Reykjavík - 18.08.2012, Síða 10
AfmælisvAkA
AkureyrAr
Íslandsklukku hringt í 40 mínútur!
Í tilefni af 150 ára afmæli Akur
eyrarbæjar og 25 ára afmæli Há
skólans á Akureyri verður staðið fyrir
sameiginlegum afmælisviðburði
við Íslandsklukku, útilistaverk eftir
Kristinn E. Hrafnsson á Sólborg
þann 24. ágúst 2012. Þá verður
klukkunni hringt 150 sinnum til
að fagna tímamótunum. Dagmar
Ýr Stefánsdóttir er forstöðumaður
markaðs– og kynningarsviðs
Háskólans á Akureyri:
Dagmar, hvernig datt ykkur þetta
í hug?
„Það er svolítið fyndið hvernig
þessi hugmynd varð til. Hér í HA
hefur verið starfandi nefnd sem
hefur það hlutverk að skipuleggja
afmælisdagskrá vegna 25 ára afmælis
Háskólans. Við vorum auðvitað með
vituð um að Akureyrarbær fagnar
150 ára afmæli sínu á þessu ári og
það var vilji á báðum stöðum að gera
eitthvað saman. Svo sagði ég þetta á
einum fundinum okkar í gríni að við
ættum kannski að hringja Íslands
klukku 150 sinnum og fagna þannig
þessum tímamótum. Fyrst var bara
hlegið að þessu enda hefur klukkunni
mest verið hringt 11 sinnum en það er
hefð að hringja henni 1. desember ár
hvert, eitt slag fyrir hvert ár umfram
árið 2000. Svo fór fólk að tala meira
um þessa hugmynd og við í nefndinni
sáum að þetta gæti verið mjög
skemmtileg og táknræn leið til að
vekja athygli á afmælishaldi beggja
aðila. Auk þess bindur klukkan okkur
saman en það var Akureyrarbær sem
afhenti Háskólanum klukkuna til
afnota árið 2001.“
En 150 slög, þetta mun taka
einhvern tíma?
„Já, við höfum svona lauslega
reiknað út að þetta muni taka um
40 mínútur. Og það er rétt að taka
fram að það mun ekki verða í hönd
um einnar manneskju að hringja
öll slögin. Það myndi taka verulega
á enda er kólfurinn ansi þungur. Í
staðinn ætlum við að gefa fjölda fólks
tækifæri á að hringja klukkunni. Það
verður safnað í góðan hóp fólks, bæði
héðan frá Háskólanum og frá bænum
sem mun skiptast á að hringja. Ætli
aðalmálið verði ekki að telja og passa
að hitta á 150 slög.“
Þetta mun líklega ekki fara fram
hjá nokkrum manni í bænum eða
hvað?
„Nei, líklega ekki, við erum vön að
hringja klukkunni einu sinni í ágúst
til að marka upphaf skólaársins og
það glymur um allan bæ, að ég tali
nú ekki um þegar við hringjum henni
1. des. Ég vona bara að fólk leggi
við hlustir og njóti bjölluhljómsins
enda verður þetta ekki endurtekið.
Tónninn í klukkunni er mjög fallegur
en hann er lægsta G. Um er að ræða
einstakan viðburð og það eru allir
velkomnir hingað upp á Sólborg til
að fylgjast með.” segir Dagmar. a
Íslandsklukkan eftir Kristinn E. Hrafnsson Ævar Guðmundsson
dagmar Ýr
stefánsdóttir
Ætli aðalmálið verði
ekki að telja og passa
að hitta á 150 slög.
Stórtónleikar í Gilinu
Mikil tónlistarveisla fer fram í Gilinu vegna hátíðarhaldanna laugar
daginn 1. september á Akureyri. Koma þar saman fornfrægar akureyrskar
sveitir; Baraflokkurinn, Skriðjöklar og Naglbítarnir.
Ferill Baraflokksins stóð frá
1980 til 1985. Á þeim árum gaf
hljómsveitin út þrjár plötur hjá
hljómplötuútgáfunni Steinum.
Þær voru Baraflokkurinn (1981),
Lizt (1982) og Gas (1983). Platan
Zahír kom svo út árið 2000 hjá
Senu. Aðal aðsetur hljómsveitar
innar á Akureyri var Rauða Húsið
við Skipagötu. Þar var starfandi
gallerý á neðri hæðinni en á efri
hæð hússins var æfingapláss
Baraflokksins. Hljómsveitin kom
síðast saman í september árið
2010 í Hofi og á Græna hattinum
á Akureyri og hélt þá uppá 30 ára
afmæli sitt.
Skriðjöklar enn að
Hljómsveitin Skriðjöklar var stofn
uð á Akureyri árið 1983, eingöngu
til að komast frítt inn á útihátíðina
í Atlavík og í hljómsveitakeppn
ina þar. Tveimur árum síðar vann
sveitin þá keppni og gaf út sína
fyrstu plötu sem náði nokkrum
vinsældum og þá helst lagið Steini.
Hljómsveitin vakti strax athygli
fyrir líflega og óhefðbundna sviðs
framkomu, t.d. skartaði hún tveim
ur skrautlegum dönsurum sem
fóru mikinn á sviði. 1986 slógu
Skrið jöklar hressilega í gegn með
lögunum Hesturinn og Tengja og þá
varð ekki aftur snúið.
Naglbítar hlakka til
200.000 naglbítar stigu sín fyrstu
spor í Gagganum á Akureyri árið
1993 og hétu þá Gleðitríóið Ásar
og skömmu síðar Askur Yggdrasils.
Árið 1995 tóku þeir þátt í Músík
tilraunum undir nafninu 200.000
naglbítar, þeir kræktu sér í þriðja
sætið og Villi var valinn besti
söngvarinn.
Sveitina skipa bræðurnir af
brekkunni, Vilhelm Anton og Kári
Jónssynir og trymbillinn Benedikt
Brynleifsson sem að öðrum ólöst
uðum er „besti trommari landsins“
að sögn Villa naglbíts.
„Því var auðsvarað hvort
Naglbítar vildu spila á afmælistón
leikum Akureyrar og óhætt að segja
að mikil tilhlökkun sé í hópnum að
koma heim í móðurskipið og spila
í Gilinu,“ segir Villi. a
Baraflokkurinn Í denn Sannarlega
töff.
www.akureyri150.is – facebook.com/Akureyri150 24. ágúst – 2. september 2012
30. nóvember 2011
Cyan 98% Magnta 6% Yellow 10% Black 29%
Cyan 0% Magnta 0% Yellow 0% Black 100%
PANTONE 633 CP
Black
R 0 G 127 B 164
CMYK%
PANTONE
RGB
GRÁSKALI
SVART/HVÍTT
R 61 G 57 B 53
Afmælismerki Akureyrar
1
Cyan 0% Magnta 0% Yellow 0% Black 63%
Cyan 0% Magnta 0% Yellow 0% Black 100%
Breytingar á merkinu eru brot á höfundarréttarlögum!
Sigrún Björg Aradóttir
sigrun@midlari.is
Black 100%