Íþróttablað Hafnarfjarðar - 01.12.1947, Qupperneq 8
8
ÍÞRÓTfÁBLAt) HAtNARFjARÐAR
- r
K
Fyrsta þátttakan
í þessu fyrsta tölublaði hafnfirzkra íþrótta-
manna þykir það vel til fundið, að segja frá
því er ungir menn héðan tóku fyrst þátt í
íþróttakeppni.
Það gerðist 1909, að tveir ungir menn héðan
úr bænum gáfu kost á sér til að hlaupa „Mílu-
hlaupið“ svo kallaða. Menn þessir voru þeir
Jóel F. Ingvarsson skósmíðameistari hér í bæ,
og Dr. Árni Helgason verksmiðjueigandi í
Cicaco í Bandaríkjunum. Árni og Jóel voru þá
skósmiðanemendur hjá Oddi ívarssyni nú
póstmeistara hér. Strax og hlaup þetta var
auglýst datt þeim í hug að taka þátt í þessu
hlaupi, sem var frá Árbæ í Mosfellssveit að
lækjarbrúnni í Reykjavík. Þeir settu sér þó
ekki hærra markið en það að gefast ekki upp,
reyna að komast til Reykjavíkur. Enda bjugg-
ust þeir við að Reykvíkingar væru langtum
sterkari en þeir.
Sem áður segir voru þeir lærlingar hjá Oddi
ívarssyni, og unnu frá kl. 7 að morgni til kl. 8
að kvöldi. Eftir það ætluðu þeir að æfa sig
undir hlaupið. Oddur sýndi þann skilning
þessari viðleitni þeirra að gefa þeim eftir einn
tíma, svo þeir gætu æft sig.
Æfingunum höguðu þeir þannig, að þeir
gengu suður á Hvaleyrarholt. Af Hvaleyrar-
holti hlupu þeir suður að Hraunabæjum og til
baka. Þeir æfðu reglulega vorið og sumarið
þar til sá dagur rann upp að hlaupið skyldi
háð. Þeir segjast hafa farið á reiðhjólum til
Reykjavíkur, en þaðan gengu þeir upp að Ár-
bæ, svo að þeir hefðu reiðhjólin tiltæk að kom-
ast á suður til Hafnarfjarðar aftur. Þegar þeir
komu að Árbæ skutust þeir út á tún og smurðu
kaun er þeir höfðu á fótunum vegna þess að
þeir höfðu ekki haft nægilega liðlega skó til
að æfa á. Voru þeir ekki lítið kvíðnir vegna
þess arna.
Um 20 ungir menn lögðu upp í þetta hlaup.
Þeir röðuðu sér upp á veginn. Síðan var merki
gefið og allur hópurinn rann af stað.
Þeir fóru sem leið liggur frá Árbæ að Elliða-
ám. Þegar komið var yfir brýrnar fór allmikið
að dreifast hópurinn og bilin að lengast milli
hlauparanna. Ámi og Jóel reyndu sem þeir
gátu að halda í við Reykvíkinganna. Þegar
komið var niður að Tungu var Jóel þriðji í
röðinni, en Árni sjötti. Þessari röð héldu þeir
allt til enda. Jóel kom í mark þriðji maður.
Hann hljóp vegalengdina á 28 mín. og 10 sek.
Tími þessi er hafnfirzkt met og stendur enn.
Um tíma Árna er ókunnugt. Þeir höfðu náð
markinu, báðir komust til Reykjavíkur. Síðar
um daginn heyrðu þeir félagar að verið var að
hallmæla Hafnfirðingum og sagt, að þeir
hefðu gefist upp. Árni snéri sér hvatskeytslega
að þeim er talaði og sagði:
„Þetta er ekki satt, Félagi minn Jóel var
jDriðji og ég komst til Reykjavíkur“.
Leið nú fram til vorsins 1910. Þá var enn
efnt til „Míluhlaups“. Árni var þá ekki í Firð-
inum. Var hann við sundnám í Reykjavík hjá
Birni Jakobssyni.
í opinberu íþróttamóti utan bæjar
Hér birtist mynd af tveim fyrstu íþróttamönnunum, sem
þátt tóku opinberu íþróttamóti, eins og þeir voru 1909.
Menn þessir eru talið frá vinstri, Árni Helgason, ræðismaður
í Chicago og Jóel Fr. Ingvarsson, skósmíðameistari hér í bæ.
Strax um vorið hóf Jóel að æfa undir þátt-
töku í því. Hann var nú einn og varð því alveg
að byggja á eigin áhuga og þrautseigju. Hann
æfði á sama stað og árið áður. Það bætti hon-
um mikið upp að missa Árna, að Oddur sýndi
þann skilning á þessu sem nú skal greina.
