ennþá — framtíðardraumur Hafnfirzkra skíðamanna, sem reyndar eru að rætast. Skálinn er risinn af þau mál, sem erfitt er að koma í framkvæmd aðallega vegan féleysis. Má þar nefna læknis- skoðun íþrttamanna. Það mál er afar þýðing- armikið, en vegna féleysis, hefur það ekki komist í örugga höfn. Vandamál æskulýðsins í félögunum er líka mál, sem leiða þarf til lykta á breiðum grund- velli. Stofnaður hefur verið íþróttasjóður og er tilætlunin með honum, að láta hann ganga til þeirra mannvirkja, sem mest eru aðkall- andi í það og það skiftið. Sjóður þessi er mjög lítill enn sem komið er, og erfitt að safna í hann ,en vonir standa til þess að takast megi að finna tekjugrundvöll fyrir hann, svo að á næstu árum verði veitt úr honum. Nú er hann bundinn því skilyrði, að veitt sé úr honum til „íþróttahúss“. Þá hefur stjórn í. B. H. komið af stað um- ræðum um aukin samskifti við önnur íþrótta- bandalög, íþróttalega, með heimsóknum til þeirra og þeirra heimsókn til okkar. Er enginn vafi á því að ef af þessu verður, þá kemur það til að verða mikil lyftistöng íþróttunum hér. En til þess að þetta geti orðið, þarf stjórn í. B. H. að hafa meira fé handa milli, en undan- farið hefur verið. Er það von stjórnar í. B. H. að bæjarstjórn veiti hærri styrk til starfsemi félaganna og bandalagsins eftirleiðis, en hingað til. Bærinn skal fá það greitt með fleiri íþróttamönnum. betri íþróttamönnum. Fjölbreyttari íþrótta- starfsemi, betri áröngrum. Betri og nýtari borgurum þessa bæjarfélags. Betri íslending- grunni. — En Róm var ekki byggð á einum degi, og mikið er enn eftir að vinna við skál- ann áður en hann er fullger. Allt frá stofnun Skíða- og Skautafélags Hafnarfjarðar hefur það verið draumur félaga þess að eignast skíðaskála, og hefur skálamálið jafnan skotið upp kollinum við og við, en vegna ýmissa erfiðleika, einkum fjárhagslegra, hafa framkvæmdir dregizt. Haustið 1945 voru loks hafnar framkvæmd- ir í málinu. Var fengið land undir skálann í Hveradölum, skammt frá Skíðaskála Reykja- víkur, á mjög skemmtilegum stað. Þá um haustið var grunnurinn steyptur, og var áætl- unin þá að halda áfram byggingu skálans strax næsta vor, en vegna óviðráðanlegra orsaka var ekki hægt að hefja byggingu skálans fyrr en nú í haust. Nú er bygging skálans það á veg um.

x

Íþróttablað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/1083

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.