Oddur átti góðhest, brúnan að lit. Oft nokkuð
lagði Oddur við þann brúna og fór með Jóel
suður á Hvaleyrarholt. Oddur lét þann brúna
tölta, en Jóel hljóp við hlið hans. Jóel hefur
oft getið þess að sér hafi verið einkennilega
létt um að hlaupa með hliðinni á Brún. „Mað-
ur og hestur þeir eru eitt, fyrir utan hinn
skammsýna markaða baug“, segir skáldið.
Jóel æfði dyggilega og leið svo fram til þess
dags að „Míluhlaupið“ skyldi háð. Þjóðhátíð-
ardagsins í Reykjavík í júlí 1910. Bagalegt var
það fyrir Jóel að nú gat hann ekki fengið neitt
farartæki að komast á til Reykjavíkur, eða að
Árbæ. Hann gekk því til Reykjavíkur í von um
að komast á einhvern annan hátt að Árbæ en
gangandi. En sú von brást honum. Er til
Reykjavíkur kom fékk hann ekkert farartækið
og varð því að ganga upp að Árbæ. Inn við
Elliðaár hjólaði einn keppandinn fram úr hon-
um, Sigurjón Pétursson. Hann hughreysti Jóel
með því að ekki skyldi verða lagt af sað fyrr
en hann kæmi. Var það góð huggun. Þegar
kom að Árbæ voru allir keppendurnir þangað
komnir og þóttust helst til lengi hafa beðið
eftir Jóel. Láu þeir út í túni og sleiktu sólina.
Spruttu þeir nú allir á fætur. Jóel hafði rétt
tíma til að snarast úr ytri fötum. Síðan var
hlaupurunum raðað upp, rásmerki gefið og
hlaupararnir runnu af stað.
Jóel hafði ekki hlaupið lengi er hann fann
að hann félck stíflu í nefið og þar með slæman
verk um ennið og gagnaugun. Þessu fylgdi
einnig sár hlaupastingur. Keppinautar hans
runnu fram úr honum einn af öðrum og niður
við árnar var hann orðinn síðastur. Þótti hon-
um nú ætla að verða lágt sitt gengi.
Þegar Jóel var kominn yfir vestri brúna á
Elliðaánum og upp í brekkuna sem þar er,
þá losaðist hann við stíflurnar úr nefinu. Höf-
uðverkurinn hvarf og hlaupastingurinn líka
Fór honum þá að finnast gengi sitt hækka. Frá
þessu segir Jóel á þá leið:
„Við að losna við þessa verki, fannst mér ég
léttast að mun. Mér fannst eins og ég hefði
fengið vængi. Ég flaug áfram. Nú fór ég að
ná í öftustu Reykvíkingana og læða þeim aftur
fyrir mig. Ég tíndi þá upp einn eftir annan.
Þegar niður kom á Hverfisgötu var aðeins
einn Reykvíkingur á undan mér. Stór og þrek-
inn og ekki líklegur til að láta mér eftir sigur-
inn með góðu. Þetta var Sigurjón Pétursson
glímukappi. Niður Hverfisgötuna fann ég að
bilið milli okkar styttist óðum. Þegar neðst
kom á Hverfisgötuna mun um 10 skref hafa
verið milli okkar, og rétt var ég við hælana á
honum þegar við komum að brúnni. Sigurjón
þreif þá í handriðið og rykkti sér upp á brúna,
en mannfjöldinn sem verið hafði austan megin
brúarinnar ruddist nú fram og upp á brúna
og lokaði þannig fyrir mér leiðinni. Þetta tafði
mig eigi alllítið, enda varð ég að gera mér það
að góðu að verða annar í mark. Ég hljóp vega-
lengdina á 28 mín. og 57 sek. Þá mynnist ég
þess, að er ég kom niður á Hverfisgötuna kom
hlaupandi á móti mér félagi minn og vinur
Árni Helgason, hrópaði hann til mín uppörv-
unar- og hvatningarorð, varð mér þetta eins
og svaladrykkur þyrstum manni.
Eftir hlaupið var ég viðstaddur öll hátíða-
höldin í Reykjavík og að síðustu gekk ég
heim“.
Hér líkur frásögn Jóels. Það lætur nærri að
allt í allt hafi Jóel farið rúma 40 km. þennan
dag frá því að hann fór að heiman og þar til
hann kom heim, með sigur sinn.
Gísli Sigurðsson.
ÆFINGATAFLA
FIMLEIKAFÉLAGS HAFNARFJARÐAR
veturinn 1947—48.
Mánudag:
kl. 8—9 Ilandknattleikur. Stúlkur
kl. 9—10 Frjálsíþróttir karla.
Miðvikudag:
kl. 8—9 Leikfimi. Stúlkur.
kl. 9—10 Handknattleikur. Karlar.
Fimmtudag:
kl. 7—7,45 Handknattleikur. Piltar 3.fl.
kl. 7,45—8,30 Leikfimi. Karlar.
kl. 8,30—10 Frjálsíþróttir.
Laugardag:
kl. 6,30—7,30 Handknattl. Piltar 3. fl.
kl. 7,30—8,30 Handknattl. Karlar.
*
i